Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 46
46 | Sport 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum og erkifjendum í Manchester City í ensku úrvals- deildinni í hádeginu á laugardag- inn. United gat með sigri á botnliði Úlfanna komið sér í afar þægilega stöðu á toppnum um síðustu helgi og náð þar sjö stiga forskoti. Fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni gerði að verkum að nú munar aðeins fjórum stigum á United og Arsenal og einu stigi aftar er Manchester City. Geta þeir bláklæddu því minnkað mun- inn í tvö stig með sigri á Old Traff- ord en þar unnu þeir síðast árið 2008. Bilið er ekki bara að minnka á töflunni heldur er City orðið ell- efta ríkasta félag heims samkvæmt nýjasta lista Deloitte. United er sem fyrr þriðja ríkasta félagið á eft- ir spænsku risunum Real Madrid og Barcelona. Munar um sjeikinn Þrátt fyrir alla heimsins peninga var Manchester City ekki spáð alvarlegri toppbaráttu í ár. Töldu sérfræðingar í Englandi að liðið ætti auðveldlega að geta barist um Meistaradeildar- sæti en að liðsheildina skorti til að keppa við Chelsea og Manchester United um Englandsmeistaratitil- inn. „Það eru ljósár í að Manchest- er City geti keppt um titillinn,“ sagði spekingurinn Alan Hansen hjá BBC í byrjun leiktíðar. Þó þeir bláu hafi verið upp og niður eru þeir ekki nema fimm stig- um frá Manchester United sem á leik til góða. Sigur á laugardaginn myndi minnka muninn í tvö stig og hann myndi einnig hjálpa Arsenal mikið sem á leik gegn Úlfunum. Ástæða uppgangs Manchest- er City er auðvitað aukið fé. Þó lið- ið kaupi ekki hamingjuna er ekk- ert því til fyrirstöðu að hægt sé að skapa gott knattspyrnulið sé rétt haldið á spilunum. Manchester City á líka nóg af peningum eins og allir vita. Svo mikla að lið sem var aldrei nálægt því að vera inni á neinum peningalistum er nú allt í einu orðið ellefta ríkasta félag heims. Roberto Mancini, stjóri City, hef- ur verið gagnrýndur fyrir of mikinn varnarleik í stórleikjum og sagður ekki vilja vinna þá. Ætli hann sér virkilega í baráttu um titilinn verður hann að sækja til sigurs á Old Traf- ford, en þó skynsamlega. Vidic hvíldur fyrir leikinn Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, er sá sem hef- ur staðið sig best í úrvalsdeildinni samkvæmt allri tölfræði. Annar leikmaður sem hefur þó átt stjörnu- tímabil fyrir þá rauðklæddu er serb- neski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sem er líklega eins og stað- an er í dag besti miðvörður heims. Vidic fékk frí í landsleik með Ser- bíu í vikunni gagngert til að hafa hann ferskan fyrir City-leikinn, seg- ir í breska blaðinu Daily Mail. Gerði United samning við serbneska knattspyrnusambandið þess efnis. Það má því fastlega reikna með Vidic í miðri vörn United á laug- ardaginn en hver mun standa við hlið hans er annað mál. Samkvæmt bresku pressunni er Rio Ferdinand ekki klár í leikinn en hann meiddist í upphitun gegn Úlfunum um síð- ustu helgi. Jonny Evans kom þá inn í liðið og stóð sig hörmulega en pilturinn, sem lofaði svo góðu á síðasta tíma- bili, hefur verið skugginn af sjálfum sér undanfarið. Var hann tekinn af velli í seinni hálfleik fyrir U21 árs landsliðsmanninn Chris Smalling sem hefur komið nokkuð á óvart á tímabilinu. Var leikurinn gegn Úlf- unum að öllum líkindum sá síðasti sem Evans fær í bili fyrir United en hvort Smalling fær tækifærið eða Sir Alex bryddar upp á gamalli klassík og hendir John O‘Shea í miðvörð- inn verður að koma í ljós. Sama þó baulað sé Carlos Tevez, framherja Manchest- er City, var ekki ekki vel tekið síð- ast þegar hann mætti á Old Traf- ford, þá sem leikmaður Manchester City. Það er auðvitað dauðadómur í augum stuðningsmanna United að skipta yfir til þeirra bláu. Bauluðu þeir duglega á Tevez sem er alveg sama um slæmar móttökur. „Mér er alveg sama þó fólk bauli á mig. Baul hefur engin áhrif á mig og því hræðist ég ekki að fara aftur á Old Trafford. Ég skil þetta samt alveg. Stuðningsmennirnir vilja auðvitað verja lið sitt út í það óendanlega,“ segir Tevez sem lék í tvö ár með Manchester United, vann tvo Eng- landsmeistaratitla, einn Meistara- deildartitil og skoraði ógrynni mik- ilvægra marka. „Stuðningsmenn United geta aldrei sagt að ég hafi ekki gefið allt mitt. Kannski skilja þeir bara ekki allir hvers vegna ég fór. En ég er at- vinnufótboltamaður og stundum verður baulað á mann. Það er bara hluti af starfinu,“ segir hann. Pablo Zabaleta, samlandi Tevez og liðsfélagi hjá City, er handviss um að þeir bláu geti sótt mikilvæg- an sigur í leikhús draumanna. „Ég er algjörlega hundrað prósent viss um að við getum unnið leikinn. Allt- af þegar við virkilega þurfum þess sýnum við hversu góðir við erum. Við vitum samt að þetta verður erf- itt því United er með frábært lið og taplaust á heimavelli. Það bíða allir spenntir eftir þessum leik á laugar- daginn því þetta eru einir skemmti- legustu leikir úrvalsdeildarinnar á hverju ári,“ segir Pablo Zabaleta. n Manchester-slagurinn í hádeginu á laugardaginn n City getur minnkað muninn í tvö stig með sigri n City klifrar upp peningalistann og er 11. ríkasta félag heims n Nemanja Vidic sparaður fyrir stórleikinn Dregur saman með fjendum Leikir helgarinnar Laugardagur 12. feb 12.45 Man. United - Man. City 15.00 Arsenal - Úlfarnir 15.00 Birmingham - Stoke 15.00 Blackburn - Newcastle 15.00 Blackpool - Aston Villa 15.00 Liverpool - Wigan 15.00 WBA - West Ham 17.30 Sunderland - Tottenham Sunnudagur 13. feb 16.00 Bolton - Everton Staðan Lið L U J T M St 1. Man. Utd 25 15 9 1 55:24 54 2. Arsenal 25 15 5 5 54:27 50 3. Man. City 26 14 7 5 42:22 49 4. Chelsea 25 13 5 7 46:22 44 5. Tottenham 25 12 8 5 35:27 44 6. Liverpool 26 11 5 10 34:31 38 7. Sunderland 26 9 10 7 32:31 37 8. Bolton 26 8 9 9 36:37 33 9. Stoke City 25 10 3 12 31:32 33 10. Newcastle 25 8 7 10 40:38 31 11. Blackburn 26 9 4 13 34:42 31 12. Fulham 26 6 12 8 28:28 30 13. Everton 25 6 12 7 33:34 30 14. Aston Villa 26 7 8 11 30:45 29 15. Blackpool 25 8 4 13 38:49 28 16. Birmingham 24 5 12 7 24:33 27 17. WBA 25 7 5 13 31:48 26 18. Wigan 26 5 11 10 26:44 26 19. Wolves 25 7 3 15 26:43 24 20. West Ham 26 5 9 12 27:45 24 Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Enginn vinskapur Bæði liðin ætla sér sigur á laugardaginn. MyNd REUTERS Líklega enginn Rio Það munar um minna fyrir United. MyNd REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.