Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Page 34
34 VIÐTAL 29. október 2010 FÖSTUDAGUR
Á kaldasta degi haustsins til þessa stóð skáldkonan Gerður Kristný Guðjóns-dóttir frammi fyrir 50.000 íslenskum konum og las ljóð:
Ástin komin með alvæpni
drengurinn dró fram
sverð hert í hatri
skeftið skorið úr grimmd.
Mannhaf og slagviðri virtust ekkert á hana fá. Vel
pökkuð inn í dúnúlpu og fjólubláa húfu, svo rétt
sást í andlitið, stóð hún keik á sviðinu og las upp
úr nýjustu bók sinni, Blóðhófni, án þess að fip-
ast og hlaut lof í lófa fyrir lesturinn. Þetta er kona
með bein í nefinu.
Morguninn eftir tekur hún á móti mér á
heimili sínu í Skerjafirðinum. Er ég geng upp
teppalagðan ganginn virði ég fyrir mér hvert
skóparið á fætur öðru. Hér er af nógu að taka og
skónum er raðað fallega upp í stiganum. Sjálf er
hún í rauðum hælaskóm í dag og ekki nóg með
það, í rauðbleikum sokkabuxum við gráan kjól.
Þetta er kona í rauðum sokkum. Jafnréttissinni
með meiru.
Hún tekur á móti mér á stigapallinum og sýn-
ir mér vinnuherbergið í forstofunni. Þarna sit-
ur hún alla daga og yrkir. Núna er hún að leggja
lokahönd á söngleikinn Ballið á Bessastöðum,
sem hún á að skila af sér á morgun. Undir glugg-
anum stendur skrifborð og bókahillur þekja tvo
veggi. Þarna eru ýmsar gersemar eins og kyn-
lífsbókin sem Halldór Laxness keypti sem ungur
maður úti í Kaupmannahöfn. Hafði hann aðeins
strikað undir eina setningu í bókinni, þar sem
segir að hver maður sem hefur einu sinni kynnst
sælu svipunnar geti ekki verið án hennar þaðan
í frá. Hér er líka skissubókin sem Gerður Kristný
skrifaði fyrsta uppkastið að Blóðhófni í og teikn-
ingar sem fylgja, þar á meðal af gulum, fljúgandi
hesti. Og Múmínálfar, sem Gerður Kristný bjarg-
aði úr barnaherberginu fyrst synirnir höfðu ekki
áhuga. Herbergið er lítið, sem er einn helsti kost-
urinn við það. Hér kemst enginn annar að. Það
getur enginn tyllt sér til að spjalla. Hér ríkir full-
kominn friður. Þannig að þegar Gerður Kristný
þarf að einbeita sér gengur hún út af heimilinu
og inn í forstofuherbergið og lokar að sér. Sinnir
verkum sínum í friði og ró.
Þaðan göngum við inn á heimilið og kom-
um inn í sjónvarpsholið þar sem eldri sonurinn,
Skírnir, situr uppáklæddur í jakka, skyrtu og með
slaufu um hálsinn og horfir á Latabæ en við fær-
um okkur yfir í stofuna þar sem útsýnið nær all-
an fjallahringinn auk þess sem Bessastaðir blasa
við handan við sjóinn.
MÖGNUÐ UPPLIFUN
Gerður Kristný er í skýjunum með gærdaginn.
„Það var svo magnað hvað það var vel mætt.
Konur létu veðrið ekki á sig fá heldur sýndu
samstöðu og styrk. Þetta var ótrúlegt.“
Án þess að hún vissi af því komu Kristján
B. Jónasson, eiginmaður hennar, og synirnir,
Skírnir og Hjalti, í bæinn í gær
til þess að horfa á hana. „Þegar
ég var búin að lesa upp birtust
þeir allt í einu. Þá höfðu þeir
farið ofan í bæ, lagt bílnum og
gengið að sviðinu einmitt þeg-
ar ég var að fara að hefja lest-
urinn. Skírni fannst þetta rosa-
lega merkilegt. En ég vissi ekki
að þeir ætluðu að vera þarna
og fann ekki fyrr en Skírnir
kom allt í einu hlaupandi að
mér að það skipti mig raunverulegu máli. Mér
fannst mikilvægt að þeir sæju mannfjöldann,
auk þess sem það er ekki á hverjum degi sem
ég les ljóð fyrir 50.000 áheyrendur. Ég hafði ekki
lagt á þá að koma því ég vissi ekki hvenær ég
færi á svið.“
Eins og hún segir er það vitaskuld afar sjald-
gæft að fá að flytja verk sín frammi fyrir svo gríð-
arlegum fjölda. „Ég var svolítið hrædd áður en
þetta hófst. Ég vissi ekkert hvernig mér myndi
líða á sviðinu. Hvort ég kæmi upp orði vegna til-
finningaþunga en svo var þetta bara skemmti-
legt. Sigrún Pálína var líka dálítið kvíðin að fara
á svið en síðan flutti hún ræðuna sína af svo
miklum dug. Það minnti mig á það þegar ég
var að vinna með Thelmu Ásdísardóttur sem er
einmitt líka alltaf full af krafti. Sterkt fólk flytur
kraft sinn yfir á okkur hin.“
VANDRÆÐALEGT VERKEFNI
Baráttan gegn kynferðisofbeldi hefur lengi verið
Gerði Kristnýju hugleikin. Tvær af hennar þekkt-
ustu bókum fjalla um þetta málefni, verðlauna-
bókin Myndin af pabba – saga
Thelmu, sem setti þjóðfélagið
á annan endann haustið 2005.
Og sú nýjasta, sem hefur fengið
margróma lof og fimm stjörnu
dóma, ljóðabókin Blóðhófn-
ir sem fjallar um jötnameyna
Gerði Gymisdóttur sem Skírnir,
skósveinn Freys, flutti nauðuga
úr Jötunheimum til húsbónda
síns. Aðspurð af hverju hún láti
sig þetta varða segir hún að það
sé vegna þeirra þekkingar sem hún öðlaðist sem
blaðamaður.
Skilningurinn á fjölmiðlum gagnvart kyn-
ferðisglæpum var þó mismikill og eitt verkefnið
er henni sérstaklega eftirminnilegt. „Nokkrum
árum síðar þegar Stígamótakonur spruttu fram
um verslunarmannahelgi var ég farin að vinna
á vikublaði. Þar fékk ég það furðulega verkefni
að hringja í frægar íslenskar konur og spyrja
þær hvort þeim hefði verið nauðgað. Ég sagði
frá þessu í hópi kvenna um daginn. Mín saga var
á þá leið að ég hefði auðvitað ekki gert þetta og
ég var farin að trúa því sjálf en þá stóð ein upp,
Ólína Þorvarðardóttir, og sagði: „Jú. Þú hringd-
ir í mig.“ Ekki var laust við að ég færi eilítið hjá
mér!“ segir Gerður Kristný og hlær. „Minnið kom
snögglega aftur og já, andskotinn, ég gerði þetta,
varð ég að viðurkenna. Ég hringdi í tvær, þrjár
konur og hugsaði svo: „Nei, ég get þetta ekki.“ En
ég varð þá að koma með eitthvað á móti og yfir-
trompa ritstjórann þannig að ég skottaðist nið-
ur á Stígamót og spurði hvort við gætum fund-
ið einhvern flöt á umfjöllun um hópnauðganir.“
„ÞÆR FANTASERA UM NAUÐGUN”
Í kjölfarið tók hún viðtal við stúlku sem hafði ver-
ið hópnauðgað. „Það var mikið grátið og það tók
vitaskuld á að heyra stúlkuna segja frá. Ég hefði
þurft að vera hoggin úr steini til þess að þetta
snerti mig ekki. En inni á ritstjórninni ríkti und-
arlegt skilningsleysi. Ég var eina konan þar fyr-
ir utan prófarkalesarann og strákunum fannst
þetta efni svo sem allt í lagi en þeir voru ekki upp-
veðraðir eins og ég. Á þessum tíma virtist enginn
annar vera að skrifa um kynferðisglæpi. Um tíma
vann ég með blaðamanni sem aldrei mátti heyra
minnst á kynferðisglæpi án þess að hann segði
að til væru konur sem ættu sér þá fantasíu að láta
nauðga sér. Það var svona það helsta sem hann
hafði til málanna að leggja.“
Til að komast hjá því að skrifa um fisk, „ég
veit svo lítið um bolfiskaflann“, réð gerður sig
hjá Fróða árið 1994. Þar hélt hún áfram að skrifa
um kynferðislegt ofbeldi. Hún skrifaði til dæm-
is grein sem hét Er nauðgun ekki glæpur? „Ég sá
skilti í þvögunni í gær þar sem stóð: Er nauðgun
ekki ofbeldi? Við erum enn að spyrja að þessu,“
segir hún hugsi.
SORGIN ELTIR
Árið 1998 varð Gerður Kristný ritstjóri Mannlífs
Gerður Kristný Guð-
jónsdóttir ræðir um
baráttuna gegn kynferð-
isofbeldi, mikilvægi þess
að búa í fallegu umhverfi
þegar viðfangsefnin eru
grimmileg, óhugnaðinn
sem hún sækir í, óttann
sem hún lætur ekki aftra
sér og sorgina sem eltir
hana. Í viðtali við Ingi-
björgu Dögg Kjartans-
dóttur segir hún líka frá
ástinni, bónorðinu sem
hún hafnaði og sonunum
sem gera hana glaða.
Hún hefur lært að hætta
að velta sér upp úr veik-
leikum, njóta velgengn-
innar í botn og sættast
við sjálfa sig. Enda ekkert
verra en að vera síflaðr-
andi upp um fólk.
Hafnaði fyrsta bónorðinu
Mér er alveg sama þótt
sonur minn skjóti
Íþróttaálfinn,“ segir
hún „og helst Sollu
stirðu líka.“