Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 27
Stjórnlagaþing-
ið er merkileg til-
raun og áður en
lengra er haldið
vil ég auðmjúkur
þakka fyrir kjör-
ið. En ég verð þó
að viðurkenna
að mér þótti það
svolítið sérstakt
að fylgjast með
úrtölukórnum
sem hóf upp raust
sína að aflokn-
um kosningunum, en þá nýttu margir
sér tómarúmið sem varð á milli kosn-
inganna og þar til úrslit lágu fyrir til
að tala kjörið og verkefni stjórnlaga-
þingsins niður.
Kannski er það vegna þess að vera
nú allt í einu kominn hinum meg-
in við borðið að ég stóð hálf agndofa
frammi fyrir ólundarregninu. Og
þó að ég vilji nú ekki endilega trúa
því, þá er kannski allt í lagi að viður-
kenna það hér, að sú spurning flaug
eina örskotsstund í gegnum kollinn
á mér hvort verið gæti að sumir þeir
sem verst létu vilji bara alls ekki að al-
menningur fái að koma að því að end-
urskoða grundvallarlög lýðveldisins
með kjöri sem þessu. Þórðargleðin
yfir dræmri kjörsókn var allavega slík.
Í samhengi hlutanna
Vissulega hefði kjörsókn mátt vera
meiri en þó fæ ég ekki betur séð, í sam-
hengi hlutanna, en að hún hafi verið í
sæmilegum takti við það sem maður
gat átt von á: Um er að ræða ansi flók-
ið einstaklingskjör til stjórnlagaþings
sem á að semja nýja stjórnarskrá –
sem svo verður lögð fyrir þjóðina og
Alþingi til staðfestingar eða synjun-
ar. Þessi tilraun er einstök og ógern-
ingur að bera hana saman við alþing-
is- og sveitarstjórnarkosningar, þar
sem fulltrúar eru kosnir til að útdeila
sameiginlegum gæðum samfélags-
ins. Icesave-kosningin er heldur ekki
samanburðarhæf því þar var um að
ræða eitt heitasta deilumál sem upp
hefur komið hér á landi. Fæstir hafa
slíkar tilfinningar til stjórnlagaþings.
Við þurfum því að leita út fyrir land-
steinana eftir samanburði og þá kem-
ur í ljós að kjörsóknin er á svipuðu róli
og víða er algengt í þjóðaratkvæða-
greiðslum – líka í ríkjum þar sem hefð
er fyrir mikilli kjörsókn í þingkosning-
um. Í Sviss mætir yfirleitt vel innan
við helmingur á kjörstað. Oft innan
við fjórðungur.
Að lýsa frati
Hingað til hefur sá skilningur verið
hér á landi, sem annars staðar á Vest-
urlöndum, að kjósendur lýsa frati á
kosningar og þeim valkostum sem
eru í boði með því að mæta á kjörstað
og skila auðu. Því hefur satt að segja
verið svolítið einkennilegt að fylgjast
með ólíkindalegum túlkunum sumra
á heimasetu kjósenda. Án þess að ég
ætli mér þá dul að rýna í hugarfylgsni
fólks þá finnst mér ekkert sérkenni-
legt við það að aðeins helmingur
þeirra sem vanalega mæta á kjörstað
hafi tekið þátt í þessum kosningum.
Við erum vön því að hafa úr fáum vel
þekktum kostum að velja og að hafa
aðeins einn einstakan kross til um-
ráða. Nú voru kjósendur hins vegar
beðnir um að velja 25 einstaklinga
úr 522 manna hópi. Slíkt krefst tölu-
verðrar vinnu. Í ofanálag lamaði fjöldi
frambjóðenda alla fjölmiðlaumræðu.
Daginn fyrir kjörið var helsti þjóð-
málaþáttur Ríkissjónvarpsins lagð-
ur undir ásakanir um kynferðisbrot.
Frambjóðendur gátu ekki einu sinni
trommað upp áhuga með fyrirheiti
um spennandi kosningavöku því úr-
slit fengust ekki fyrr en nokkrum dög-
um síðar. Svona má áfram telja og því
kom kjörsóknin mér alls ekki á óvart.
Það er heldur ekkert ólýðræðislegt
við það að sitja heima. Lýðræðið felur
einfaldlega í sér að þeir ráða sem taka
þátt. Og alveg eins og það er réttur
hvers og eins að kjósa hefur fólk ná-
kvæmlega sama rétt á að sleppa því –
svo sem fólk sem hefur lítinn tíma eða
áhuga á að setja sig inn í flókin mál.
Stjórnlagaþings bíða spennandi
verkefni og ég hlakka einlæglega til að
takast á við þau. Þangað vil ég mæta
með opinn hug og vonandi auðnast
okkur að haga starfinu með ögn skap-
legri hætti heldur en undanferið hef-
ur tíðkast á þinginu við Austurvöll. Ég
lofa allavega að leggja mitt að mörk-
um til þess að svo megi verða.
LALLI TÖFRAMAÐUR er að gefa út
sinn annan DVD-disk þar sem hann
sýnir fólki brögðin á bak við töfrana. Á
nýja diskinum sínum kennir hann fólki
að gera töfrabrögð sem gerð eru með
hversdagslegum hlutum sem finna
má á flestum heimilum.
GOTT AÐ GETA LÁTIÐ
SIG HVERFA
MYNDIN
Hver er maðurinn?
„Lalli töframaður.“
Hvar ertu uppalinn?
„Á Seltjarnarnesi.“
Hvað drífur þig áfram?
Skemmtilegheit og fótbolti.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi?
„Mexíkó.“
Með hverjum heldurðu í enska?
„Fæ ég ekki að sleppa þessari?“
Hvaða bíómynd sástu síðast?
„Jackass 3D held ég. Hún var alveg
ruglfyndin.“
Hvað hefurðu gert töfrabrögð
lengi?
„Ég hef verið töframaður frá því ég var
sex ára en ég er tuttugu og þriggja í dag.
Þannig að það er reynslan þrátt fyrir
ungan aldur.“
Verða aðrir töframenn ekkert fúlir
yfir því að þú sért að sýna brögðin á
bak við töfrabrögðin?
„Nei, almennt held ég að menn fagni því
bara að ég sé að leyfa öðrum að njóta
töfranna og breiða út boðskapinn.“
Áttu þér fyrirmynd í töfrabrögðun-
um?
„Ég geng nú bara út frá því að ég sé Lalli
númer 1, 2 og 3. Mér finnst samt Darren
Brown ótrúlega flottur þó svo að ég sé
ekkert líkur honum.“
Hvað ertu svona helst að sýna á
nýja disknum?
„Kenna fólki töfrabrögð sem gerð eru
með hversdagslegum hlutum sem finna
má á flestum heimilum. Það má líka sjá
nokkur bragðanna á toframadur.is.“
Geturðu látið þig hverfa ef þér
leiðist einhvers staðar?
„Já, ég geri það oft. Það er oft mjög
þægilegt að vera töframaður. Mér
kannski hundleiðist einhvers staðar og
þá bara „púff“.“
Hefurðu farið í fjölskylduboð eða
partí án þess að vera beðinn um að
sýna eitt bragð eða tvö?
„Ég hef ekki enn komist yfir dag án þess
að vera beðinn um að sýna töfrabragð.“
MAÐUR DAGSINS
„Já, svona að megninu til.“
STEINAR THORS
20 ÁRA STARFSMAÐUR HJÁ UNICEF
„Þetta var ekki alveg það sem ég kaus
og kjörsókn hefði mátt vera betri.“
KATRÍN BJÖRK KRAGH
22 ÁRA RITARI Á LÖGFRÆÐISTOFU
„Ég hef voðalega litla skoðun á þessu.“
ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
27 HEIMAVINNANDI HÚSMÓÐIR
„Já, ég er mjög ánægður. Ég kom sjö
mönnum að.“
RICHARÐ J. BJÖRGVINSSON
65 ÁRA LÍFEYRISÞEGI
„Já, ég er sátt og líst temmilega á
hópinn. Hefði samt viljað sjá fleiri sem
vilja róttækari breytingar.“
HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR
25 ÁRA NEMI
ERT SÁTT/UR VIÐ ÚTKOMU KOSNINGANNA TIL STJÓRNLAGAÞINGS?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 UMRÆÐA 27
Kærar þakkir
KJALLARI
DR. EIRÍKUR
BERGMANN
stjórnmálafræðingur skrifar
Þungur baggi Til stóð að flytja hús Skúla Thoroddsen til á lóð Alþingis á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis á fimmtudag. Þegar á hólminn var komið reyndist húsið þyngra en
áætlað var, nokkuð yfir hundrað tonn. Flutningunum var því frestað og óljóst hvenær af þeim verður. MYND SIGTRYGGUR ARI