Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 36
36 | Fókus 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Þ ú hefur gagnrýnt Ríkissjón- varpið harðlega að undan- förnu, uppbyggingu þess og stjórnun og loks hvernig spil- að er úr þeim fjármunum sem stofn- unin hefur yfir að ráða, ekki síst á þessum tímum niðurskurðar í þjóð- félaginu. Í hverju felast þessir gall- ar RÚV sem þú talar um og hvern- ig myndirðu vilja sjá þessa stofnun okkar landsmanna blómstra í fram- tíðinni? „Það eru eiginlega tveir hlutir sem þarna um ræðir. Það er annars vegar heildarhugmyndin, grunn- hugmyndin að baki Ríkissjónvarp- inu, hugmynd sem er orðin úr sér gengin, tilraun sem hófst árið 1966 og hefur í raun misheppnast. Þetta byrjaði ágætlega, það komu á tíma- bilum ágætis sprettir og stofnunin öðlaðist sinn sess á frumárunum, en hefur síðan í raun algjörlega farið út af sporinu. Efstaleitið er þar ákveðinn örlaga valdur, allt frá því húsið var tekið í notkun rétt upp úr 1990. Koll- egi minn, Hrafn Gunnlaugsson, á sínum tíma bæði dagskrár- og fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði frá því í ævisögu sinni að Efstaleitið yrði sennilega eitt stærsta menning- arslys Íslandssögunnar, og ég held að flestir listamenn á Íslandi geti kvittað undir það í dag. Þegar við hjá Bandalagi íslenskra listamanna skoðuðum ársreikninga RÚV fyrir árið 2009 kom í ljós að ýmsar afborganir og kostnaður sem tengjast húsnæðinu voru hátt í 700 milljónir króna. Þetta er nánast jafn- mikið og fer í innlenda dagskrár- deild, sem vel á minnst fær ekki nema um fimmtung þess fjármagns sem stofnunin spilar úr. Raunin er sú að yfirbygging- in hefur hér orðið innihaldinu yfir- sterkari. Stór hluti þeirra peninga, sem innheimtur er með sköttum og ætlaður er RÚV, fer ekki í dagskrár- gerð, heldur í yfirbyggingu, ýmsan kostnað vegna hússins og afborg- anir af gömlum skuldum og annað uppsafnað vesen. „Þar á ofan er byggingin sjálf orðin úrelt, allt of stór og hreinlega óhentug fyrir þá tækni sem viðhöfð er í bransanum í dag. Það er löngu kominn tími til að stokka spilin upp á nýtt. Það þarf í raun að taka menn- ingarlega ákvörðun um að byggja hér upp nýtt sjónvarp. Danir gerðu þetta á sínum tíma, fyrir ekki svo löngu, þeir sáu einfaldlega fram á að gamla fyrirkomulagið gengi ekki lengur upp. Sjónvarpið hér er orð- inn bastarður, risaeðla, sem þarf að endurhanna.“ Grunnhlutverk RÚV „Stjórnendur á RÚV hafa síðan hreinlega gert sig seka um að láta hag stofnunarinnar og starfsmanna hennar ganga fyrir dagskránni. Dag- skrá sjónvarpsins hefur orðið ein- hver afgangsstærð, sem er alveg með ólíkindum. Þetta er grunn- hlutverk stofnunarinnar, sjónvarp er það sem birtist á skjánum í kass- anum heima hjá þér, annað er auka- atriði! Þessi afstaða stjórnenda sýn- ir sig einna best í þeirri staðreynd að í dag, eftir að núverandi sjón- varpsstjóri tók við, hefur ekki verið dagskrárstjóri í fullu starfi á stöð- inni. Þeir sem hafa sinnt því hlut- verki hafa gert það í hjáverkum með öðrum störfum. RÚV hefur hins vegar efni á að hafa nokkra bóka- safnsfræðinga, mannauðsstjóra og málara í fullum stöðum. Þetta er óskiljanlegt þar sem starf dagskrár- stjóra er almennt talið allra mikil- vægasta starfið á stjónvarpsstöð. Stjórnendum RÚV virðist meira í mun að láta ársreikninginn líta vel út en að halda úti góðri dagskrá. Þeir kaupa efni en sýna það ekki, því ef þeir gera það kreditfærist það í bókhaldinu, er ekki lengur bókfærð eign og ársreikningurinn lítur verr út í framhaldi. Hin pólitískt skipaða stjórn stofnunarinnar spyr yfirmenn bara hvernig reksturinn hafi geng- ið og klappar á bakið fyrir vel unn- in störf í þeirri deildinni. Þeir spyrja ekki; hvernig hefur dagskráin verið síðasta árið og gæti hún verið betri? Það sem nauðsynlega vantar er fag- lega skipuð stjórn sem gegnir alvöru eftirlits- og aðhaldshlutverki gagn- vart lögum og þjónustusamningi. Þeir telja það ekki vera hlutverk sitt, þar sem þeir líta ekki á sig sem faglega stjórn, eingöngu rekstrar- lega. Stjórnendum þessarar stofnunar, og þá er ég líka að tala um stjórn- völd, ber að gera eins mikið úr því fjármagni sem stofnunin fær, gera eins góða dagskrá og hægt er, fyr- ir þann pening sem almenning- ur greiðir. Þetta er okkar sjónvarp, sjónvarp í almannaþágu. Því miður er nefskatturinn sem viðhafður er í dag hins vegar að hluta til orðinn að eins konar tekju- leið fyrir ríkissjóð, ekki lengur ein- göngu eyrnamerktur sjónvarpinu, heldur ákvarða stjórnvöld hverju sinni hversu mikið af skattinum rennur til RÚV. Þetta setur allt sjálfstæði stofn- unarinnar í hættu.“ Sjónvarp í almannaþágu „Sjónvarp í almannaþágu á auðvit- að að hafa bæði fjárhagslegt og rit- stjórnarlegt sjálfstæði eins og tíðkast hjá öðrum þjóðum. Hér hefur fyrir- komulagið frá upphafi hins vegar verið undir duttlungum stjórnmála- manna komið. Þegar rekstri stofnunarinnar var breytt yfir í ohf var gamla útvarps- ráðið einfaldlega flutt yfir undir nýju nafni. Það var í fyrsta skipti nú nýverið að skipaður var einn faglegur full- trúi í stjórn RÚV ohf, Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleik- hússins, sem sjálfstæðismenn skip- uðu nú í janúar. Hins vegar hafði Bandalag ís- lenskra listamanna sent stjórnvöld- um áskorun um að stjórnin yrði skipuð á faglegum grundvelli, fólk sem væri hæft til verksins. En enn og aftur var restin af stjórninni endur- skipuð á pólítískum forsendum, enn og aftur er hún skipuð fólki sem hef- ur enga sérstaka faglega tengingu við menningu eða reynslu við rekst- ur sjónvarps umfram aðra, þvert á móti.“ Ráðherra með engin völd Á aðalfundi Bandalags íslenskra listamanna sem haldinn var fyrir stuttu kom fram óvægin gagnrýni á Ríkissjónvarpið af hálfu leikara, kvikmyndagerðarmanna, leikstjóra og annarra hópa innan bandalags- ins. Bent var á niðurskurð til kvik- myndagerðar og brot RÚV á gild- andi þjónustusamningi varðandi íslenska dagskrárgerð. Er samstaða meðal þessara hópa um að grípa til einhvers konar aðgerða ef engin breyting verður á ástandinu? „Ég var einmitt að koma af fram- haldsaðalfundi BÍL þar sem sam- þykktar voru tvær ályktanir um að RÚV verði að fara að sinna menn- ingarhlutverki sínu. Það eru und- antekningarlaust allir sammála um það að RÚV sé ekki að standa sig og breið samstaða um að grípa til að- gerða ef ekki verður bætt þar úr þar. Það er einfaldast að bera þetta saman við nágrannaþjóðir okkar. Við getum litið til Norðurlanda- þjóðanna og Breta, þjóða sem hafa mun meiri reynslu en við í að reka ríkissjónvarp. Í fyrstu grein laga fyr- ir sænska ríkissjónvarpið er kveðið á um að ákveðinn „eldveggur“ sé á milli stofnunarinnar og stjórnmála- manna. Fjárhagur þar er tryggður nokkur ár fram í tímann hverju sinni þannig að hægt sé að móta dag- skrána á faglegum nótum. Sjálfstæði sænska sjónvarpsins er tryggt rit- stjórnarlega, fjárhagslega og faglega. Fjárhagslegt sjálfstæði RÚV er hins vegar ekkert, það er háð duttl- ungum stjórnmálamanna við gerð fjárlaga um hver áramót hversu mikið stofnunin fær. Sú breyting sem hér var síðast gerð á rekstri RÚV, ohf-væðing- in, hefur farið endanlega með allt í hundana. Þeir kjörnu fulltrúar sem í umboði okkar landsmanna eiga að sinna þessum þætti menningar- innar hafa engin tök á að grípa inn í, ráðherra mennta- og menning- armála hefur engin völd yfir sjón- varpsstjóra, hann getur gert það sem hann vill, verið allsber í útsend- ingu á hverjum degi og ráðherrann hefði ekkert með það að segja. Þetta er ekki góð blanda. Annars vegar höfum við pólitískt skipaða stjórn og hins vegar sjónvarpsstjór- ann sem er í raun einráður og virð- ist ekki hafa mikinn áhuga á öðru en fréttum og íþróttum. Páll Magn- ússon hefur engan faglegan grunn til að vera sjónvarpsstjóri! Hann er fréttamaður að upplagi, hefur ekki þá menningartengdu reynslu sem er nauðsynleg í þessu starfi. Menn geta bent á margra ára reynslu hans við sjónvarp en sú reynsla er tilkomin vegna fréttamennsku. Áherslan á RÚV er á fréttir og íþróttir, menning- in er í öðru sæti.“ Hugarfarsbreyting Spurningarnar, rannsóknirnar og breytingarnar í kjölfar efnahags- hrunsins hafa skiljanlega beinst mest að fjármálamisferli og hversu viðkvæmt íslenskt efnahagslíf var og er. Það gleymist oft að menningin er líka hluti af efnahag okkar. Er hér ekki einnig þörf á ákveðinni hugar- farsbreytingu og naflaskoðun? „Hér þarf hugarfarsbreytingu, það er rétt, og ítarlega skoðun á samfélagi okkar og sögu frá ólíkum og fjölbreyttum hliðum. Ég fullyrði að málefnið „sjónvarp í almanna- þágu“ sé mikilvægara en Icesave. Þjóð er menning og RÚV er stærsta einstaka menningarstofnunin í okk- ar samfélagi. Peningar koma og fara en menning er varanleg. Þjóðin á auðvitað heimtingu á því besta mögulega sjónvarpi sem hún hefur borgað fyrir. Það væri hægt að gera miklu betra sjónvarp fyrir þann pening sem í spilunum er, með því að endurskipuleggja og for- gangsraða öðruvísi. Þetta er tvíþætt, annars vegar breytingar til bráða- birgða til að gera það besta úr stöð- unni eins og hún er lagalega. Hins vegar að endurhugsa sjón- varp í almannaþágu til lengri tíma, algerlega frá grunni, og horfa þar til nágrannaþjóða okkar sem fyrir- mynda. Ef stjórnvöld geta ekki tekið á einum litlum og „konkrít“ hlut eins og Ríkissjónvarpinu, hvað er þá til ráða? Flestallir, og þar með talinn þorri stjórnmálamanna, eru sam- mála mér og öðrum um að það sé eitthvað mikið að í Efstaleitinu. Hversu hæfir eru þá þessir stjórnmálamenn sem gera sér grein fyrir þessu, en geta ekki breytt þess- ari stofnun á einfaldan og hraðvirk- an máta þannig að sómi sé að? Að láta það vefjast fyrir sér í mörg ár að breyta hlutunum, þrátt fyrir áskor- anir og ábendingar þess fagfólks og listamanna sem starfa í þessum bransa gefur ekki tilefni til mikils trausts á heildarmyndinni.“ Efstaleitið úrelt Þú talar um að Efstaleitið sé úrelt og henti ekki lengur fyrir þessa starf- semi? „Já, þróunin við gerð sjónvarps- efnis hefur breyst mikið. Aðrar sjón- varpsstöðvar, bæði hér á landi og erlendis, hafa minnkað við sig í hús- næði og yfirbyggingu, útvistað dag- skrárgerð, þ.e.a.s. fá sjálfstæða fram- leiðendur til að koma að gerð og framleiðslu dagskrárefnisins. Þetta þýðir að hægt er að spara töluverða fjármuni vegna tækjabún- aðar og endurnýjunar hans en um leið tryggja aðgang að tækni, tækj- um og hæfileikum. Íslensk fyrirtæki í faginu eru nefnilega samkeppnis- hæf á við hvern sem er alþjóðlega, hafa fjárfest gífurlega á síðustu árum í tækjum og tækni, sem er einfald- lega nauðsynlegt í þessum bransa. RÚV er aftur á móti komið svona áratug á eftir í tækniþróun og stór hluti tækjabúnaðar þar er úreltur. Nú þegar stofnunin virðist ekki hafa lengur efni á dagskrá standa menn frammi fyrir því að öll tæki þarf að endurnýja. Miðað við þann kostnað sem þessu því fylgir, og ef sú skelfi- lega ákvörðun verður tekin, getum við bara stungið dagskrárgerðinni undir stól næstu fimm árin, næsta áratuginn, bara gleymt henni! Ef við horfum sem dæmi til BBC, þá eru rúmlega 50 prósent efnis þar framleidd utan stofnunarinnar af sjálfstætt starfandi kvikmyndagerð- armönnum. Með þessu fæst betra efni fyrir minni pening og fjölbreytt- ari fjármögnunarmöguleikar. RÚV nær ekki einu sinni 5 pró- sentum með þessum hætti í dag, stofnunin er orðin eins og eyja inni í íslensku menningarsamfélagi.“ Ertu þá að segja að við gætum byggt hér upp sjónvarp í sama gæða- flokki og BBC? „Við gætum í raun byggt hér upp svipað sjónvarp, bara á öðrum skala, svona míkró-BBC. Við gætum boðið hér upp á jafn mikið af íslensku efni hlutfallslega og þeir hafa af bresku en jafnframt þurfum við að gera hlutina svolítið öðruvísi. Hér þarf að móta nýja dagskrár- stefnu, skoða hvað það kostar og svo þurfum við að framkvæma! Hætta að vera stofnun og eyða frek- ar peningunum í dagskrána. Ef við lítum til baka á árið 2010 kemur í ljós að það var hreinlega ekkert leikið innlent efni lengur sýnt á Ríkissjónvarpinu eftir að Spaug- stofunni var sagt upp. Þá situr eftir Stundin okkar, sem stundum er skilgreint sem leik- ið efni, sem er reyndar vafasamt í mínum skilningi. Það innlenda skemmtiefni sem síðan var á dag- skrá í vetur mæltist ekki sérlega vel fyrir. Stöð 2 var hins vegar með fjórar ef ekki fimm leiknar sjónvarpsseríur á árinu. Íslenskt gæðaefni er frum- forsenda íslensks sjónvarps.“ Sama hafnaboltamyndin Það hefur fylgt íslenska sjónvarp- inu frá upphafi að stærstur hluti er- lenda efnisins og stór hluti þess efnis sem sýndur er í sjónvarpinu kemur í gegnum bandarísku dreifingarfyrir- tækin. Þetta er svolítið sérstakt fyrir Norðurlandaþjóð er það ekki? „Sjónvarpsstjóri lýsti því yfir fyrir réttu ári að vegna tíu prósenta nið- urskurðar væri stofnunin hætt að kaupa íslenskar kvikmyndir og að mestu til efni frá íslenskum kvik- myndagerðarmönnum. Þetta varð Ragnar Bragason leikstjóri ræðir við DV um stöðu Ríkissjónvarpsins og að við getum dregið lærdóm af því hvernig nágrannaþjóðir okkar reka sjónvarp í almannaþágu, bætt og eflt íslenska dagskrárgerð og kvikmyndamenningu. „RÚV er aftur á móti komið svona áratug á eftir í tækniþróun og stór hluti tækjabún- aðar þar er úreltur. Nú þegar stofnunin virðist ekki hafa lengur efni á dagskrá standa menn frammi fyrir því að öll tæki þarf að endurnýja. Ragnar Bragason Ragnar situr í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og er formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaleikstjóra. MyNdiR SiGtRyGGuR ARi JóHANNESSoN„ Íslenskir kvik- myndagerðar- menn eru vongóðir um að á fjárlögum næsta árs muni Kvikmynda- sjóður ná aftur fullum styrk. Þjóðin á betra skilið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.