Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 6
6 FRÉTTIR 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
Veikasti þátturinn í skólastarfi
Menntaskólans Hraðbrautar eru
samskipti skólastjórans, Ólafs H.
Johnson, og starfsmanna skólans sem
og mikil fjarvera hans frá skólanum
meðan á skólastarfinu stendur. Ólaf-
ur á hús í Flórída þar sem hann hefur
dvalið langdvölum meðan á skólaár-
inu stendur, meðal annars um þess-
ar mundir. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í úttekt sem Guðrún
Geirsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir
unnu fyrir menntamálaráðuneytið.
Skýrslan var gerð opinber í vikunni og
er aðgengileg á vef menntamálaráðu-
neytisins.
Mörgu í starfsemi skólans er einnig
hælt mjög í úttektinni þannig að það
er alls ekki svo að öllu sé ábótavant
innan skólans: Inntakið í gagnrýninni
snýr nær allt að Ólafi eingöngu. Skól-
inn hefur verið nokkuð til umfjöllunar
frá því í sumar eftir að DV greindi frá
að Ólafur hefði tekið arð og veitt lán út
úr skólanum, sem að langmestu leyti
er fjármagnaður af íslenska ríkinu og
að menntamálaráðuneytið ætlaði að
láta Ríkis endurskoðun vinna skýrslu
um starfsemi hans. Ólafur var svo
gagnrýndur harðlega í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar fyrir arðgreiðslurnar
og lánveitingarnar út úr rekstrarfélagi
skólans.
Kennararnir lofaðir
Meðal þess jákvæða sem fram kem-
ur í úttektinni er eftirfarandi niður-
staða: „Eins og sjá má að ofansögðu
hefur Menntaskólinn Hraðbraut yfir
að búa mörgum sterkum þáttum
sem eru til fyrirmyndar. Starfsmenn
skólans eru mjög metnaðarfull-
ir og kappsamir fyrir hönd skólans
og nemenda sinna. Þeir eru skipu-
lagðir og veita nemendum gott að-
hald og eru mjög nálægir og auðvelt
er fyrir nemendur að leita til þeirra.
Yfir skólanum ríkir dagsdaglega létt
andrúmsloft og samskipti nemenda
og kennara virðast mjög góð. Sam-
skipti nemenda eru mikil og þeim
líður yfirleitt vel í skólanum og eru
ánægðir með hann.“
Aðstoðarskólastjóri
í tvöföldu starfi
Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir
að veikasti þátturinn í skólastarfinu
séu samskipti skólastjórans Ólafs og
hluta starfsmannanna. „Þau eru það
slæm að þau hljóta að setja mark sitt
á allt faglegt starf skólans og við verð-
ur ekki búið að mati okkar.“
Meðal þess sem minnst er á í
skýrslunni er að kennararnir hafi ver-
ið ósáttir við fjarveru Ólafs frá skóla-
starfinu og telji að hann skipti sér of
lítið af starfinu. Þar kemur jafnframt
fram að aðstoðarskólastjóri skólans,
Jóhanna Magnúsdóttir, hafi í reynd
stýrt skólanum að mestu leyti en
ekki Ólafur – ef frá eru skilin fjármál
skólans. Orðrétt segir um Jóhönnu í
úttektinni og er vitnað í nemendur
skólans: „Hún er sú sem allir leita til.“
Jóhanna sagði upp störfum í skólan-
um fyrr á árinu vegna álags og sam-
skiptanna við Ólaf, líkt og segir í
úttektinni. Eftir henni er haft í skýrsl-
unni að hún hafi eiginlega þurft að
gegna tveimur störfum vegna fjar-
veru Ólafs sem hún gagnrýndi í út-
tektinni.
Skólastjórnin gagnrýnd
Um fjarveru Ólafs og samskipt-
in við kennarana segir meðal ann-
ars í skýrslunni: „Fulltrúar kenn-
ara telja að skólastjórnun gangi ekki
sem skyldi og stjórnkerfi skólans
sé meingallað. Skólastjóri er einn
eigandi skólans og kennarar hafi
þar enga aðkomu. Vinir og vanda-
menn skólastjóra myndi stjórn skól-
ans. Fulltrúar kennara voru mjög
óánægðir með mikla fjarveru skóla-
stjóra í vetur og telja hana og af-
skiptaleysi skólastjóra hamla eðli-
legu skólastarfi og hafa neikvæð áhrif
á andrúmsloftið. Hann hafi verið
mikið fjarverandi og mjög afskipta-
laus.“
Niðurstaðan í úttektinni er því sú,
ef svo má segja, að skólinn er lofaður
fyrir margt en nær eingöngu það sem
Ólafur hefur ekki bein áhrif á, eins og
kennsluna og dugnað kennaranna.
Á sama tíma snýr helsta gagnrýnin
að Ólafi sjálfum og því hvernig hann
stýrir skólanum. Þessi gagnrýni bæt-
ist því við þá gagnrýni á fjármál skól-
ans sem áður kom fram hjá Ríkis-
endurskoðun.
Hún er sú sem allir leita til.INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Menntaskólinn Hraðbraut fær bæði lof
og last í úttekt menntamálaráðuneytisins
á starfsemi skólans. Lofið fá kennarar
skólans en lastið fær eigandi og skóla-
stjóri Hraðbrautar, Ólafur Johnson.
Ólafur er meðal annars gagnrýndur fyrir
fjarveru frá skólans og fyrir stirð sam-
skipti við kennarana.
Dvelur mikið erlendis Ólafur
hefurdvaliðlangdvölumíhúsisínu
íFlórídasíðastliðinárogbendahöf-
undarúttektarinnaráaðkennarar
skólansteljiþaðóheppilegt.
HÁSKÓLINN Á AKUREYRI:
Facebook
truflar
„Nemendur eru að trufla kennslu
með því að hanga á Facebook,“ segir
Jóhanna Guðrún Snæfeld Magn-
úsdóttir, formaður Félags stúdenta
við Háskólann á Akureyri (FSHA).
Stjórn félagsins hefur sent nemend-
um skólans tölvupóst þar sem þeir
eru hvattir til að draga úr Facebook-
notkun sinni í tímum.
FSHA átti fund með stjórnendum
skólans á dögunum og bar Face-
book-notkun nemenda á góma. Í
tölvupóstinum til nemenda kemur
fram að kennarar hafi kvartað yfir
því að nemendur séu að vafra um
á netinu í tímum, meðal annars á
Facebook og trufli þannig kennsl-
una. Þá kom til tals hvort loka ætti á
Facebook.
„Ef einn nemandi uppfærir stöðu
sína þá fara aðrir á Facebook og
svara. Þannig myndast umræða og
fólk missir einbeitinguna,“ segir Jó-
hanna.
Aðspurð hvort það komi til álita,
að loka á þennan vinsæla vef seg-
ir Jóhanna: „Það verður fundur á
næstunni og ef þetta lagast ekki þá
ætluðu kennarar að bera upp álykt-
un um þetta. Hvorki við né stjórn-
endur skólans vilja fara þá leið
þannig að við ætlum að reyna allt
annað fyrst.“
Hannes átti son
Hannes Þór Helgason, sem myrtur
var á heimili sínu í ágúst, átti árs-
gamlan son í Eistlandi. Drengurinn
er kominn til Íslands ásamt móður
sinni að heimsækja fjölskyldu sína
hér á landi.
Helgi Vilhjálmsson, faðir Hann-
esar Þórs, kveðst vera í sjöunda
himni yfir afabarninu, að því er
fram kemur á Pressunni. „Þetta er
óvænt ljós í myrkrinu. Drengurinn
kom með móður sinni síðdegis í
gær,“ er haft eftir Helga á síðunni.
Litli drengurinn heitir Siim og býr
nú ásamt móður sinni hjá fjölskyld-
unni hér á landi og er smám saman
að kynnast ættingjum sínum. Helgi
segir það hafa verið miklar gleði-
fréttir þegar í ljós kom nýlega að
Hannes Þór ætti barn. Fjölskyldan sé
enn að átta sig á þessu en drengur-
inn litli sé velkominn í hópinn.
Lítið sparast með
uppsögnum
Búast má við því að fimmta hverj-
um starfsmanni Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða verði sagt upp nái
niðurskurðartillögur fjármálaráð-
herra fram að ganga. Talið er að
við það sparist ekki nema um 28
milljónir króna, þrátt fyrir að
skera eigi niður um 185 milljónir.
Þetta kemur fram í úttekt sem
gerð var á efnahags- og samfé-
lagslegum áhrifum fyrirhugaðs
niðurskurðar á Heilbrigðisstofn-
un Vestfjarða. Úttektin var unnin
fyrir grasrótarhóp sem kallar sig
Heimavarnarliðið.
Hluti starfsmanna sem var sagt upp
störfum hjá Orkuveitunni í síðustu
viku fær eins árs uppsagnarfrest vegna
hás starfsaldurs. Að minnsta kosti einn
þessara starfsmanna átti aðeins eftir
tvö ár í ellilífeyri. Mikill hiti er í starfs-
mönnum vegna uppsagnanna og hef-
ur það verið gagnrýnt að hátt laun-
uðum stjórnendum sé hlíft á kostnað
almennra starfsmanna sem hafa sýnt
fyrirtækinu tryggð í áratugi.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Orkuveitunnar, staðfestir að
nokkrir þeirra sem hafi haft hvað
lengstan starfsaldur fái árs uppsagn-
arfrest og að veittir verði 100 þúsund
króna endurmenntunarstyrkir til allra
þeirra sem sagt var upp störfum. „Við
fengum ábendingu um að þeir sem
ættu eftir að eiga hvað erfiðast með
að fóta sig á vinnumarkaði eftir upp-
sögn yrðu þeir yngri og þeir eldri. Í
kjölfarið var ákveðið að veita endur-
menntunarstyrki til að styðja frekar
við framgang þeirra á vinnumarkaði.
Reiknireglunni sem var beitt hvað
varðar lengri uppsagnarfrest er sú að
einn aukamánuður bætist við upp-
sagnarfrest fyrir hver fimm ár umfram
fyrstu fimm árin. 40 ára starfsaldur
gefur því rétt á sex auka mánuðum í
uppsagnarfrest og bætast þeir á sex
mánuði sem tilteknir eru í kjarasamn-
ingum.“
Eiríkur segir stjórn fyrirtækisins
vita af skiptum skoðunum starfsfólks
síns. „Ég efast ekki um það eru margar
skoðanir á því hvernig hefði átt að gera
hlutina og hvar hefði átt að skera nið-
ur. Uppsagnirnar áttu sér náttúrulega
nokkurn aðdraganda og það var kom-
inn óþreyja og kvíði vegna stöðugrar
fjölmiðlaumræðu um uppsagnirnar.“
kristjana@dv.is
Hluti fyrrverandi starfsmanna Orkuveitunnar fær árs uppsagnarfrest:
Brottreknir fá laun í eitt ár
Sársaukafullar uppsagnir EiríkurHjálmarsson,upplýsingafulltrúiOrkuveitunnar,
segirstjórninahafafengiðábendinguumaðhugaaðframgangiþeirrayngstuog
þeirraelstuávinnumarkaðieftiruppsögn. MYND SIGTRYGGUR ARI
ÓLAFUR GAGNRÝNDUR
VEGNA FLÓRÍDAFERÐA