Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Page 50
50 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR xxx@dv.is 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Styrktu sambandið Hreyfing Bjóddu ástinni þinni í teygjustökk, fallhlífarstökk eða bara út að dansa, til að styrkja böndin á milli ykkar. Hlátur Samkvæmt rannsóknum laðast konur að mönnum sem fá þær til að hlæja. Auk þess eru hjón sem hlæja saman líklegri til að haldast gift. Nýjungar Þegar við lærum eitthvað nýtt erum við berskjölduð. Farið saman á námskeið og finnið hvernig tengslin styrkjast. Sjálfsmeðvitund Stingdu upp á einhverju sem losar um hömlurnar svo þið getið opnað ykkur almennilega og tengst enn betur. Þetta þarf ekki að snúast um áfengi. Hvað með leiklistarnámskeið? Ástúð Tækifæri til að sýna elskunni þinni hvað þér þykir vænt um hana bjóðast oft á dag. Samkvæmt rannsókn eykur það, að telja hversu oft þið kyssist yfir daginn, hamingju hjóna. Opinberun Skildu eftir miða með fallegum orðum, sendu rómantísk SMS eða segðu makanum frá leyndarmáli. Opinberunin gerir þig berskjaldaða/n og þið eigið auðveldara með að tengjast á jákvæðan máta. Ákveðni Samkvæmt rannsókn skiptir ákvörð- unin um skuldbindingu meginmáli þegar kemur að styrk sambands. Því ákveðnari sem þið eruð í að láta sambandið ganga því ólíklegra er að þið sjáið hvort annað í neikvæðu ljósi. Vertu til staðar fyrir makann bæði á góðum og slæmum stundum. Mörg okkar elska að ræða um og dæma náungann. Dýrafræðingurinn Robin Dunbar við Oxford-há- skóla líkir okkur við bavíana sem týna flærnar af hverjum öðrum til að styrkja böndin. „Í stað þess að hirða um hvert annað notum við slúður sem félags- legt lím. Hvort tveggja er lærð hegðun.“ Rannsóknir hafa sýnt að slúður styrk- ir félagsleg bönd og eykur sjálfstraust og sannleikurinn virðist ekki endilega markmið slúðurs. „Það sem skiptir mestu eru böndin sem slúðrið styrkir, oftast á kostnað þriðja aðila. Ef tveim- ur aðilum er illa við þann þriðja styrkj- ast tengsl þeirra þegar þeir tala illa um hann,“ segir Jennifer Bosson, sálfræði- prófessor við háskóla í Flórída. Lygar Enginn veit nákvæmlega af hverju við ljúgum en rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi hegðun er algeng og lík- lega sprottin af sálrænum undirrótum. „Lygi tengist sjálfstrausti,“ segir sál- fræðingurinn Robert Feldman við há- skólann í Massachusetts. „Þegar fólk finnur að sjálfstrausti þeirra er ógn- að grípa þeir til lyga til að bæta stöðu sína.“ Samkvæmt niðurstöðum Feld- mans eru 60 prósent líkur á því að við ljúgum alla vega einu sinni í tíu mín- útna samræðum. En það er alls ekki létt verk að ljúga. Samkvæmt rannsókn tekur það okkur 30 prósent lengri tíma að ljúga en segja satt. Nýleg rannsókn gefur til kynna að tæknin eykur lygar því við ljúgum frekar þegar við notum tölvupóst en þegar við ræðum saman augliti til auglits. Veðmál Sumir segja að þörfin fyrir að leggja undir í von um ávinning sé grafin í gen okkar, sem útskýri af hverju þessi mögulega skaðræðishegðun sé svona algeng. Jafnvel apar veðja. Í rannsókn sem birtist í tímaritinu Neuron kom fram að það að tapa næstum öllu valdi ríkari þörf til að veðja. „Fjárhættuspil- arar túlka útkomu þar sem hurð skall nærri hælum sem sigur, þrátt fyrir að niðurstaðan hafi leitt til taps, sem verður til þess að þeir halda áfram að veðja,“ segir Luke Clark við háskól- ann í Cambridge. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að þegar fjárhættuspilarar tapa eiga þeir til að gleyma sér. „Því fer allt skipulag um ákveðnar upphæðir sem þeir voru tilbúnir að leggja undir í upphafi út um gluggann. Við tap er planinu breytt og veðmálið hækkað í von um að bæta tapið.“ Einelti Í evrópskri rannsókn frá 2009 kom í ljós að börn sem leggja í einelti í skóla eru líklegri til að kúga yngri systkini sín heima við. Einelti einskorðast ekki við börn. Næstum 30 prósent skrif- stofustarfsfólks í Bandaríkjunum eru lögð í einelti af samstarfsmönnum eða yfirmönnum, samkvæmt rannsókn. „Einelti fer stigmagnandi. Það byrjar mjög smátt og þess vegna er erfitt að koma í veg fyrir það,“ segir Sarah Tracy við Arizona-háskólann. Sálfræðingar segja baráttu um völd útskýra einelti en apar hegða sér svipað. Stress Stress og áhyggjur geta drepið okkur. Stress eykur líkur á hjartavandamál- um og jafnvel krabbameini, það get- ur leitt til þunglyndis sem svo getur leitt til sjálfsvíga. Að mati fræðimanna er erfitt að útskýra stress. Sumir tala um áhrif vinnu og fjölskyldu. Sam- kvæmt samtökunum International Labor Organization skila meira en 600 milljón manna meira en 48 stunda vinnuviku. Þar að auki hefur tækn- in, með farsímum og interneti, gert mörkin milli vinnu og frítíma óskýr. Í rannsókn frá 2007 kom fram að yngra fólk er undir meira álagi en eldra. „Foreldrar með ung börn eru einn- ig í vinnu,“ segir Gwenith Fisher sál- fræðingur við ISR. „Þeir þurfa að finna jafnvægi á milli fjölskyldulífs, starfs- frama og félagslífs.“ Fegrunaraðgerðir og húðflúr Árið 2015 munu 17 prósent Banda- ríkjamanna leggjast undir hnífinn, ef fer sem horfir. Fegrunaraðgerðir eru fjarri því að vera nýjar af nálinni, þótt úrvalið hafi aldrei verið meira. Í gegnum aldirnar hafa einstakling- ar látið lengja háls sinn, gata varir og eyru, mála líkamshluta og þess hátt- ar, oft í tengslum við trú, völd og sam- félagsstöðu. Í dag er fegurðin megin- tilgangurinn eða þörfin fyrir að passa í hópinn. Samkvæmt rannsókn versl- um við meira hjá aðlaðandi sölufólki auk þess sem grannir einstaklingar eiga auðveldara með að fá vinnu og fá frekar stöðuhækkun en þeir feit- ari. „Trúin á að hamingja fylgi útliti er ríkjandi í dag,“ segir sálfræðingurinn Diana Zuckerman, forseti National Research Center for Women & Fa- milies. Svik Einn af hverjum fimm Bandaríkja- mönnum myndi svíkja undan skatti ef hann kæmist upp með það, sam- kvæmt rannsókn Pew Research Cent- er, og 10 prósent myndu halda fram hjá maka. Rannsókn hefur sýnt að þeir sem aðhyllast hæstu siðferðis- kvarðana eru verstu svindlararnir. Þeir telja svik réttlætanlega hegðun við ákveðnar aðstæður. Margt af því sem við gerum hefur skaðleg áhrif. Við ljúgum, svíkjum, leggjum vinnu- félagana í einelti og beitum líkamlegu ofbeldi. Eins gáfaður og maðurinn er getur hann einnig verið andstyggilegur og illgjarn. Hér er listi yfir tíu mest skemm- andi athæfin og útskýringar vísindanna á af hverju við hegðum okkur svona. Á hverju byggir hegðun okkar? Í stað þess að hirða um hvert annað notum við slúð- ur sem félagslegt lím. Hvort tveggja er lærð hegðun. Mikið úrval af kuldafatnaði á börn ÍS LE N SK A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS 12.990kr.Verð frá Kuldagallar 6.990kr.Verð frá Kuldabuxur 9.990kr.Verð frá stærðir: 80 -120Úlpur stærðir: 128 -174Úlpur 11.990kr.Verð frá JÓLAGJÖFIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.