Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 54
54 | Fólk 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Jósef „Elvis“ Ólason er einn mesti Elvis-aðdáandi landsins og hefur troðið upp víða undir nafninu Jósef „Elvis“ Presley. Hann stofnaði Elvis-aðdáendaklúbbinn fyrir tíu árum og segist alla tíð hafa beðið eftir því að nafnið Elvis verði samþykkt hér á landi. „Já, já, ég er bara að skoða hlut- ina og það getur verið að það verði af því,“ segir hann aðspurður hvort hann ætli að breyta nafni sínu í Elvis. „Ég er að skoða hvort ég taki það sem aðalnafnið mitt, í staðinn fyrir Jósef, eða sem millinafn. Það er annað hvort.“ Hann segist vilja taka upp nafnið Elvis Aron Óla- son en hann muni ekki taka neinar ákvarðanir án samþykkis eiginkonu sinnar. Jósef segist hafa nóg að gera í að koma fram á samkomum sem Elvis. „Já, það er alltaf nóg að gera. Ég er bókaður fram á næsta ár,“ seg- ir hann. Kreppan virðist ekki hafa haft mikil áhrif á störf hans sem Elvis-eftirherma. Hann er líklegast sú Elvis-eftirherma sem hefur verið hvað lengst starfandi hér á landi. Jósef segist vita um nokkra aðra sem íhugi nafnbreytingu eft- ir að mannanafnanefnd samþykkti nafnið. Hann veit ekki hvernig Elvis-klúbburinn mun halda upp á samþykktina á nafninu en hann segist ekki búast við öðru en að eitt- hvað skemmtilegt verði gert af til- efninu. VILL HEITA ELVIS ARON JÓSEFSSON Hinn íslenski Elvis Jósef býr í Kóngs- bakka ásamt konu sinni og dóttur, sem heitir Lísa María eftir dóttur kóngsins. Logi kemur Einari í form Nýr vefþáttur fer brátt í loftið í sjónvarps- hluta mbl.is en þar ætlar handboltahetjan Logi Geirsson að koma Einari Bárðarsyni, eiganda Kanans, í form. Einar réð Loga til starfa sem markaðsstjóra í síðustu viku og vill hann „hafa sitt lið í formi“ eins og Logi orðar það. Þátturinn mun bera heitið Karlaklefinn og ætlar Logi að reyna að koma Einari niður í 100 kílóin. „Ég var farinn að pæla í hvort ég þyrfti að skera hann í tvennt til að koma honum niður í 100 kíló,“ segir Logi í viðtali á mbl.is. Logi er nýkominn heim frá New York þar sem hann var í vinnuferð fyrir Kanann að kynna sér starfsemi einnar stærstu útvarpsstöðvar Bandaríkjanna. Hrós að vera talinn hommi „Maður þorir varla að segja það en ég kom til Íslands til þess að læra förðun,“ segir Jógvan Hansen, hárgreiðslu- maður og söngvari. Hann segir það ekki fá á sig að karlmenn haldi að hann sé samkynhneigður heldur segist líta á það sem hrós. „Þegar einhver karlmaður heldur það er það bara „flattering“ frekar en annað,“ segir hann í viðtali við Monitor. Jógvan keppir í Söngva- keppni Sjónvarps- ins á laugardag með lagið Ég vona sem hann samdi ásamt félaga sínum Vigni Snæ Vigfússyni. Jógvan hefur verið fastagestur í Söngva- keppni Sjónvarpsins undanfarin ár en í fyrra komst hann einnig í úrslitin. „Eldgos er geimveran“ n Páll Óskar kynnir á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í stað Ragnhildar Steinunnar n Hleypur á Nasa þegar úrslitin eru klár og spilar á tíu ára afmæli staðarins n Íslensku lögin frekar hefðbundin en það er alltaf eitt lag öðruvísi Ég er kynnir á úrslitakvöldinu,“ segir popp-kóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að-spurður hvernig hann ætli að verja helg- inni. Úrslitastund Söngvakeppni Sjónvarpsins er á laugardaginn en Páll Óskar er eins og landinn veit algjör Eurovision-fíkill. „Ég og Gummi munum kynna þetta saman. Ég hleyp í skarðið fyr- ir Ragnhildi Steinunni sem verð- ur erlendis,“ segir Páll Ósk- ar en þetta úrslitakvöld er aðeins byrjunin á Eurovision-æð- inu sem mun standa fram í maí. „Það er rökrétt að ég komi þarna inn því ég er hvort eð er að byrja með þáttinn minn, Alla leið, þar sem öll lögin verða kynnt. Núna eru öll lögin smám saman að skríða í land. Á laugardaginn er til dæmis stóra Skandinavíukvöldið þar sem all- ar nágrannaþjóðirnar okkar að undanskildum Svíum velja sitt framlag,“ segir Páll en kvartettinn í Alla leið verður óbreyttur frá fyrri árum. Með Palla verða þau Guðrún Gunnarsdóttir söng- kona, Reynir Þór, viskubrunnur um Eurovision, og auðvitað Dr. Gunni. Páll Óskar vill og má ekki gefa neitt upp um hvað honum finnst um einstök lög í keppninni í ár þar sem hann verður kynnir á úrslitakvöld- inu. En hvað finnst honum um íslensku lögin í ár á heildina litið? „Orkan í kringum keppnina hef- ur alltaf verið mjög svipuð. Lögin eru oftast nær frekar hefðbundin í uppbyggingu en svo kemur alltaf eitt öðruvísi lag, ein svona skrýtin geim- vera. Geimveran í ár er klárlega Eyjafjallajökuls- lagið, Eldgos. Það er alveg ljóst. Ég má samt ekki segja meir. Ég verð að vera með rennilás fyrir munninum því ég vil ekki taka sénsinn á að ein- hverjir keppendur berji mig,“ segir Palli léttur. Eins og svo oft áður er lítið um að vinsæl- ir listamenn og hljómsveitir taki þátt í Söngva- keppninni. Sé horft til dæmis til Svíþjóðar taka þar margar af skærustu stjörnum þjóðarinnar þátt í forkeppninni þar í landi. Hver heldur Páll Óskar að ástæðan fyrir því sé? „Þetta er stór spurning en það má ekki gleyma hversu margar aðrar leiðir eru til að koma sér á framfæri. Sérstaklega núna á inter net-öld. Eurovision er samt alltaf góður stökkpallur. Það sannaðist bara í fyrra með Heru Björk. Þó að hún hafi lent í nítjánda sæti reyndist keppnin vera henni mjög dýrmæt. Smáskífan hennar seldist vel á netinu og síðastliðið ár hefur hún verið að ferðast út um allt að syngja,“ segir hann, en hvert er leyndarmálið við að vinna Euro- vision? „Það byrjar allt og endar á laginu. Það er alveg sama hvort þú sért flottur, klár, sexí eða sætur. Lagið skiptir öllu máli. Þú getur verið með útlitið í lagi og röddina en það er ekki fyrr en þú finnur lagið að ferillinn getur byrjað,“ segir Páll Óskar. tomas@dv.is Andlit Eurovision Það fer allt á haus hjá Páli Óskari þegar Eurovision ber að garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.