Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 30
MyndlistartíMaritið Blatt Blað koMið út Mynd- listartímaritið Blatt Blað númer 58 er komið út. Að þessu sinni gerir Huginn Þór Arason kápu tímaritsins en aðrir sem eiga verk í blaðinu eru André Alder, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Hlynur Hallsson, Ómar Smári Kristinssoni, Alexander Stieg, Volker Troche og Aðalsteinn Þórsson. Blaðið er 16 síður að stærð í A5 broti. Upplagið er 100 tölusett eintök. Blatt Blað hefur komið út frá árinu 1994. Upphaflega voru gefin út ný eintök annan hvern mánuð en nú eru gefin út ný tölublöð tvisvar á ári. Hægt er að kaupa Blatt Blad á 400 krónur í Út- úrdúr/Havarí í Austurstræti 6 í Reykjavík. Einnig er hægt að fá blaðið sent heim og gerast áskrifandi. Upplýsingar gefur hlynur@gmx.net. Næsta tölublað kemur út í mars 2011. sjötta alþjóðlega ljóðahátíð nýhil Sjötta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhil verður haldin dagana 21.–23. október. Hún verður sett með opnunarkokteil í Norræna húsinu fimmtudaginn 21. október og þá um kvöldið verður ljóðapöbbkvis á Næsta bar. Upplestrarkvöld með íslenskum og erlendum skáldum og tónlistaratriðum verða haldin á Venue föstudagskvöldið 22. og laugardagskvöldið 23. október. Einnig verður blásið til pallborðsumræðna um ljóðlist undir stjórn Benedikts Hjartarsonar bókmenntafræðings í Norræna húsinu laugardaginn 23. október. Fjölmörg íslensk skáld koma fram á hátíðinni, þar á meðal Þórdís Gísladóttir, Anton Helgi Jónsson, Ingólfur Gíslason, Hildur Lilliendahl og Birkir úr Forgotten Lores, en einnig munu erlend ljóðskáld koma fram. Upprisa Afflecks Eftir nokkuð misjafnan feril sem leik- ari hefur Ben Affleck sannað sig sem góður leikstjóri. Fyrst með myndinni Gone Baby Gone, sem skartaði bróð- ur hans, Casey, í aðalhlutverki, og nú með hasarmyndinni The Town þar sem hann fer sjálfur með aðalhlut- verkið. The Town fjallar um Charlestown, hverfi í Boston. Þar býr fólk af írskum uppruna og glæpastarfsemi er áber- andi. Sérstaklega þegar kemur að vopnuðum ránum en það fag hefur hreinlega gengið í erfðir. Við fylgjumst með hópi ungra manna sem undir forystu Doug MacRay (Affleck) ræna banka og brynvarða bíla. Þegar rán fer úrskeiðis neyðist hóp- urinn til þess að taka bankastýruna sem gísl. Þeir sleppa henni en kom- ast svo að því að hún býr í næstu götu. Upp frá því fer Doug að fylgjast með ferðum hennar til þess að tryggja ör- yggi hópsins en verður í leiðinni ást- fanginn. The Town er í alla staði vel heppn- uð spennumynd, og ekki að ástæðu- lausu að Affleck hefur verið sterklega orðaður við Óskarverðlaunin sem leikstjóri. Uppbyggingin í myndinni er vel heppnuð og persónur mjög áhugaverðar. Í fyrstu var ég ekki alveg að kaupa þær. Þessi hreimur og þessi heimur voru ekki alveg að ná til mín. En þegar leið á myndina breyttist það. Hægt og rólega skildi ég betur þau bönd sem tengja persónurnar og það sem á daga þeirra hefur drifið. Hasarsenurnar í myndinni eru magnaðar. Hraðar, vel útfærðar og spennandi. Atriðið þegar Doug ger- ir upp við blómasalann er hreinlega magnað sem og langur skotbardagi undir lok myndarinnar. Nett Heat- skírskotun þar. Sjálfur vinnur Ben Affleck mikið á í myndinni. Hann á flotta spretti og maður fyrirgefur honum drasl eins og Reindeer Games, Gigli og næstum því Daredevil. Jeremy Renner er tilvalinn í hlutverk hins siðblinda James Cough- lin og Jon Hamm úr þáttunum Mad Men er einnig frábær sem FBI-harð- jaxlinn. Myndin er byggð á bókinni Prince of Thieves eftir Chuck Hogan. Affleck er sjálfur á meðal handritshöfunda enda með Óskarsverðlaun í bakinu í því fagi. Formúlan er eitthvað sem við höfum oft séð áður en umhverfið, per- sónurnar og framkvæmdin gera þetta að frábærri mynd. Ásgeir Jónsson 30 fókus 15. október 2010 föstudagur Finnski hestur- inn FruMsýndur Þjóðleikhúsið frumsýnir í dag, föstu- daginn 15. október, Finnska hest- inn en leikritið sló rækilega í gegn í heimalandinu þegar það var fyrst sýnt árið 2004. Síðan þá hefur leik- ritið verið sýnt í fjölmörgum upp- setningum í heimalandinu sem og víðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Sögusviðið er bóndabær í Finnlandi og persónusafnið er litskrúðugt. Höfundurinn, Sirkku Peltola, er ein af fremstu leikhúslistakonum Finn- lands. Hún starfar bæði sem leik- stjóri og leikskáld, og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í sínu heimalandi. Hún hefur skrif- að tvö ný leikrit um fólkið í Finnska hestinum og virðist ekkert láta vera á vinsældum þessara persóna. Leik- stjóri er María Reyndal og Sigurð- ur Karlsson þýddi verkið. Leikarar í sýningunni eru þau Harpa Arnar- dóttir, Jóhannes Haukur Jóhann- esson, Kjartan Guðjónsson, Lára Sveinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. kvikmynd Brim Frábær mynd sem er byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónasson- ar. Vesturportshópurinn fer á kostum í mynd sem fjallar um unga konu sem fer á sjó. Hún er eina konan um borð og það setur hlutina heldur betur úr jafnvægi um borð. leikverk Enron í Borgarleikhúsinu Leikritið um Enron er komið til Íslands. Það er lent á Stóra sviði Borgarleikhússins með glæsibrag. Í afar vandaðri sviðsetningu sem verður ekki annað séð en taki það í meginatriðum réttum tökum. tölvuleikur Start thE Party á PS Move Úrvals samkvæmisleik- ur en mynd er tekin af hverjum keppanda og fær hann að vera með sitt sigurhljóð og hvaðeina. Einnig er síðar í leiknum hægt að taka upp hljóð fyrir aðra. Pinninn er afar nákvæmur í leiknum sem gerir spilun alveg frábæra. Flottur leikur fyrir fólk frá 5–65 ára. ópera rigolEtto Að mörgu leyti var þar bæði vel sungið og leikið. Dómur áhorfenda var ótvíræður: Það var Þóra Einars- dóttir sem var sigurvegari kvöldsins. Fagnaðarlætin í lok frumsýningarinnar á Rigoletto síðasta laugardagskvöld tóku af öll tvímæli um það. mælir með... thE town leikstjórn: Ben Affleck  Handrit: Ben Affleck, Peter Craig,  Aaron Stockard  aðalhlutverk: Ben Affleck, Rebecca Hall, Jon Hamm, Jeremy Renner, Blake Lively, Pete Postlethwaite, Chris Cooper kvikmyndir Ben affleck Er leikstjóri/leikari en ekki öfugt. Hún semur tónlist um hluti sem eiga eftir að gerast, en leggur samt mest upp úr því að fólk geti dansað við músíkina. Hún kemur frá Stokk- hólmi, er 31 árs, og stígur á svið í Listasafni Reykjavíkur á laugardags- kvöld á Iceland Airwaves-tónleika- hátíðinni. Þegar DV náði tali af Ro- bin Miriam Carlsson, eða Robyn, þá var hún að lenda í Osló. „Við erum að spila hérna rétt fyrir utan borgina. Þetta er hluti af sama tónleikaferða- laginu,“ segir hún og kveðst ekki vera þreytt. Það sé lítið mál að fljúga frá Stokkhólmi til Oslóar. Alþjóðleg velgengni Robyn hófst með plötunni „Robyn“ sem hún gaf sjálf út, árið 2005. Þar var meðal ann- ars að finna lagið With Every Heart- beat, sem náði fyrsta sæti á breska vinsældalistanum, og varð gríðarvin- sælt vítt og breitt um Evrópu. „Mér gekk alveg frábærlega með þessa plötu í Bretlandi, og raunverulega líka í Þýskalandi, Ástralíu og fleiri löndum,“ segir Robyn. „En hún gaf mér líka tækifæri til þess að kynn- ast bandarískum aðdáendum upp á nýtt, jafnvel þótt platan hafi ekki selst sérlega vel þar í landi.“ Banda- rískir aðdáendur hafa nefnilega ver- ið til staðar allt frá árinu 1997, þegar platan Robyn is Here kom út. Þar var meðal annars lagið Show me love, sem notað var í kvikmynd Lukas Moodyson, Fucking Åmål. Gamlar leiðir eru ófærar Allt frá því að Robyn stofnaði sitt eig- ið útgáfufyrirtæki, Konichiwa Rec- ords, hefur hún skipað sér í fram- varðasveit þeirra sem nýta sér netið til markaðssetningar. „Umræðan virðist vera á villigötum. Fólk er allt- af að velta fyrir sér ólöglegu niðurhali og það fer mikil barátta fram til þess að hindra slíkt,“ segir Robyn. „Þetta er samt ekki kjarni málsins. Það er netið sjálft sem er byltingin. Ólöglegt niðurhal er hluti af þeirri byltingu, en í staðinn höfum við fengið gríðarlegt frelsi til allra mögulegra hluta,“ held- ur hún áfram. Með þessu er hún ekki að segja að tónlist eigi að vera ókeypis. Tónlistar- fólk verði að eiga möguleika á því að draga fram lífið. „Fólk nálgast tón- listina með öðrum hætti. Það er lið- in tíð að útgáfurisi gefi út fimm plöt- ur sem allir eiga svo að sameinast um að hlusta á. Þessi leið er ófær og týnd, sem betur fer. Netið hefur gef- ið listamönnum tækifæri til þess að vera í beinum samskiptum við hlust- endurna og það er ekki til nein leið framhjá þessu. Upp úr þessu sprettur miklu nánara samband á milli lista- manna og neytenda en nokkurn tím- ann fyrr. Þess vegna er mikilvægt að búa til alls kyns lítil myndskeið með nýjum útgáfum af lögum og birta jafnóðum á vefnum. Þarna eiga að- dáendur möguleika á að verða þátt- takendur í ferlinu. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu. Ég hef reyndar verið svo heppin að geta selt allmikið af plötum þannig að ég hef getað leyft mér að gera tilraunir með þetta nýja form, án þess að svelta.“ enGinn stýrir mér Tónlistin sem Robyn hyggst spila á laugardagskvöldið er fyrst og fremst nýtt efni af þremur plötum sem hún gefur út á þessu ári, ásamt lögum af síðustu plötu. „Ég gef út þrjár plötur á sama árinu af því að ég get það. Þetta eru stuttar plötur. Einhvern tímann áður fyrr hefði útgáfufyrirtæki skipað mér að gera eina langa plötu og sagt mér að fara í þriggja ára hljómleika- ferðalag. En af því að öll útgáfa hefur breyst með tilkomu netsins þá gilda þessi lögmál ekki lengur.“ Þess í stað kveðst hún ætla í styttri tónleikaferðir og stýra ferlinu betur sjálf. „Iðnaðurinn hefur hingað til stýrt því hvernig tónlist er gefin út og við sitjum uppi með alls kyns skrýtna staðla, til dæmis þá að hljómplata verði að innihalda fimmtán lög eða eitthvað slíkt. Ég held að þetta henti alls ekki öllum lista- mönnum og leyfi mér að efast um að þetta sé endilega það sem hlustendur eru að sækjast eftir. Þetta hefur líka orðið til þess að hljómlistarmenn verja mánuðum í senn í hljóðveri til þess að taka upp plötur. Síðasta tónleikaferðalagið mitt varði sleitulaust í fjögur ár. Ég hrein- lega varð að athuga hvort ekki væri önnur leið fær,“ segir Robyn. Platan Body Talk, sem kemur út í þremur hlutum á þessu ári sprettur því upp úr þessari nýju hugmynda- fræði, sem Robyn útskýrir að eigi rætur að rekja í frelsi netsins. „Þarna er mín leið til þess að leyfa öllum hlutum að hafa eðlilegra flæði. Nú get ég kannski verið oftar í hljóðver- inu og farið í styttri tónleikaferðir inn á milli.“ tilfinninGaríkt popp En skyldi vera að þessi nýja nálgun í markaðssetningu hafi áhrif á sjálfa tónlistina? Hefur hún orðið á ein- hvern hátt persónulegri eða frum- legri? Robyn er ekki viss um að svo sé. Góð tónlist hafi alla tíð grundvall- ast á því að fólk sé tilbúið að leggja allt í sölurnar og fylgja sannfæring- unni. „Ég er bara að gera popptón- list og það er fullt af fólki sem kann að búa til popp. Kannski hef ég náð að gera poppið með minni sænska poppstjarnan Robyn stígur á svið á Iceland airwaves tónlistarhátíðinni á laug- ardagskvöldið. Hún gefur út þrjár hljómplötur á árinu, er á tónleikaferðalagi og rekur eigið útgáfufyrirtæki. Í samtali við dV segir robyn frá tónlistarbyltingu internetsins. Hún segir að vel sé hægt að semja frumlega popptónlist. Það sé engin þversögn. Semur lög um óorðna hluti Fólk nálgast tón-listina með öðr- um hætti. Það er liðin tíð að útgáfurisi gefi út fimm plötur sem allir eiga svo að sameinast um að hlusta á. Þessi leið er ófær og týnd, sem betur fer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.