Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Side 46
Handboltamaðurinn Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur farið á kostum með HK á yfirstandandi tímabili. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrstu sjö umferðunum. Hann trúir á framhaldslíf og væri helst til í að hella Jón Gnarr fullan. Nafn og aldur? „Ólafur Bjarki Ragnarsson, 22 ára.“ Atvinna? „Námsmaður.“ Hjúskaparstaða? „Á lausu.“ Fjöldi barna? „Engin.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, gullfiska.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Fór á Hard Rock Calling í London í sumar og sá Pearl Jam og Stevie Wonder.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Já, tekinn á 35 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín? „Held að það séu bara joggingbuxurnar.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ekki neitt. Er með einstaklega góðan tónlistarsmekk.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Þessa dagana er það Disco Pogo með Frauenarzt & Manny Marc.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Jólanna.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Þær eru nokkrar; Gladiator, 300, Hangover. Af því að ég á bara þær.“ Afrek vikunnar? „Tók til í herberginu.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, er algjörlega taktlaus.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Ekki hugmynd, hef ekki sett mig inn í málið.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan og vinirnir.“ Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Jón Gnarr, og rifja upp „ég var einu sinni nörd“.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ég væri til í að hitta Barney Stinson úr How I Met Your Mother. Ótrúlega skemmtilegur karakter og viskumikill heimspekingur.“ Hefur þú ort ljóð? „Nei.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég lét tvíburasystur minni bregða.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Það er ekki búið að finna hann.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Á það til að blómstra í eldamennskunni.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, alls ekki.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Selvík við Álftavatn.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Tannbursta mig.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Ég er ekki viss, en hún er til staðar.“ Tekinn á 35 kílómetra hraða M Y N D IR R Ó B ER T 46 HIN HLIÐIN 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.