Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Síða 12
12 fréttir 3. desember 2010 Föstudagur
„Þetta var bara venjulegur dag-
ur. Ég hafði nýlokið langri vakt og
var bara heima hjá mér þegar sím-
inn hringdi klukkan hálf tvö,“ segir
María Egilsdóttir móðir, Helgu Sig-
ríðar Sigurðardóttur 12 ára sem ligg-
ur þungt haldin á barnadeildinni á
Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta-
borg. Þótt allt benti til þess að þessi
dagur yrði bara venjulegur, beið
hann fjölskyldunnar eins og tígrisdýr
eins og segir í einu ljóða Sigurðar A.
Magnússonar. Þegar síminn hringdi
biðu hræðileg tíðindi.
„Þetta var ritarinn í skólanum
sem sagði að það hefði liðið yfir
Helgu í sundi og að sjúkrabíllinn
væri á leiðinni,“ segir María. Henni
var brugðið en hélt þó að ekkert al-
varlegt hefði komið fyrir dóttur sína.
Tíu mínútum síðar kom svo annað
símtal frá skólanum og þá er Maríu
sagt að sjúkrabíllinn sé ekki lagður af
stað á spítalann. „Þá vissi ég að eitt-
hvað alvarlegt hefði komið fyrir. Ég
dreif mig af stað en ég vonaði heitt og
innilega að þetta væri bara eitthvað
drama í ungri stúlku,“ segir móðirin.
Þegar María mætti í sundlaugina
voru sjúkraflutningamenn að stumra
yfir dóttur hennar en enginn vissi
hvað var að. Helga Sigríður lá á köld-
um flísunum. Litaraft hennar var
grátt og bláleitt. „Hún var sljó en þeg-
ar maður hristi hana þá var eins og
hún vaknaði í smá stund,“ segir Sig-
urður Bjarnason, faðir Helgu.
Skelfilegur tími
Þegar hún var komin á sjúkrahúsið
á Akureyri, FSA, vissi enginn hvað
hafði komið fyrir Helgu. Hún hafði
kastað upp í sturtuklefanum þannig
að það voru uppi getgátur um hvort
henni hafi svelgst illa á.
„Það voru endalausar getgátur.
Enginn vissi í rauninni hvað var að,“
segir María. Þegar þarna var komið
sögu leit út fyrir að Helga væri að
braggast. Hún gerði sér grein fyrir
umhverfi sínu og lýsti öllu og hafði
á orði að þetta væri eins og í uppá-
haldssjónvarpsþættinum sínum,
Grey‘s Anatomy. Svo var ákveðið
að fara í allsherjar rannsókn en þá
dundu ósköpin yfir. Hjarta Helgu
hætti að slá.
„Þarna fór allt í gang og hún var
hnoðuð stanslaust,“ segir María.
Rannsóknin kláraðist aldrei og nýr
og skelfilegur kafli hófst í þessari
sögu. María er ljósmóðir og þekkir
vel til mikils álags í sinni vinnu þar
sem sekúndur geta skilið á milli lífs
og dauða. En hvernig skyldi það vera
að upplifa að vera hinum megin við
„línuna“ sem aðstandandi, ef svo má
að orði komast. „Stundum er það gott
og stundum er það vont. Ég veit bet-
ur hvað er að gerast en þeir sem ekki
vinna innan heilbrigðisgeirans. Það
voru allir að reyna að halda póker-
feisinu og ég líka. Það var samt svo-
lítið nöturlegt að sjá fólk hlaupa milli
herbergja, en hægja svo á sér niður í
hraðgöngu, þegar það sá að ég var að
fylgjast með,“ segir María. Sigurður
sagði að það hefði verið fjöldi manns
inni í herberginu og beita hafi þurft
hjartahnoði. „Það var erfitt að horfa
upp á þetta, en mér fannst betra að
fylgjast með þessu en að bíða fyrir
utan,“ segir hann.
Í hjarta- og lungnavél
Fljótlega upp úr þessu var ákveðið að
senda Helgu til Reykjavíkur í hjarta-
og lungnavél. „Þarna fékk ég algjört
sjokk,“ segir Sigurður. „Ég bara trúði
ekki að hún myndi lifa af flugið.
Við vorum alveg í molum. Vissum
ekkert nema að við yrðum að drífa
okkur til Reykjavíkur.“ Við blasti að
aka til Reykjavíkur í fimm og hálfan
tíma í hálku og kulda í óvissu um það
hvort dóttir þeirra lifði af.
„Við gátum ekki hugsað okkur það
og hringdum því í vin okkar sem er
flugmaður.“
Vinur þeirra hjóna var á frímúr-
arafundi og flugmaður sem vinnur
með honum var í blaki. Þeir brugðust
þó skjótt við og flugu foreldrunum til
Reykjavíkur. „Svona hefur þetta allt
verið. Allir svo fúsir til að aðstoða. Ég
verð stundum orðlaus yfir gæsku alls
þessa fólks,“ segir María.
Greining: Kransæðastífla
„Þeir voru ótrúlegir læknarnir í
Reykjavík og reyndar allt starfsfólk-
ið. Þau héldu okkur upplýstum allan
tímann og létu okkur vita nákvæm-
lega hvað þau voru að hugsa og hvað
var að gerast,“ segir Sigurður.
Hann heldur áfram: „Það er alveg
ótrúlegt að vita hvernig samfélagið
tekur við sér á svona stundum. Það
eru alls konar teymi komin í gang og
allir vinna sem einn maður.“ María
hendir orð hans á lofti: „Guði sé lof
fyrir að einhver nenni að læra þetta
og vinna þessa vinnu. Ég er bara svo
óendanlega þakklát.“
„Gautaborg vill hana“
Á laugardeginum var Helga mjög
veik en engar framfarir. Hún var í
hjarta- og lungnavélinni en sýndi
engin batamerki. Óttinn var yfir-
þyrmandi. „Það er svo skrýtið hvern-
ig maður bregst við svona álagi,“ seg-
ir Sigurður.
„Við fórum milli þess að vera í
dýpsta þunglyndi og yfir í fulla bjart-
sýni á sömu mínútunni. Við töluð-
um mikið saman og ég sagði við
konuna mína að ég væri byrjaður að
skipuleggja útförina. Þá sagði kon-
an mín hún væri líka byrjuð á því.
Herdís dóttir okkar, sem hefur verið
eins og klettur í gegnum þetta, bætti
þá við að hún væri ekki byrjuð að
skipuleggja útförina en væri byrjuð
að velja lögin sem ætti að spila. Við
brostum að þessu þótt ótrúlegt sé að
segja frá því. Álagið verður svo gríð-
arlegt að stundum þá fórum við bara
að hlæja milli þess sem við börðumst
við tárin.“ Þegar þarna var komið
sögu kom inn einhver og sagði við
okkur: „Gautaborg vill fá hana.“
Máttur hinna mörgu
„Þetta var léttir en um leið ógnvekj-
andi. Við vissum að í Gautaborg
hefði hún bestu möguleikana, en við
óttuðumst að flugið yrði Helgu of-
viða,“ segir María .
Hún segir að stuðningur allra hafi
verið ómetanlegur. „Það hafði alls
konar fólk samband við okkur. Vinir
og fólk sem við þekkjum ekki neitt.
Allir vildu aðstoða. Sem dæmi um
þennan stuðning þá hafði Hamborg-
arafabrikkan samband við okkur og
bauð allri fjölskyldunni í mat þeg-
ar ljóst var að Helga myndi fara til
Gautaborgar. Við þáðum það, ellefu
manns – afar ömmur og skyldmenni.
Stuðningurinn var alls staðar.“
Flugfreyjurnar redduðu þessu
Flogið var með Helgu á laugardeg-
inum og foreldrarnir fylgdu á eftir í
áætlunarflugi. „Við bókuðum farið
með tveggja tíma fyrirvara og þegar
við fengum miðana þá sat Siggi aftast
í vélinni en ég fremst. Það var svolítið
skelfileg tilhugsun en flugfreyjurnar
voru svo almennilegar og tillitsamar
Helga Sigríður Sigurðardóttir, 12 ára,
liggur þungt haldin á barnadeildinni á
Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg.
Hún missti meðvitund í sundtíma heima
á Akureyri og var flutt í ofboði til Sví-
þjóðar þar sem hún fær bestu mögulegu
lækningu. Teitur Atlason hitti foreldra
litlu stúlkunnar, Maríu Egilsdóttur og
Sigurð Bjarnason, þar sem þau voru við
sjúkrabeð dóttur sinnar.
Héldu að Helga
lifði ekki af flugið
Þessu er ekki lokið þótt segja megi að við séum komin í skjól.
Ég verð stund-um orðlaus yfir
gæsku alls þessa fólks.
Á sjúkrahúsinu María Egilsdóttir og Sigurður
Bjarnason vaka yfir dóttur sinni í Gautaborg.
Þótt ákveðin bjartsýni sé til staðar ríkir óvissa um
hvernig stúlkunni reiðir af. Mynd TeiTur ATlASon