Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. október 2010 fréttir 15 Fyrir minnið Aukin orka Andoxunarefni Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti DET og metsöluhöfundur bóka um heilsu og mataræði, er þriggja barna móðir sem varð fimmtug árið 2009. Hún segir sjálf að sér líði þó ekki degi eldri en 30 ára… Af hverju skyldi það vera? Þorbjörg hugsar vel um heilsuna, matarræði sitt og þekkir auk þess vel til fæðubótarefna sem hún nýtir sér til að auka á vellíðan sína og viðhalda unglegu útliti og fullri atorku. Hún er í krefjandi starfi þar sem hún þarf meðal annars að reiða sig á að toppstykkið virki sem allra, allra best. Þorbjörg hefur notað Æskubrunn frá Lýsi hf. allt frá því að hann kom fyrst á markað og hennar niðurstaða er einföld. Ég mæli með Æskubrunni! Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðurbótarefnunum asetýl- L- karnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfisklýsisperlu. Túnfisklýsi Jákvæðir eiginleikar Omega-3 fitusýra, EPA og DHA, eru vel þekktir. Í ólíkum tegundum af fiskiolíu er að finna mismunandi magn af fitusýrunum EPA og DHA sem gegna veigamiklu hlutverki víða í líkamanum. Túnfisklýsi inniheldur hátt hlutfall af fitusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að finna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fisk sem heilafæði. Vaxandi fjöldi rannsókna sýna sterka fylgni milli neyslu á Omega-3 fitusýrum, einkum DHA og vitsmuna, sjónar og almennri virkni heila okkar. Asetýl-L-karnitín og alfalípóiksýra Rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þessara efna á efnaskipti og hrörnun fruma líkamans. Asetýl-L-karnitín auðveldar flutning orkuefna í frumum líkamans og alfalípóiksýra er öflugt andoxunarefni sem verndar þær gegn skemmdum. Niðurstöður benda til þess að efnin geti unnið gegn minnistapi sem oft fylgir hækkandi aldri og hafi að auki jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Saman geta þessi efni dregið úr þessum einkennum. Ég mæli með æskubrunni fyrir fólk á öllum aldri Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti DET Æskubrunnurinn getur því viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að því að við höldum góðu minni, höfum næga orku og getum betur notið lífsins. Æskubrunnur er ætlaður þeim sem vilja viðhalda almennu heilbrigði á efri árum en nýtist þó einnig þeim sem eru í krefjandi starfi eða undir miklu álagi. „Um áramótin fórum við í landssöfn- um þar sem Öflun ehf. hringdi fyrir okkur. Það stóð með hléum yfir í um tvo mánuði þar sem hringt var í bæði einstaklinga og fyrirtæki. Í stuttu máli var árangurinn það góður að við ákváðum að gefa Barnaspítalan- um peningagjöf,“ segir Hörður Björg- vinsson hjá Einstökum börnum. Samtökin voru stofnuð í mars árið 1997. Foreldrar 13 barna sem ekki fundu sér farveg í öðrum félög- um eða samtökum tóku sig saman og stofnuðu Einstök börn. Keyptu hægindastóla og blóðþrýstingsmæli Hörður segir að 180 fjölskyldur lang- veikra barna séu í félaginu. Flestar ef ekki allar fjölskyldurnar eigi börn sem hafi þurft að liggja langdvölum á Barnaspítalanum. Því liggi beint við að gefa Barnaspítala Hringsins þessa gjöf. „Við vildum sýna í verki hve ár- angurinn af söfnuninni var góður. Við höfðum samband við spítalann og niðurstaðan varð sú að gefa eina milljón króna,“ segir Hörður og held- ur áfram: „Fyrir þá upphæð voru keyptir sex „lazy boy“ hægindastól- ar og vandað tæki til að mæla blóð- þrýsting.“ Hörður segist hafa vissu fyrir því að gjöfin komi að góðum notum. „Jafnvel betri notum en við höfðum gert okkur grein fyrir. Í dag var mér sagt að þessir stólar gætu tímabundið losað um einhver rúm inni á stofum,“ segir hann en þá ættu fleiri að geta komist að. Rúmin nýtast betur „Þetta er mjög kærkomin gjöf. Hluti af þeim börnum sem fá meðferð uppi á dagdeild er börn sem þarf ekki endilega að hátta ofan í rúm,“ seg- ir Auður Ragnarsdóttir, deildarstjóri á dag- og barnadeild Barnaspítala Hringsins. Hún segir að börn sem til dæmis komi í lyfjagjafir í fáeinar klukkustundir hafi nú góða aðstöðu utan sjúkrarúma. Tveir og tveir stólar séu hafðir saman þannig að foreldrar geti látið fara vel um sig með börnum sínum. „Með þessu móti nýtast rúm- in betur,“ segir Auður. Eins og áður sagði fékk Barna- spítalinn einnig vandaðan blóð- þrýstingsmæli að gjöf. „Hann kem- ur sér einkar vel því með honum er ekki bara hægt að mæla blóðþrýsting heldur líka súrefnismettun í blóði og hita,“ segir hún. Aðspurð segir Auður að Barna- spítalinn eigi félögum eins og Ein- stökum börnum mikið að þakka. „Ég veit ekki hvar við værum ef við ættum ekki allt þetta velgjörðafólk að,“ segir hún og bætir við að stuðn- ingur sem þessi sé ómetanlegur. Hún segist aðspurð ekki vita hvern- ig niðurskurður í heilbrigðiskerf- inu muni bitna á starfi deildarinnar. „Það verður fundur á næstu dögum og það er ekki búið að útfæra þetta. Við krossum bara fingurna,“ segir hún. balduR guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Ég veit ekki hvar við værum ef við ættum ekki allt þetta velgjörðafólk að. Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma, gáfu Barnaspítala Hringsins milljón krónur á miðvikudaginn. Fyrir það voru keyptir hægindastólar og blóðþrýstingsmælir. auður Ragn- arsdóttir, deildarstjóri hjá Barnaspítala Hringsins, segir stuðninginn ómetanlegan. afhendu styrkinn EinstökbörnfærðuBarnaspítalahringsinsveglegagjöfá miðvikudaginn.mynd sigtRygguR aRi Jóhannsson Gáfu milljón til spítalans Boða klofninG veGna deilna um kvótaeiGn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.