Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 2
Kristján Pétursson, 76 ára ellilífeyris- þegi og hjartasjúklingur, hefur nánast þurft að lepja dauðan úr skel mánuð- um saman á meðan mál taílenskrar eiginkonu hans hefur beðið úrlausn- ar í kerfinu. „Ég er hjartasjúkling- ur og er með slitgigt bæði í hnjám og mjöðmum og baki og geng með tvær hækjur, þannig að ég á ekki gott með að vera einn. Ég er giftur konu sem fór úr vinnu til þess að annast mig,“ seg- ir Kristján. Eiginkona Kristjáns sótti í kjölfarið um svokallaðar makabætur svo hún gæti verið heima og annast eiginmann sinn. Síðan í nóvemer hefur konan hans verið algjörlega framfærslulaus og segir Kristján að eftir að hann hafi greitt af húsnæði, bílaláni og lyfja- kostnað, standi um 15 þúsund krónur á mánuði eftir fyrir þau tvö. Tekur á sálarlífið Kristján segir að eftir að dóttir eigin- konu hans eignaðist barn og fór í fæð- ingarorlof, þá hafi konan hans not- að tækifærið til þess að heimsækja vini og fjölskyldu í heimalandi sínu. Á meðan sá dóttirin um að annast hann. „Svo kom hún aftur til landsins og sótti um bætur hjá Tryggingastofnun og fékk synjun. Hún fékk enga skýr- ingu á synjuninni. Þeir hafa sennilega talið að þessi slappleiki í mér myndi skána með aldrinum,“ segir Kristján. Fyrir 76 ára ellilífeyrisþega getur velferðarkerfið verið æði flókið, líkt og Kristján fékk að kynnast á eigin skinni. „Ég hringdi í Tryggingastofnun og fékk engin svör. Ég lagði inn lækn- isvottorð með umsókninni fyrir kon- una og þegar synjunin kom þá vildi ég fá vottorðið aftur. Mér var sagt að það tæki mánuði. Þetta er allt svona, það er sama hvert litið er hjá þessum stofnunum. Ég skal segja þér að hún sótti um atvinnuleysisbætur til að vera ekki alveg launalaus á meðan þetta færi í gegn. Svo fór ég að hringja til að vita hvar þetta væri statt í kerfinu. Þá vantaði eitthvert númer á umsóknina sem ég vissi ekki um. Það var ekki nóg að segja kennitöluna. Ég veit ekki til þess að þeir hafi neina túlka á sínum snærum, því konan mín er taílensk. Svo hringdi ég í heilbrigðisráðuneytið og talaði þar við einhvern lögfræðing. Hún ætlaði að athuga hvar umsóknin um atvinnuleysisbæturnar væri stödd í kerfinu.“ Kristján segir erfitt að standa í þessu stappi við kerfið. „Þetta er bæði flókið og reynir á sálina,“ segir hann al- varlegur í bragði. Ekki króna frá því í nóvember Í kjölfar þess að eignkona hans fékk ekki þær umönnunarbætur sem hún sótti um, þá ákvað Kristján að kæra synjunina til úrskurðarnefndar hjá Tryggingastofnun. „Það tekur þrjá mánuði að svara þeirri kæru. Á með- an á hún að vera alveg launalaus. Við erum að tala um sex mánuði í heild- ina. Hún hefur verið algjörlega án launa síðan 18. nóvmeber. Ég hef ekk- ert nema bara þessar ellibætur og það sem ég fæ úr lífeyrissjóðnum. Þetta eru rúmlega 150 þúsund sem ég fæ. Ég þarf að borga húsaleigu, er með bíla- lán og ég þarf að borga tryggingar. Svo þarf ég að kaupa mikið af meðulum, því ekki borgar ríkið nema bara hluta af hjartameðulum.“ Aðspurður hvað standi eftir um hver mánaðamót, svarar Kristján: „Það stendur ekkert eftir. Ég hef 15 þúsund á mánuði í mesta lagi. Þegar búið er að borga allt. Ég efast um að það sé svo mikið og þetta á að duga fyrir okkur tvö.“ Hann segir erfitt að draga fram lífið með svona lítið á milli handanna, en kvartar hins vegar ekki mikið yfir stöðu sinni. „Það var gamall sveitasiður að draga í búið og hafa frystikistu. Það bjargar manni. Maður byrgir sig upp af mat og þvíumlíku og borðar það á meðan það dugar,“ segir Kristján. 2 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Missir dóttur sína aftur og aftur „Mamma, hjálp!“ sagði 17 ára stúlka við móður sína, Guð- nýju Sigurðardótt- ur á Facebook á dögunum. „Þú verður að sækja mig, plís. Ég er verð að komast út, ég er svo hrædd. Ég er búin að klúðra öllu. Ég er að deyja og ég þarf að tala við þig.“ Þessi stúlka er ein af þeim sem reglulega hverfur að heiman og lýst er eftir í fjölmiðlum. Barna- verndaryfirvöld höfðu fyrst afskipti af dóttur Guðnýjar árið 2007. Síðan hefur hún farið í öll úrræði sem í boði eru en án árangurs. „Við höfum alltaf verið að berjast við hana. Ég var ein- mitt að rifja það upp í gær,“ segir hún. Rætt var við hana á mánudag. Milljarðar til lyfjafjölskyldu Lyfja- fræð- ingurinn Erna Kristjánsdóttir og synir henn- ar skulduðu Landsbank- anum nærri 23 milljarða króna við fall bankans. Lánin voru veitt til átta aflandsfélaga í eigu fjölskyldunn- ar. Kemur þetta fram í lánabókum Landsbankans sem DV hefur undir höndum. Erna og synir hennar auð- guðust gríðarlega við uppgang lyfja- fyrirtækisins Actavis þar sem þau voru stórir hluthafar. Öll lánin hjá Lands- bankanum fóru til hlutabréfakaupa í sömu fyrirtækjum og Björgólfur Thor var stór hluthafi í á þeim tíma. Fékk fjölskyldan meðal annars lánað til hlutabréfakaupa í Landsbankanum. Bjargað úr tjörninni „Ég stytti mér leið einhvers staðar frá Kvennó í átt að styttunni að Tóm- asi Guðmunds- syni og svo á miðri leið þá brotnaði ísinn,“ segir Ellert Björgvin Schram sem féll niður um ís á Reykjavíkurtjörn aðfaranótt sunnu- dags. Tilviljun réð því að Andri Vil- bergsson sá til Ellerts þar sem hann barðist ofan í Tjörninni í kuldanum og gat við annan mann bjargað hon- um á þurrt land. Hann var síðan flutt- ur á slysa- og bráðamóttökuna. Ellert lýsir atburðarásinni þannig að hann hafi reynt að klifra upp á ísinn, en hann hafi alltaf brotnað aftur. „Þannig gekk þetta þar til ég var kominn að- eins nær bakkanum, þá heyrði ég í manni og sá hann koma. Hann hvatti mig áfram til að drífa nær honum.“ Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 NoseBuddy nefskolunarkannan Nefskolun er gott ráð gegn • Áhrifum loftmengunar • Ryki og frjókornum • Bakteríum og veirum Mælt er með nefskolun til að draga úr líkum á kvefi og ofnæmi – og til að auka skýrleika í hugsun! Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 3.975 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is „ÞAÐ STENDUR EKKERT EFTIR“ n Kristján Pétursson kvartar yfir flóknu velferðarkerfi n Konan hans hefur ekki fengið krónu síðan í nóvember n 15 þúsund eiga að duga fyrir tvo Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Þetta er bæði flókið og reynir á sálina. Ekkert réttlæti Guðmundur Jóhannesson ellilífeyris- þegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun. Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Flesta mánuði þarf hann að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki. Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda. Hann segir það skelfilegt að lækka svona harkalega í launum við það að fara á ellilífeyri. Við blasi ekki áhyggjulaust ævikvöld, heldur treysti hann á yfirdráttarheimild hjá bankanum. Aðspurður um hvað hann sjái fram á í ellinni, svarar hann: „Ég sé bara ekki fram á nokkurn skapaðan hlut. Nema þá bara mótmæli. Ég hefði ekki farið á ellilaun ef ég hefði vitað að þetta væri svona. Þetta er ekkert réttlæti og þetta er ekki norrænt velferðarþjóðfélag.“ Á ekki fyrir gjöfum „Ég get ekki leyft mér nokkurn skapaðan hlut,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir, 74 ára eftirlaunaþegi, sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eftir að hafa starfað fyrir hið opinbera í rúm 40 ár hefur Kristín einungis 65 þúsund krónur á milli handanna um hver mánaðamót. Í bréfi sem hún skrifaði ráðamönn- um, segist hún greiða 120 þúsund krónur í skatta um hver mánaðamót. Þá greiði hún 240 þúsund krónur til Hrafnistu. Eftir að búið er að draga allt af henni standa eftir um 65 þúsund krónur sem er ákaflega lítið að hennar mati. „Þar sem ég lagði svona hart að mér, og meðvitað, til að eiga rétt á góðum lífeyris- greiðslum í ellinni, skil ég ekki hvar pottur er brotinn og það stórlega að mínu mati.“ Í samtali við DV segist Kristín í raun aðeins hafa efni á helstu nauðþurftum. 65 þúsund krónur hrökkvi skammt þegar leggja þarf út fyrir tannlæknakostnaði, fatnaði, heyrnartækjum og gleraugum svo dæmi séu tekin. Og um jólin hafði Kristín ekki efni á að gleðja ellefu barnabörn sín eins og hún hefði viljað. Kristján Pétursson „Það var gamall sveitasiður að draga í búið og hafa frystikistu. Það bjargar manni. Maður byrgjar sig upp af mat og þvíumlíkt og borðar það á meðan það dugar.“ MYND SIGTRYGGUR ARI Erfitt ævikvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.