Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 26
26 | Viðtal 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað É g er þannig gerð að ég óttast ekki breytingar, ég hef ekki áhyggjur af því sem gerist í framtíðinni. Það eina sem skiptir mig máli er að vera með börn- unum mínum, hugsa um þau og vera þeim góður vinur og fyrirmynd. Þegar líf manns snýst allt í einu á hvolf vil ég hugsa að það sé einfald- lega verið að beina mér inn á nýja braut sem mun reynast sú rétta fyr- ir mig þegar uppi er staðið,“ seg- ir Manuela sem býr í Manchester með börnunum sínum tveimur, Jó- hanni Grétari, sex ára, og Elmu Rós, 10 mánaða. Jóhann litli gengur í einkaskóla í hverfi þeirra í Manchester og Manuela er enn heima með Elmu Rós og með hana á brjósti. Hún er hörkudugleg móðir sem skilur vel gildi þess að rækta tengsl við börn sín enda þurfti hún sjálf að skilja að lífið fer ekki alltaf eins og mað- ur ætlar. Föðurmissir „Ég missti pabba minn mjög ung. Ég var aðeins tveggja ára þegar hann dó í bílslysi. Ég skil núna harm móður minnar og missi hennar. Þetta skil ég þegar ég sjálf er orðin móðir. Við vorum lítil en náin fjölskylda og ég er bundin móður minni ákaf- lega sterkum böndum. Auðvitað fannst mér alltaf eitthvað vanta þótt ég hefði svo sterka og góða konu til að annast mig. Þeir sem hafa misst náinn ástvin skilja þessa tilfinningu sem með tímanum breytist í ákafan vilja til að hlúa að þeim sem standa manni næst.“ Leið vel í leikhúsinu „Amma mín og afi reyndust mér líka ákaflega vel. Amma var sýningar- stjóri Þjóðleikhússins og ég var mikið hjá henni í vinnunni. Mér fannst það spennandi og ævintýralegt og skoð- aði þar hvern krók og kima. Ég var svolítill einfari þegar ég var krakki. Ég fór mikið með ömmu og afa til Flórída á sumrin og fann mig oft í öðruvísi hlutum en hinir krakkarnir. Ég var líka afskaplega feimin og er í raun enn og það var iðulega misskil- ið. Ég leit til dæmis oft undan þegar ég mætti fólki á gangi og þá var það túlkað þannig að ég væri merkileg með mig. Það var alls ekki raunin, ég hafði einfaldlega ekki kjark í mér til að mæta fólki og átti líka erfitt með að standa fyrir mínu.“ Þurfti að bæta sjálfstraustið Manuela segir fjölskyldu sína hafa reynt að aðstoða hana við að kom- ast yfir feimnina í æsku. „Ég þurfti að bæta sjálfstraustið og fjölskyldan hjálpaði mér við það með ýmsum ráðum. Það er þess vegna sem amma mín tók mig svona mikið með sér upp í leikhús. Ég var farin að stíga upp á svið og taka þátt í uppfærslum mjög ung og ég fann að það hjálpaði mér mikið. Eftir því sem ég varð eldri fékk ég aukinn áhuga á fyrirsætustörfum og þá var það svona almennt viðhorf að fegurðarsamkeppnir væru góður vettvangur til þess að efla sjálfstraust og framkomu svo ég fékk stuðning til þess að sækja fram á þeim vettvangi.“ Ekki hægt að keppa í fegurð Manuela var aðeins 18 ára gömul þeg- ar hún var valin fegurðardrottning Ís- lands árið 2002. Áður hafði hún unn- ið sér inn titilinn ungfrú Reykjavík og tekið þátt í Ford-fyrirsætukeppninni. „Ég hef ekkert á móti fegurðar- samkeppnum sem slíkum og finnst þær alveg eiga rétt á sér, eins og margt annað. Þetta getur verið mjög skemmtilegt og ákveðin reynsla og ég eignaðist margar af mínum bestu vin- konum þar. Það er hins vegar nauð- synlegt að þátttakendur hafi bein í nefinu og geri þetta allt saman á rétt- um forsendum. Ungar stúlkur með brotna sjálfsímynd hafa ekkert í feg- urðarsamkeppni að gera. Ég vona líka að allar þær sem íhuga að taka þátt í slíkri keppni hafi eitt mikilvægt grundvallaratriði á hreinu. Það er ekki hægt að keppa í fegurð. Fegurð er af- stæð og hún er í auga þess sem horfir.“ Útlit á ekki að skipta svona miklu máli Manuela upplifði gríðarlega pressu eftir að hún vann titilinn og seg- ir álagið sem honum hafi fylgt hafa verið töluvert. „Ég óska engum þess að búa við þessa pressu – að vera fullkomin og falleg öllum stundum. Væntingar fólks um árangur minn á þessu sviði ollu strax of mikilli pressu og álagið hélt áfram. Útlitið á ekki að skipta svona miklu máli og það er ljóst að ég hafði ekki nægt sjálfstraust til þess að standa undir þessu álagi. Ég hefði viljað bíða, þroskast og læra að þekkja sjálfa mig betur áður en ég tók þátt.“ Ætlaði að verða fornleifafræð- ingur En Manuelu dreymdi hins vegar ekki um að verða fyrirsæta, leikkona og fegurðardrottning þegar hún var lít- il. Heldur átti hún sér þann draum að verða fornleifafræðingur. „Það er svolítið skemmtilegt að segja frá því en ég átti mér þann draum heitastan að verða fornleifa- fræðingur og lenda í spennandi æv- intýrum um heim allan. Draumur- inn var ákafur og ég eyddi miklum tíma á Þjóðminjasafninu í að skoða gersemarnar. Ég hætti þó við allt saman þegar ég uppgötvaði að ég gæti ekki sankað að mér öllum þess- um gersemum. Ég þyrfti líklega að afhenda þær á safn,“ segir Manuela og skellir upp úr. Vinkonurnar eins og systur Manuela er augljóslega hjartahlý kona því hún á margar góðar og nánar vinkonur sem tala fallega um hana. „Ég náði ekki góðu sambandi við skólafélagana þegar ég var yngri en þegar ég hóf nám í Menntaskól- anum í Reykjavík breyttist það allt saman. Ég er rosalega þakklát fyrir þann tíma og ég eignaðist þar góð- ar vinkonur sem ég mun alltaf eiga að. Ég á engin systkini og þess vegna rækta ég vinskapinn eins og um fjölskyldu væri að ræða. Vinkon- ur mínar eru eins og systur mínar og vinir mínir eins og bræður mín- ir og þannig á ég í rauninni stóra og trausta fjölskyldu. Sonurinn gömul sál Sonur Manuelu, Jóhann Grétar, gengur eins og áður sagði í einka- skóla í Manchester og þau eru af- skaplega náin. „Þetta er mikill agi fyrir svona lítil börn,“ segir Manuela. „Maður er vanur því frá Íslandi að börn á hans aldri séu að borða sand í sandkassanum, á meðan þau læra frönsku og stærðfræði hérna úti. Jó- hann er í skólabúningi, háum sokk- um, stuttbuxum og blazerjakka,“ útskýrir Manuela og hlær að sam- anburðinum. „Hann er svona eins og lítill karl. Hann er rosalegur kar- akter þetta barn og mjög einstakur. Hann tekur mig stundum og pakk- ar mér saman í einhverjum rök- ræðum. Hann er gömul sál og ekki þetta dæmigerða barn. Hann ætlar að verða prófessor og forseti í hjá- störfum ef hann finnur sér tíma til að sinna því til hliðar. Hann gerir mig stolta á hverjum einasta degi. Hann er líka alltaf að finna eitthvað upp og ég bíð bara eftir því að hann komi með eitthvað rosalegt sem breytir heiminum. Hann er í essinu sínu hér og það er meðal annars þess vegna sem ég hef ekki hugsað mér að flytja til Íslands.“ Beðin um að hylja sig Dóttir hennar Elma Rós, 10 mán- aða, er ólík Jóhanni Grétari. „Ég hef það á tilfinningunni að hún verði mjög fyrirferðarmikil. Hún er samt algjört draumabarn og sefur mikið og vel. Hún er ennþá á brjósti og er þess vegna enn mjög háð mér en mér finnst það bara yndislegt. Ég hef ekk- ert farið frá henni nema í 3–4 tíma frá því að hún fæddist. Það er svolít- ið skrýtið að í Bretlandi er þetta allt öðruvísi. Hér fæ ég augnaráð þegar ég gef henni brjóst á almannafæri og er jafnvel beðin um að hylja mig. Það er eins og ég sé að gera eitthvað dónalegt.“ Ég er þeirra styrkur Manuela er eins og áður sagði óhrædd við breytingar og veit að lífið kemur sífellt á óvart. „Ég vil að börnin mín horfi til baka þegar þau verða eldri og hugsi „vá hvað mamma mín var flott kona, vá hvað hún höndlaði aðstæður vel og lét okkur ekki finna fyrir neinu.“ Sama hvað gengur á hjá mér, þá er ég þeirra styrkur. Ég þoli allt og vernda þau fyrir öllu. Allt sem ég geri, geri ég fyrir þau.“ Manuela Harðardóttir fegurðardrottning er óhrædd við breytingar og telur að út frá þeim komi oft eitthvað gott. Hún ræðir við Kristjönu Guðbrandsdóttur um lífið, æskudraumana, gildi vináttunar, reynslu sína af fegurðarsamkeppnum og álaginu af þeim. Móðurhlutverkið er besta hlutverk hennar í lífinu og breytti henni fyrir fullt og allt. „Ég er þeirra styrkur,“ segir Manuela. „Allt sem ég geri, geri ég fyrir börnin mín.“ „Ég átti mér þann draum heitastan að verða fornleifafræðingur og lenda í spennandi ævintýrum um heim allan. Draumurinn var ákafur og ég eyddi miklum tíma á Þjóðminjasafninu í að skoða gersemarnar. Gerir allt fyrir börnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.