Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 34
34 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað MORÐIN Í BELANGLO n Raðmorðingi lék lausum hala í Belanglo-skógi í Nýja Suður-Wales í Ástralíu á 10. áratug síðustu aldar n Fórnarlömbin voru bakpokaferðalangar og morðin kölluð The Backpacker Murders n Af sjö fórnarlömbum voru fimm útlendingar Á rið 1992 hittust tveir breskir ferðalangar, Caroline Clarke og Joanne Walters, í Ástralíu og ákváðu að verða í samfloti á ferð sinni um suðurhluta landsins. Í apríl sama ár yfirgáfu þær farfugla- heimili í Sydney og tóku stefnuna á suðausturhluta Nýja Suður-Wales. Segir ekki meira af för þeirra en þann 20. september sama ár hnaut hópur þátttakenda í ratleik um rotnandi lík í Belanglo-skóginum og daginn eftir fundu tveir lögreglumenn annað lík í um 30 metra fjarlægð frá því fyrra. Fyrsta ályktunin sem dregin var af fundinum var að um væri að ræða lík Caroline Clarke og Joanne Walters en það var í reynd ekki sjálfgefið því tveir þýskir ferðalangar, Gabor Neu- gebauer og Anja Habschied, höfðu einnig horfið á svipuðum slóðum, reyndar þó nokkru fyrr – milli jóla og nýárs 1991 – og Simone Schmidl, einnig frá Þýskalandi, hafði verið týnd í rúmt ár. Einnig kom til greina að um væri að ræða ástralskt par, Deboruh Ever- ist og James Gibson, sem höfðu verið týnd frá 1989. Lík finnast, eitt af öðru Umrædd lík voru reyndar af Caro- line Clarke og Joanne Walters, en rúmu ári síðar, í október 1993, fund- ust tvö lík til viðbótar við sama slóða í Belanglo-skógi. Rannsókn leiddi í ljós að um var að ræða líkamsleif- ar James Gibsons og Deboruh Ever- ist. Rannsókn leiddi enn fremur í ljós að sennilega væri um að ræða sama morðingjann og í máli Caroline og Joanne. Nú fóru að renna tvær grímur á lögregluna enda virtist sem um einn allsherjargrafreit væri að ræða á þessu svæði í Belanglo-skóginum. Í nóvemberbyrjun sama ár fannst fimmta líkið. Einungis var hægt að bera kennsl á það með því að not- ast við tannlæknaskýrslur. Í ljós kom að þar var fundið líkið af Simone Schmidl. Fatnaður sem fannst við lík hennar tilheyrði þó ekki henni held- ur Önju Habschied, en lík hennar var þegar þar var komið sögu ófundið. Skothylki á tjaldstæðum En öll kurl voru ekki komin til graf- ar enn, ítarleg leit var sett í gang og afraksturinn var tvær hauskúpur sem fundust þann 4. nóvember. Þær reyndust vera af Önju Habschied og Gabor Neugebauer. Anja hafði verið afhöfðuð og hún og Gabor bæði verið stungin ítrekað, sem átti reyndar við í öllum tilvik- um því fórnarlömbin höfðu öll verið stungin eða skotin eða hvort tveggja. Ljóst var af verksummerkjum að morðinginn, eða morðingjarn- ir, höfðu eytt þó nokkrum tíma með fórnarlömbunum bæði fyrir og eftir morðin því skammt frá öllum líkun- um fundust tóm skothylki og merki um tjaldstæði. Á meðal þeirra möguleika sem lögreglan velti fyrir sér var að ódæðin hefðu verið framin af nokkrum morðingjum, í það minnsta tveimur. Áttunda fórnarlambið Eðli málsins samkvæmt voru allar mögulegar vísbendingar sem fund- ust á svæðinu rannsakaðar, þar á meðal skothylki – 22 kalibera úr Ru- ger-riffli – sem fannst skammt frá líki Caroline Clarke. Lögreglan bætti mögulegu átt- unda fórnarlambi á listann; lík Di- ane Pennachio, 29 ára móður, hafði fundist í skóglendi árið 1991. Hún hafði verið stungin til bana og, líkt og hin líkin, lögð á grúfu með handleggi fyrir aftan bak. Líkin áttu það einnig sameig- inlegt að hafa fundist við fallið tré. Píramída laga skýli úr greinum og burkna hafði verið reist yfir líkin. En um þetta leyti gekk hvorki né rak í rannsókn lögreglunnar og engar nýjar vísbendingar fundust. Vitni kemur lögreglunni á sporið En 13. nóvember hljóp á snærið hjá lögreglunni þegar hún fékk sím- hringingu frá Paul Onions, breskum ferðalangi sem hafði verið á ferða- lagi um Ástralíu nokkrum árum áður. Paul hafði þegið far hjá manni, „Bill“, en ekki litist á blikuna þeg- ar Bill beindi að honum byssu og reyndi að koma á hann böndum. Paul tókst að komast út úr bílnum, fá far hjá öðrum bílstjóra, Joanne Berry, og hringja í lögregluna og segja frá svaðil för sinni. Frásögn Pauls var síðar studd af Joanne Berry. Joanne gerði sér ferð á lögreglustöðina í fylgd vinkonu sinn- ar en kærasti vinkonunnar vann með manni að nafni Ivan Milat og taldi hún að Ivan kynni að vera bílstjórinn sem ógnað hafði Paul. Rannsókn lögreglunnar beindist í kjölfarið að Ivan Milat og í ljós kom að ýmislegt mælti með því að hann yrði rannsakaður í þaula. Hann hafði setið inni og verið ákærður fyrir rán á tveimur konum árið 1971 og fyrir að hafa nauðgað annarri þeirra – reynd- ar voru kærurnar síðar felldar niður. Milat handtekinn Einnig kom í ljós að Ivan og Richard bróðir hans unnu báðir í vegavinnu- flokki við þjóðveginn á milli Sydney og Melbourne, og Milat átti land- areign í grennd við Belanglo-skóg. Milat hafði selt Nissan Patrol-jeppa skömmu eftir að lík Joanne Walters og Caroline Clarke fundust og var, að sögn þeirra sem til þekktu, mikill áhugamaður um vopn. Þegar lögreglunni tókst að sýna fram á tengsl á milli frásagnar Pauls Onions og Belanglo-morðanna var Paul beðinn að fljúga frá Bretlandi til Ástralíu til að aðstoða við rannsókn- ina. Þann 5. maí 1994 bar Onions kennsl á Milat á mynd úr ljósmynda- safni lögreglunnar. Milat var hand- tekinn 22. maí á heimili sínu í fjöl- mennri lögregluaðgerð. Lögreglan rannsakaði einnig heimili Richards, Alex, Boris, Walt- ers og Bills, bræðra Ivans, en hafði lítið upp úr krafsinu. Á heimili Ivans fannst aftur á móti mikið magn vopna, þar á meðal riffill sömu teg- undar og hafði verið notaður við morðin. Einnig fannst fatnaður, úti- legubúnaður og myndavélar úr eigu fórnarlambanna. Árangurslaus varnaraðgerð Í fyrstu lotu, 23. maí, var Ivan Milat aðeins ákærður fyrir þjófnað og ólöglega vopnaeign, en svaraði þeim ákærum engu. Þann 30. maí, í kjöl- far nánari rannsóknar lögreglunnar, var Ivan einnig ákærður fyrir morðin á ferðalöngunum sjö og réttarhöldin hófust í mars 1996. Verjandi Ivans bar því við að þrátt fyrir haug af vísbendingum væri ekki að finna nokkra sönnun þess að Ivan væri sekur. Reyndi verjandinn einnig að varpa sök á ættingja Ivans, eink- um og sér í lagi á Richard bróður hans. Þann 27. júlí 1996 komst kvið- dómur að því að Ivan Milat væri sekur um morðin. Hann var einnig sakfelldur fyrir morðtilraun, frelsis- sviptingu og rán í máli Pauls Onions og fékk sex ára dóm fyrir hvert þeirra brota. Fyrir morðin á Caroline Clarke, Joanne Walters, Simone Schmidl, Önju Habschied, Gabor Neuge- bauer, James Gibson og Deborah Everist fékk Ivan Milat lífstíðardóm fyrir hvert og eitt. Dómana skal hann afplána hvern á fætur öðrum án möguleika á reynsulausn. „Anja hafði verið afhöfðuð og þau bæði verið stungin ítrekað, sem átti reyndar við í öllum tilvikum því fórnarlömbin höfðu öll verið stungin eða skotin eða hvort tveggja. Ivan Milat Lík fórnarlambanna fundust í skógi skammt frá landareign hans. Fórnarlömbin sjö Þau voru öll á bakpokaferðalagi um Ástralíu þegar þau féllu í hendur Ivans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.