Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 13
föstudagur 3. desember 2010 fréttir 13 STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is TILBOÐ 99.990 FULLT VERÐ kr. 139.990 Panasonic TXL22D28 22" Pure Line IPS LED LCD SJÓNVARP með 1366x768p upplausn, Vreal 5, 50.000:1 skerpu, 24p Smooth Film/Play Back, 2msec svartíma, 3D Colour, stafrænum háskerpu HDTV DVB-T móttakara (MPEG4), 6w Nicam Stereó V-Audio Surround hljóði, SD/SDHC kortalesara, 2 x Scart, 2 HDMI 1.3 (1x 1.4), Component, CI rauf, SVHS, CVBS, PC, Optical út, heyrnatólstengi, iPod vöggu ofl. MEÐ iPOD VÖGGU 5 DVB-T HDMI VGA LED Fæst hvítt eða fjólublátt Á ÍSLANDI ideas for life Sex ára stúlka fékk bréf frá bókasafni Mosfellsbæjar vegna van- skila á barnabókum. Í bréfinu er því hótað að andvirði bókanna auk dagsekta verði send í innheimtu til Intrum. Sex ára fékk innheimtubréf „Þetta er alveg fáránlegt,“ segir Hilm- ir Kolbeins faðir sex ára stúlku sem á miðvikudag barst bréf frá bókasafni Mosfellsbæjar vegna vanskila á barna- bókum. Í bréfinu, sem stílað er á telp- una, er því hótað að andvirði bókanna auk dagsekta verði send í innheimtu til Intrum með tilheyrandi innheimtu- kostnaði ef ekki verði gerð skil eða samið um málalok innan 15 daga. Hilmir segir mikla gleði hafa ríkt hjá dóttur sinni þegar henni barst bréf frá bóksafninu þegar hún varð sex ára þar sem henni var greint frá því að hún gæti nú fengið bókasafnsskírteini. Móðir hennar hafi farið með henni á bókasafnið á sínum tíma og skrifað sig niður sem forráðamann. Síðan þá hafi þær mæðgur verið duglegar að fara til að fá bækur að láni. Tvær vikur fram yfir Hilmi og eiginkonu hans brá því held- ur betur í brún þegar dóttur þeirra barst hótunarbréfið frá bókasafninu vegna barnabóka sem meðal annars átti að skila þann 19. nóvember. Í bréf- inu segir að um sé að ræða þriðju og síðustu tilkynningu um vanskil. Hilm- ir segir eiginkonu sína hafa hringt í bókasafnið í leit að svörum. „Hún fær þau svör að dóttir okkar væri skráð fyrir kortinu,“ segir Hilmir sem ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. Foreldrarnir könnuðust ekki við að hafa fengið hinar tvær tilkynningarn- ar. Þeir fengu þau svör hjá bókasafn- inu að þær hefðu verið sendar rafrænt á korthafa. „Sex ára barn er ekki með netfang, hún er rétt byrjuð að lesa. Við fengum þessar tilkynningar ekki, hvorki bréflega né í tölvupósti.“ Aðspurður hvað þau hafi gert í kjölfarið segir Hilmir að þau hafi framlengt bókunum á netinu og býst hann við að þar með sé málinu lok- ið. Hann segir eiginkonu sína þó hafa ákveðið að stúlkan fái ekki að vera með bókasafnskort þarna lengur. Tilkynning á korthafa, börn yrðu aldrei rukkuð Marta Hildur Richter, forstöðumaður bókasafnsins í Mosfellsbæ, segir að þó að tilkynningabréfið berist á nafn barns sem korthafa sé það aldrei svo að innheimtubréf frá Intrum verði send á börn fari svo. „Fólki bregður auðvitað þegar þetta fer svona í gegnum kerfið og lendir á nafni barnsins á bréfinu af því það er skráð fyrir skírteininu. En barnið sjálft fengi aldrei neina rukk- un frá Intrum,“ segir Marta í samtali við DV. Hún segir málið þó hafa verið leyst farsællega og skuldin felld niður í þessu tiltekna máli. sigurður mikael jónsson blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fékk hótunarbréf Faðirstúlkunnar trúðiþvívartþegardóttirhansfékk bréfið.Myndintengistefnifréttarinnar ekki.mynd PhoTos við okkur að þær hrókeruðu farþega- listanum og við fengum sæti á besta stað, hlið við hlið.“ Sigurður bætir við: „Svo þegar við lentum í Kaup- mannahöfn og vorum að bíða eftir tengifluginu til Gautaborgar hringdi síminn. Á línunni var Vilborg Sig- urðardóttir, yfirmaður hjartaskipta- aðgerða á Sahlgrenska-sjúkrahús- inu. Hún var í rauninni bara að segja að hún vissi af okkur og skýrði fyrir okkur í stuttu máli að Helga myndi vera í öruggum höndum á barnaspít- alanum,“ segir Sigurður. María bætir við með áherslu: „Það var svo gott að heyra í henni.“ Þegar þau lentu á Landvetter- -flugvelli í Gautaborg, tók á móti þeim presturinn, Ágúst Einarsson, og kunningjakona frá Akureyri. „Það var gott að sjá kunnugleg andlit á flugvellinum,“ segir Sigurður bros- andi. auðmjúk, hrærð og stolt „Á leiðinni til Svíþjóðar var ég fyrst og fremst þakklát fyrir alla þessa hjálp. Fjöldi manns í tveimur löndum að gera allt til þess að hjálpa 12 ára stelpu frá Akureyri. Ég var eins og yfir- komin af þakklæti og auðmýkt þegar ég sá átta Svía koma inn á spítalann í Reykjavík og fara með Helgu mína á besta sjúkrahús sem hægt var að hugsa sér. Ég bara varð orðlaus, auð- mjúk og stolt að tilheyra svona samfé- lagi. Já stolt,“ endurtekur María. Sigurður og María dvelja í Ronald McDonald-húsinu sem er við hlið- ina á spítalanum. Svona McDonald- hús eru hugsuð sem aðstaða fyrir foreldra veikra barna og er að finna í flestum borgum Evrópu og Banda- ríkjanna. „Aðstaðan hér er ótrúlega góð, það er allt til alls. Það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér betri stöðu miðað við allt sem gengið hefur á,“ segir Sigurður. Íslendingasamfélag- ið í Gautaborg fylgist með Helgu og foreldrum hennar. „Það eru marg- ir búnir að hringja í okkur og bjóða fram sína aðstoð við nánast hvað sem er,“ segir María. Sigurður held- ur áfram. „Ég vinn sem svæðisstjóri hjá N1 og kúnnarnir mínir hafa haft samband við mig og boðið fram sína aðstoð og svo kom þessi Facebook- söfnun í kjölfarið. Ég er orðlaus yfir þessu.“ óvissan til staðar Í Gautaborg fékk Helga loksins algera hvíld undir vökulum augum lækn- anna á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu. „Læknarnir eru varkárir í öllum yfirlýsingum en þeir hafa sagt okkur að þeir séu bjartsýnir,“ segir María. „Ég veit alveg hvað má segja og hvað má ekki segja í svona tilfellum, enda vinn ég á spítala. Ég veit að það eru þúsund hlutir sem geta gerst. Þessu er ekki lokið þótt segja megi að við séum komin í skjól. Ég ætla ekki að hugsa um mögulegan bata eða fram- tíðina fyrr en við Siggi og Helga göng- um héðan út með ferðatöskurnar.“ Teitur Atlason héldu að helga lifði ekki af flugið helga sigríður sigurðardóttir Misstimeðvitundísundtíma.Húnernúundir handleiðslufærustulæknaíGautaborg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.