Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 21
Þjóðfélagsumræðan er satt að segja
verri núna en hún var árin fyrir hrun.
Ekki það að hún hafi verið upp á
marga fiska á uppgangstímanum. Þá
einkenndist öll umræða af voðalegri
blöndu af værukærð og yfirborðs-
mennsku. Umræðan nú einkennist
að vísu af sömu yfirborðsmennsku
og þá en í stað værukærðarinnar er
komin heiftúðug niðurrifsárátta þar
sem allar tilraunir til vitiborinnar
umræðu í sundur eru tættar í sund-
ur. Hver svo sem reynir að leggja gott
til málanna er dreginn í svaðið. Þetta
á við á nánast öllum sviðum og hef-
ur svo gott sem dregið þjóðina í sam-
eiginlega samfélagslega depurð. Það
versta er þó kannski að gleðin er nán-
ast með öllu horfin úr samfélagslegu
samtali. Nokkrar aðferðir eru vinsælli
en aðrar við að gera lítið úr mönnum
og reita af þeim æruna. Þrjár tegund-
ir mælskubragða eru algengastar;
dilka dráttur, uppnefni og niðurrif.
Dilkadráttur
Þeir sem ráða ekki við rök viðmæl-
andans bregða gjarnan á það ráð að
finna heppilegan stimpil á viðkom-
andi. Til dæmis er vinsælt að gera
mönnum upp pólitískar skoðanir og
afgreiða öll rök sem þeir hafa fram að
færa sem stuðning við tiltekin stjórn-
málaöfl. Í seinni tíð hefur þótt drjúgt
að tengja menn við einhvern úr út-
rásinni alræmdu. Þá þarf ekki að tak-
ast á við rök af neinu tagi.
Undanfarin misseri hafa margir
leitað dyrum og dyngjum að heppi-
legum stimpli til að slengja á Egil
Helgason og draga þannig úr vægi
þeirrar umræðu sem hann býður
upp á. Æfingu í þá veru mátti sjá í
tölfræðilegri samantekt ungs manns
á Pressunni sem tók sig til og flokkaði
alla álitsgjafa sem fram hafa komið í
þættinum eftir meintum pólitískum
lit. Útkoman gat ekki verið annað en
innantóm þvæla því margt af þessu
fólki, jafnvel flest, er ekki á neinni sér-
stakri stjórnmálaskútu. Með bundið
fyrir augun tókst honum þó að draga
þá flesta í vinstri dálkinn. Sagt er að til
séu þrjár tegundir lygi: lygi, haugalygi
og tölfræði. Æfing unga mannsins er
dæmi um það síðastnefnda.
Annars er það áberandi og sorg-
legt um leið hve margir sem starfa á
vegum stjórnmálaflokka eiga bágt
með að skilja að ýmsir aðrir sem gefa
sig að þjóðmálaumræðu geti gert það
á almennum og eigin forsendum og
án þess að ganga erinda einhverra
pólitískra afla. En þetta er einmitt
vandinn við skotgrafirnar, þær blinda
mönnum eðlilega yfirsýn.
Uppnefni
Annað og jafnvel aulalegra herbragð
er að snúa út úr ummælum manna
og slengja fram uppnefnum. Formað-
ur lögmannafélagsins lét sér til að
mynda sæma núna í vikunni að ráð-
ast með skætingi á heiðvirðan stærð-
fræðing sem í ítarlegri greinargerð
fór með faglegri rökleiðslu lið fyrir
lið í gegnum nýlegan dóm Hæstarétt-
ar. Rétt er að taka það fram að málið
kemur mér við en í pistli sínum vék
lögmaðurinn hvergi að röksemdum
stærðfræðingsins en uppnefndi hann
í einhverri sniðugheita öfugmælavísu
sem „snilling“ og slengdi svo sama
uppnefni á þá blaðamenn sem höfðu
gert grein fyrir rökleiðslu stærðfræð-
ingsins.
Í sumum stjórnmálaskólum skot-
grafahernaðarins er pótintátum
meira að segja kennt að snúa út úr
nöfnum manna og skrifa með öðrum
hætti en þeir gera sjálfir. Vefþjóðvilj-
inn skrifaði til að mynda Ágúst Ólaf
Ágústsson alltaf sem Ágúst Ágúst Ág-
ústsson í ansi sérkennilegri tilraun
til fyndni. En það verður bara svo
ógurlega pínlegt þegar húmorslaust
fólk treður upp með hótfyndni.
Niðurrif
Sumir láta þó ekki duga að draga
menn í dilka og ala á uppnefnum
heldur beita öllum tiltækum ráðum til
að rífa viðfangsefni sín niður án þess
að nokkur tilraun sé gerð til málefna-
legrar umræðu.
Athygli vakti í vikunni þegar vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins sagði
það harla óvenjulegt að leiðtogar
stjórnarandstöðunnar tækju afstöðu
til mála út frá hagsmunum þjóðarinn-
ar, eins og formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hefði gert í Icesave-málinu, í stað
þess að ráðast bara sjálfkrafa gegn af-
stöðu ríkisstjórnarinnar eins og vana-
lega. En einmitt og akkúrat vegna þess
sá Morgunblaðið ástæðu til að upp-
nefna formann Sjálfstæðisflokksins
sem vikapilt Steingríms J. Sigfússon-
ar. Er það raunverulega til of mikils
mælst að óska eftir ögn skikkanlegri
umræðu?
Umræða | 21Helgarblað 11.–13. febrúar 2011
Vel talað
um íslenska
matargerð
Björn Bragi Bragason er þjálfari
íslenska ungkokkalandsliðsins sem vann
gull í heitum réttum á matarsýningunni
Cadex á Írlandi.
Hver er maðurinn?
„Björn Bragi Bragason.“
Hvar ertu uppalinn?
„Ég er uppalinn í Hveragerði, Kjörís-bænum.“
Hvað drífur þig áfram?
„Það myndi vera góður matur og jákvætt
hugarfar.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi?
„Írland er ofarlega í huga núna verð ég að
segja. Ég er alveg heillaður af fólkinu þó ég
hafi séð lítið af landinu.“
Uppáhaldsmaturinn þinn?
„Þetta er erfið spurning. Það er dagamunur
þar á og fer bara eftir því í hvað mann langar.
Aðalatriðið er bara að maturinn sé vel gerður.“
Hver er besti eftirrétturinn?
„Jafnerfið spurning. Allt með súkkulaði er
samt alveg hrikalega gott. Svo er fátt betra
en íslensk jarðarber á heitum sumardegi.“
Hvernig var leiðin að gullinu hjá ungkokk-
unum?
„Við erum að keppa á sýningu í Dyflinni sem
heitir Cadex. Hér eru ýmsar matreiðslukeppnir
í gangi, bæði fyrir ungkokka og sveina.
Við kepptum í landsliðskeppni ungkokka í
heitum mat og fengum gull fyrir okkar rétti.
Við elduðum íslenska bleikju og humar sem
við höfðum með okkur út. Svo vorum við
með íslensk lambafillet, lambatungu- og
skanka sem vöktu mikla lukku. Aðalhráefnið
í eftirréttunum var svo mysuostur. Fyrir þetta
fengum við gull.“
Ertu búinn að þjálfa liðið lengi?
„Nei, bara í tvo mánuði. Liðið er búið að æfa
sig í um það bil eitt ár. Ég kom svo inn í þetta
undir lokin.“
Hvað eru ungkokkar?
„Ungkokkar eru almennt þeir sem eru undir
25 ára aldri.“
Hvað er svo næst hjá þeim?
„Það er ekki önnur keppni á dagskránni strax.“
Hvernig er talað um íslenska kokka og
matargerð úti í heimi?
„Mjög vel. Það er mjög jákvætt viðmót í garð
okkar enda er norrænt eldhús að vekja mikla
athygli og lukku núna. Við þurfum að vera
dugleg að trana okkur fram því það er ákveðin
tískubylgja í gangi sem við verðum að passa
okkur vera með á.“
Telst það matargerð að grilla samloku?
„Já, það er allt saman matargerð. Það er bara
spurning á hvaða stig maður fer.“
„Fjölskyldan.“
Jana Maren Óskarsdóttir
22 ára vinnur í verslun
„Fólkið í kringum mig.“
Ásta Fanney Sigurðardóttir
23 ára nemi í Listaháskólanum
„Gleði.“
Dagrún Aðalsteinsdóttir
21 árs nemi í Listaháskólanum
„Hamingjan.“
Geirþrúður Einarsdóttir
21 árs starfsmaður í verslun
„Fjölskyldan og vinir.“
Gunnsteinn Sigurjónsson
17 ára nemi
Maður dagsins
Hvað er mikilvægast í lífinu að þínu mati?
Komið í land Það er allt eins víst að skipverjar á olíuskipinu Laugarnesi hafi verið ánægðir að koma í land um miðjan dag á fimmtudaginn. Ekki síst þar sem
veðurspáin fyrir aðfaranótt föstudags er sérlega slæm. Reyndar er búist við stormi sunnan- og vestanlands fram eftir föstudagmorgninum, en þá er búist við að veður
færist í aukana á Norður- og Austurlandi. MyND SiGtryGGUr Ari JÓHANNSSoN
Myndin
Dilkadráttur, uppnefni og niðurrif
Dómstóll götunnar
Kjallari
Eiríkur
Bergmann