Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað
Hjálmar Jónsson um dómsmál Eiðs Smára Guðjohnsen gegn DV:
„Hreint og klárt hneyksli“
„Ég er bara alveg gáttaður á niður-
stöðu þessa dóms og skil ekki hvern-
ig hægt er að komast að þessari nið-
urstöðu,“ segir Hjálmar Jónsson,
formaður Blaðamannafélags Ís-
lands. Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi fréttastjóra og ritstjóra DV
til þess að greiða Eiði Smára Guð-
johnsen miskabætur fyrir umfjöll-
un um stórfelldar lántökur hans og
misheppnaðar fjárfestingar í aðdrag-
anda hrunsins.
Hjálmar er mjög ósáttur við dóm-
inn. „Nái þessi dómur fram að ganga
og snúi Hæstiréttur honum ekki við,
þá hlýtur öll umfjöllun um fjárhags-
málefni áberandi fólks í þjóðlífinu
að verða mjög erfið. Með dómnum
eru lagðar óeðlilegar hömlur á tján-
ingarfrelsi og ekki horft á mikilvægi
þess fyrir lýðræði í landinu og þau
fordæmi sem tíðkast í Evrópu,“ seg-
ir Hjálmar sem vill ekki trúa því að
dómurinn verði fordæmisgefandi.
„Dómurinn getur ekki orðið for-
dæmisgefandi því með þessu eru
lagðar þær hömlur á tjáningarfrelsið
að ekki verður við unað,“ segir hann.
„Þarna er um opinberar persón-
ur að ræða og það er verið að fjalla
um miklar og háar fjárfestingar og
það er óskiljanlegt að dómari kom-
ist að þessari niðurstöðu. Það er
fróðlegt fyrir almenning í landinu
að lesa rökstuðning dómarans sem
er nánast ekki neinn. Hann upplýsir
um viðhorf til fjölmiðla og starfa fjöl-
miðlamanna sem á ekki að þekkjast
nema í einræðisríkjum,“ segir Hjálm-
ar og bætir við: „Þetta er hreint og
klárt hneyksli og því miður virðast ís-
lenskir dómstólar ekki skilja hlutverk
fjölmiðla í lýðræðissamfélagi.“
solrun@dv.is
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Handklæðaofnar og
sturtuþil á baðkar
VITA handklæðaofn kúptur króm
50x80 cm
13.490
VOTTUÐ GÆÐAVARA
KRANAR OG
HITASTILLAR FRÁ
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum - Flúðum
MARGAR STÆRÐIR
Sturtuglerþil á baðkar
6 mm öryggisgler
21.900
Síðustu átta mánuði hefur skip, sem
merkt er nafninu Helen Guard, legið
við hafnarbakkann á Seyðisfirði í far-
banni. Skipið var stöðvað í maí í fyrra
og þrír skipverjar þess handteknir og
yfirheyrðir grunaðir um að tengjast
umfangsmiklu fíkniefnamáli í Hol-
landi. Enginn veit hver á skipið, eng-
inn gerir tilkall til þess og á meðan
liggur það nánast óhaffært við höfn-
ina. Einn skipverjanna kom aftur til
landsins nokkru eftir rannsókn lög-
reglu og greiddi hafnargjöld fram í
tímann og lét sig síðan hverfa. Síðan í
nóvember hefur skipið safnað skuld-
um og lögreglustjórinn á Seyðisfirði
reiknar með að það fari á uppboð.
Lögreglan hefur þurft að hafa afskipti
af skipinu þar sem menn hafa ætlað
sér að hirða úr því nothæfa hluti í
leyfisleysi.
Grunur um stórfellt smygl
Skipið kom til Íslands þann 15. maí
í fyrra. Þrír hollenskir karlmenn um
borð voru handteknir tveimur dög-
um síðar grunaðir um að tengjast
haldlagningu á þremur tonnum af
mari júana í Hollandi. Mönnunum
var hins vegar sleppt að kvöldi 17.
maí að loknum yfirheyrslum þar sem
engin fíkniefni fundust í skipinu eft-
ir umfangsmikla rannsókn hérlendra
lögreglu- og tollyfirvalda í samstarfi
við lögregluyfirvöld ytra.
Vafasamt skip í farbann
Skipið var síðar úrskurðað sem hinn
vafasamasti dallur eftir ástandsskoð-
un þar sem efasemdir vöknuðu um
að það væri hreinlega haffært. Svo
fór að Siglingastofnun úrskurðaði
skipið í farbann þann 25. maí þar
sem það þótti í skelfilegu ástandi og
öryggisbúnaði ábótavant. Í gögnum
sem fundust um borð kom fram að
skipið hefði verið smíðað árið 1968
í Þýskalandi og skráð þar allt þar til
það var afskráð árið 2002. Skipið var
merkt Kingstown á Saint Vincent-
eyju í Karíbahafinu en engin gögn
fundust um borð því til staðfestingar.
Síðar í sama mánuði var greint frá því
að farbann Siglingastofnunar yrði í
gildi þar til lögmætum gögnum hefði
verið framvísað og úrbætur gerðar á
skipinu og búnaði þess. Nú, rúmlega
átta mánuðum síðar, liggur það enn
við festar á Seyðisfirði.
„Það er bara þarna“
Hjá Siglingastofnun fengust þær
upplýsingar að skipið kæmi ekki
inn á borð hjá stofnuninni aftur
fyrr en þegar, og ef, til þess kemur
að farbanni verði aflétt. Þangað til
liggi það bara í við höfnina og vís-
aði upplýsingafulltrúi stofnunar-
innar að öðru leyti á hafnarstjórn-
endur á Seyðisfirði. Jóhannes P.
Hansson, hafnarvörður Seyðis-
fjarðarhafnar, vildi aðspurður um
skipið sem minnst af því vita. „Ég
veit ekkert um það, og það veit
enginn neitt um það. Það er bara
þarna.“ Hann bætti þó við að skip-
ið heiti nú í raun ekki Helen Guard.
Það nafn hafi bara verið málað á
skipið „til að blekkja,“ eins og hann
orðaði það.
Ætlaði að stela ljósavél
Lárus Bjarnason, lögreglustjóri á
Seyðisfirði, segir að tollurinn hafi
haft reglulegt eftirlit með skipinu
síðan það kom enda væri það í far-
banni og sé ótollafgreitt. Það eftirlit
hefur reynst nauðsynlegt því á dög-
unum kom upp mál þar sem mað-
ur í bænum hugðist hirða ljósavél
úr skipinu. „Við heyrðum af því að
eitthvað slíkt væri í uppsiglingu og
stoppuðum það bara af þannig að
ekkert varð úr því. Þetta var aðili
sem ætlaði að nýta sér þessa vél.
Hann áttaði sig ekki á því að þetta
væri bara ekki heimilt. Svo veit
maður ekki hvort einhverju smá-
legu hafi verið stolið þarna um
borð, það getur verið erfitt að koma
í veg fyrir það “ segir Lárus í sam-
tali við DV. Hann segir að í kjölfar-
ið hafi tollurinn komið og innsiglað
dularfulla draugaskipið til að reyna
að koma í veg fyrir að menn færu í
það í leit að varahlutum.
Ógreidd hafnargjöld
hlaðast upp
Eftir að skipverjunum var sleppt eft-
ir árangurslausa lögreglurannsókn
hurfu þeir af landi brott einn af öðr-
um. Að sögn Lárusar kom þó einn
þeirra aftur til landsins til að vitja
skipsins. „Hann kom hingað aftur
og var eitthvað að stússa í skipinu. Í
leiðinni greiddi hann hafnargjöldin
eitthvað fram í tímann, til nóvem-
ber minnir mig, og ætlaði að reyna
að gera þetta skip upp. En svo er
hann horfinn á braut, sá góði mað-
ur,“ segir lögreglustjórinn.
Síðustu mánuði hafa því hafnar-
gjöld skipsins hlaðist upp og væntir
Lárus þess að þeir aðilar sem gætu
átt kröfu í skipið óski eftir uppboði
á því. „Það er þá bæði höfnin hérna
vegna hafnargjalda og svo gæti toll-
urinn gert kröfu um að skipið verði
selt á þeim grundvelli að það er búið
að vera hér lengur en heimilt er án
tollafgreiðslu. Ég reikna alveg með
að það komi beiðni þar að lútandi til
okkar og þá seljum við skipið.“
GRIPDEILD
STÖÐVUÐ Í
DRAUGASKIPI
„Það veit enginn
neitt um það. Það
er bara þarna.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Dularfullt draugaskip
Helen Guard hefur legið við
hafnarbakkann á Seyðis-
firði í átta mánuði. Verður
líklega selt á uppboði.
n Illa farið skip hefur legið í Seyðisfjarðarhöfn í átta mánuði
n Úrskurðað í farbann eftir rannsókn á fíkniefnasmygli í fyrra
n Líklega sett á uppboð n Hugðist hirða ljósavél úr skipinu
Bíræfnir þjófar:
Þaulskipu-
lagt innbrot
„Það var farið þarna inn með lykli.
Málið er til rannsóknar og við höfum
fylgt þeim litlu upplýsingum sem
við höfum og yfirheyrt nokkra,“ segir
Árni Þór Sigmundsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. Brotist var inn
í verslun Krónunnar í Mosfellsbæ
aðfaranótt mánudags og töluverðum
fjármunum stolið.
Innbrotið virðist hafa verið vel
skipulagt. Þjófarnir höfðu meðferð-
is slípirokk sem þeir notuðu til að
opna peningaskáp verslunarinnar.
Árni Þór vill ekki segja hversu mikl-
um fjármunum þjófarnir náðu að
stela. „Það er umtalsvert en við gef-
um það ekki nánar upp.“ Auk þess
stálu þeir miklu af tóbaki.
Myndir náðust af mönnunum
á eftirlitsmyndavélar í versluninni
en Árni segir að erfitt sé að styðj-
ast við þær. „Það voru allavega tveir
sýnilegir innandyra. Myndirnar eru
ógreinilegar og þeir voru með hulin
andlit og hanska. Þannig að það er
eftir litlu að fara,“ segir Árni. Inn-
brotið uppgötvaðist ekki fyrr en á
mánudagsmorgun þegar starfsmenn
mættu til vinnu.
Aðspurður hvort grunurinn bein-
ist að starfsmanni eða starfsmönn-
um í ljósi þess að þjófarnir voru með
lykla segir Árni að ekki sé hægt að
slá neinu föstu með það. „Það er
verið að skoða alla möguleika. Það
er mikil starfsmannavelta á svona
stöðum og svo geta lyklar hafa týnst.
Það er allur gangur á því.“
Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri
Krónunnar, segir að málið sé á við-
kvæmu stigi. Hann vildi ekki tjá sig
nánar um það að svo stöddu.
Bannað DV mátti samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur ekki fjalla um lántökur og fjárfest-
ingar Eiðs Smára Guðjohnsen.