Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað „Það sem hefur verið mér ofarlega í huga eru þessir menn sem eru á aldr- inum tuttugu til fjörutíu ára og halda þessum stelpum nauðugum viljug- um, aðallega nauðugum, með dópi og áfengi svo þeir geti misnotað þær,“ segir Pétur Broddason, forstöðumað- ur á Laugalandi, meðferðarheimili fyr- ir ungar stelpur. „Þeir halda hlífiskildi yfir þeim þegar þær strjúka að heim- an eða láta þær hverfa. Skelfilegast er þó að þegar það er auglýst eftir þeim er þeim hent út á götu, því þeir vilja ekki að lögreglan sé á eftir þeim. Þær eru reknar út eða þá að þeim er skutlað eitthvert og þær skildar eftir.“ 219 tilvik á síðasta ári Árið 2010 hóf lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu 219 sinnum leit að barni á aldrinum ellefu til átján ára. Sumir létu sig hverfa oftar en einu sinni og voru einstaklingarnir alls 104, þar af 48 stúlkur og 56 strákar. Flestar stúlk- urnar voru á fjórtánda ári en strákarn- ir á því fimmtánda. Árið 2009 voru til- vikin 220 og 179 árið 2008. Oftast skila ungmennin sér fljótlega eftir að ósk- að er eftir aðstoð lögreglu en í öðrum tilvikum tekur eftirgrennslan lengri tíma. Á endanum getur þurft að lýsa eftir viðkomandi í fjölmiðlum. Þegar sú ákvörðun er tekin, að birta mynd af barni með slíkum fréttum, er yfirleitt búið að leita lengi og allra leiða án ár- angurs. Eins og fram kom í DV á mið- vikudag eru þessi mál jafn margvísleg og þau eru mörg. Börnin eru í uppreisn og fara að heiman til þess að gera eitthvað sem þau mega ekki gera, sum flýja erfiðar aðstæður og önnur gleyma sér í gleði. Stundum finnast þessi börn í partíum, hjá vinum, vandamönnum eða ein- hverjum sem telur sig vera að hjálpa barninu með því að hýsa það. Önn- ur finnast á vettvangi glæpa en oftar eru það strákar, segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir hjá Barnavernd Reykja- víkur. Oft sömu mennirnir Pétur er aftur á móti að vinna með stelpur og hann hefur meiri áhyggjur af þeim, enda algengara að þær séu misnotaðar kynferðislega og þá jafn- vel af eldri mönnum, sem oftar en ekki komast upp með gjörðir sínar. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í fjölda ára og er alltaf að heyra sömu nöfnin sem eru að eltast við stúlkur á aldrinum þrettán til sextán ára. Nýjar stúlkur koma í hópinn og hinar eldast. Það er með ólíkindum hvað sömu ein- staklingarnir komast upp með. Kerfið er svo hægt. Þetta eru menn með dóma fyrir fíkniefni, líkamsárásir og annað. Það er óhugnanlegt að svona menn sæki í þessar stelpur. Ég heyri enn sömu nöfn og fyrir tíu árum. Það er skelfilegt. Ég veit um húsnæði í Kópavogi þar sem lögregl- an þorir ekki inn, en þar halda þessar stelpur gjarna til auk þess sem þar er verið að selja fíkniefni og annað slíkt. Þar býr eldri maður sem er hærra sett- ur en aðrir í fíkniefnaheiminum og virðist ósnertanlegur. Lögreglan virðist ekki hafa neitt á hann. Sumum er jafn- vel hampað í fjölmiðlum.“ Á flótta undan lögreglunni „Þessir menn halda stelpum uppi með áfengi, dópi, peningum og jafnvel föt- um og greiðinn sem þær gjalda er kyn- líf. Þeir eru ekki að sækjast eftir neinu öðru. Allt eru þetta menn í eiturlyfja- bransanum sem eiga flestir flottan bíl, flott hús, þótt einhverjir búi í grenum, fara með þær á hótelherbergi og eiga allt til alls. Eins og stelpurnar segja sjálfar þá upplifa þær sig sem kvik- myndastjörnur. Þær halda að þetta séu bara næs gæjar. Stelpurnar koma kannski með fúsum og frjálsum vilja en síðan eru þær fylltar af dópi þannig að þær komast hvergi. Þær halda jafn- vel að þær séu í ástarsambandi en gera sér enga grein fyrir því að tíu aðr- ar stelpur fá líka að heyra að þeir elski þær. Sumir þeirra koma utan af landi til að sækja þær og þvæla þeim á milli staða undan lögreglunni á meðan leit- að er að þeim. Stundum er foreldrum hótað. Ég veit ekki hvað er hægt að gera. Barnavernd er að vinna í þessu, foreldrar og allir, ég veit ekki hvað hægt er að gera annað en að þrjóskast við, gefast ekki upp og halda í vonina.“ Fannst illa til reika á pítsustað „Það sem mér finnst verst í þessu er hvað það er til mikið af einstakling- um sem nota þessar stelpur og komast upp með það. Kerfið er bara svo hægt. Þetta eru menn með dóma og annað, bæði fyrir líkamsárásir og annað, það er óhugnanlegt að svona menn sæki í þessar stelpur. Þessa menn þekkja þessar stelpur og þeim finnst þeir bara næs gæjar.“ Hann tekur nýlegt dæmi af stúlku sem týndist á jólunum og fannst í byrj- un janúar. „Hún fannst illa til reika á pítsustað þar sem hún var að borða, komandi úr svona aðstæðum. En það veit enginn hjá hverjum hún var. Þær segja ekki alltaf frá því sem þær lenda í. Stundum gera þær það þegar það líður á meðferðina. Stundum muna þær ekki eftir því sem gerðist á meðan þær voru í stroki því þær eru búnar að vera í vímu og rugli. Ég þekki stúlku sem strauk að heiman fimmtán ára gömul. En hún man ekkert eftir tveimur vikum úr lífi sínu. Hún fannst í húsi í Garða- bæ þar sem Barnavernd fann þrjár stúlkur á sama tíma. Hún getur ekki munað neitt af því sem gerðist á þess- um tveimur vikum sem hún var týnd. Þetta er bara eitt dæmi.“ Horfa á ofbeldisverk Guðbjörg Erlingsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi, hefur einnig tekið á móti stúlkum sem eru að koma úr svona aðstæðum. „Stundum hafa þær horft upp á það þegar þessir menn eru að beita aðrar stúlkur hrotta- legu ofbeldi. Þær eru í raunverulegri lífshættu, það er raunveruleikinn. Í mínum huga er það bara tímaspurn- ing hvenær einhver deyr. Það hefur reyndar komið fyrir að börn úr þess- um hópi láta lífið. Oftar hafa þau þó komist nærri því.“ Pétur segir að yngsta stúlkan sem hann viti til þess að hafi látist hafi ver- ið sautján ára. Guðbjörg furðar sig því á afskiptaleysinu og ráðaleysinu sem henni finnst afgerandi. „Þetta er um- fangsmikill vandi og það er ekki ein- falt að takast á við hann en eins og staðan er í dag ríkir algjör þögn um þetta. Við erum sofandi á verðinum.“ Öryggiskerfi halda börnum inni Stundum fara þessar stelpur meðvit- að að heiman í einhverri ævintýra- mennsku á höttunum eftir djammi og aðrar lenda í aðstæðum sem þær komast ekki út úr. „Stundum er það meðvituð ákvörðun að stelast út á nóttunni til að hitta einhvern til að djamma með einhverjum. Það er mjög algengt. Þær ætla samt aldrei að þetta endi svona. Ég held að foreldr- um sé yfirleitt ekki mjög brugðið því eitthvað hefur gengið á, þótt það sé alltaf áfall þegar börnin hverfa. Oft- ast gerist þetta mjög hratt. Á einu til tveimur árum byrja vandræðin að hlaðast upp í fjölskyldunni og það þróast út það að krakkarnir fara að stinga af og láta sig hverfa til að kom- ast í neyslu. Foreldrar hafa jafnvel brugðið á það ráð að setja upp örygg- iskerfi í húsin sín til þess að verða þess varir ef barnið laumast út. Ég þekki dæmi um það.“ Guðbjörg segir að það sé rosalega erfitt að takast á við þetta. „Flestir for- eldrar gera eins vel og þeir geta. Þeir eru reiðir, í sorg og áfalli. Þeir upplifa þetta eins og þeir séu að missa barn. Litla barnið þeirra breytist og það breytist í eitthvert monster. Oft þola börnin ekki foreldra sína á meðan þetta stendur yfir en það breytist fljótt aftur þegar þau komast út úr þessu. Auðvitað eru þó til dæmi um að þær komi úr erfiðum heimilisaðstæðum.“ Boðið gull og grænir skógar Oftast byrjar þetta með því að þær eru í slæmum félagsskap í skóla og eitt leiðir af öðru. Þær standa ekki alltaf höllum fæti en eru ævintýragjarnar og hafa gaman af því að djamma. „Þeg- ar þú byrjar í neyslu leiðir eitt af öðru. Það er bara þannig. Á netinu kynnast þær líka alls konar liði. Þar birta þær myndir af sér léttklæddum og eru því miður eins og litlar gleðikonur. Þær telja sig öruggar á bak við tölvuna en stefnumótin hrannast upp og þá er orðið of seint að snúa við. Eftir smá tíma í meðferð förum við með þeim í gegnum þetta, látum þær taka þess- ar myndir út og sýnum þeim hvernig þær koma sér í þessi vandræði. Það getur verið erfitt að ná þess- um stelpum út úr þessu því það ligg- ur við að það sé setið fyrir þeim þeg- ar þær fara heim til sín. Það liggur við að þær þurfi að fara huldu höfði. Þær eru skíthræddar ef þær ætla að reyna að standa sig því það fréttist af þeim og þá eru þær sóttar og þessum Fimmtán ára, týnd í tvær vikur og man ekkert n Lögreglan hóf 219 sinnum leit að barni árið 2010 n Eldri menn leita uppi fórnarlömb n 19 ára stúlku haldið fanginni í fimm daga n Þrjár stúlkur fundust hjá manni í Garðabæ n Unglingsstúlkur heillast af fögru yfirbragði n Foreldrar þurfa stuðning Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þá upplifa þær sig sem kvikmynda- stjörnur. Þær halda að þetta séu bara næs gæjar. Í lífshættu Dæmi eru um að ungar stúlkur hafi orðið fyrir grófu ofbeldi eða horft upp á aðra beitta slíku ofbeldi. Á meðan eru þær í raunverulegri lífshættu. Oft tekur langan tíma að vinna úr slíkri reynslu. sviðsEtt mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.