Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Síða 16
16 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað „Fyrningarleið, sem fæli í sér að hluti kvóta, til dæmis 5 prósent (eða annað hlutfall), væri tekinn árlega af útgerðinni og settur á uppboð væri sama og 5 prósenta auðlindaskattur. Mér fyndist það alveg tilvalið. Ég hef oft ljáð máls á auðlindaskatti til dæmis með þess- ari aðferð,“ segir Rögnvaldur Hann- esson prófessor í auðlindahagfræði við Verslunarháskólann í Björgvin í Noregi. Sjávarútvegur er sérgrein Rögnvalds og hann féllst á að svara nokkrum spurningum DV í tengsl- um þær deilur um kvótakerfið sem skekja íslensk stjórnmál og vinnu- markaðinn um þessar mundir. „Mér finnst sjálfsagt mál að rík- issjóður afli sér tekna með auð- lindaskatti á útgerðina. Þetta er jú sameign þjóðarinnar, enda þótt best sé með hana farið með því að takmarka nýtingu hennar við þá þörf sem er fyrir og þá best kunna til verka. Oft var ríkissjóði þörf fjár, en nú er nauðsyn. Ég sá fyrir til- viljun grein eftir Þórólf Matthías- son í Fréttablaðinu í vikunni þar sem hann bendir á að útgerðin hafi stórhagnast á síðasta ári sam- tímis því sem auðlindagjaldið hafi verið lækkað. Auðlindagjaldið var þó hlægilega lágt fyrir. Mín upp- skrift er í stuttu máli þessi: Hald- ið kvótakerfinu og ljáið alls ekki máls á byggðakvótum, krókabáta- kerfi eða annari slíkri vitleysu, en látið útgerðina borga markaðs- ákveðið auðlindagjald með því að setja ákveðna hlutdeild af kvótum á markað árlega.“ Hugmynd að lausn Rögnvaldur er ekki hlynntur fyrn- ingarleiðinni þótt honum þyki sjálf- sagt að ríkið haldi eftir hluta af heild- arkvóta og leigi þann hluta út. Slíkt er einungis ígildi auðlindagjalds að hans mati. „Ég tel mjög vafasamt að láta allan kvótann til ríkisins enda þótt ríkið í umboði almennings sé hinn endanlegi eigandi heildar- kvótans. Ég er mjög hræddur um að stjórnmálamenn fari að úthluta þessu til gæðinga og þrýstihópa sem væri ekkert annað an ávísun á óhag- ræði og fátækt. Íslendingar hafa mjög vonda reynslu af því að láta pólitík- usa stjórna efnahagslífinu með handafli.“ En hvernig telur Rögnvaldur að haga beri útleigu kvóta í nafni auð- lindarentu náist sátt um slíkt hér á landi og að ríkið hafi hluta kvótans hjá sér með framangreindum hætti? „Ef kvótaeigandi kaupir tilbaka þessi 5 prósent, sem ég tel reyndar líklegt að hann geri, hefur hann aftur fullan kvóta. Ef hann kaupir ekki til- baka af ríkinu, heldur hann einung- is 95 prósentum og tapar hlutdeild í heildarkvótanum. Ef það sama ger- ist næsta ár, heldur hann einungis 90,25 prósentum, þannig að sá sem svona færi að myndi smám saman missa allan kvótann. Það má hanna þetta á ýmsan hátt. Setja má kvótann á uppboð og gefa mönnum kost á að kaupa þessi 5 prósent tilbaka á hæsta tilboðsverði, eða láta slag standa með það hvort menn bjóði nógu hátt í kvótann og láta hann fara til hæst- bjóðanda hver sem hann er.“ Rekstraröryggi er nauðsynlegt „Ég er alls ekki fylgjandi því að allur kvótinn sé tekinn tilbaka á 20 árum og að þeim liðnum allur seldur á árlegu uppboði,“ segir Rögnvaldur. „Ég tel að útgerðirnar verði að hafa það rekstaröryggi sem felst í nokkuð stöðugum kvóta, eða jafn stöðugum og lífríkið í sjónum leyfir. Ég tel þó að rekstraröryggið sé nægilegt enda þótt 5 eða 10 prósent kvótans séu tekin af mönnum árlega, enda eigi menn þá kost á því að kaupa kvótann til baka.“ – Hér er vert að bæta við að norskir útvegsmenn hafa 20 ára nýt- ingarétt á kvóta í senn. Rögnvaldur bendir á að til fram- búðar sé ekki rökrétt að krefjast gjalds af tímabundinni aukningu kvóta, en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og fleiri hafa slík áform á prjónunum eins og greint er frá á öðrum stað í blaðinu. „Heildarafli getur ekki auk- ist ár frá ári óendanlega, þannig að uppboð á þessum umframkvóta er ekki hægt að framkvæma nema endrum og eins. Hvað á svo að gera þegar afli verður að minnka? Kaupa kvótann af útgerðarmönnum? Ég tel að auðlindaskattinum verði að koma í fastara form en það, til dæmis með þessari tegund fyrningarleiðar sem ég minntist á.“ Byggðakvóti: óhagræði og spilling Rögnvaldur kveðst ekki hafa kynnt sér vel niðurstöður samstarfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem á endan- um mælti með svonefndi samninga- leið í stað fyrningar – eða markaðs- leiðar til lausnar á áralöngum deilum um kvótakerfið, aðganginn að fiski- miðunum og skiptingu arðsins af auðlindinni. „Ég veit þó í grófum dráttum hvað þessar tillögur ganga út á og tel þetta góða lausn. Það sem mér líst verulega illa á er þessi svo- kallaði byggðakvóti. Hann býður upp á pólitíska spillingu og annað óhag- ræði. Markaðsöflin eiga að ráða því hvert kvótinn fer; þá nást mest verð- mæti út úr honum. Það á alls ekki að vera reyna að halda við byggð á stöð- um sem eiga sér enga von. Helst ætti að aðstoða fólkið við að fara þaðan í burtu,“ segir Rögnvaldur. Flókið kerfi – flóknar deilur Hagsmunir og átakalínur í íslensk- um sjávarútvegi eru ekki skýrar. Átök eru á milli stórútgerða og smábáta- útgerða um aðgang að grunnmiðum og notkun veiðarfæra. Átök eru milli byggðasjónarmiða og markaðssjón- armiða, en þar kemur til álita mögu- legur hefðarréttur mismunandi sjáv- arbyggða til að nýta fiskimið í næsta nágrenni. Einnig er tekist á um sjálfa kvótasetninguna. Kvótalausar smá- útgerðir telja fráleitt að setja kvóta á tegundir sem árum saman eru van- nýttar. Þetta hefur meðal annars átt við um úthafsrækju og ufsa. Sjávar- útvegsráðherra sá ekki ástæðu til að setja kvóta á úthafsrækju í fyrrasum- ar vegna vannýtingar undanfarin ár. Hann uppskar reiði útgerðarmanna og málshöfðun. Einnig er deilt um það hvort og þá hvernig ríkið eigi að innheimta auðlindagjald og hversu hátt það eigi að vera. Undir þessum átökum krauma áralangar deilur um gjafakvóta, framsal og veðsetningu kvóta sem einkaeign væri. Aðeins framseljanlegur með skipi Rögnvaldur telur ekki rétt að heimila frjálsar veiðar. „Það er bara ávísun á hnignun og fátækt að leyfa frjálsan aðgang að takmörkuðum auðlind- um. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig fiskur er veiddur; það sem skiptir máli er að ná út úr hon- um sem mestu verðmæti. Það gerist best með því að hafa kvóta framaselj- anlega. Handhafi kvótans ræður því hvernig fiskurinn er veiddur. Það er ekkert eitt veiðarfæri betra og vist- vænna en annað. Í Noregi er kvóti einungis framseljanlegur með skipi, það er að segja að skipið verður að úrelda. Í reynd held ég að kvóta sem tekinn er af fiskiskipi sem úreldist sé oft skipt upp í minni einingar sem svo eru keyptar af ýmsum bátaeig- endum. Skipamiðlarar búa væntan- lega til svona pakka, en ég hef enga reynslu af þessu sjálfur.“ Ríkið leigi út kvóta upp í auðlindagjald n Ríkið á að leigja út hluta kvótans og kalla það auðlindagjald n Kvóti er ekki framseljanlegur í Noregi nema viðkomandi skip sé úrelt n Byggðakvóti er uppskrift að spillingu n Þeir bestu leigja til baka það sem ríkið tekur Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is „Haldið kvótakerf- inu og ljáið alls ekki máls á byggðakvót- um, krókabátakerfi eða annari slíkri vitleysu. Stór, stærri, stærstur Auðlindagjaldið er hlægilega lágt í íslenskum sjávarútvegi að mati Rögnvalds Hannessonar prófessors. Kvótaleiga af ríkinu „Ef kvótaeigandi kaupir tilbaka þessi 5 prósent, sem ég tel reyndar líklegt að hann geri, hefur hann aftur fullan kvóta,“ segir Rögnvaldur Hannesson prófessor í auðlindahagfræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.