Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 10
Fjárfestingarbankinn Straumur- Burðarás beitti ítrekað blekkingum við að upplýsa um hluthafa sína á árunum 2006 og 2007. Hægt var að komast upp með ógagnsæið vegna bankaleyndar í Lúxemborg. Lands- bankinn í Lúxemborg veitti íslensk- um fjárfestum rúmlega 50 millj- arða króna lán til hlutabréfakaupa í Straumi frá desember 2006 til ág- ústloka 2007. Svo virðist sem Björg- ólfur Thor Björgólfsson hafi ekki ráðið við að bola þeim Magnúsi Kristinssyni og Kristni Björnssyni út úr hluthafahópi Straums sum- arið 2007 þegar FL Group keypti 22 prósenta hlut Magnúsar og Krist- ins í Straumi á 42 milljarða króna. Í desember 2006 seldi FL Group aft- ur þennan 22 prósenta hlut. Fjár- magnaði Landsbankinn í Lúxem- borg að mestu þau kaup. Meðal annars með lánum til félaga í eigu Björgólfsfeðga, Guðmundar Krist- inssonar í Brimi og starfsmanna Straums. Starfsmenn hjá Straumi fengu 6 milljarða lán Í desember árið 2006 veitti Lands- bankinn þremur félögum sem skráð voru á Bresku Jómfrúaeyjum sex milljarða króna lán til að kaupa 5,1 prósents hlut í Straumi. Félögin voru í eigu starfsmanna Straums. Aldrei var upplýst hver stóð á bak við þessi félög. Fyrst um sinn voru þau á hlut- hafalista Straums en síðar voru þau færð sem eign Landsbankans í Lúx- emborg. Félögin heita Visgan Corp- oration, Omicron Association S.A. og Criollo S.A. Landsbankinn gaf aldrei út veðköll (e. margin call) þeg- ar hlutabréf þessara félaga í Straumi lækkuðu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novator, segir að Björg- ólfur Thor þekki ekki til þessara við- skipta og geti því ekki tjáð sig um þau. Guðmundur í Brimi fékk 5 milljarða lán Á sama tíma veitti Landsbankinn í Lúxemborg félaginu Hafnarhól um fimm milljarða króna lán til kaupa á 4,2 prósenta hlut í Straumi. Fé- lagið Hafnarhóll var lýst gjaldþrota í fyrra. Fundust engar eignir í félag- inu. Hafnarhóll var í eigu útgerðar- mannsins Guðmundar Kristjáns- sonar í Brimi. Nafn Hafnarhóls kom aldrei fram á hluthafalista Straums. Í lánabók Landsbankans þann 31. mars árið 2007 kemur fram að fé- lögin Tjaldur og Línuskip hafi lagt fram sjálfskuldarábyrgð vegna hluta- bréfakaupa Hafnarhóls. Samkvæmt heimildum DV var þessari sjálf- skuldarábyrgð síðar aflétt af útgerð- arfélögum Guðmundar. Í lánabók Landsbankans þann 31. mars 2008 hefur lán Hafnarhóls hækkað um 30 prósent, upp í 6,4 milljarða króna. Á sama tíma höfðu hlutabréf í Straumi hríðlækkað. Landsbankinn virðist þó ekki hafa gert veðkall vegna bréf- anna. Þess skal auk þess getið að árið 2007 fékk félagið Hafnarhóll um 185 milljónir króna í arð af þessari fjár- festingu sinni sem Guðmundur virð- ist hafa borið takmarkaða ábyrgð á. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að Björgólfur Thor kannist ekki við lán- veitingarnar til Guðmundar. Þess skal getið að Björgólfur Thor og Guð- mundur sátu saman í stjórn Straums frá því í mars 2007 og þar til bankinn féll í mars 2009. Óljóst um erlenda „huldufjárfestinn“ Þann 17. ágúst árið 2007 tilkynnti Straumur að erlendur fjárfestir hefði keypt 5,3 prósenta hlut í bankanum og námu viðskiptin 10,2 milljörð- um króna. Aldrei hefur fengist gefið upp hver þessi erlendi fjárfestir var. Vilhjálmur Bjarnason fór í mál við stjórn Straums vegna viðskiptanna þar sem bréfin höfðu verið seld und- ir markaðsverði. Héraðsdómur og Hæstiréttur sýknuðu stjórn Straums í málaferlum Vilhjálms gegn þeim. Eignarhluturinn var geymdur á vörslureikningi í Landsbankanum í Lúxemborg. Samkvæmt heimildum DV veitti Landsbankinn í Lúxemborg aflandsfélögum í eigu bræðranna Ól- afs Steins og Kristjáns Sigurðar Guð- mundssona, sona Ernu Kristjáns- dóttur lyfjafræðings sem fjallað var um í DV á miðvikudag, lán fyrir hluta af þessum viðskiptum. Landsbank- inn hafi að stærstum hluta fjármagn- að þau kaup. Stuttu áður höfðu þeir selt bréf sín í Actavis og einnig í búlg- arska símafyrirtækinu BTC. Lausa- fjárstaða þeirra var því góð en auk fjárfestingarinnar í Straumi keyptu þeir stóran hlut í félaginu Nova- tor Pharma Holding sem var eitt fé- laga Björgólfs Thors Björgólfssonar sem tók þátt í yfirtökunni á Actavis sumarið 2007. Samkvæmt lánabók Landsbankans nam lán fjölskyld- unnar um átta milljörðum króna í mars 2007. 31. janúar 2008 eru lán- in komin upp í rúmlega 18 milljarða króna þrátt fyrir að fjölskyldan hafi selt bréfin í Actavis og búlgarska fé- laginu BTC. Í fyrirspurn sem DV sendi Ragn- hildi Sverrisdóttur, talsmanni Nova- tor, vegna þessara kaupa segir hún að það sé rangt að synir Ernu Kristjáns- dóttur hafi verið hinir raunverulegu kaupendur. „Nei, þetta er rangt. Að baki viðskiptum með hlut í Straumi í ágúst 2007 var erlendur aðili. Eft- ir því sem Björgólfur Thor best veit tók umræddur aðili engin lán vegna fjármögnunar á þessum kaupum, heldur greiddi 100 prósent með eig- in fé í erlendum gjaldeyri, sem styrkti stöðu Straums gífurlega,“ segir í svari Ragnhildar. Straumur seldi eigin bréf Þegar salan á 5,3 prósenta hlutnum fór fram var Straumur að selja eigin bréf. Gengi bréfa Straums fór hæst í 23,25 krónur á hlut 20. júlí 2007. Þeg- ar salan fór fram mánuði síðar höfðu bréf Straums lækkað um 20 prósent. Þrátt fyrir að hlutabréf í Straumi hefðu lækkað um tugi prósenta frá nóvember 2007 og allt fram í októ- ber 2008 var aldrei tilkynnt um veð- köll hjá félögum sem Landsbankinn í Lúxemborg hélt utan um. Lánasafnið í Lúx fært heim Í Rannsóknarskýrslu Alþingis er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrver- andi bankastjóra í Landsbankan- um, að viðskiptavinir bankans hafi óskað eftir því að taka lán í gegnum Landsbankann í Lúxemborg til þess að hægt væri að viðhalda banka- leynd um þá. Með því móti komust til dæmis Guðmundur Kristjánsson og synir Ernu Kristjánsdóttur frá því að láta upplýsa um eignarhlut sinn í Straumi. Hið sama átti við um kaup- réttarsamninga starfsmanna sem áttu félög á Bresku Jómfrúaeyjum. Í aðdraganda bankahrunsins báðu forsvarsmenn Landsbankans í Lúxemborg móðurfélagið á Íslandi um að fá að færa stórar áhættuskuld- bindingar heim til Íslands. Var um að ræða lán upp á 784 milljónir evra, eða um 120 milljarða íslenskra króna. Má telja líklegt þetta hafi verið gert þar sem Fjármálaeftirlitið í Lúxem- borg hafði sett út á of mikla áhættu í lánasafni Landsbankans í Lúxem- borg. Stór hluti þeirrar áhættu var vegna lána til íslenskra auðmanna sem höfðu fengið lán til hlutabréfa- kaupa í félögum sem höfðu hríð- lækkað í verði allt frá haustinu 2007. Landsbankinn í Lúxemborg virðist hins vegar í flestum tilfellum hafa sleppt því að gera veðköll hjá þess- um félögum. Landsbankinn í Lúx á bak við hluthafa Straumur-Burðarás varð til árið 2006. Fljótlega eftir sameininguna fór að bera á átökum á milli þeirra Magnús- ar Kristinssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Endaði þetta með því að Magnús og Kristinn Björnsson, viðskiptafélagi hans, seldu 22 pró- senta hlut sinn í Straumi til FL Group í lok júní 2006. Á stjórnarfundi um sumarið komu Jón Ásgeir Jóhann- esson og Hannes Smárason inn í stjórn Straums. Þann 22. desember 2006 seldi FL Group síðan hlut sinn í Straumi og véku þá Jón Ásgeir og Hannes fljótlega úr stjórn Straums. Var söluverðið 42 milljarðar króna. Keypti Hafnarhóll fjögurra pró- senta hlut, þrjú aflandsfélög starfs- manna Straums fimm prósenta hlut, Straumur sjálfur fimm prósenta hlut og Landsbankinn í Lúxemborg um átta prósenta hlut. Líklegt má telja að Landsbankinn í Lúxemborg hafi veitt lán fyrir nánast öllum þessum hlutum og því var ekkert eigið fé lagt fram í viðskiptunum. Hluti þessara bréfa fór síðar til félagsins Samson Global Holding sem var félag í eigu Björgólfsfeðga. Björgólfur Thor virðist því hafa lent í vandræðum með að losa þá Magnús og Kristin út úr hluthafahópi Straums. Lauk þeim átökum með því að Landsbankinn í Lúxemborg veitti um 42 milljarða króna lán til hluta- bréfakaupa í Straumi í lok desember 2006. Hið sama virðist hafa gerst þeg- ar hlutabréf Straums fóru að lækka í lok júlí 2007. Þá lánaði Landsbank- inn í Lúxemborg tveimur aflands- félögum í eigu sona Ernu Kristj- ánsdóttur fyrir stórum hluta af 10,2 milljarða króna viðskiptum með bréf í Straumi sem voru í eigu bankans sjálfs. Þegar síðustu viðskiptin fóru fram með bréf Straums, þann 3. októ ber 2008, var bankinn að langstærstum hluta í eigu þeirra eigin félags og Landsbankans og Straums þar sem þeir voru jafnframt stærstu hluthaf- arnir. Átti Samson Global Holding 34 prósent í Straumi, Landsbankinn í Lúxemborg 23 prósent, Straum- ur sjálfur fimm prósent og Lands- bankinn á Íslandi fimm prósent. Var því um að ræða nærri 70 prósent af hlutafé bankans sem var alfarið í eigu nátengdra aðila. Aðrir hluthafar voru að mestu íslenskir lífeyrissjóð- ir og hlutabréfasjóðir Kaupþings og Glitnis sem fóru allir með minna en fimm prósenta hlut. 10 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað OPIÐ 10-17 virka daga 10-12 laugardaga Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is STRAUMUR BLEKKTI HLUTHAFA ÍTREKAÐ n Starfsmenn fengu sex milljarða króna lán til þriggja aflandsfé- laga n Guðmundur í Brimi fékk fimm milljarða lán til félags sem nú er gjaldþrota n Íslenskir bræður á bak við „hulduviðskiptin“ „Ragnhildur Sverrisdóttir segir að Björgólfur Thor kannist ekki við lánveitingarnar til Guðmundar. Kannast ekki við lánveitingar Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novator, segir að Björgólfur Thor Björgólfsson þekki ekki til lánveitinga til aflandsfélaga starfsmanna Straums.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.