Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Síða 14
14 fréttir 3. desember 2010 Föstudagur Fjárfestingafélagið Máttur ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Máttur er fjárfestingafélag sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona í gegnum Sjóvá og Milestone og í gegnum eign- arhaldsfélög bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona. Félagið átti meðal annars hlut í eignarhaldsfélag- inu Vafningi, sem miðlaði milljarða króna láni frá Glitni til eigenda sinna svo þeir gætu forðað hlutabréfum sínum í Glitni undan veðkalli banda- ríska fjárfestingabankans Morgan Stanley í febrúar 2008, og einnig fyr- irtækjum eins og Icelandair. Íslands- banki leysti til sín hlut Máttar og fleiri félaga í Icelandair í veðköllum í fyrra. Máttur er sömuleiðis ennþá skráður fyrir tæplega þriðjungshlut í BNT hf., móðurfé- lagi olíufélagsins N1, á vefsíðu Láns- trausts. Eitt af öðru gjaldþrota Máttur er eitt af nokkrum félögum sem tóku þátt í Vafningsfléttunni sem annað hvort hefur verið úrskurðað gjaldþrota eða verið afskráð úr hlutafélagaskrá. Þáttur International, eignarhaldsfé- lagsins sem Wernerssynir og Engey- ingar áttu í sameiningu og hélt utan um eignarhlut þeirra í Glitni, var úr- skurðað gjaldþrota í fyrra – nánast ekkert fékkst upp í 24 milljarða króna kröfurnar sem lýst var í búið – og eignarhaldsfélagið Skeggi ehf. var af- skráð hjá fyrirtækja- skrá nú í nóvem- ber vegna þess að engin starfsemi hefur átt sér stað í félaginu. Félög- in sem mynd- uðu Vafningsfléttuna, sem snérist um að ná um 30 milljörðum króna út úr Glitni til að Wernerssynir og Bene- dikt og Einar gætu staðið í skilum við erlenda lánardrottna sína, leggja því upp laupana eitt af öðru. Þessi viðskipti eru gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is en Vafningssnúningurinn var bú- inn til svo hægt væri að fara í kring- um reglur Glitnis um mikla áhættu í lánveitingum til einstaka aðila. Í staðinn fyrir að Þáttur International fengi lán beint frá Glitni voru tvo fé- lög, Vafningur og Svartháfur, stofnuð og notuð til þess eins að miðla lánum frá Glitni svo Wernerssynir og Bene- dikt og Einar gætu staðið í skilum. Um þetta segir í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis: „Með þessu var hægt að komast fram hjá leyfilegum útlánamörkum og gildandi reglum um stórar áhættur hvað varðar lán til sömu eða fjárhagslega tengdra aðila.“ Bjarni sat í stjórninni og veðsetti Vafning Skiptastjóri þrotabús Máttar er Ás- geir Jóhannesson lögfræðingur. Fyrsti skiptafundur verður haldinn þann 18. febrúar. Svo stutt er liðið síðan Mátt- ur var úrskurðað gjaldþrota að ekk- ert liggur ljóst fyrir með kröfulýsingar í búið. Afar líklegt er hins vegar að Ís- landsbanki sé meðal stærstu kröfuhafa félagsins. Máttur hefur ekki skilað árs- reikningi síðan árið 2007. Samkvæmt ársreikningi ársins 2007 skipuðu Karl Wernersson, Guð- mundur Ólason, Einar Sveinsson og Bjarni Benediktsson, núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins, stjórn fé- lagsins. Bjarni, sem á þeim tíma var stjórnarformaður BNT og N1, er son- ur Benedikts, bróður Einars. Skuldir félagsins námu þá rúmum níu millj- örðum króna og voru að mestu í er- lendum myntum, þar á meðal voru lán í svissneskum frönkum upp á tæpa fjóra milljarða króna. Ætla má að þess- ir skuldir hafi aukist gríðarlega vegna gengisfalls íslensku krónunnar á árinu 2008. Bjarni hætti í stjórn Máttar í árs- lok 2008 og var tilkynnt að Jón Bene- diktsson, bróðir hans, tæki stöðu hans með tilkynningu til hlutafélagaskrár á Þorláksmessu það ár. Bjarni Benediktsson kom að Vafn- ingsviðskiptunum, líkt og DV hefur fjallað um, á þann hátt að hann fékk umboð frá föður sínum og föðurbróð- ur til að veðsetja hlutabréf þeirra í Vafningi hjá Glitni í febrúar 2008. Fyr- ir vikið gat Þáttur International staðið í skilum við Morgan Stanley og haldið hlutabréfum sínum í Glitni. Bjarni út- skýrði aðkomu sína að veðsetningunni á Vafningi á eftirfarandi hátt í samtali við DV í lok árs í fyrra: „Þeir [Benedikt og Einar, innsk. blaðamanns] voru ekki staddir á landinu og báðu mig um það fyrir sína hönd að skrifa undir ákveð- inn veðsamning þar sem þeir voru að veðsetja hlutabréfin sín í félaginu ... Þetta var veðsamningur sem gerður var við bankann vegna lána sem bank- inn hafði veitt félaginu,“ sagði Bjarni. Hann sagði að menn hefðu verið að endurfjármagna lán í viðskiptunum: „Menn eru að endurfjármagna lán og það er það sem er aðalástæðan fyrir þátttöku þessara félaga í Vafningi.“ Sérstakur saksóknari efnahags- hrunsins, Ólafur Hauksson, hefur ver- ið með nokkra anga Vafningsmálsins til rannsóknar og hafa þeir sem yfir- heyrðir hafa verið í Milestone-rann- sókninni verið spurðir út í lánveitingar til félagsins. Annað eignarhaldsfélag úr Vafningsfléttunni Wernerssona og Einars og Benedikts Sveinssona, Máttur, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tvö af félögunum í fléttunni hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og annað verið afskráð úr hlutafélagaskrá. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stjórn Máttar og veðsetti hlutabréf Vafnings hjá Glitni. Sér- stakur saksóknari hefur verið með Vafningsfléttuna til skoðunar. Eignarhald á Þætti International og Vafningi: n SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir) n Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveins- son, BNT ehf./Einar og Benedikt o.fl. og Sáttur/Guðmundur Ólason) n Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2, Hrómundur, Hafsilfur) Eignarhaldið 48,8% 39,1% 12,1% ingi F. VilHJálMSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Menn eru að endurfjármagna lán og það er það sem er aðalástæðan fyrir þátt- töku þessara félaga í Vafningi. Áhættunefnd Glitnis hætti við að lána Þætti International beint til að borga Morgan Stanley vegna þess að bankinn vissi að þá færi Milestone-samstæðan yfir þau útlánamörk sem eru heimil til einstakra aðila lögum samkvæmt. Upp- haflega stóð til að Glitnir lánaði Þætti milljarðana beint en þegar bankinn átt- aði sig á þessu var Vafningssnúningurinn búinn til. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar er vitnað í fundargerð áhættu- nefndarinnar þar sem segir. „Fallið er frá að Glitnir láni Þætti International ehf. nauðsynlega fjárhæð beint til þess að Milestone-samstæðan verði áfram undir gildandi útlánamörkum. Þess í stað lánar Glitnir félaginu Svartháfi ehf. 191 milljón EUR að jafnvirði 18,8 milljarða kr. Svartháfur ehf. lánar síðan Þætti International ehf. sömu fjárhæð. Þáttur International ehf. greiðir Glitni síðan sömu fjárhæð til baka. Glitnir greiðir Morgan Stanley upphaflegt lán Þáttar International ehf. og tekur handveð í hlutabréfun- um.“ Daginn áður að þetta gerðist skipti Svartháfur um eiganda og faðir eigenda Milestone varð eigandi félagsins. Um þetta segir í skýrslunni: „Eigendaskipti urðu að félaginu Svartháfi ehf. 28. febrúar 2008, eins og áður segir, eða daginn áður en áhættunefnd Glitnis ákveður að lána félaginu 191 milljón EUR eða 18,8 milljarða króna. Því má ætla að eigendaskipti að félaginu Svartháfi ehf. hafi farið fram gagn- gert í þeim tilgangi að félagið gæti tekið við láni frá Glitni.og endurlánað síðan sömu fjárhæð til Þáttar International ehf. Með þessu var hægt að komast fram hjá leyfilegum útlánamörkum og gildandi reglum um stórar áhættur hvað varðar lán til sömu eða fjárhagslega tengdra aðila.“ Úr greinargerð í skýrslunni í 4. bindi. VafningsViðskiptin í skýrslunni Viðskiptafélagar Karl og Steingrímur Wernerssynir voru eig- endur Vafnings ásamt Einari og Benedikt Sveinssonum. Félögin sem tóku þátt í Vafningsfléttunni verða nú gjaldþrota eitt af öðru. MÁTTUR WERNERSSONA OG ENGEYINGA Í ÞROT Annað gjaldþrot Bjarni Benedikts- son, þáverandi stjórnarformaður N1, fékk umboð frá föður sínum og frænda sem áttu hlut í Vafningi gegnum Skeggja ehf. og Mátt ehf. til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi fyrir milljarðaláni frá Glitni. Máttur hefur verið úrskurðað gjaldþrota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.