Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Qupperneq 36
36 viðtal 3. desember 2010 föstudagur Sjokkið kemur eftir á. Ég fann fyrir því þegar ár var liðið frá slysinu að það tók á,“ segir Björgvin Halldórsson um al- varlegt bílslys sem Svala dóttir hans lenti í ásamt sambýlismanni sínum, tveimur bræðrum hans og föður. Hann segir frá þessu í viðtali sem tekið var í tilefni af árlegum jólatónleikum hans í Höllinni núna um helgina. Ég finn Björgvin á æfingu í Höllinni þar sem stemningin er rafmögnuð, eftirvæntingin leynir sér ekki enda er þegar búið að fylla húsið þrisvar sinn- um. Það á líka að tjalda öllu til. Björg- vin hefur ekki aðeins fengið marga af þekktustu tónlistarmönnum lands- ins með sér heldur einnig Eurovision- stjörnuna Alexander Rybak, Paul Potts úr Britain‘s Got Talent og bresku óp- erusöngkonuna Summer Watson. Á listann vantar þó eina stjörnu sem sungið hefur með honum undanfar- in ár, Svölu dóttur hans. „Hún býr úti í Hollywood. Annars er þetta bara æðis- legt,“ segir hann brosandi og á við tón- leikana. „Það er gaman að sjá hvað það er mikil aðsókn á tónleika almennt. Ég held að fólk sé farið að líta sér nær og njóta þess að vera á landinu, enda fer það kannski minna til útlanda en það gerði áður. Ég hef ekki farið utan sjálfur síðan í apríl í fyrra. Ég ætlaði að fara að heimsækja dóttur mína en komst ekki frá því ég var í upptökum í stúdíóinu þannig að konan mín fór í staðinn.“ „Þetta var svo sárt“ Ég dreg Björvin með mér út í horn þar sem við getum setið í ró og næði ef okkur tekst að leiða hjá okkur Spice Girls-tónlistina sem er spiluð í botni í Höllinni. Hann er kominn með nýtt lúkk, karlinn; með ný gleraugu, kattar- augu með svartri umgjörð sem setja heilmikinn svip á andlitið og gefa hon- um karakter. Ekki það að hann þurfi gleraugu til þess. Það er bara einn Bó Hall. En það er af sem áður var þeg- ar ungir strákar brutu í sér tönnina til þess að vera hann. Nú er ekki hægt að merkja það að önnur framtönn hans hafi einhvern tíma verið brotin, enda er búið að gera svona listilega vel við hana. Og hann saknar þess ekkert. „Þetta var svo sárt. En það var ekk- ert hægt að gera því beinið brákaðist. En þetta gerðist þannig að við vorum nokkrir strákar í leik á sundlaugar- bakkanum sem snerist um það að hlaupa hringinn í kringum laugina og hoppa alltaf ofan í á hverju horni. Ég ætlaði mér að taka þetta, hljóp af stað og hoppaði út í. En það vildi ekki bet- ur til en svo að ég lenti með andlitið á kantinum og tönnin brotnaði. Og það var svo sárt. Eftir einhvern tíma hætti ég að finna fyrir því en mér líður miklu betur eftir að þetta var lagað.“ Hann segist aldrei hafa fengið stað- festingu á því að krakkar hafi brotið í sér tönnina til þess að verða eins og hann. „Þetta var sagt í blöðunum. En ég hitti aldrei neinn sem hafði gert þetta.“ Áfall sem breytti öllu Hann segir líka frá því hvernig það var fyrir hann sem föður að horfa upp á dóttur sína þjást eftir alvarlegt bílslys. Fyrir tveimur árum lenti Svala í al- varlegu bílslysi þar sem hún rifbeins- brotnaði og fékk innvortis blæðingar. Með henni í bílnum var Einar, kær- asti hennar, bræður hans Erling og Eð- varð og Egill Eðvarðsson faðir þeirra. Maðurinn í hinum bílnum slasaðist líka mikið. „Þetta var svakalegt áfall sem breytti okkar lífi og sjónarmið- um. Þetta var mjög alvarlegt slys og það var erfitt að fara í gegnum þennan tíma. Þau voru á gjörgæslu í þó nokkuð langan tíma og við óttuðumst að missa þau. En þau eru öll að ná sér, þótt þau muni kannski aldrei ná sér að fullu. Einar er öryrki eftir þetta og hún líka að hluta. En þegar maður lendir í svona aðstæðum gerist eitthvað. Viðhorfin til lífsins breytast. Það er svo mikið sjokk að lenda í þessu.“ Reiði var hans vörn. „Ég varð ofsa- lega vondur fyrst. Út af Reykjanes- brautinni því að það hafa allir keyrt hana og það vita allir hvernig hún er og hefur verið í gegnum tíðina. Þetta voru mín fyrstu viðbrögð, sem er kannski eðlilegt. En síðan fór einhver auto pilot í gang, þetta var bara á borðinu og ég varð bara að takast á við það og gera það eins vel og ég gat. Ég læri þetta ekkert.“ Erfiðasta lífsreynslan Björgvin fékk fréttirnar þegar Einar hringdi í hann, rétt eftir að áreksturinn varð. „Hann hringdi úr slysinu og sagði hvað hafði gerst. Alveg eins og hetja. Þannig að við fórum upp á spítala og tókum á móti þeim þegar sjúkrabílarn- ir komu. Einar sat frammi í og var með allt á hreinu. Hann sótti töskurnar sín- ar og svona og var í því að redda öllu en síðan kom á daginn að hann var lang- mest slasaður. Adrenalínið tók bara við. En hann fór í nokkra uppskurði við innvortis áverkum. Þetta eru svo slæm slys þegar öryggisbeltin valda innvortis meiðslum. Þau voru með svona mittisólar. En hvað veit maður? Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert. Þetta var alveg ferlegt,“ segir hann yfir- vegaður og bætir því við að nú sé þetta búið. „Þau eru við ágætisheilsu núna og eru að vinna úr þessu. Þau eru mjög samrýmd og flutt út til L.A. með yngri bróður Einars. Þar eru þau að elta drauminn sinn, spila úti um allt með hljómsveitinni, gefa út tónlist og eru með fínan umboðsmann. Þannig að það er margt spennandi fram undan hjá þeim. Sem er alveg æðislegt.“ Gæti ekki elskað þau meira Oft er talað um að sjokkið eftir áföll komi oft upp þegar erfiðleikarnir eru afstaðnir. Björgvin upplifði það. „Sjokkið kemur eftir á. Ég fann fyr- ir því þegar ár var liðið frá slysinu að það tók á að hugsa um þetta. Eins þeg- ar við sáum myndir af bílnum. Svo hugsar maður alltaf ef. Ef þetta og ef hitt. Þau voru á leiðinni út á völl því þau voru að fara að túra um Ameríku. Svala sagði að hana hefði langað svo í pulsu og velti því fyrir sér hvort þetta hefði nokkuð gerst ef hún hefði farið og fengið sér pulsu. Fólk fer að velta svona litlum atriðum fyrir sér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hugann. En ég gæti ekki elskað þau meira en ég geri.“ Skype-jól Svala og Einar koma ekki heim um jól- in. Þau koma ekki heim fyrr en í janúar og þá í stutta heimsókn. „Hún kem- ur ekki heim um jólin. Þetta verða því fyrstu jólin án hennar. Það verður svo- lítið skrýtið,“ segir hann en bætir því við að þetta verði bara Skype-jól. „Og þegar hún kemur í janúar ætlum við að halda önnur jól. Málið er það að við erum mjög samrýmd. Við erum góðir vinir og höfum alltaf verið. Ég lít á þau sem jafningja mína og er ekk- ert að skipta mér mikið af því hvernig þau haga sínu lífi eða sinni tónlist. Við hjónin erum bæði hippar og frjálslynd í hugsun. Við létum allt eftir þeim og leyfðum þeim Krumma að vera eins og þau eru.“ Engu að síður hafa bæði Svala og Krummi fetað í fótspor föður síns og starfað sem tónlistarmenn eins og hann. Hann segist nú ekki hafa hvatt þau áfram í þeim efnum. „Ég reyndi frekar að draga úr löngun þeirra til þess að fara í bransann en að ýta á eftir þeim því þessi bransi er ekki fyrir alla. En þau eru alin upp í bransanum, inn- an um þetta fólk og músíkina. Þau eru með þetta í blóðinu. Þau eru allavega að gera það sem þau hafa gaman af og það er aðalatriðið.“ Reynir að fullorðnast Sjálfur segist hann hafa ætlað að læra einhverja iðngrein. „Ég fór í Iðnskólann og hefði alveg getað hugsað mér að starfa við tölvur og tækni. Ég er mjög hrifinn af því. En svo var ég í skólahljómsveit og bróðir minn var í hljóm- sveit og það var alltaf mik- il músík á heimilinu. Og þetta er þannig bransi að þegar þú ferð inn í hann og nærð sambandi losn- ar þú ekkert út aftur. Ekki skemmir það fyrir þeg- ar það gengur vel. Þetta er bara svo skemmtilegt. Fólkið er skemmtilegt, vinnan er skemmtileg og svo er bara svo gaman að búa til tónlist.“ Hann segist vera á kafi í alls kon- ar verkefnum samhliða tónlistarsköp- uninni og það hafi alltaf verið þannig. „Ég er að gera svo margt sniðugt með þessu. Nú þarf ég aðallega að reyna að finna tíma til að sinna sjálfum mér, fjölskyldunni og áhugamálunum. Það skiptir mig máli. Ég les til dæmis mik- ið og horfi á kvikmyndir. Ég er að reyna að fullorðnast. Því þessi bransi teymir þig áfram.“ Hann hefur víða komið við. Rót- ari, háseti, rukkari, fararstjóri, deild- arstjóri, sjónvarpsmaður, hand- ritshöfundur, grafískur hönnuður, stjórnandi hljóðvers, dagskrárstjóri útvarps, dagskrárstjóri Bíórásarinnar, eigandi vínyl plötupressu, afgreiðslu- maður eru á meðal þeirra starfstitla sem hann hefur borið um tíðina. Verst var að vera í slorinu niðri á höfn þeg- ar hann var að skipa upp úr skipun- um á unglingsárunum. „Það var ekk- ert skemmtilegt. En það er gaman að hafa gert þetta. Síðan sópaði ég götur í unglingavinnunni. Ég er búinn að gera þetta allt.“ Ætlar að meika það Hann segir aðalmálið við frægðina vera að gleyma ekki uppruna sín- um. „Það venst að vera þekktur. En ég þarf að muna eftir uppruna mínum og halda mér með fæturna á jörðinni. Gleyma því ekki að ég er bara strákur úr Hafnarfirði. Taka mig ekki of alvar- lega.“ Það var hér í þessu húsi sem hann sló í gegn árið 1969 og varð æðislega frægur, eins og hann orðar það sjálf- ur. „Þá var ég búinn að vera í nokkrum hljómsveitum en var kominn í Ævin- týr. Svo var haldin mikil popphátíð hér í Höllinni þar sem vinsælustu böndin kepptu í vinsældakosningum. Og við unnum, bæði hljómsveitin og ég og það þótti talsvert afrek að vinna Trú- brot. Þannig að við urðum gífurlega frægir og spiluðum úti um allt land í kjölfarið. Þá fór ég að taka eftir því að frægðinni fylgir ábyrgð og reyndi að varast að taka þetta of alvarlega. Passa það að sinna músíkinni sem best og eiga svo mitt prívatlíf út af fyrir mig. Það er svolítill geðklofi í þessu öllu saman. Ég fer ekki heim í kvöld eftir æfingu og syng með konunni það sem eftir lifir nætur. “ Elsti sonurinn Þegar hann varð faðir tuttugu ára gamall var hann þegar kominn á kaf í bransann. Hann var ekki tilbúinn til þess að verða faðir og sinnti uppeld- inu lítið sem ekkert. „Ætli ég sé ekki tilbúinn í það loksins núna. Það er meira en að segja það að eiga börn. Það krefst þess að þú sinnir föðurhlut- verkinu allan sólarhringinn alla daga allt þitt líf. En son- ur minn heitir Sigurður Þór og er markaðsstjóri hjá Inn- es. Ég á hann með konu sem ég var með áður en ég hitti eiginkonu mína. Við vorum kærustupar en bjuggum ekki saman og ég var ekki alveg tilbúinn í að ala upp börn. Ég var kominn á fullt í brans- anum og hann átti hug minn allan þannig að ég tók ekki þátt í uppeldinu. En við urðum vinir fljótlega eftir að hann komst til vits og ára. Núna erum við alltaf í góðu sam- bandi og hann ætlar að koma með dóttur sína á tónleikana.“ Syrgir afabarnið Björgvin er nefnilega afi. Hann á tvö Björgvin Halldórsson segir frá reiði og sorg sem hann upplifði eftir bílslysið sem dóttir hans lenti í ásamt tengdafjölskyldu sinni. Hann óttaðist að missa hana og segir þetta erfiðasta tímabil líf síns. Hann þekkir þó sorgina því fyrir ári missti hann afabarn. Í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur segir hann frá ástinni, týnda syninum, tónlistinni og skapgerðar- brestunum, en stælar eru hans vörn. Svo kom Sj kki Við vorum kærustu par en bjuggum ekki saman og ég var ekki alveg tilbú- inn í að ala upp börn. Jökull Ljónshjarta Björgvin á fjórar kisur. Þetta er Jökull Ljónshjarta, sá sem vekur Björgvin á hverjum morgni klukkan sjö og dregur hann fram úr rúminu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.