Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR PWC UNDIR SMÁSJÁNNI Endurskoðunarfyrirtækið Price- waterhouseCoopers hefur þráfald- lega neitað skilanefnd og slitastjórn Landsbankans um aðgang að grunn- gögnum varðandi reikningsskil, árs- skýrslu 2007 og áritanir árshlutaupp- gjöra framan af árinu 2008 vegna bankans. Skilanefndin og slitastjórn- in hafa tilkynnt forsvarsmönnum PwC að þær hyggist höfða mál gegn fyrirtækinu vegna ætlaðrar bóta- skyldu. PwC hefur verið gefinn hálfs mánaðar frestur til þess að bregðast við erindi slitastjórnar og skilanefnd- ar Landsbankans, en það byggist á niðurstöðum rannsóknar á tilhögun endurskoðunar bankans. Rangar upplýsingar? Reynir Vignir, framkvæmdastjóri PwC, sendi frá sér yfirlýsingu eftir kröfu- hafafund Landsbankans 1. desember þar sem bótaskyldu er vísað á bug. „PwC hafnar alfarið þeim ályktunum sem fram koma í bréfinu og þeim stað- hæfingum sem hafðar hafa verið eftir fulltrúum slitastjórnar þess efnis ... að PwC hafi brugðist starfsskyldum sín- um í vinnu sinni fyrir Landsbankann.“ Reynir segir að skilanefndin og slitastjórnin hafi fengið í hendur öll þau gögn sem þær eigi rétt á að fá. „Hins vegar höfum við ekki látið þeim í té okkar eigin vinnugögn enda eiga þær ekki rétt á að fá þau gögn afhent.“ Kristinn Bjarnason á sæti í slita- stjórn Landsbankans. Hann rakti laus- lega efni tilkynningar stjórnarinnar til PwC: „Það hefur verið rakið í bréfum til PwC hvaða atriði það eru sem við teljum að geti leitt til bótaskyldu end- urskoðunarfyrirtækisins. Þetta byggist á því að vanrækslan hafi valdið tjóni. Það getur orðið grundvöllur bóta- krafna. Sem dæmi gætu bótakröfur byggst á því að haldið hafi verið áfram að lána einhverjum og að lán hafi tap- ast sem með réttum skýringum og at- hugasemdum endurskoðenda hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir. Þá hefði væntanlega annað áhættumat verð lagt til grundvallar varðandi við- komandi lántakanda. Það hefði vænt- anlega leitt til þess að honum hefði ekki verið lánað áfram,“ sagði Kristinn í skýringardæmi sínu á fundinum. Bótakröfur Í bréfi skilanefndar og slitastjórnar til PwC er ekki minnst á fjárkröfur eins og vikið er að í yfirlýsingu PwC. Samkvæmt heimildum DV á það sér meðal annars þá skýringu að ekki er einfalt mál að meta tjón þrotabús bankans vegna meintrar vanrækslu endurskoðunarfyrirtækisins. Verði sýnt fram á og sannað að vanræksla PwC hafi átt þátt í að bankinn komst upp með að gefa falska mynd af eig- infjárstöðu sinni síðustu misserin fyrir hrun bankans gæti bótakrafan hæglega numið þeim útlánum sem heimilaðar voru á grundvelli rang- lega uppgefinnar eiginfjárstöðu. Bótakröfur á hendur PwC gætu því á endanum numið tugum millj- arða króna. Ennþá er málið þó ekki komið svo vel á veg, enda þarf fyrir rétti að sýna fram á orsakasamband milli meintra vanrækslusynda PwC og þess tjóns sem bankinn varð fyr- ir. Hugsanlegt er að fyrirtækið, sem breytti um rekstrarform í haust, úr hlutafélagi í einkahlutafélag, gæti mætt áföllum vegna málaferla með ábyrgðartryggingum. Á það er einnig að líta að hafi eig- ið fé bankans sannarlega verið falsað upp á við og starfsemi bankans þar af leiðandi fengið að halda áfram án íhlutunar Fjármálaeftirlitisins gætu kaupendur hlutabréfa í bankanum einnig krafist bóta. Húsleit fyrir meira en ári Upplýst var á fundinum að PwC hefði verið tilkynnt um væntanlegt skaðabótamál af hálfu skilanefndar og slitastjórnar fyrir fáeinum dög- um. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slær í bakseglin hjá PwC eftir banka- hrunið því 1. október í fyrra gerði embætti sérstaks saksóknara húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækinu og freistaði þess að leggja hald á gögn sem tengjast uppgjöri fyrir Lands- bankann. Embættið hafði franska og norska sérfræðinga í endurskoðun sér til halds og trausts þegar ráðist var til atlögu hjá PwC og KPMG. Til- gangur leitarinnar var að leggja hald á sönnnunargögn vegna rannsókna á vegum embættisins. Grunur lék á brotum gegn 17. kafla hegningarlaga um skjalafals og 26. kafla sömu laga um auðgunarbrot. Þá voru tilgreind möguleg brot gegn lögum um bók- hald og ársreikninga, brot gegn lög- um um fjármálafyrirtæki og verð- bréfaviðskipti sem og möguleg brot gegn hlutafélagalögum. Þess má geta að skilanefnd og slitastjórn Landsbankans hafa engan aðgang að þeim gögnum sem emb- ætti sérstaks saksóknara lagði hald á hjá PwC fyrir liðlega ári. Embætt- ið hefur ekki gefið út neinar ákærður enn utan þá sem tengist svonefndu Exetermáli á hendur þremur stjórn- endum Byrs og MP banka. Enga vitn- eskju er að hafa um það hvor höfð- að verður opinbert refsimál af hálfu sérstaks saksóknara á hendur PwC eða KPMG. En fari svo verða gögn- JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Hefði eigið fé Landsbankans mælst um eða fyrir neðan 8 prósenta lögbundnu CAD-mörkin hefði bankinn ekki getað haldið starfsemi áfram að óbreyttu. n„Hæstfórmatiðáveikueiginféívelrúma80milljarðakrónahaustið2007og helstþaðum80milljarðarframaðfallibankans...Leiðréttahlutfalliðvarkomið niðurfyririnnramarkmiðbankansum10%CAD-hlutfallímars2007.Þarað aukimásjáaðuppúrmiðjuári2007fórhiðleiðréttahlutfallniðurfyrirhið8% lögbundnalágmarkogsveiflaðistíkringumlágmarkiðeftirþað.“ (Úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis) Orðaskipti RNA og Jónasar Fr. Jónssonar forstjóra FME um eigið fé Landsbankans Rannsóknarnefndin: „OpinberupplýsingagjöfFjármálaeftirlitsinsumstöðubankannalitaðistmjög afþvíaðniðurstöðurálagsprófagáfutilkynnaaðbankarnirstæðutraustum fótum.Þannigvirðastgölluðálagsprófhafahaftmikiláhrifáopinberaupplýs- ingagjöfFjármálaeftirlitsinsoghafaveittbæðimarkaðnumogFjármálaeftirlitinu sjálfufalsktöryggi.AfofangreindutilefnihefurrannsóknarnefndAlþingisþaðtil athugunarhvortmetaberiþáháttsemiyðarsemmistökeðavanrækslu,íþeim skilningisemvikiðvaraðíkaflaIIhéraðframan,aðhafaekkihaftforgöngu umaðálagsprófFjármálaeftirlitsinsværutekintilendurskoðunaríljósiþeirrar gagnrýnisemframhafðikomiðáþau.“ Lögfræðingur Jónasar: „Íljósiþessaererfittaðfinnanokkrastoðfyrirþeimályktunumnefndarinnar, aðálagsprófFjármálaeftirlitsinshafiveittmarkaðnumfalsktöryggi.Þvertá mótiveittibirtingþessbönkunumaðhaldogþeirgættuþessaðeigiðféþeirra stæðistálagsprófið.“ (Úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis) Falsað eigið fé Landsbankans?Endurskoðunarfyrirtækið Pricewater- houseCoopers þarf að verjast háum skaðabótakröfum í dómsal af hálfu skila- nefndar og slitastjórnar Landsbankans. Fleiri gætu fylgt í kjölfarið sannist van- rækslusyndir á fyrirtækið við reiknings- skil á Landsbankanum fyrir hrun. Sér- stakur saksóknari rannsakar enn gögn sem tekin voru hjá PwC og KPMG fyrir rúmu ári. Kusk á hvítflibba endurskoðenda SkilanefndogslitastjórnLandsbankans sækjaaðPwCendurskoðunarfyrirtækinu, ÁrsællHafsteinsson,framkvæmdastjóri skilanefndar(t.v.),EinarJónssoníslitastjórn ogKristinnBjarnasoníslitastjórn(t.h.) Sem dæmi gætu bótakröfur byggst á því að haldið hafi verið áfram að lána einhverjum og að lán hafi tapast sem með réttum skýringum og athugasemdum endurskoðenda hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.