Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 22
M ér er vel við Eið Smára Guðjohnsen. Ég þekki hann ekki persónulega, en ég hef fylgst með hon- um frá því fyrst voru birtar myndir af honum að kútveltast með bolta með pabba sínum, þegar hann stóð varla úr hnefa. Ég hef glaðst með honum þegar vel gengur, og vissu- lega hefur velgengni hans á stund- um verið meiri en nokkur annar ís- lenskur fótboltamaður hefur notið. Og ég hef fylgt honum í huganum gegnum hin erfiðu tímabil – þegar hann var meiddur hjá PSV, þegar hann datt út úr liðinu í Barcelona, þegar hann virtist allt í einu ekki nógu góður til að komast í Stoke. Sárnar Þórðargleðin Ég hef dáðst að honum fyrir flottustu mörkin sem hann hefur skorað, og ég hef harmað að hann skuli ekki hafa tekið aðeins fastar í hnakkadrambið á sjálfum sér til að haldast lengur í allra fremstu röð, til að ná öööörlítið lengra en hann þó gerði. Ég vona innilega að hann nái sér aftur á strik í fótboltan- um, eins og hann hefur alla burði til að gera, og mér sárnar sú Þórðargleði sem virðist hafa skotið upp kollinum hér í umræðum um mótlæti hans undanfarið. Fótboltamaðurinn Eiður Smári á betra skilið en það. En þó mér sé vel við Eið Smára þegar hann er í stuttbuxunum sín- um og fótboltaskónum, þá gramdist mér illilega við hann þegar hann rauk til og fór í mál við DV sem birti frétt um erfiða skuldastöðu hans í desem- ber 2009. Blaðið sagði frá því að hann hefði tekið þátt í ýmsum fjárfesting- um í gróðærinu en farið heldur flatt á því – tapað eitthvað rúmum milljarði króna, ef ég skildi þetta rétt. Ég vona að hann fari samt ekki í mál við mig þó ég endurtaki hér þetta meginatriði DV-fréttarinnar! Aldrei var gefið í skyn að frétt DV væri röng, en Eiður Smári reiddist því greinilega mjög að yfirleitt skyldi um málið fjallað – í stefnu hans á hendur blaðinu kom fram að það væri innrás í einkalíf hans að fjalla um fjármál hans með þessum hætti, og refsivert væri að bera það á borð fyrir almenning. Undarleg málshöfðun Mér fannst málshöfnun Eiðs Smára frá byrjun vera mjög undarleg. Hann hef- ur verið í sviðsljósi fjölmiðla nánast frá blautu barnsbeini, og hefur mátt þola ýmislegt. Sagt hefur verið frá ýms- um mjög persónulegum vandræðum hans, bæði í íslenskum blöðum og er- lendum, og hann hefur ekki amast að neinu ráði við þeirri umfjöllun. Tek- ið henni eins og hverju öðru hunds- biti, enda er mála sannast að þegar búin eru til hálfgerð „költ” kringum frægðarpersónur eins og Eiður Smári er, þá er voðalega erfitt að stjórna allri umfjöllun um frægðarfólkið. Og allt- af hlýtur eitthvað „neikvætt“ að fljóta með glansmyndinni. Sumt af því var þó vissulega til þess fallið að „skaða mannorð hans“ en hann hirti ekki um það – fyrr en DV birti þessar upplýs- ingar um skuldir hans. Ég hafði persónulega engan áhuga á að lesa um fjármál Eiðs Smára. Þeg- ar hin upprunalega DV-frétt birtist, þá las ég hana ekki nema rétt fyrirsagn- irnar. Þær dugðu til að ég hugsaði með mér: „Æææ, tók hann nú þátt í ruglinu líka?“ Því þær fjárfestingar sem Eiður Smári tapaði peningum á, þær báru allan svip hins íslenska gróðæris. Hann fékk lán hjá Glitni og Kaupþingi til að taka þátt í áhættufjár- festingum Askar Capital erlendis, fjár- festingum sem reynst hafa byggðar á algjöru kviksyndi. Hann var í einka- bankaþjónustu Kaupþings í Lúxem- borg og hann tók þátt í fótboltaævin- týri í Kópavogi sem rann illa á rassinn. Og svo framvegis. Hann tók sem sagt þátt í gróðærinu á mjög svipaðan hátt og fjöldamargir aðrir auðugir Ís- lendingar, og fór flatt á því eins og svo margir aðrir. Hamlar umfjöllun Vegna þess að hann var svo sannar- lega opinber persóna, og hafði látið sér vel líka að fjallað væri um einka- líf hans og margvísleg uppátæki hans í lífinu, þá var ekkert óeðlilegt við að DV tæki dæmi af honum um það hvernig gróðærið hefði leikið ís- lenska auðkýfinga. Eiður Smári hafði ekki beinlínis komið fram í fjölmiðl- um sem fjárfestir eða kaupsýslu- maður, nema helst í tengslum við fótboltahöllina í Kópavogi, en hann hafði aldrei amast við fréttaflutningi um auðæfi sín. Einnig má nefna að hann skrif- aði undir samstarfssamning við Eimskip í byrjun ársins 2007 sem fól það meðal annars í sér að hann fékk tugi milljóna króna greidda frá skipafyrirtækinu fyrir að vera and- lit félagsins út á við. Flogið var með fjölmiðlamenn til Barcelona til að fylgjast með þessu. Ef ekkert rangt var við að fjalla um þessa velgengni hans, hvað var þá rangt við að skýrt væri frá því að nú blési á móti? Hjá honum eins og svo mörgum öðrum sem tóku þátt í gróðærinu og þurftu að þola hrunið. En hann fór sem sagt í mál, illu heilli. Ég vil taka fram að ég er í grundvallaratriðum á móti því að fjallað sé opinberlega um fjármál venjulegs fólks sem glímir við ósköp venjuleg vandamál, stór eða smá eftir atvikum. En mér fannst að þó ég sjálfur hefði ekki neinn áhuga á að lesa um ófarir Eiðs í peningamál- um, þá væri ekki með nokkru móti hægt að réttlæta að það teldist refsi- vert að birta þær upplýsingar – eins og í pottinn var búið. Ef ekki mætti fjalla um mál svo stórtæks fjárfestis sem Eiður Smári þó var í miðju gróð- ærinu, þá gæti það hamlað mjög allri fjölmiðlaumfjöllun um það sem þá var á seyði, og um það sem þá fór úr- skeiðis. Óskiljanleg niðurstaða Hervarar Og nú hefur Héraðsdómur Reykja- víkur ótrúlegt nokk dæmt DV til refs- ingar fyrir fréttaflutning sinn. Mér er satt að segja óskiljanlegt með öllu hvernig Hervör Þorvaldsdóttir hér- aðsdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað hafi verið at- hugavert við fréttaflutning blaðsins. Og forsendurnar sem hún gefur sér eru afar einkennilegar. Hervör bendir t.d. á að skrif DV snúist ekki um störf Eiðs Smára sem fótboltamanns, að öðru leyti en því að fjallað sé um ætluð laun hans. Ekki treystir hún sér til að leggja bann við að fjallað sé um það, enda væri þá gjörvöll heimspressan í vondum málum, þar eð sjálfsagt þykir að fjalla um laun tekjuhæstu íþróttamann- anna, hvort sem þeim sjálfum líkar betur eða verr. En svo segir Hervör: „Það er hins vegar mat dóms- ins að önnur umfjöllun um einka- hagi stefnanda, sem birtist í DV um- rædd sinn, geti á engan hátt tengst slíkri umræðu, þó svo að stefnandi sé þjóðþekktur knattspyrnumað- ur, sem oft hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Er óumdeilt að stefn- andi hefur aldrei gefið tilefni til slíkr- ar umfjöllunar með því að ræða við fjölmiðla um fjármál sín.“ Geta útrásarvíkingar nú farið í mál? Þetta síðasta er aldeilis með hrein- um ólíkindum. Samkvæmt orð- anna hljóðan, sem eru jú ær og kýr íslenskra dómara, eins og frægt er orðið, þá gætu margir hinna íslensku útrásarvíkinga trommað til Hervarar með DV í höndunum, þar sem fjall- að hefur verið um „ævintýri“ þeirra og botnlausar skuldir, og krafist þess að DV fái dóm fyrir, því þeir hafi ekki gefið tilefni til slíkrar umfjöllunar með því að ræða við fjölmiðla um fjármál sín. Sumir þeirra hafa vissu- lega rætt við fjölmiðla um fjármál en aðrir ekki, og er þá refsivert að fjalla um ævintýri og skuldir þeirra? Að þessu leyti er dómur Hervar- ar Þorvaldsdóttur beinlínis hættu- legur. Og getur í versta falli orðið til að kveða í kútinn heilmikið af bráð- nauðsynlegri umfjöllun um hrunið. Fyrir nú utan hve hæpið það er að Eiður Smári hafi ekki gefið nein tilefni til að fjalla um fjármál hans – hann hafði aldrei virst hafa neitt á móti því að sagt væri frá ríkidæmi hans og lífsstíl. En ekki tekur betra við, því næst segir Hervör: „Verður ekki séð að umfjöllun [DV] tengist á nokkurn hátt hinu svokallaða bankahruni eða að lántaka [Eiðs Smára] og skulda- staða hans hafi með það að gera eða tengist meintri spillingu í banka- kerfinu.“ Þetta er einfaldlega rangt – framferði Eiðs Smára var einmitt partur af þeirri hegðun sem tíðkað- ist í gróðærinu. En svo segir Hervör loks, og bítur hausinn af skömminni: „Verður ekki séð hvaða erindi þessar upplýsingar hafi átt til almennings.” Algjör vanþekking Þetta orðalag er að verða ansi ískyggilegt í umfjöllun dómstóla um fjölmiðlun. Ég vona að í Hæsta- rétti komist menn um síðir að þeirri niðurstöðu að það geti ekki oltið á smekkvísi einstakra dómara hvað „eigi erindi við almenning“. Þeg- ar dómarar dæma í flóknum tækni- legum málum, sem snúast um efni sem þeir hafa enga sérþekkingu á, þá fá þeir gjarnan meðdómendur sér til aðstoðar. Íslenskir dómarar hafa undanfarin ár og misseri gert sig svo bera að nær algjörri vanþekk- ingu á því út á hvað fjölmiðlun í nú- tímasamfélagi gengur, að ég hlýt að mælast til þess að dómarar fái eftir- leiðis sérfróða meðdómendur sér til aðstoðar, þegar dæma þarf í málum um fjölmiðla. Og ég vona að Blaðamannafélag Íslands bjóðist til að taka dómara eins og Hervöru á námskeið í hvað fjölmiðlun er. Hættulegur dómur Viðtengingarháttur og íslenskt mál voru gerð að umræðuefni í fréttaskýringu á vef Morgun- blaðsins þar sem Hildur Ýr Ísberg, íslenskunemi við Háskóla Íslands, tjáði sig um þá vá sem vofði yfir við- tengingarhætti. Það er þyngra en tárum taki að viðurkenna að hún hafi rétt fyrir sér og því miður er viðtengingarhátt- ur ekki það eina sem virðist vera að hverfa úr íslenskri tungu. Orðum virðist hafa fækkað og öll ljóðræna horfin úr mæltu máli. Snautleg orða- notkun hefur náð yfirhöndinni og ósigur þeirra sem vilja spyrna gegn þeirri þróun virðist óumflýjanlegur. Vígin falla eitt af öðru og þess eru dæmi að í orðabókum sé bless-un lögð yfir jafnvel tvær útgáf- ur af orðasamböndum þó aðeins ein teljist rétt, eða hafi talist rétt á árum áður. Þegar íslenskukennarar segja að „þeim langi“ í eitthvað er fokið í flest skjól og við getum lítið annað gert en að híma í höm meðan amböguhríð- in lemur á okkur líkt og bylur sem fer óblíðum höndum um burstabæ. En þessi pistill á ekki að fjalla um viðtengingarhátt þó að það umfjöll- unarefni sé jafnvel brýnna en margt sem ratar í fjölmiðla. Það er engu líkara en Íslending-ar séu hættir að kaupa nokk-urn skapaðan hlut, allir eru svo önnum kafnir við að versla – versla bíl eða hús eða kornflögur og kaffi. Ég er einn þeirra sem enn kaupa hluti og ég keypti einmitt ágæta bók um daginn, bók sem hefur verið ófá- anleg um langa hríð; Skólaljóð. Það skal viðurkennast að ég vissi ekki að Skólaljóð hefðu verið endur- útgefin og hafði ég lengi vel ætlað að gera mér ferð til Braga bóksala og athuga hvort hann lumaði á eintaki sem ég gæti keypt – ekki verslað – en þess þurfti ég ekki þegar upp var staðið. Ljúfsárar minningar létu á sér kræla þegar ég handfjatlaði þessa bláu, stílhreinu bók. Mér er til efs að Skólaljóð hafi ver- ið dýr í framleiðslu, slíkur er ein- faldleiki bókarinnar, en hún var síðast endur útgefin árið 1967 og af einhverjum sökum var ekki tal- in ástæða til frekari endurútgáfu hennar. Einhverjum árum síðar hurfu Skólaljóð af bókalista barna- og grunnskólanema og liðin var sú tíð þegar nemendum var gert að læra utanbókar Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar, Fjallgöngu Tómasar Guðmundssonar og fjölda annarra ljóða, og fræðast lítillega um lífshlaup skáldanna. En líkt og góðra ljóða er stundum siður laumuðu Skólaljóðin sér hægt og hljótt í bókaverslanir svo Íslend- ingar mættu á ný njóta orða manna sem ekki velktust í vafa um mikilvægi þess að eiga fallegt og auðugt tungu- mál og leggja við það rækt. Þegar ég tók á Skólaljóðunum nýju fannst mér sem bókin væri þynnri en mig minnti, en þess ber að geta að bókin sem ég blaðaði áfjáður í á mínum yngri árum hafði verið lesin í þaula, var lúin en vel með farin – einnig voru þeir smærri fingurnir sem þá léku um þennan látlausa dýrgrip. Innihald bókarinnar hefur ekki rýrnað; falleg ljóð, listilega mynd- skreytt af Halldóri Péturssyni, undra- heimur orða fólks sem hafði aldrei heyrt talað um ársgrundvöll, kvóta- greifa, kúlulánakónga og fleira í þeim dúr. Líf hans var til fárra fiska metið“ kvað Magnús Stefánsson um stuttan brókarlalla, hrepps- ómaga-hnokka sem sá dásemd í grænu grasi, lóu í móa og lontu í lækjarhyl. Líf okkar flestra er senni- lega ekki til margra fiska metið nú á tímum vísitalna og vaxta og afskrifta og uppboða. Því er jafnvel brýnna en oft áður að horfa til þess sem fær- ir gleði og yljar, og góður kveðskap- ur er vel til þess fallinn að lýsa upp lágnættið. Bókin Skólaljóð er ekki í leður- bandi með gylltum kili eða upp- hleyptu letri á kápu. Hún er ein- faldleikinn í sinni tærustu mynd og staðfesting þess að innihaldið er oft og tíðum mikilvægara en umbúðirn- ar. Námsgagnastofnun á þakkir skildar fyrir endurútgáfu Skólaljóða. 22 | Umræða 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Ef læsi ég ljóð … Helgarpistill Kolbeinn Þorsteinsson „Ég hafði persónu- lega engan áhuga á að lesa um fjármál Eiðs Smára. Þegar hin upp- runalega DV-frétt birtist, þá las ég hana ekki nema rétt fyrirsagnirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.