Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 44
Fésbókarsími
INQ, breskur snjallsímaframleiðandi sem
fyrir tveimur árum hlaut mikið lof vegna
Social Mobile-símans, kynnir í næstu viku
tvo nýja Android-síma,
INQ Cloud Touch og INQ
Cloud Q, sem beint er
að Fésbókarnotendum
í aldurshópnum 18–28
ára. INQ er aðeins þriggja
ára gamalt fyrirtæki
en vörur þess notið
töluverðra vinsælda
meðal yngra fólks,
ekki síst vegna þess að
frá upphafi hafa símar fyrirtækisins verið
hannaðir og þróaðir fyrir sem víðtækasta
möguleika vegna samskiptakerfa eins og
Facebook og Twitter. Ýmsar sögusagnir hafa
verið í netheimum undanfarnar vikur um að
Facebook sé með eigin snjallsíma í þróun en
fyrirtækið hefur alla tíð neitað því.
44 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað
STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
SJÓNVARPSTILBOÐ
TILBOÐ 249.990
FULLT VERÐ kr. 329.990
ideas for life
Panasonic TXP42GT20 - Full HD 3D
42" Full HD 3-D THX NeoPlasma sjónvarp með 1920x1080p upplausn, THX, Vreal
Pro5 Engine - High Contrast Filter, 600Hz Intelligent Frame Creation, Infinite Black
5.000.000:1 (Native) skerpa, Pro 24p Smooth Film/Play Back, 0.001 msec svartíma,
x.v Colour, Progressive Scan, VIERA CAST nettengingu, Digital Cinema Colour 3D
Colour, Motion Pattern Noise Reduction 3D Comb Filter, C.A.T.S háskerpu HDTV
DVB-T stafrænn móttakari (MPEG4), kortalesari, 2 x USB tengi fyrir Wi-Fi/HDD
upptöku, 2x Scart (með RGB), 4 HDMI, innbyggður gervihnattamóttakari, PC tengi ofl.
SKERPA
5.000.000:1
PRO 5
600Hz
FULL
HD
1920x1080p
AVATAR
3D Blu-Ray
FYLGIR
MEÐ!
Í
vikunni lyfti HP hulunni af þrem-
ur nýjum tækjum sem koma á
markað á næstu mánuðum. Tæk-
in keyra öll á webOS, stýrikerf-
inu sem HP eignaðist við kaup á
Palm-fyrirtækinu í fyrra. Tækin þrjú
eru Touchpad, spjaldtölva með 9.7
tomma snertiskjá, Pre3, snjallsími
með 3,6 tomma snertiskjá og að lok-
um lítill en öflugur snjallsími sem
kallast Veer.
webOS í heimilistölvur?
Við sama tækifæri tilkynnti HP að
webOS-kerfið myndi í framhald-
inu verða keyrt í öðrum tækjum
sem fyrirtækið framleiðir, svo sem í
prenturum og jafnvel hefðbundnum
heimilistölvum. Þessi síðasti hluti
tilkynningarinnar hefur þegar vakið
mikla athygli og spurt er hvort HP sé
á leiðinni með fullvaxta stýrikerfi fyr-
ir heimilistölvur? Fyrirtækið greindi
frá þessu á frekar óljósan hátt og
sagði að; „það byggist við því að þeg-
ar fram liðu stundir myndu borðtölv-
ur og fartölvur fyrirtækisins keyra á
webOS.
Það liggur beinast við að Touch-
smart borðtölvurnar frá HP muni þá
fyrst njóta nýja stýrikerfisins. Þessi
vel hannaða tölvulína frá HP er ein-
mitt búin stórum snertiskjá og virðist
tilvalin fyrir stýrikerfi eins og webOS.
Hvort webOS yrði þar keyrt samhliða
Windows skal ósagt látið, HP er einn
stærsti framleiðandi tölvuvélbúnað-
ar í heiminum í dag og hefur alla þá
getu og fjármagn til að þróa sjálft gott
stýrikerfi.
Touchpad
HP TouchPad, sem keyrir á webOS
3.0 og tvíkjarna 1,2 GHz Snapdragon-
örgjörva, hefur alla þá eiginleika sem
prýða samkeppnishæfa spjaldtölvu í
dag; 9,7 tomma snertiskjá með 1024
x 768 upplausn, myndavél að fram-
an, WiFi, Blátönn, hátölurum, átta-
vita, hraðamæli og myndspjalli svo
eitthvað sé nefnt. Í 3G útgáfunni er
einnig A-GPS fyrir leiðsögukerfi.
Touchpad er 1,7 sentimetrar á þykkt
og vegur aðeins um 740 grömm.
HP Pre3
Pre3 er með 3,6 tomma snertiskjá, er
búinn 1,4 GHz örgjörva og lyklaborði
sem hægt er að renna út að neðan-
verðu. Síminn er að sögn HP algjör
fjölvinnsluvinnuþjarkur ætlaður at-
vinnumönnunum. Pre3 er meðal
annars búinn dulkóðaðri gagnavörn
og styður VPN til að geta tengst inn í
netkerfi fyrirtækja.
HP Veer
HP kynnti Veer-snjallsímann sem
„öflugan snjallpakka á stærð við
kreditkort.“ Síminn er að sögn fyrir-
tækisins búinn öllum helstu eigin-
leikum dýrari snjallsíma, fyrir skila-
boð og spjall, aðgang að fjölda forrita,
aðgang að samskiptasíðum og vefn-
um sjálfum. Vafri símans styður að
auki Flash Player 10.1. palli@dv.is
Þotu – núna!
Orrustuþotur hafa alla tíð haft á sér einhvern
dýrðarljóma í hugum ungra drengja. Þegar
vefsölurisa eins og eBay var svo spyrt saman
við þessa staðreynd gat ekki liðið á löngu
þar til eitthvað gerðist. Og viti menn, sjö ára
breskur drengur gat hreinlega ekki staðist
þessa freistingu á dögunum þegar fyrir
augum hans blasti mynd af breskri Harrier-
orrustuþotu og fyrir neðan hnappur sem á
stóð; Kauptu núna! Drengurinn hafði fengið
að vafra óáreittur í tölvu fjölskyldunnar og
endað inni á eBay þar sem uppboð á þotunni
stóð yfir. Fjölskyldufaðirinn greip þó fljótlega
í taumana þegar hann komst að því sem
gerst hafði og hafði samband við fyrirtækið
sem sett hafði þotuna á uppboð. Tókst þar
með að afstýra reikningi upp á rúmlega 21
milljón króna og fór þotan aftur á uppboð.
Engin syndaaf-
lausn með iPhone
Nýtt iPhone-forrit hefur vakið mikla
athygli að undanförnu. Forritið ber
nafnið „Confession: a Roman Catholic
App“, og væri einfaldlega hægt að
kalla Skriftastólinn á íslensku. Það
voru tveir bandarískir frumkvöðlar
sem unnu að gerð forritsins og fengu
við það aðstoð tveggja presta og nutu
jafnframt blessunar eins biskups.
Forritið er búið spurningalista
varðandi allar algengustu syndir
okkar mannanna og hefur verið kynnt
sem leið til vekja á nýjan leik áhuga
kaþólikka á skriftum. Páfagarður gaf
út yfirlýsingu vegna uppátækisins á
miðvikudag þar sem segir að „forritið
geti ekki komið í stað hefðbundinna
skrifta hjá presti.“
HP vakti athygli í vikunni þegar fyrirtækið afhjúpaði nýja spjaldtölvu og tvo snjallsíma
en öll tækin keyra á webOS. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti með þessu stýrikerfi og
áður en langt um líður gætum við séð borðtölvur sem keyra á webOS.
HP Touchsmart „All in one“-tölvan frá HP er eins og klæðskerasaumuð fyrir
webOS-stýrikerfið.
Ný tæki frá HP
Veer, Pre3 og Touchpad frá HP
Hewlett Packard ætlar sér stóra hluti með webOS
og hér má líta nýjustu vörurnar frá þessum stærsta
vélbúnaðarframleiðanda í tölvuheiminum í dag.