Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 11.–13. febrúar 2011 Afgreiðslan á höfuðborgarsvæðinu er nú á tveimur stöðum: Laugavegi 166, Reykjavík - Einstaklingsþjónusta Suðurgötu 14, Hafnarfirði - Virðisaukaskattur / Atvinnurekstur Sími 442-1000 • rsk@rsk.is Starfsemi ríkisskattstjóra á Tryggvagötu 19, Tollhúsinu, hefur verið flutt n Sendi reiðipistil inn á Facebook eftir rasísk ummæli n Hefur fundið fyrir rasisma allt sitt líf n Var uppnefnd gulrót „Ég sá þetta bara í DV og er búin að vera að skoða greinar og viðtöl við fólk sem er í þessum samtökum, Blóð og heiður, og það gerði mig geðveikt reiða,“ segir Snædís Xyza Mae Jónsdóttir. Hún sendi Sigríði Bryn dísi Baldvinsdóttur reiðipistil í einkaskilaboðum á Facebook eftir að hafa lesið viðtal við hana í DV, þar sem hún líkti fjölmenningarstefnu við tortímingu. Í viðtalinu sagði Sig- ríður meðal annars að það væru að- eins „blind fífl og andhvítir“ sem vildu fylla Ísland af innflytjendum. Hún er meðlimur í alþjóðasamtök- unum Blóð og heiður og Combat 18. Eitt af markmiðum samtakanna er að sporna gegn því að innflytjendur setjist að í Evrópulöndum og að þeir sem nú þegar hafi sest að í Evrópu fari aftur til síns heima. Sjálf segist Sigríður hvorki vera rasisti né nýnas- isti, heldur sé hún þjóðernissinni. „Hún segir eitt en snýr því svo upp í eitthvað annað. Hún segist ekki vera rasisti en samt segist hún ekki vilja hafa þetta fólk í kringum sig,“ seg- ir Snædís um upplifun sína af póst- samskiptunum við Sigríði. Uppalin á Íslandi Sú ákvörðun hjá Snædísi að senda Sigríði skilaboð varð uppspretta að hatrömmum deilum á internetinu. Margir blönduðu sér í umræðuna og þar á meðal góð vinkona Snæ dísar sem varð fyrir töluverðu aðkasti. Snædís er fædd í Cebu á Filipps- eyjum og blóðforeldrar hennar eru báðir asískir. Hún hefur hins vegar aldrei hitt blóðföður sinn, en hefur í seinni tíð átt samskipti við hann í gegnum Facebook og samskipta- forritið MSN. Stjúpfaðir hennar kynntist móður hennar þegar hann var á ferðalagi um Asíu, þau urðu strax ástfangin og giftu sig. Snædís og móðir hennar fluttu með hon- um til Íslands og gekk hann henni í föðurstað. „Jón er bara pabbi minn, enda alið mig upp síðan ég man eftir mér,“ segir Snædís. Gekk aðeins of langt Snædís gat ekki á sér setið eftir að hafa lesið viðtalið við Sigríði og fannst hún verða að senda henni línu með sinni upplifun og skoðun- um. „Þetta bara gerði mig geðveikt reiða því ég er alveg búin að lenda í rasisma allt mitt líf og hef þurft að berjast fyrir mínum rétti. Og ég sendi henni bara frekar langt meil á Face- book. Ég gerði það í reiðikasti og það var eitt meil þarna þar sem ég gekk kannski aðeins of langt,” segir Snæ- dís, en nokkrir póstar fóru á milli hennar og Sigríðar. „Ég sendi henni svo annað meil þegar ég sá hvað þetta var rangt en hún var bara með kjaft við mig á móti,“ segir Snædís sem telur sig hafa reynt að biðjast af- sökunar á fyrsta reiðipistlinum. Sögð vera hvítingjahatari Snædís segist þó vera reiðust yfir því að Sigríður hafi birt póstana sem fóru þeirra á milli, opinber- lega á Facebook-síðu sinni, en hún birti þar bæði mynd af Snædísi og nafngreindi hana. Mörg skoðana- systkini Sigríðar skrifuðu ummæli við póstana og uppnefndu Snæ dísi meðal annars gulrót. Þá var hún sögð vera andhvít og hvítingja- hatari. Sigríður lét ekki sitt eftir liggja í ummælunum. „Hún kallar mig rasista og segir að ég hati hvítt fólk. Hún er að reyna að stimpla mig eitthvað sem ég er ekki,“ seg- ir Snædís mjög sár. Sigríður hefur nú fjarlægt flesta póstana af Face- book-síðunni sinni, og ummælin einnig. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „ ...hún kallar mig rasista og segir að ég hati hvítt fólk. „Það gerði mig geðveikt reiða“ Kölluð rasisti Snædís segir Sigríði hafa reynt að stimpla hana eitthvað sem hún er ekki. Dóttirin fær ekki bílinn framar Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópa- vogs, hefur beðist afsökunar á því að hafa túlkað ráðningarsamning sinn á þann veg að dóttir hennar gæti notað bifreið sem hún hefur til um- ráða frá bæjarfélaginu. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að dóttir Guðrúnar hefði notað bílinn til einkaerinda á meðan bæj- arstjórinn sjálfur notaði aðra bíla í eigu bæjarins. Fjölmiðlum hefur nú borist yfir- lýsing frá bæjarstjóranum og forseta bæjarstjórnar í Kópavogi þar sem Guðrún biðst afsökunar á túlkun- armistökum sínum en samkvæmt ráðningarsamningi hennar er tiltek- ið að afnot af bíl séu hluti af starfs- kjörum hennar. Hvergi sé þó til- greint hvernig notkun bifreiðarinnar skuli háttað. Hún hefur nú lýst því yfir að framvegis muni hún ein nota bif- reiðina. Í yfirýsingunni segir Guðrún: „Í ljósi þess að skilningur minn og bæjarfulltrúa á því hvernig nota megi bifreiðina er ekki sá sami, hef ég tekið af öll tvímæli um það að í framtíðinni muni ég ein nota bílinn. Ég biðst afsökunar á því að hafa túlk- að ráðningarsamninginn á þann veg sem ég gerði og hef jafnframt óskað eftir því að hnykkt verði á umræddu ákvæði samningsins.“ Gras í Vest- mannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum gerði húsleit á gistiheimili þar í bæ á fimmtudagsmorgun þar sem fundust um 30 grömm af marijúana. Aðili sem var með herbergið á leigu var handtek- inn og færður í fangageymslu. 70 þúsund krónur í reiðufé fundust sömuleiðis í herberginu og voru peningarnir haldlagðir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hann yfirheyrður á fimmtudagskvöldið en hinn grunaði mun ekki hafa áður kom- ið við sögu lögreglunnar í Vest- mannaeyjum vegna fíkniefna- mála. Mistök í lottó Það ráku einhverjir upp stór augu þegar þeir fylgdust með útdrætti í Víkingalottó í RÚV á miðvikudags- kvöld. Margir höfðu skráð töluna 44 sem fyrstu tölu kvöldsins en síðan var sú tala orðin að tölunni 25. Þetta á sér þó allt eðlilegar skýr- ingar og liggja mistökin hjá Rík- issjónvarpinu. Talan 44 var fyrsta talan í útdrætti síðustu viku en fyrir mistök spilaðist vikugamall bútur í byrjun. Ástæðan er sú að RÚV tekur upp útsendingar Víkingalottósins frá Noregi á sömu spólu og hafði henni greinilega ekki verið spólað nógu langt til baka. Í yfirlýsingu frá Íslenskri getspá segir að félagið harmi þessi mistök RÚV og er það tekið sérstaklega fram að verklagsreglum þar hafi nú verið breytt vegna þessara mistaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.