Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Síða 33
krökkt af börnum í kringum mig. Og mig langaði til að gera meira fyrir Unicef þannig að ég bauð mig fram sem sjálfboðaliði. Síðan var ég svo lánsöm að fá að fara til Afríku til að gera innslög fyrir dag rauða nefsins í ár. Ég hef aldrei farið til Afríku áður og þetta var ótrúleg upplifun.“ Hún stendur upp og gengur að vaskinum, teygir sig upp í hillu eftir glasi og lætur vatn- ið renna. Síðan fær hún sér sopa. „Þetta var engu líkt. Grímulaus upplifun. Fyrst ég var á vegum Unicef var ég leidd inn í aðstæður sem ég hefði líklega ekki ratað í sem túristi. Ég fékk að kynnast fólki og tala náið við fórn- arlömb stríðs sem lauk fyrir tveimur árum en stóð í tuttugu ár. Í fyrsta skipti stóð ég augliti til auglitis frammi fyrir fólki sem var fórnar- lömb stríðsátaka. Aðrir ákváðu stríðið, aðrir háðu stríðið en konurnar og börnin urðu eftir á jörðinni og upplifðu kvalir og ótta. Það voru líka þau sem voru fórnarlömbin í hruninu eftir stríðið. Mér fannst verulega,“ hún hikar. „Hvernig á ég að orða það? Sjokkerandi? Það er ekki orðið. Það nær ekki utan um það. Ég hef aldrei fyrr horfst í augu við raunverulega eymd. Þetta fólk átti ekki möguleika. Ung- ir foreldrar sem hafa ekki fengið menntun. Þar sem lífslíkur eru í kringum fimmtíu ár og fimmtíu prósent þjóðarinnar eru undir átján ára aldri hafa þeir líka tapað þekkingunni á því hvernig á að lifa af landinu og landsins gæðum. Þannig að fólk flúði unnvörpum til borgarinnar. Fyrir stríðið var skólakerf- ið ágætt í Úganda. Þetta er allsnægtaland. Hitastigið er jafnt allt árið um kring, um 24 gráður á selsíus. Þetta er paradís á jörð og vannæring þekktist ekki þarna fyrr en eftir stríðið. Nú breiðast líka eyðni og HIV-smit sí- fellt út. Ég hef aldrei upplifað eins mikið von- leysi. Það eina sem hægt er að gera er að hafa langtímamarkmið og halda þau. Bjóða upp á menntun og kenna næstu kynslóð að hugsa um sig og landið.“ ELDHUGAR BJARGA HEIMINUM Starf Unicef heillaði hana þó. „Það var ótrú- legt að sjá hvernig Uni cef vinnur. Þau leitast við að finna sterka einstaklinga í þorpunum og inni í heil- brigðiskerfinu og víðar. Fólk sem er tilbúið til að deila þekkingu og gefa af sér án þess að fá greitt fyr- ir það og gerir það af elsku til náungans. Heimurinn er fullur af svoleiðis fólki. Við þurfum að finna þetta fólk. Það er þetta fólk sem mun lyfta heiminum upp á næsta plan og bjarga hon- um því að sumir missa máttinn og gefast upp. Við þurfum að finna fólkið sem lýsir fólki veginn og hefur kraft- inn. Fólkið sem kennir nágrönnum sínum allt um hreinlæti til þess að koma í veg fyr- ir malaríusmit og ungbarnadauða. Konurn- ar sem ganga á milli til að fá barnshafandi konur á heilsugæslustöðina fjórum sinnum á meðgöngunni og í reglulegt ungbarnaeft- irlit til að ná tölum um ungbarnadauða nið- ur. Heimurinn er fullur af svona fólki. Hvort sem það er í svörtustu Afríku eða í sprotafyr- irtæki á Íslandi. Þessi eldur er alls staðar til. Það þarf bara að virkja hann.“ ER ELDHUGI Við sitjum við eldhúsborðið og ég spyr hvort hún sjálf sé eldhugi. „Já, ég hugsa það. Ég get verið eldhugi. Ég hef alltaf átt mjög auð- velt með að setja mig í spor annarra, hlusta mig inn í aðstæður og verða fyrir áhrifum. Fá kraft frá umhverfinu og magna hann í mér. Ég hef alltaf verið frekar orkumikil. Og mér finnst gott að setja orku og kraft í starfið með Unicef. Þess vegna fór ég líka út. Því ég vissi að ég myndi segja þessar sögur þegar ég kæmi heim. En þetta breytti mér.“ Hún hefur til að mynda ekki eins miklar áhyggjur af okkur sem þjóð. „Ég hef reyndar áhyggjur af því að við getum ekki talað sam- an og hagað okkur almennilega. Fundið út úr hlutunum á kærleiksríkan hátt. Við ætt- um að einblína á börnin í stað þess að hugsa alltaf um eigin hagsmuni. Það er svo fallegt við Unicef. Með því að setja fókusinn á börn- in kemstu fram hjá pólitík og deilum. Það er svo augljóst að börn eigi að fá menntun og að það eigi að vera nóg til að borða og að við verðum að huga að velferð barnanna. Þannig komumst við fram hjá brestum fullorðna fólksins sem er gráðugt og oft illa upp alið. Við kunnum ekki að tala saman, kunnum ekki heimpekilega umræðu og kunnum ekki að vinna úr hlutunum. Við förum í gegnum skólakerfi sem er svolítið ferkantað og kenn- ir okkur að ef við hlaupum nógu hratt, kom- umst við fremst og fáum mest.“ AFBRÝÐISSÖM GAGNVART LEIKURUM Áhuginn á leiklist kviknaði snemma. Móð- ir hennar fór í leiklistarskólann þegar Dóra var sex ára og móðir frænku hennar var líka leikkona. Þannig að hún umgekkst leikara og þekkti leiklistarheiminn. „Ég vissi að þessi heimur var til og hann var mjög aðgengi- legur fyrir mér. Ég fór oft í leikhús þegar ég var krakki. Síðan þóttist ég missa áhugann á leikhúsi og neitaði að fara í leikhús þegar ég var svona tólf ára. Það var bara af því að ég var afbrýðissöm. Mig langaði til að vera sjálf uppi á sviði og gat ekki þolað það að sitja úti í sal. Í menntaskóla var ég í tónlistarnámi og í hljómsveit þannig að ég fékk útrás þar. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á sviðsframkom- unni og það skipti mig eiginlega alveg jafn- miklu máli að vera með gott show og að gera góða tónlist.“ UPPFULL AF MINNIMÁTTARKENND Hún ætlaði meira að segja í alvarlegt tónlist- arnám. „En ég vissi samt að það væri ekki al- veg málið. Ég hefði gert það og fundið leið til þess að vera skapandi í því en ákvað samt að prófa inntökuprófið í leiklistarskólann. Ég vildi ekki vera orðin bitur þrítug yfir að hafa ekki þorað í inntökupróf. Leikhúsið var allt- af það sem heillaði mig mest. Ég dáðist að leikurum og leikhúsinu. En þegar ég komst inn í leiklistarskólann hélt ég því fram að ég ætlaði mér að verða leikstjóri en ekki leikari. En það var bara minnimáttarkennd í mér. Ég hélt að ég gæti ekki leikið. Það kom svo í lok annars árs, þá fann ég að ég hafði einhverja stjórn á þessu og fór að finna öryggið. En ég hvíldi aldrei alveg örugg í þessu fyrr en ég fann þennan trúð, Barböru. Þegar við gerðum trúðasýningu í nemendaleikhúsinu fann ég loksins formið sem ég gat blómstrað í. Því það var spuni en ekki lærður texti. Mér fannst alltaf erfiðast, og finnst það enn það erfiðasta við leikhúsið, að læra texta utan bókar. Hitt er bara skemmtilegt.“ FAGNAR MISTÖKUNUM Í trúðnum finnur hún fullkomið frelsi. „Regl- urnar eru þannig að ég á að fagna mistök- unum og finna sköpun- arkraftinn í því óþekkta. Útkoman er ekki aðalat- riðið. Svo gerist alltaf eitt- hvað. Þarna komst ég að því að ef ég gengst við mistökunum gerist ein- hver stórkostlegur gald- ur í kjölfarið. Ímyndaðu þér vinnustað þar sem þú gætir sagt: Hey, ég var að fokka í tölvukerfinu. Eða: Hey, ég var að gera vitlaus- an samning vegna Icesa- ve,“ segir hún með örvænt- ingarfullum tón. „Hvað gerist ef ég viðurkenni raunveruleikann í stað þess að vera alltaf að reyna að fela mistök mín? Fyrir vikið væri kannski hægt að fara inn í málin og leysa þau,“ segir hún með áherslu. GENGST VIÐ SYNDUNUM Í Dauðasyndunum sjö, einni trúðasýning- unni, var komið inn á þetta. „Dante skrifaði hinn Guðdómlega gleðileik þar sem hann, þunglyndur maðurinn, fór í ferðalag. Draug- ur neðan úr víti kom og sótti hann og leiddi hann í gegnum helvíti. Þar þurfti hann að horfast í augu við alla sína bresti og segja sannleikann: Ég treysti ekki Guði. Ég nota mat til þess að drepa tímann. Ég nota kynlíf þegar ég vil fá ást. Ég viðheld gremju í sjálfum mér, reiði og biturleika. Ég er gráðugur og nískur, ég vil ekki gefa af mér og ég reyni að fá meira en mér ber. Allt þetta tilheyrir helvíti og þú verður að horfast í augu við allt þetta í sjálfum þér. Í neðra víti eru ásetningssyndarar, lög- fræðingar, loddarar og hræsnarar, þeir sem svíkja landið sitt, gestgjafa sína eða meistara sína eins og Júdas sveik Jesú, þeir sem myrða, plotta, fara í stríð og trúa ekki á eilíft líf, þetta er auðvitað kristið verk. Ég þarf að sjá hver ég er. Ég þarf að þekkja mig til að geta verið í frelsinu. Síðan klíf ég fjall hreinsunarinnar og gengst við hverri einustu dauðasynd og sting upp ræturnar að þeim. Svara spurning- um eins og: Af hverju er ég alltaf að reyna að fá meira en ég þarf? Af hverju er ég alltaf að borða og heyri ekki þegar ég verð södd? Af hverju þori ég ekki að vera í tilfinningunni að elska þegar ég stunda kynlíf? Þegar ég er búin að því kemst ég til paradísar. Í paradís er ég ególaus. Þar er ég fyrir aðra. Þar er ég bara sál án líkama. Þjónandi, syngjandi glöð og ánægð að spila á hörpu allsber á skýi.“ RÉTTLÆTINGAR HALDA OKKUR Í HELVÍTI Slíkum stundum reynir hún að ná nokkrum sinnum á dag. Það er allavega markmiðið. „Heiðarleiki er lykillinn að farsæld. Þannig að ég geri þetta og kemst til parad- ísar. Svo búmm, ég lendi á rauðu ljósi og gaurinn fyr- ir aftan mig keyrir á mig. Ég er snögglega komin aft- ur til helvítis. Helvítis ungl- ingurinn, blóta ég og held áfram að tuða, það ætti að hækka bílprófsaldurinn upp í 18 ára og rarírara. Síðan hugsa ég: Hvaða lexía er þetta? Segi: Engillinn litli, er þetta fyrsti áreksturinn þinn? Ég er komin aftur til paradísar og mæti manneskjunni í kærleika. Hvernig ætla ég að lifa lífinu? Ætla ég að lifa lífinu í paradís eða í helvíti? Réttlætingin heldur mér í helvíti. Það að réttlæta syndir mínar og slæmar ákvarðanir fyrir sjálfri mér heldur mér í helvíti. Ég kemst ekki inn í núið ef ég held áfram að réttlæta þetta. Ef við þorum að segja að við höfum gert mistök og tekið slæma ákvöðrun getum við leyst hana úr læðingi. Þannig komumst við áfram en við gerum það ekki ef við látum eins og þetta hafi verið góð ákvörðun. Mér finnst þessi heimsmynd Dantes alveg frábær og þessi aðferð trúðsins við að vera í nú- inu er líka frábær. Saman er þetta tvennt eins og trúarbrögð. Stundum tekst mér að fylgja þessu. Ekki alltaf. En alltaf þegar ég hef átt góða stund hefur mér tekist þetta. En ég lendi í helvíti margsinnis á dag. Þá verð ég bara að átta mig á því að ég sé í helvíti, finna minn hlut í helvíti og fara yfir það hvaða ábyrgð ég ber.“ HÚMOR SEM MÆLITÆKI Á FRELSI Þótt hún bregði sér gjarna í hlutverk trúðsins og noti húmor óspart í verkum sínum notar hún húmor aldrei sem grímu. Þvert á móti. Húmor er hluti af hennar innsta lagi, næst kjarnanum. „Ef þú hefur húmor fyrir aðstæð- unum ertu frjáls gagnvart þeim. Ef þú hefur ekki húmor fyrir þeim ertu ekki frjáls gagn- vart þeim. Þú ert frjáls ef þú hefur húmor fyrir því að barnið þitt brjóti glas og disk og öskri á þig. En ef þú reiðist við það eða verður gramur yfir því að barnið hafi brotið bollann ertu ekki frjáls gagnvart bollanum. Þá á bollinn meira í þér en kærleikurinn gagnvart lífinu. Í raun gerðist ekkert nema það brotnaði bolli. Þannig að ég nota húmor sem mælitæki á það hvort ég sé frjáls fyrir aðstæðunum eða ekki. Á meðan ég er frjáls flæðir hjartað. Það gerist ekki bara þegar mér finnst eitthvað fyndið. Mér finnst það ekki fyndið þegar ein- hver deyr en hjartað flæðir samt því tilfinning- in er hrein.“ STUNDUM SVOLÍTIÐ STJÓRNSÖM Stjórnsemi er hennar stærsti brestur. „Að reyna að stjórnast í annarra manna lífi og halda að ég viti allt best. Halda að ég megi ekki njóta þess að sjá aðra gera mistök. Ef ég trúi því raunverulega að það sé Guðs gjöf að gera mistök verður mér líka að þykja það Guðs gjöf þegar aðrir gera mistök. Geta litið á það og sagt bara: Ja hérna hér, hvað er Gunn- ar í Krossinum búinn að gera núna? Sem er ekki nógu gott dæmi því við erum ekki nógu þroskuð til að geta tekist á við kynferðisbrota- mál. Þetta eru viðkvæm mál og við sem þjóð erum rétt að byrja að koma út með þau í ljós- ið. Við eigum eftir að finna út úr því hvernig við getum tekið á þeim með kærleika og fund- ið raunverulega heilun. Heilunin felst meðal annars í því að fólk geti sagt frá því að það hafi verið brotið á því og fengið viðurkenningu á því.“ STÖNDUM STOLTAR MEÐ PÍKUNUM Sem móðir er hún meðvituð um að kenna börnunum að virða eigin mörk og annarra. „Mér finnst það mín skylda sem móður að gera það. Þau eru systkini þannig að ég reyni að kenna þeim að bera virðingu hvert fyrir öðru og ræða það alltaf við mig ef þeim finnst eitthvað óþægilegt. Ég kenni þeim líka að tala um typpi og píku þannig að þetta séu ekki bannsvæði eða orð sem ekki má nota heldur dýrmætur hluti af þeim. Þegar ég fór í gegnum Píkusöguleikritið áttaði ég mig á feluleiknum í kringum öll þessi smækkunarorð sem við not- um um píkuna; buddan, pjallan, pussa, kisan eða hvað þetta er allt saman. Segjum bara píka. Það er miklu eðlilegra. Stöndum stoltar með píkunum. Enginn má snerta mína nema ég gefi leyfi. Auðvitað hefur barn ekki mót- stöðu gagnvart einhverjum sem það treystir en þá er mikilvægt að reyna að búa til þannig samband við barnið að það komi og segi þér frá því ef eitthvað kemur fyrir.“ BÝR TIL KRÍSUR Fyrst við erum farnar að ræða um börnin er ekki úr vegi að spyrja hvernig mamma hún sé. „Svolítið upptekin,“ segir hún einlæg og skell- ir svo upp úr. Hún dregur fæturna upp í stól- inn og heldur þeim þétt að sér. Gallabuxurnar eru þröngar, ferskjulitaðar og tættar á hnján- um. Við þær klæðist hún svörtum rúllukraga- bol. Hárið er tekið aftur í tagl. „Ég er ljónynja. Ég fylgist með börnunum og vil hafa þau í kringum mig. Ef mér mislíkar eitt- hvað öskra ég. Mér finnst mikilvægt að tala við þau um tilfinningar og reyna að átta mig á því ef eitthvað er óuppgert og vinda ofan af því. Stundum bý ég til meiri krísur en þörf er á með því að tala um hlutina. Stundum þarf ég að átta mig á því að ég þarf ekki alltaf að ræða allt. Ég geri oft vesen úr einhverju sem er ekk- ert vesen.“ Í BLINDGÖTU Í UPPELDINU Elsta dóttir hennar er tvítug en þau yngri eru þriggja og sjö ára. „Uppeldi þeirra er mjög ólíkt. Hún var miklu nær sjálfsmynd- inni minni þannig að ég var alltaf að reyna að breyta henni. Ég var svo óörugg sjálf að ég hafði ekki hæfileika til að njóta þess að sjá hvernig hún var. Ég hélt bara að börn ættu að vera einhvern veginn. Ég áttaði mig á því þegar hún var að fara að fermast að ég var komin í blindgötu í uppeldinu. Samskipt- in gengu ekki nógu vel og undirbúningur- inn var ekki ánægjulegur því við vorum allt- af að lenda í árekstrum. Ég uppgötvaði að hún bar enga ábyrgð á því. Það var ég sem bar ábyrgð á því, því ég sem foreldri skapaði þetta mynstur. Það var alveg hellað að átta sig á þessu,“ segir hún og hlær. „Það var rosa- legt að uppgötva það en það var líka ofboðs- lega gott að sjá að það var leið út úr þessu. En það var ekki auðvelt að breyta þessu því FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 VIÐTAL 33 Ég kem stund-um heim en er fjarverandi í hugan- um. Það er eitt af því sem við erum alltaf að vinna í hérna inni á heimilinu, að ég sé til staðar. Af hverju þori ég ekki að vera í tilfinningunni að elska þegar ég stunda kynlíf? FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU HEIMSÆKIR HELVÍTI á hverjum degi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.