Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 38
38 viðtal 3. desember 2010 föstudagur Hlakkar til að takast á við verkefnið Það var fallegur fimmtu-dagur í Reykjavík þegar blaðamaður gekk á fund Þorvalds Gylfasonar, próf- essors í hagfræði við Háskóla Ís- lands. Þorvaldur er maður mennta og menningar og ber heimili hans þess skýr merki. Hægt er að ímynda sér að slík heimili séu á hverfanda hveli í Reykjavík og þó að híbýlin sjálf séu af nýrri nálinni er líkt og ferð- ast sé aftur í tímann – í jákvæðasta skilningi. Enginn flatskjár, engin glæ- ný húsgögn í litunum svart og hvítt. Málverk prýða veggina, sem og fjöl- margar afrískar styttur – en Afríka á hug og hjarta Þorvalds um þessar mundir. Það eina sem minnir á nú- tímann í fljótu bragði er iPod-spilari, sem situr á góðum stað í sólstofunni þar sem viðtalið fer fram. Það þarf ekki að koma á óvart en Þorvaldur er annálaður tónlistarunnandi og á hann það til að semja tónlist í tóm- stundum. Þorvaldur var áberandi í fréttum síðastliðinnar viku en hann hlaut flest atkvæði 522 frambjóðenda til stjórnlagaþings. Blaðamaður hóf viðtalið á því að spyrja hvort Þorvald- ur hefði búist við slíkri yfirburða- kosningu. „Alls ekki. Ég vissi ekkert að hverju stefndi, né nokkur annar í þessu framboði að ég hygg.“ Alþingi gæti sín En hvernig verður svo verkferli stjórnlagaþings? „Samin voru og samþykkt lög á Alþingi um stjórnlagaþing sem mér þykja reyndar fullafskiptasöm þar sem þau sníða þinginu fullþröng- an stakk. Síðan skilst mér að þingið sé að vinna drög að starfsreglum og ég vona að þær þrengi ekki starfs- umhverfi stjórnlagaþings enn frekar þar sem almenn regla í lagasetningu er sú að reglugerðir eigi að rýmka lög en ekki þrengja þau. Starfsregl- urnar mega ekki með nokkru móti raska þeim forsendum sem fólk lagði til grundvallar atkvæðum sínum. Ég vona að Alþingi gæti sín á þessu.“ Hugsanlega of skammur tími Þú hefur talað um að stjórnlaga- þing eigi að starfa jafnvel lengur en lögin kveða á um, skil ég það rétt? „Ekki alveg. Lögin kveða á um að stjórnlagaþingið sitji í tvo mán- uði með hugsanlegri framlengingu í fjóra og jafnvel framlengingu aðeins lengur, reynist þess þörf. En reynsl- an utan úr heimi sýnir að þetta geti reynst of skammur tími til að hann dugi til að semja nýja stjórnarskrá frá grunni. Þess vegna verður ein fyrsta tillaga mín á þinginu að það væri hyggilegra að færast minna í fang, nota tímann sem okkur er ætlaður til að ganga frá stjórnarskrá sem nota megi til bráðabirgða og leggja jafn- framt á ráðin um hvernig hægt sé að ljúka frágangi stjórnarskrár á lengri tíma, ef til vill tveimur árum eða svo. Fyrirmyndin að þessu er alveg skýr. Ég átti mjög fróðlegan fund með einum af höfundum suðuraf- rísku stjórnarskrárinnar sem er tal- in ein sú framsæknasta og fullkomn- asta í heiminum í dag. Hann lýsti fyrir mér reynslu sinni og beinlín- is lagði það til að við myndum gera þetta eins og þeir, í tveimur áföng- um. Bráðabirgðastjórnarskrá fyrst, þar sem stjórnarskráin frá 1944 yrði lögð til grundvallar eða höfð til hlið- sjónar, en taka síðan lengri tíma til að ganga endanlega frá lokagerðinni. Ég þykist vita að einhverjir gætu orð- ið fyrir vonbrigðum, hafa ef til vill séð fyrir sér að fólk hefjist handa við að skrifa nýja stjórnarskrá á autt blað. Að mínum dómi gæti það verið svo- lítið hættuleg leið. Bæði gæti þá skot- ið upp kollinum ágreiningur um mál sem er ekki tímabært að glíma við og eins væri meiri hætta á því að slíku frumvarpi um nýja stjórnarskrá yrði hreinlega hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Býsna skýrar reglur Í vikunni bar á þeirri gagnrýni að stjórnlagaþingið kunni að skorta verkstjórn sem myndi koma niður á skipulagi þingsins. Er það áhyggju- efni? „Nei, ég hef ekki orðið var við það. Þingið mun kjósa sér forseta sem mun stýra fundum þingsins. Þingið starfar síðan í nefndum og reglurnar eru býsna skýrar. Þingið hefur heim- ild til að ráða starfsfólk, þar á meðal erlenda ráðgjafa. Þar mun ég til að mynda stinga upp á tveimur mönn- um sem lögðu á ráðin um suðuraf- rísku stjórnarskrána. Félagar mínir á þinginu munu trúlega hafa sínar hugmyndir um hvers konar ráðgjöf við munum afla okkur. Ég hef eng- ar áhyggjur af vandkvæðum með skipulag þingsins.“ Ráðherrar utan þings En að þínum áherslum. Í fram- boðskynningu þinni sagðirðu að þú vildir fækka þingmönnum og treysta þrískiptingu valdsins. Hvernig sérðu þetta fyrir þér? Eiga ráðherrar að vera utan þings, eiga þeir að vera kjörnir eða skipaðir? Hvernig sérðu fyrir þér hlutverk forseta? „Ég get ekki svarað þessu til hlítar enda þarf þetta að vera mjög vand- lega rætt á þinginu. En ég hef lýst yfir skoðun minni, og það fyrir löngu, að ein leiðin til að treysta þrískipt- ingu valdsins sé að auka vald forset- ans en á sama tíma treysta valdmörk hans. Þetta þýðir í stuttu máli tvennt. Annars vegar þarf forsetinn að hafa skýra heimild til að skipa utanþings- stjórn. Á þetta atriði benti Ólafur Jó- hannesson þegar árið 1946 en hann var einn helsti stjórnlagaprófessor landsins. Ég held að það yrði hollt fyrir þingið að forsetanum yrði fal- ið vald til að skipa ríkisstjórn. Ann- að atriði sem mér er ofarlega í huga er málskotsréttur forseta. Hann hef- ur verið alveg skýr frá því að stjórn- arskráin var samþykkt árið 1944 þótt sumir hafi viljað sem minnst af þess- um málskotsrétti vita. Hann þarf að útvíkka þannig að forseti hafi rétt til þess að vísa til þjóðaratkvæða- greiðslu ekki aðeins frumvörpum sem þingið samþykkir heldur einnig frumvörpum sem þingið hafnar. Það myndi dreifa valdi þingsins til þjóð- arinnar enda á þingið ekki að sækja vald sitt neitt annað en til þjóðarinn- ar. Þannig gæti forseti til að mynda komið í veg fyrir að trausti rúið Al- þingi reyndi að spilla fyrir vinsælli utanþingsstjórn. Hugsum okkur að allt væri í hers höndum á Alþingi og forsetinn skipaði utanþingsstjórn en Alþingi myndi því næst reyna að fella öll frumvörp slíkrar stjórnar. Þá myndi þetta ákvæði í stjórnar- skrá veita forsetanum rétt til þess að áfrýja þessum frumvörpum til þjóð- arinnar. Þannig gæti myndast nýtt og betra jafnvægi. Ég get hins vegar ekki sagt til um á þessari stundu hvort þetta dugi, eða hvort ganga þurfi enn lengra – til dæmis með því að for- sætisráðherra yrði kjörinn í beinni kosningu í stað þess að vera valinn af þinginu, eins og verið hefur, eða skipaður af forseta. Í öllu falli eiga ráðherrar að vera utan þings. Þetta er eitt af stærstu málunum sem stjórn- lagaþing þarf að taka afstöðu til og finna lausn á.“ Auðlindir í eigu fólksins Þú ert einn þeirra sem vilja setja ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindunum. Telurðu að það gæti orðið átakamál? „Mér sýnist að flestir frambjóð- endur séu sama sinnis um það mál og endurspegli þar með vilja þjóð- arinnar til langs tíma og þjóðfund- arins um daginn. Það er ákvæði sem hefði átt að vera komið inn í stjórn- arskrá fyrir löngu. Stjórnarskrá á að endurspegla alþjóðalög eins og hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sam- einuðu þjóðanna. Sá sáttmáli kveður á um að náttúruauðlindir eigi að vera í eigu fólksins og að það sé mannrétt- indabrot að svipta fólk eignarréttin- um yfir auðlindum sínum. Það var á þessum grundvelli sem mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áliti sínu að fiskveiðistjórn- unarkerfi Íslendinga fæli í sér mann- réttindabrot. Hæstiréttur dæmdi einu sinni í máli, árið 1998, á svip- uðum nótum en síðan var rétturinn beittur þrýstingi og sneri við blað- inu í öðru skyldu máli skömmu síð- ar. Það eitt sýnir hversu dómsvaldið er veikt gagnvart framkvæmdavald- inu og sýnir glögglega að nauðsyn- legt er að binda ákvæði í stjórnarskrá sem verndar dómsvaldið fyrir fram- kvæmdavaldinu. Mig langar að nefna annað dæmi frá Suður-Afríku. Þar er starfræktur stjórnlagadómstóll en ég hygg að slíkur dómstóll ætti einnig að vera bundinn í okkar stjórnarskrá. Hlutverk hans er að fjalla um kærur sem berast gegn stjórnvöldum fyrir meint brot á stjórnarskránni. Stjórn- lagadómstóllinn úrskurðar ekki að- eins um slík mál heldur getur hann gripið til ráðstafana. Ef ríkisstjórn- in verður, að mati dómstólsins, ber að því að hafa brotið gegn stjórn- arskránni getur dómstólinn gefið henni fyrirmæli um að bæta ráð sitt. Ekki á sama hátt og mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna sem getur aðeins veitt tilmæli – „name them and shame them“ eins og það heitir á ensku. Stjórnlagadómstóll gæti hins vegar beitt viðurlögum. Færi ríkisstjórnin ekki eftir tilmælum dómstólsins væri hún að vanvirða hann og fremja þannig refsiverða háttsemi.“ bjorn@dv.is Þorvaldur Gylfason, prófessor í hag- fræði, hlaut flest atkvæði 522 frambjóð- enda til stjórnlagaþings. Hann vill treysta þrískiptingu valds og vill nota stjórn- arskrá suður-afríku sem fyrirmynd, sem hann segir eina framsæknustu og fullkomnustu í heimi. Þorvaldur býst ekki við ágreiningi um eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindunum. Þar mun ég til að mynda stinga upp á tveimur mönnum sem lögðu á ráðin um suður- afrísku stjórnarskrána Þorvaldur Gylfason, prófessor Telur að stjórnlagaþing eigi að gefa sér góðan tíma. myndiR siGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.