Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2010, Qupperneq 55
föstudagur 29. október 2010 umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is sport 55 Seinnipart laugardags heimsækir Tottenham lið Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Totten- ham er með fimmtán stig í fimmta sæti deildarinnar og getur sjálfu sér um kennt að vera ekki ofar. Totten- ham hefur ekki mætt stóru liði frá því í fyrstu umferð þegar það gerði jafntefli gegn Manchester City og er kominn tími á strákana hans Harrys að taka fram skotskóna. Manchest- er United vann sinn fyrsta útisigur um síðustu helgi á Stoke með marki hins sjóðheita Chicharito. United- menn eru enn taplausir og vilja án efa halda því þannig. Á sunnudag- inn fer fram leikur Newcastle og Sunderland þar sem vanalega er hart barist. Glimrandi fótbolti Tottenham hefur vakið mikla at- hygli á leiktíðinni fyrir frábæra spilamennsku en fótboltinn sem liðið hefur spilað hefur verið magn- aður. Þó liðið sé með fimmtán stig í fimmta sæti endurspeglast spila- mennskan ekki alveg í úrslitum hjá liðinu. Það hefur aðeins unnið einn leik með meira en eins marks mun og tapað fyrir Wigan og gert jafntefli við West Bromwich Albion. Í síðustu umferð gerði liðið svo aftur jafntefli gegn Everton á heimavelli en stöð- ugleiki hefur verið eitt helsta vanda- mál Tottenham í gegnum tíðina. Liðið hefur þó á að skipa líklega besta leikmanni ensku úrvalsdeild- arinnar til þessa ásamt Florent Ma- louda hjá Chelsea, Hollendingn- um Rafael van der Vaart. Hollenski landsliðsmaðurinn er nú þegar bú- inn að skora fjögur mörk í fyrstu sex leikjum tímabilsins og leika hreint frábærlega. Harry Redknapp er þekktur fyrir að gera kostakaup á leikmönnum og að landa van der Vaart fyrir tólf milljónir punda gæti auðveldlega orðið bestu kaup tíma- bilsins. Bale kemur úr fríi Ásamt van der Vaart hefur Wales- verjinn Gareth Bale verið frábær fyr- ir Tottenaham á tímabilinu og svo sannarlega haldið áfram þar sem frá var horfið á síðustu leiktíð. Þessi ungi kantmaður sem var ekki í sigur- liði í fyrstu þrjátíu og sex leikjum sín- um með Tottenham brunar nú upp kantinn að vild og skorar þegar hon- um dettur það í hug. Eftir þrennu hans í Meistaradeildinni gegn Inter fékk hann nokkurra daga frí þannig að hann væri klár í að salta hægra vænginn hjá Manchester United um helgina. „Bale hefur verið algjörlega frá- bær. Við hlæjum oft að því hversu lengi hann var að vinna leik en það var greinilega bara lognið á undan storminum,“ segir Tom Huddles- tone, miðjumaður Tottenham. „Það er meira álag á okkur í ár að vera í Meistaradeildinni en það breyt- ir því ekki að við vildum vera með fleiri stig en taflan segir til um. Við höfum hlakkað í nokkurn tíma til þess að fara á Old Trafford og mæta Manchester United. Okkur finnst við vera tilbúnari en nokkru sinni fyrr til að mæta þessu flotta liði á heima- velli þess,“ segir Huddlestone. sjóðheitur Chicharito „Litla baunin“, Javer Hernandez, hefur reynt að gera sitt besta til að fá alla stuðningsmenn Manchester United til að gleyma vandamálinu með Wayne Rooney. Hann skor- aði sitt þriðja og fjórða mark í fimm leikjum um síðustu helgi þegar Manchester United vann loksins úti- leik og bætti svo fimmta markinu við í vikunni þegar hann tryggði United annan sigurinn í röð, þá í deildar- bikarnum gegn Úlfunum. Chichar- ito-treyjurnar rjúka nú úr hillunum en án efa verður litið til hins smáa en knáa Mexíkóa um helgina þegar kemur að því að skora mörk. „Þessir dagar hafa verið draumi líkastir,“ segir Chicharito. „Fyrst tvö mörk gegn Stoke og svo annað gegn Úlfunum. Ég gæti ekki verið ánægð- ari. Þetta er samt allt liðsfélögunum mínum að þakka. Ég sá það í leikn- um gegn Úlfunum þar sem margir ungir strákar fengu að spila og byrj- unarliðinu var gjörbreytt, hvers lags rosalega breidd við erum með. Ef ég held ekki áfram að standa mig og skora þá fer ég bara á bekkinn, það er alveg augljóst. Svona umhverfi hvetur mann til að gera eins vel og maður getur og þess vegna kom ég hingað,“ segir Chicharito. Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er viðureign Manchester United og Tottenham. Strákarnir hans Harrys redknapps eru í bullandi toppbaráttu en þeir hafa verið eilítið brokkgengir á tímabilinu. Sigrarnir hafa ekki verið sannfærandi þótt spilamennskan hafi verið flott. Nú er komið aftur að leik gegn stóru liði og á útivelli. erfitt próf hjá Tottenham tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is sjóðHeitur „Litla baunin“ hefur tryggt manchester united sigur í síðustu tveimur leikjum. mynd reuters Hefur farið á kostum Hollenski lands- liðsmaðurinn Rafael van der Vaart hefur verið magnaður í liði Tottenham. mynd reuters Laugardagur 30. október 14.00 Arsenal – West Ham 14.00 Blackburn - Chelsea 14.00 Everton – stoke 14.00 Fulham - Wigan 14.00 Úlfarnir – man. City 16.30 man. united - tottenham sunnudagur 31. október 11.00 Aston Villa – Birmingham 12.30 newcastle – sunderland 15.00 Bolton – Liverpool um helgina Lið L u j t m st 1. Chelsea 9 7 1 1 25:2 22 2. Arsenal 9 5 2 2 21:10 17 3. man. utd 9 4 5 0 20:12 17 4. man. City 9 5 2 2 12:8 17 5. Tottenham 9 4 3 2 11:8 15 6. WBA 9 4 3 2 13:15 15 7. sunderland 9 2 6 1 8:7 12 8. Bolton 9 2 6 1 13:13 12 9. newcastle 9 3 2 4 14:13 11 10. Aston Villa 9 3 2 4 9:13 11 11. Everton 9 2 4 3 9:8 10 12. Birmingham 9 2 4 3 10:12 10 13. stoke City 9 3 1 5 10:13 10 14. Blackpool 9 3 1 5 13:20 10 15. Wigan 9 2 4 3 7:16 10 16. Fulham 9 1 6 2 10:11 9 17. Blackburn 9 2 3 4 8:10 9 18. Liverpool 9 2 3 4 9:14 9 19. Wolves 9 1 3 5 8:15 6 20. West Ham 9 1 3 5 7:17 6 staðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.