Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 21
FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 ÚTTEKT 21 SKILDI VIÐ KONUNA FREKAR EN AÐ FLYTJA TIL ÍSLANDS skipulagi segjast Ingibjörg og Pálm- ar ekki vera að fara neitt í bráð. „Það var ósköp spennandi að kíkja í heim- sókn til Íslands og hitta alla en ég fann það alveg í fluginu til baka hingað að ég var að fara heim,“ segir Ingibjörg að skilnaði. Eitthvað slæmt var í aðsigi „Ég var nýbúin að skipta um vinnu þegar hrunið varð,“ segir Laufey Emilsdóttir, hjúkrunarfræðingur á fimmtugsaldri og fjögurra barna ein- stæð móðir sem býr í snyrtilegu tví- býli í Storhaug-hverfinu í Stavanger. Laufey starfar á einni af geðdeildum Háskólasjúkrahússins í Stavanger. Á Íslandi starfaði hún lengst af við hjúkrun en var nýtekin við starfi hjá fyrirtæki sem seldi hjúkrunarvörur á borð við sérhönnuð húsgögn og fleira fyrir sjúkrastofnanir. „Ég þorði ekki annað en að segja upp og fara aftur til baka upp á Landspítala. Helgina áður en þetta gerðist [í byrjun október 2008] fann ég á mér að eitthvað slæmt væri í aðsigi og fór aftur yfir á Land- spítalann þar sem ég vissi að ég hefði örugga vinnu,“ rifjar Laufey upp. Hún heldur heimili með sonum sínum, Jakobi Hjálmari og Brynjari Kára Konráðssonum. Þeir eru 14 og 22 ára. Þriðji sonurinn, Róbert Emil, 16 ára, býr hjá föður sínum á Íslandi og þar á landi er einnig 27 ára gömul dóttir, Ninna Íris Davíðsdóttir. Laufey keypti sér íbúð á Íslandi á verðtryggðu hundrað prósenta láni frá Kaupþingi árið 2007. Sú tíma- setning var langt í frá heppileg eins og flestir Íslendingar vita þegar þetta er ritað. Henni fannst sem hún hefði verið rænd framtíðinni á einum degi eins og hún orðar það. Laufey hafði áður lent í fjárkröggum. Hún missti íbúð árið 2000 og hefur verið á van- skilaskrá síðan. „Maður var búinn að vinna eins og geðsjúklingur til að borga þær skuldir niður, alltaf í tveimur vinnum og í vinnu á sjúkra- húsum úti á landi flestöll sumarfrí,“ segir hún. „Kerfið á Íslandi er nátt- úrulega þannig að þú losnar aldrei við þetta, þú ert alltaf á vanskilaskrá.“ Gjörólík staða hjúkrunarfræðinga Sú ákvörðun að flytja til Noregs var í mótun allan veturinn 2008–2009. Laufey heimsótti Stavanger um miðjan maí 2009, einmitt daginn sem Alexander Rybak hreppti fyrsta sætið í Eurovision fyrir hönd Norð- manna. Hún hafði þá sótt um starf við háskólasjúkrahúsið og var ráð- in eftir atvinnuviðtal. Hún starfaði á lyfjadeild í eitt ár en hóf störf á geð- deildinni í ágúst næstliðnum. Lauf- ey býr yfir starfsreynslu af geðdeild Landspítalans við Hringbraut og því þegar heimavön. Blaðamaður spyr hvers vegna Noregur hafi orðið fyrir valinu. „Að- allega bara vegna þess að maður vissi að næga vinnu var að fá hérna,“ svarar Laufey um hæl og bætir því við að besta ástandið á norrænum vinnumarkaði sé í Noregi. Hún hug- leiddi einnig að halda til Svíþjóðar þar sem hún lærði hjúkrunarfræði fyrir tveimur áratugum og starfaði sem hjúkrunarfræðingur árin 1992– 1996 á milli þess sem hún eignaðist börn. „Þar er atvinnuástandið hins vegar að dala núna og sænskir hjúkr- unarfræðingar streyma til Noregs þar sem launin eru miklu hærri hér og auk þess erfiðara að fá fasta vinnu í Svíþjóð,“ útskýrir Laufey. „Svo lang- aði mig bara að prófa eitthvert ann- að land,“ viðurkennir hún. „Hér er auðvitað styttri vinnutími sem er plús. Þú átt meiri tíma með fjölskyldunni en átt líka kost á yfir- vinnu ef þú nennir eða þarft á henni að halda,“ svarar Laufey þegar hún er innt eftir því hvað hún telji ólíkast með íslenskum og norskum vinnu- markaði. Hún segir vinnumóralinn einnig ólíkan: „Ég þekki auðvitað bara umhverfið í hjúkrunarfræðinni en hjúkrunarfræðingar vinna á allt annan hátt hér en á Íslandi. Þar eru mun fleiri sjúkraliðar og ófaglært starfsfólk inni á deildunum. Hérna voru til dæmis 23 sjúklingar á lyfja- deildinni og við vorum um tug- ur hjúkrunarfræðinga á dagvakt og tveir sjúkraliðar. Á Íslandi væru þetta kannski þrír eða fjórir hjúkrunar- fræðingar og afgangurinn sjúkralið- ar,“ segir Laufey. „Hér eru mun færri sjúklingar á hvern hjúkrunarfræðing en hjúkrunarfræðingurinn gerir allt frá a til ö, frá því að smyrja brauð- sneið handa sjúklingnum upp í að meta daglegt ástand hans.“ En hver er staða hjúkrunarfræð- inga á Íslandi að mati Laufeyjar? Síð- asta hálfa árið segist hún hafa séð auglýst eftir einum hjúkrunarfræð- ingi á Íslandi og var sú staða á Kópa- skeri. Nú sé verið að fækka starfsfólki í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að ráða ekki í stöður þeirra sem láta af störfum fyrir aldurs sak- ir. „Og þegar á að skera svona mikið niður úti á landi margfaldast álagið á Landspítalanum,“ segir Laufey. Hún segir ástandið nú þegar við hættu- mörk og kerfið megi engan veginn við svo miklum niðurskurði. „Færri fæðingar og aðgerðir á landsbyggð- inni leiða til gríðarlegrar þrýstings- aukningar á Landspítalanum,“ full- yrðir Laufey. Talar norsku með sænskum hreim Norskan var ekki stórt vandamál, að sögn Laufeyjar. „Ég talaði nátt- úrulega sænsku fyrir og gat því gert mig skiljanlega. Hér er það alveg skýr krafa á vinnumarkaði að fólk geti tjáð sig á norsku og innan heil- brigðisgeirans er þessi krafa sérstak- lega hávær,“ segir Laufey og bætir því við að sum sveitarfélög í Noregi hafi boðið erlendum hjúkrunarfræðing- um ókeypis norskunámskeið. „Ég reyni að tala norsku en hún er með sænskum hreim,“ segir Íslendingur- inn glettinn á svip. Laufeyju finnst undarlegt að vera heilsað af bláókunnugu fólki á förn- um vegi og að hennar mati er það sérstakt hvað afgreiðslufólkið í versl- ununum í Stavanger leggur sig í líma við að heilsa og kveðja með virktum. Það er að hennar mati stærsti mun- urinn á norsku og íslensku samfé- lagi. „Manni finnst þetta svona að mörgu leyti heilbrigðara samfélag. Fólk leggur kannski meiri áherslu á það hérna í Noregi að hafa það nota- legt án þess að vera alltaf að kaupa hluti. Hér er til dæmis mjög mikið lagt upp úr því að komast í gott sum- arfrí,“ segir hún. „Norðmenn hafa engan húmor“ „Það er erfitt að segja, svona í fljóti bragði,“ svarar Brynjar, elsti sonur Laufeyjar, þar sem hann situr við sjónvarpsskjáinn, þegar blaðamað- ur spyr hann hvernig hann kunni við sig í Noregi. Brynjar er nýkominn til landsins og hefur fengið vinnu á veitingahúsi í nágrannabænum Sandnes. Þeir Jakob bróðir hans sammælast þó strax um að Norð- menn búi yfir takmarkaðri kímni- gáfu. „Þeir hafa engan húmor,“ seg- ir Jakob. „Það er samt rosalega fínt að vera hérna,“ svarar Brynjar strax og öll eru þau mæðginin sammála um að það besta við að flytja frá Ís- landi hafi verið að losna við allt kreppu talið. Brynjar og Jakob eru á einu máli um að erfiðast hafi verið að yfirgefa vinina á Íslandi og föður þeirra. „Ég vinn fjóra daga í viku á veit- ingastaðnum og fæ rúmlega 300.000 íslenskar krónur útborgaðar á með- an maður hefði verið að fá kannski 150.000 fyrir fullt starf í sambæri- legu starfi heima,“ segir Brynjar. „Maður skilur alveg fólk á Íslandi sem freistast til að vera áfram á at- vinnuleysisbótum og fær sér svo svarta vinnu fyrir nokkra tíuþús- undkalla aukreitis,“ bætir hann við. „Ekkert á næstunni,“ er sam- dóma álit þegar mæðginin þrjú eru innt eftir því hvort búferlaflutningur til Íslands sé í kortunum. Fékk upp í kok af Íslandi Hilmar Þór Karlsson, Keflvíkingur á sextugsaldri, fyrrverandi sendibíl- stjóri og lengst af sjómaður, hleypti heimdraganum og flutti til Stavang- er í byrjun júní í sumar. „Ástæðan fyrir því að ég kom til Noregs var að ég vann á norskum togurum, sem voru gerðir út frá Lofoten, frá 1977 til 1981 og var að fiska norður í Bar- entshafi,“ segir Hilmar þegar hann rökstyður hvers vegna hann valdi Noreg frekar en Danmörku. Hilmar sótti sjóinn fast, eins og sagt er um Suðurnesjamenn, og steig ölduna í 40 ár. Lengst af var hann á togaranum Hrafni Svein- bjarnarsyni frá Grindavík, í 16 ár. Hann gekk svo í land og fór að aka sendibíl en þá hrundi íslenska hag- kerfið. „Ég hef aldrei verið atvinnu- laus svona lengi samfleytt,“ segir Hilmar sem mátti sætta sig við eitt ár án atvinnu. Þar með var mælirinn fullur: „Ég var búinn að fá upp í kok af Íslandi og búinn að missa hús og bíl, Landsbankinn sá fyrir því.“ Hilmar var ekki búinn að tryggja sér vinnu í Noregi áður en hann flutti en lét skeika að sköpuðu. Tveimur mánuðum eftir að hann flutti var hann kominn í fullt starf hjá fyrirtækinu NorSeaGroup sem sér olíufyrirtækjum og borpöllum við norskar strendur fyrir nauðsyn- legum rekstrarvörum. Hilmar starf- ar þar á lyftara en hleypur auk þess í tilfallandi verkefni. Um stundar- sakir býr hann hjá félaga sínum Níls Viggó Clausen, Íslendingi sem hefur ekið strætisvögnum um götur Sta- vanger árum saman. „Ég byrjaði á að leita mér að vinnu í Ósló en það var alveg von- laust dæmi,“ segir Hilmar. Hann reyndi því fyrir sér í Stavanger og varð fljótt var, enda atvinnuleysi í Rogaland-fylki minnst í öllu land- inu, rúm tvö prósent þegar þetta viðtal er tekið. Skildi fremur en búa á Íslandi Hilmar telur helsta muninn á því að starfa í Noregi og á Íslandi hve mik- il rólegheit einkenni norskan vinnu- markað auk þess sem mun meira sé gert úr öryggi starfsmanna í Nor- egi og að þeim líði vel í vinnunni. „Það er líka gott að kynnast Norð- mönnum, þeir eru óskaplega opnir og leggja sig fram við að spjalla við íslenska flóttafólkið,“ segir hann og fær ekki leynt brosi. „Og launin,“ skýtur Níls Viggó inn í en hann þáði að vera á hliðar- línunni í viðtalinu. Níls flutti upp- haflega til Noregs fyrir tólf árum en ákvað að reyna aftur fyrir sér á Ís- landi árið 2003. Hann tók þá afstöðu eftir hrunið að koma aftur til Noregs og tók með sér konu og börn. Síðar stóð hann svo frammi fyrir tveimur valkostum: Að flytja aftur til Íslands eða skilja við konu sína. „Ég skildi við konuna,“ segir Níls og kveður það ekki koma til greina að búa á Ís- landi aftur en þar ók hann strætis- vögnum hjá Strætó bs. „Hérna er svo miklu meiri til- breyting í vinnunni. Hér ek ég 40 mismunandi leiðir en hjá Strætó á Íslandi var ég á einni einustu leið og var alveg að verða vitlaus,“ segir Níls og bætir því við að félagslega kerf- ið í Noregi sé einnig mikil framför frá því íslenska. „Ég var atvinnulaus hérna eftir að ég kom aftur og átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum þar sem ég var nýfluttur út aftur og var ekki kominn með nægilega langa samfellda búsetu,“ segir hann. Þess vegna sótti hann um félagslega að- stoð og var kominn með peninga inn á reikninginn sinn tveimur dög- um seinna. „Á Íslandi hefði þetta tekið að lágmarki tvær til sex vikur,“ segir Níls og hleður félagslega kerfið í Noregi lofi. Tímamismunur í launum Hilmar Þór segir norskuna ekki hafa vafist fyrir sér. Hann hafi verið orð- inn fínn í henni á togaraárunum í gamla daga og málið hafi rifjast ótrúlega fljótt upp eftir þrjá áratugi. „Maður lærir þetta hratt og Níls hef- ur auðvitað verið hjálplegur,“ viður- kennir hann. Auðvitað eru ókostir líka: „Vega- kerfið hérna er allt of þröngt,“ finnst Hilmari og styður það með því að í Noregi séu engin mislæg gatna- mót og svokallaðar hraðbrautir séu gjarnan ein akrein í hvora átt. Hann talar af þekkingu þar sem son- ur hans, Halldór Steinn, sem flutti út sama dag og faðirinn með konu sinni og tveimur börnum, keyrir strætisvagn í Bergen og hefur skoð- anir á norskum vegum. Níls Viggó bætir því við að þátt- töku hans á íslenskum vinnumark- aði í Íslandsheimsókninni hafi lyktað með því að hann fékk vægt hjartaáfall, þrítugur maðurinn. Fað- ir hans rak hann þá hálfpartinn til baka með orðunum: „Ég held að þú þurfir að fara aftur til Noregs.“ Níls segist undir það síðasta hafa unn- ið 18 tíma á sólarhring til þess að ná endum saman. Staðan er þó allt önnur nú að hans viti: „Hér vinn ég 37,5 tíma vinnuviku og fæ 420.000 íslenskar krónur útborgaðar. Það er töluverður tímamismunur,“ segir Níls og á lokaorðin frá Stavanger. Best var að losna við krepputalið Fjölskyldan í Varhaug Pálmar Pálmarsson, Freydís Ösp Pálmarsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. MYND KATRÍN JÓNSDÓTTIR/GAMANMYNDIR Var búinn að missa allt á Íslandi Hilmar Þór Karlsson, fyrrverandi togarajaxl og sendibílstjóri. MYND ATLI STEINN GUÐMUNDSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.