Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 56
Það er ekki á hann Binga logið! Vörður lagði Ásdísi n Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnars- dóttir, tapaði í Hæstarétti Íslands á fimmtudag máli sem hún höfðaði á hendur tryggingafélaginu Verði. Ásdís krafði félagið um bætur vegna meiðsla sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi. Lögmaður Varðar taldi hins vegar að vátrygging bílsins, sem var í eigu Garðars Gunnlaugs- sonar, eiginmanns hennar, hefði verið fallin úr gildi þegar slysið varð. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum fyrirsæt- unnar, en áður hafði héraðsdómur Reykjavíkur komist að sömu nið- urstöðu. Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarfor- maður Vefpressunnar, hefur haslað sér völl í kynlífsbransanum. Björn Ingi hefur ásamt viðskiptafélögum sínum sett á fót vefverslunina mona. is, þar sem hægt er að kaupa vatns- heldar unaðsperlur, ögrandi undir- föt, unaðskrem og það sem kynnt er sem „flottasta unaðstækið fyrir kon- ur“, svo fátt eitt sé nefnt. Þá býður verslun Björns Inga og félaga upp á reðurpumpur og margs konar hjálp- artæki ástarlífsins ásamt bókum og DVD-diskum um kynlíf. Óhætt er að segja að Björn Ingi hafi tekið algjöra U-beygju frá því hann var vonarstjarna Framsóknar- flokksins fyrir nokkrum árum. Sem slíkur var hann aðstoðarmaður for- sætisráðherra og síðar formaður borgarráðs Reykjavíkur. Eftir að hafa hrökklast úr pólitík árið 2008 snéri hann aftur í fjölmiðla á Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins. Hann stofnaði síðan fréttamiðilinn Press- una og settist í ritstjórastól þar. Aft- ur hrökklaðist hann úr starfi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþing- is sýndi að hann hefði fengið mörg hundruð milljóna króna kúlulán hjá Kaupþingi. Síðan þá hefur Björn Ingi verið titlaður útgefandi og aukið um- svif sín á netinu, svo um munar. Auk kynlífsverslunarinnar er Björn Ingi hluthafi í vefsíðu sem bókar ævin- týraferðir fyrir túrista. Þá er hann titlaður útgefandi kvennavefjarins bleikt.is og nú í vikunni keypti Vef- pressan vefinn Eyjuna, þar sem einn hans helsti gagnrýnandi, Egill Helga- son, er helsta stjarnan. Björn Ingi Hrafnsson er þúsundþjalasmiður: Selur hjálpartæki ástarlífsins ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 34 19 0 2/ 11 * Innfalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. ** Punktasöfnun fyrir báðar leiðir. I Vinsamlegast athugið: Einstaka sinnum kemur fyrir að viðskiptavinir Icelandair fljúgi með vél sem ekki er búið að setja í ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi. 25% + Bókaðu ferð á www.icelandair.is BARNAAFSLÁTTUR BARCELONA FRÁ 25.900* KR. GEFUR 1.800 TIL 5.400 VILDARPUNKTA** GLASGOW FRÁ 18.900* KR. GEFUR 1.500 TIL 4.500 VILDARPUNKTA** HALIFAX FRÁ 26.900* KR. GEFUR 2.100 TIL 6.300 VILDARPUNKTA** LÁTTU FARA VEL UM ÞIG Í GÓÐUM SÆTUM Viðskiptavinir hafa meira rými, t.d. mun betra pláss fyrir fætur. Hver viðskiptavinur hefur skjá á sætisbak- inu fyrir framan sig. Þar er hægt að velja á milli ýmiss konar afþreyingar, allt eftir smekk og áhugasviði hvers og eins. Skemmtiefnið er öllum viðskiptavinum að kostnaðarlausu. 25% BARNAAFSLÁTTUR – SÉRSTÖK ÞJÓNUSTA VIÐ BÖRN Icelandair býður sérstakan 25% barnaafslátt af fargjaldi í öllum flokkum fyrir börn á aldrinum 2–11 ára. Þeim er séð fyrir einhverju skemmtilegu til að stytta sér stundir með og einnig gefum við börnunum póstkort og liti sem þau geta afhent áhöfn til að senda til vina og vandamanna. Í afþreyingarkerfinu er gott úrval barnaefnis með íslensku tali. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelgarblaÐ 11.–13. feBRúaR 2011 18. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Björn Ingi Hefur haslað sér völl á netinu. Eitt af hans nýjustu verkefnum er vefverslun með kynlífsvörur. Fyrirlesturinn fyllti mælinn n Vefmiðillinn Eyjan heldur því fram í slúðurdálknum Orðið á götunni að rekja megi uppsögn Ingi- mars Karls Helgasonar á fréttastofu Stöðvar 2 til gagnrýni Ingimars á vinnustað sinn í fyrirlestri sem hann hélt á Jafnréttisþingi í síðustu viku. Á fyrirlestrinum var fjallað um kynjahlutföll í fjölmiðlum og gagnrýndi Ingimar Stöð 2 harðlega, líkt og aðra fjölmiðla. Orðið á götunni telur að þar liggi ástæða fyrirvaralausrar uppsagnar hans. Ingimar Karl hafði starfað á Stöð 2 í um tvö ár. Í kveðjubréfi sínu til starfsmanna fór hann hörðum orðum um yfirstjórn fréttastof- unnar. Vilja Haga n Fjárfestarnir Árni Hauksson og friðrik Hallbjörn Karlsson reyna nú að eignast þriðjungshlut í Högum, sam- kvæmt frétt á Stöð 2. Félagarnir hafa stundað viðskipti með gríðarlegum árangri síðustu ár og eru vafalaust í hópi þeirra fjárfesta sem komu best undan hruninu. Þeir áttu ekki hluti í bönkunum eða öðrum stærstu útrásarfyrirtækjum. Eftir hrun var staða fyrirtækja þeirra svo sterk að þeir gátu greitt sér mörg hundruð milljónir í arð. Árni er giftur Ingu Lind Karlsdóttur en Friðrik Hallbjörn er giftur Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.