Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Síða 16
16 FRÉTTIR 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
FLÓTTINN UNDAN
KRÓNUNNI
„Það er ekki hægt að reka fyrirtæki,
sem starfa í mörgum löndum, undir
gjaldeyrishöftum íslensku krónunnar,“
segir Hilmar Veigar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri CCP-hugbúnaðarfyrir-
tækisins. „Það verður að verða hugar-
farsbreyting. Það er ekki hægt að fella
gengi fyrir hátæknifyrirtæki og sér-
tækar lausnir gagnast þeim ekki,“ seg-
ir Hilmar.
CCP er með nærri 300 starfsmenn
í vinnu hér á landi og fá þeir laun sín
greidd í evrum. Stjórnendur íslenskra
útflutningsfyrirtækja hafa flutt sig til
útlanda og bendir Hilmar á forstjóra
Actavis, Össurar og Marels máli sínu til
áréttingar. „Þetta sýnir hvernig þunga-
miðjan færist hægt og bítandi af landi
brott vegna óstöðugleika og seina-
gangs.“
Hilmar segir íslensku krónuna
flækjast fyrir í rekstri fyrirtækja á Ís-
landi. Erfitt sé að gera áætlanir og fyr-
irtæki stórtapi á öfgakenndum sveifl-
um hennar. „Því ákvað CCP að leggja
krónuna niður einhliða í rekstri sín-
um,“ segir Hilmar, en hann flutti erindi
um krónuna og evruna á hádegisfundi
í vikunni.
CCP og LÍÚ á sama báti
Hilmar segir að starfsmenn CCP fái
greitt í evrum inn á gjaldeyrisreikninga
í íslenskum bönkum. „Þetta er ekki
gert hvernig sem er vegna gjaldeyris-
haftanna. Svo taka starfsmenn bara út
gjaldeyri og skipta í íslenskar krónur
eftir þörfum. Þetta er í rauninni mjög
svipað og á við um sjómenn. Þeirra
laun eru bundin við erlenda gjald-
miðla þótt þeir fái greitt í krónum; afli
er seldur á erlendum markaði í evr-
um eða öðrum gjaldmiðlum og þeir
fá hlut af aflaverðmætinu sem skipt er
yfir í krónur á gengi dagsins. Hagsmun-
ir okkar eru alveg þeir sömu og útvegs-
manna. Skuldir eru í evrum, launin eru
í evrum, tekjur eru í evrum og svo fram-
vegis. Svona fjarar undan krónunni án
þess að stjórnvöld fái rönd við reist.“
Hilmar rifjar upp að hágengi krón-
unnar árið 2005 hafi þurrkað út 150
milljóna króna hreinan hagnað fyr-
irtækisins. Hann bendir á að ekki sé
gefið að CCP verði áfram með höfuð-
stöðvar á Íslandi.
Stjórnmál í öngstræti
Mesta áfall heimila og fyrirtækja fólst
í falli krónunnar um og eftir banka-
hrunið. Sú mynd er einnig að skýrast
að með stórfelldri aukningu útlána
í erlendum myntum eða með geng-
istryggingum veltu bankar og aðrar
fjármálastofnanir áhættunni af geng-
ishruni krónunnar yfir á almenna
lántakendur og fyrirtæki síðustu árin
fyrir bankahrunið. Pólitískar deilur
og málaferli vegna gengistrygginga
eru bein afleiðing af þeim byrðum
sem velt var yfir á herðar almennings
og fyrirtækjanna með hrikalegu falli
krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðl-
um.
Þótt afar margir séu þeirrar skoð-
unar að langþráðum efnahagslegum
stöðugleika verði ekki náð á Íslandi
með krónunni bólar lítið á pólitískri
einingu um hvert halda skuli til þess
að tryggja stöðugleika. Umsókn um
aðild að Evrópusambandinu, sem leitt
getur til upptöku evrunnar, hefur þvert
á móti aukið pólitíska spennu og átök
sem birtist meðal annars í flokkadrátt-
um á málefnafundi Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs fyrir viku.
Allir stjórnmálaflokkar utan Samfylk-
ingarinnar eru klofnir í málinu. Vopn-
aglamur heyrist einnig frá hagsmuna-
samtökum og þrýstihópum eins og
Heimssýn og Sterkara Íslandi.
Vandinn á fjármálamarkaði
augljós
Í tölvupóstum snemma árs 2007, sem
DV hefur birt, benti Heiðar Már Guð-
jónsson, starfsmaður Novator, þeim
Björgólfsfeðgum á mikilvægi þess að
Landsbankinn byrjaði að gera reikn-
ingsskil sín í evrum en ekki í íslensk-
um krónum líkt og verið hafði. Heið-
ar Már nefndi að Landsvirkjun hefði
nýverið lýst því yfir að bókhald fyrir-
tækisins yrði eftirleiðis fært í banda-
rískum dollurum. Á Heiðari Má var
að skilja að önnur fyrirtæki ættu að
gera slíkt hið sama. „Nú er það stað-
fest að Landsvirkjun mun færa reikn-
ingsskil sín úr ISK yfir í USD á árinu.
Það er þá fyrsta ríkisfyrirtæki sögunn-
ar sem hafnar ríkisgjaldmiðli, en þeim
er nauðugur einn kostur út af erlendri
fjármögnun verkefna.“ Þess má geta
að stór hluti tekna Landsvirkjunar er
í dollurum.
Heiðar Már var og er þeirrar skoð-
unar að taka beri upp evru einhliða og
hefur oftar ein einu sinni rökstutt þá
afstöðu sína í ræðu og riti.
Vanþroskuð umræða
Hörður Arnarson, núverandi forstjóri
Landsvirkjunar, talaði fyrir upptöku
evru þegar hann var forstjóri Marels.
Hann kom fram í Kastljósi Sjónvarps-
ins vorið 2008 og gagnrýndi hávaxta-
og hágengisstefnu stjórnvalda og
Seðlabankans. Marel væri best borgið
með því að taka út allan vöxt sinn er-
lendis; ójafnvægið hér heima væri of
áhættusamt. Hann bætti við að starfs-
menn Marels hér á landi væru allt að
150 fleiri ef gengissveiflurnar væru
ekki .
Þess má geta að aðeins lítill hluti
starfsmanna Marels starfar hér á landi
og nær allar tekjur fyrirtækisins eru í
erlendum gjaldmiðlum.
Þann 16. ágúst 2008, skömmu fyr-
ir bankahrunið, sagði Edda Rós Karls-
dóttir, þá hagfræðingur í greining-
ardeild Landsbankans, í viðtali við
Markaðinn – viðskiptablað Frétta-
blaðsins – að umræðan hér á landi um
Evrópusambandið og upptöku evru
væri óþroskuð og stór hluti stjórn-
málamanna væri á móti hugmynd-
inni. „Við þessar aðstæður hljóta
bankarnir að skoða allar leiðir til þess
að flytja starfsemi sína úr landi, ann-
aðhvort með því að færa höfuðstöðv-
arnar eða með því að flytja eignir og
umsvif yfir í erlend dótturfélög. Það
verður ekki bæði sleppt og haldið, því
miður.“
Þrúgandi gengisfall krónunnar grefur enn
undan tiltrú til gjaldmiðilsins. Meginmark-
mið stjórnvalda hefur engu að síður verið
að endurreisa hana með gjaldeyrishöftum
og liðsinni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ís-
lensk fyrirtæki, sem starfa á alþjóðamark-
aði, hafa ýmsar leiðir til þess að sneiða hjá
vanda krónunnar. Fyrirtækið CCP, sem
hefur nær allar tekjur sínar í erlendum
gjaldmiðlum, greiðir nær 300 starfsmönn-
um sínum hér á landi laun í evrum og hef-
ur í raun sagt skilið við krónuna.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Samfylkinginvill
gangaíESBogtaka
uppevru–Jóhanna
Sigurðardóttirer
formaðurflokksins.
Framsóknarflokkur-
innerekkieinhuga
–SigmundurDavíð
Gunnlaugsoner
formaðurflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn
erklofinníafstöðutil
evrunnar,innanflokks-
inserherskáandstaða
viðaðildaðESB–
BjarniBenediktssoner
formaðurflokksins.
VGbýrviðdjúpstæðan
ágreiningumevruog
ESBenhefurviðrað
hugmyndirumaðtaka
uppnorskakrónu.–
SteingrímurJ.Sigfússon
erformaðurflokksins.
Heimssýn–Ásmund-
urEinarDaðason,
þingmaðurVG,er
formaðurHeimssýnar
semberstgegn
ESB-aðildogvill
haldakrónunni.
Óstöðugleikinn sem sjúkdómur
HörðurArnarsonernúverandiforstjóri
Landsvirkjunar.Hannfullyrtisemfor-
stjóriMarelsaðefekkiværifyrirsveiflur
krónunnarværustörfinhjáfyrirtækinu
150fleirihérálandi.
Fjarar undan krónunni Nærri300starfsmenn
CCPáÍslandifálaunsíngreiddíevruminná
reikningaííslenskumbönkum,segirHilmar
VeigarPétursson,framkvæmdastjóriCCP.