Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 11.–13. febrúar 2011
MINNI HRUKKUR
Í KRINGUM AUGUN?
Frískar og endurnærir á áhrifa
ríkan hátt, dregur úr þreytu
merkjum og hrukkum í kringum
augun. Inniheldur Q10 leyndar
málið sem finnst náttúru lega í
húðinni og vinnur gegn hrukkum.
NIvea Q10 aNtI-wRINKle
aUGNROlleR
NÝtt!
Nái tillögur Jóns Bjarnasonar, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
um kvótaaukningu og útleigu á þús-
undum tonna af þorski, ýsu og fleiri
tegundum fram að ganga, kann það
að hafa í för mér sér umtalsverða
lækkun á kvótaverði, bæði við kaup
á varanlegum kvóta og kvóta á leigu-
markaði. Í minnisblaði innan úr
stjórnarráðinu, sem DV hefur und-
ir höndum, er gert ráð fyrir að rík-
ið leigi út þorskkvóta á 163 krónur
kílóið, en ýsukílóið á 83 krónur, verði
hugmyndir sjávarútvegsráðherra að
veruleika um útleigu ríkisins á um
30 þúsund tonnum. Þar er fyrst og
fremst um að ræða þorsk, ýsu, karfa
og ufsa, eins og meðfylgjandi tafla
ber með sér.
Samkvæmt upplýsingum Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna er
gangverð á þorskkílói um 300 krónur
á leigumarkaði og um 215 krónur á
ýsu. Leigumarkaðurinn er hins vegar
afar slakur og því sem næst botnfros-
inn í nokkrum tegundum. Þannig
eru verðhugmyndir, sem kynntar eru
í minnisblaðinu, aðeins um 50 til 60
prósent af gangverði á leigumarkaði
um þessar mundir.
Samkvæmt upplýsingum DV er
gangverð á kílói af þorski til varan-
legrar eignar um 2.200 krónur eða
jafnvel hærra. Óvíst er hvort viðbót-
arkvóti á yfirstandandi fiskveiðiári
hefði áhrif á verð á þorskkvóta til var-
anlegrar eignar. Miðað við um 160
króna leigu á þorskkílói, eins og ríkið
hugðist gera, mættimeð einföldum
útreikningum ætla að verð á varan-
legum þorskkvóta færi úr 2.200 krón-
um niður í um 1.300 krónur. Óviss-
an um farmtíð kvótakerfisins, meiri
veiðiskylda sem lögð er á útgerðir
og fleiri þættir gera þó að verkum
að markaður með varanlegan kvóta
liggur því sem næst niðri.
Uppspennt kvótaverð gæti
lækkað
Verðhugmyndirnar á leigukvóta af
hálfu ríkisins eru athyglisverðar. Ef
allur þorskkvótinn yrði leigður út á
163 krónur kílóið yrðu tekjur ríkis-
ins af þeirri tegund einni og sér yfir
30 milljarðar króna á ári. Það verður
að teljast óraunhæft, en benda má á
að leiguverð á þorski í Barentshafi er
um 70 krónur fyrir kílóið eftir því sem
DV kemst næst. Vel er hugsanlegt að
leiguverð á þorski geti orðið það lágt
af hálfu ríkisins að álitamál yrði hvort
betra væri að eignast kvóta eða leigja
hann gegn því að njóta öryggis um
aðgang að auðlindinni í til dæmis 20
ár í senn líkt og tíðkast í Noregi. Að-
ferð sú sem Rögnvaldur Hannesson
prófessor bendir hins vegar á í viðtali
við DV er að ríkið leysi til sín hluta af
kvótanum ár hvert og og afli þannig
tekna í ríkissjóð sem kalla mætti auð-
lindagjald.
Reynt að leysa ýmsan vanda
Í minnisblaðinu, sem áður er getið, er
gert ráð fyrir að Jón Bjarnason, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, fái
heimild til að ráðstafa nýjum afla-
heimildum í nokkrum tegundum í
stað þess að úthluta þeim til núver-
andi kvótahafa og afla þannig nærri 3
milljarða króna í tekjur fyrir ríkissjóð.
Það virðist í góðu samræmi við af-
stöðu Rögnvalds Hannessonar til auð-
lindagjalds.
Gert er ráð fyrir að um tímabundna
heimild yrði að ræða við sérstakar að-
stæður þar sem tekjuþörf ríkissjóðs
er afar mikil um þessar mundir til
þess að verja velferðarkerfið eftir fjár-
málahrunið en einnig er ætlunin með
aukningunni að mæta mikilli eftir-
spurn á botnfrosnum leigumarkaði.
Í minnisblaðinu er vakin athygli á
því að aðeins fáar útgerðir ráði mest
öllum kvóta í keilu og löngu sem verða
æ tíðari sem meðafli við aðrar botn-
fiskveiðar. Með kvóta á vegum ríkis-
ins er hugmyndin sú að hvert skip geti
skráð tíunda hluta afla sem keilu eða
löngu gegn því að 45 prósent aflaverð-
mætis renni til ríkisins. Þannig megi í
einu höggi draga úr brottkasti og með-
aflavandinn yrði úr sögunni.
Pólitískur ágreiningur
Eins og DV hefur áður greint frá
lagði Jón Bjarnason fram frumvarp
til umræðu í ríkisstjórninni fyrir
meira en tveimur mánuðum og vildi
freista þess að fá heimildirnar til
kvótaaukningar á yfirstandandi fisk-
veiðiári. Ekki er samstaða um mál-
ið innan ríkisstjórnarinnar en aðrir
ráðherrar, þeirra á meðal Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra
og formaður VG, vilja fara sér hægt
og skoða þessi mál í samhengi við
heildarendurskoðun fiskveiðistjórn-
unarkerfisins.
Náist samkomulag um að ríkið
leysi til sín hluta heildarkvótans, leigi
hann út og afli þannig tekna fyrir að-
gang að sjávarauðlind í þjóðareign,
virðist sem eftirleikurinn gæti orðið
auðveldur, það er að auka þorskkvót-
ann líkt og gert hefur verið í Noregi og
í Barentshafi.
n Íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi er í kreppu n Kvóti ekki aukinn nema með
samkomulagi um breytingar á kvótakerfinu n Jón Bjarnason ætlaði að leigja ýsu á
um 80 krónur en þorskinn á 160 krónur kílóið n Leiguverð á þorski komið í 300 krónur
Í sjálfheldu
óbilgirninnar
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is Tegundir kr/kg Verðhugmyndir
Þorskur 300 Vaxandi eftirspurn eftir þorski 300 - 315
Ýsa 215 Vantar ýsu á markaðinn 210 - 215
Ufsi 120 Eftirspurn eftir ufsa 115 - 120
Gullkarfi 145 Töluverð eftirspurn 140 - 145
Djúpkarfi 145 Mikil eftirspurn 140 - 145
Langa 115 Það er eftirspurn eftir löngu 110 - 120
Keila 60 Það er eftirspurn eftir keilu 55 - 60
Steinbítur 170 Vantar á markaðinn 165 - 180
Skötuselur 0 Ekki framboð eða eftirspurn 350 - 380
Grálúða 0 Ekki framboð eða eftirspurn 300 - 325
Verð á kvóta til leigu
Tegund Tonn Gjald á kíló Áætlaðar tekjur
Þorskur 10.000 163 kr. 1.630.000 milljónir kr.
Ýsa 5.000 83 kr. 450.000 milljónir kr.
Ufsi 4.000 40 kr. 160.000 milljónir kr.
Gullkarfi 5.000 59 kr. 295.000 milljónir kr.
Síld (ísl.) 2.000 13 kr. 26.000 milljónir kr.
Norsk ísl. síld 2.000 15 kr. 30.000 milljónir kr.
Langa og keila 150.000 milljónir kr.
Aðrar tegundir 3.100 - 116.700 milljónir kr.
Samtals 2.822.700 milljónir kr.
Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af viðbótarkvóta
Umdeildur ráðherra og mála-
flokkur Jón Bjarnason lagði fram hug-
myndir fyrir meira en tveimur mánuðum
um tugþúsunda tonna aukningu kvóta og
tekjuöflun fyrir ríkissjóð sem Rögnvaldur
Hannesson kallar eðlilegt auðlindagjald.
Verðmætasköpun í fiskvinnslu Sjávarútvegur er í spennitreyju vegna skorts á hráefni
og sjálfheldu kerfisins.