Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Síða 43
Föstudagur 15. október 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Hollensk kona hefur skotið á skotskíf- ur á útimörkuðum á hverju ári frá því hún var 16 ára árið 1936. Í hvert skipti sem hún hittir í mark tekur sjálfvirk myndavél ljósmynd af henni. Því eru til myndir af konunni á öllum æviskeiðum hennar í sömu stellingum. H ollendingurinn Ria van Dijk stendur grafkyrr og einbeitt. Hún tekur í gikkinn og skýtur. Hún hittir þráðbeint í miðju skotskífunnar. Um leið tek- ur sjálfvirk myndavél ljósmynd af henni. Myndina tekur hún heim með sér, enda eru það verðlaunin fyrir að hitta í mark. Ria van Dijk elskar skotfimi og fer að minnsta kosti einu sinni á ári á útimarkaðinn til að skjóta. Hún hitti fyrst í mark árið 1936, þegar hún var 16 ára stúlka í Til- burg, og eignaðist um leið fyrstu myndina af sér á skotpallinum. Hún er 90 ára í dag og fer enn að skjóta. Vegna þessa áhugamáls hennar hefur hún óafvitandi safn- að myndum af sér frá öllum ævi- skeiðum þar sem hún stendur í sömu stellingunni, ár eftir ár og miðar á skotmarkið. Eina undan- tekning er að engar myndir eru skiljanlega til frá heimsstyrjaldar- árunum 1939 til 1945. En að þeim árum frátöldum eru til myndir frá hverju ári. Myndirnar voru ekki bara teknar í heimabæ Riu, heldur einnig í nærliggjandi bæjum. Ria van Dijk er löngu orðin fræg í sínu heimahéraði fyrir einstaka skot- fimi sína. Bók komin út Nú hafa ljósmyndararnir Erik Kess- els og Joep Eljkens safnað mynd- unum saman með leyfi Riu van Dijk og gefið út í glæsilegri bók. Þeir segja að ljósmyndirnar segi á óvæntan hátt ævisögu manneskju frá óvenjulegu sjónarhorni. Þær leyfi okkur að skyggnast inn í ólík tímabil í lífi hennar í síbreytilegu umhverfi. Um leið beri þær vitni um þróun ljósmyndatækninnar. helgihrafn@dv.is Hún hefur óaf-vitandi safn- að myndum af sér frá öllum æviskeiðum þar sem hún stendur í sömu stellingunni, ár eftir ár og miðar á skotmarkið. ria van dijk Hollendingurinn Ria hefur hitt í mark á hverju ári í 74 ár. 1936 Fyrsta myndin var tekin í heimabænum Tilburg í Hollandi þegar Ria var 16 ára. 1938 18 ára í Tilburg. 1949 29 ára á eftirstríðsárunum. 1958 38 ára. 1967 47 ára. 1987 67 ára. 1998 78 ára. 2006 86 ára. 1973 53 ára. 1978 53 ára. Þrír aldarfjórðungar með riu van Dijk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.