Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 38
38 | Lífsstíll 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Aðeins ljóshært starfsfólk Í tilraun sinni til að gera ljóskum hátt undir höfði hefur litháíska fyrirtækið Olialia tilkynnt að það hyggist opna ljóskuströnd á Maldíveyjum, litlum eyjaklasa suðvestur af Indlandi. Aðeins ljóshærðar konur og karlmenn fá að starfa á ströndinni en hún er hugsuð sem ferðamannastaður fyrir alla, óháð hárlit. Ástæðan fyrir því að fá bara ljóshært starfsfólk? „Það dregur að fólk rétt eins og sólin,“ segir Lauryna Anuseviciute, yfirmaður hjá Olialia, í samtali við Associated Press. Tæknilegt minnisblað NoteSlate kemur á markað innan tíðar en það er spjaldtölva sem hægt er að nota eins og minnisblað. Tölvan er mjög einföld og kostar ekki mikið. Það er í rauninni ekkert hægt að gera annað við hana en að nota hana sem teikniborð eða minnisblað. Hún býður upp á nokkra mismunandi liti og er einstaklega einföld í notkun. Það sem NoteSlate hefur umfram venjulegt blað er að þú getur vistað og sent það sem þú hripar niður á tölvuna. H ollenskt skófyrirtæki hef- ur farið alla leið í að fram- leiða umhverfisvæna skó. Skórnir eru þannig gerð- ir að þegar hefðbundinni notkun lýkur og kominn tími til að fleygja þeim, þá er hægt að grafa þá í mold og af þeim vex tré. Skórnir eru hluti af „Virgin Collection“ sem skó- fyrirtækið OAT kynnti í síðustu viku. Trjáfræ eru inni í skónum en efni skónna er sérstaklega gert með það í huga að það leysist upp í mold með tímanum. Það gæti reynst erfitt að eignast svona skó því aðeins 900 skópör fara á mark- að í vor, í allri Evrópu. Skórnir hafa fengið umfjöllun um allan heim og flestir telja þá vera snilldarhugmynd. Stofnandi OAT segir hugmyndina þó hafa verið einfalda og að hún hafi í raun verið augljós. „Þú skilur eitthvað miklu betra eftir þig: tré, blóm eða jafnvel bómullarplöntu sem gæti gefið af sér efni í nýjan bol fyrir þig,“ sagði hann í tilkynningu til fjölmiðla. OAT er ungt fyrirtæki og er þetta fyrsta skólínan sem það sendir frá sér. Skólínan hlaut fyrstu verð- laun á Green Fashion-keppninni þar sem hálfnaktar fyrirsætur, sem áttu að tákna Adam og Evu, sýndu skóna í hjólbörum með mosa og litlu tré. Upprúllað lyklaborð Með G-Tech Fabric Bluetooth-lyklaborðinu getur þú á mjög einfaldan hátt notað lykla- borð í fullri stærð með litlu ferðatölvunni þinni. Þú getur brotið lyklaborðið saman, vafið því upp og stungið í vasann. Lyklaborð- ið, sem er úr mjúku efni, notar Bluetooth- tækni til að tengjast við tölvuna. Takkarnir á því eru merktir samkvæmt alþjóðlega enska QWERTY-kerfinu og því ætti lyklaborðið að nýtast Íslendingum. Lyklaborðið fæst í vefversluninni ThinkGeek fyrir rétt tæpa 30 Bandaríkjadali, sem samsvara um 3.500 krónum. Lyklaborðið gengur fyrir tveimur AAA-rafhlöðum. Skórnir verða að tré: PLANTAÐU SKÓM Umhverfisvænir Skórnir eru ekki bara flottir. Android tekur yfir hjá Símanum IPhone-síminn sem hefur verið gífurlega vinsæll á Íslandi hefur nú þurft að lúta í lægra haldi fyrir Android-símum en notkun á þannig símum hjá viðskiptavinum Símans hefur nú farið fram úr notkun á iPhone. Samkvæmt fréttatilkynningu frá símanum rauk notkun á Android-símum upp seinni hluta ársins 2010. Fyrir þá sem ekki vita er Android opið stýrikerfi frá Google sem tengir farsímann fyrirhafnarlaust við hvers kyns samskiptasíður, leiki og smáforrit á vefnum. Jói Fel kann að gleðja eiginkonuna og gefur lesendum góð ráð um hvernig má dekra við elskuna sína á Valentínusardaginn. Þ ar sem Valentínusardaginn ber upp á mánudag að þessu sinni þarf maturinn að vera léttur og góður og ekki of feit- ur og grísí,“ segir Jói. „Þar sem þetta á að vera róman- tískt má maturinn ekki heldur vera of þungur. Skemmtilegast er að vera með þríréttað; forrétt, aðalrétt og svo desert, eins og áður sagði ber daginn upp á mánudag og er undirbúning- urinn því frekar stuttur. Fólk að vinna fram eftir degi og á svo eftir að kaupa í matinn.“ Jói mælir því með léttri og góðri veislu á Valentínusardaginn, forrétti með melónu og parmaskinku og trufflupasta með kjúklingi í aðalrétt. FORRÉTTUR Melóna með parmaskinku n Gul melóna n Parmaskinka í sneiðum n Fersk basilíka n Parmesanostur n Ólífuolía Skerið melónuna niður í báta og vefjið einni sneið af parmaskinku utan um. Saxið basilíkuna nið- ur og stráið yfir, rífið parmesanost- inn frekar gróft niður og sáldrið yfir, hellið svo örlitlu af góðri ólífuolíu yfir. AÐALRÉTTUR FYRIR TVO Trufflupasta með kjúklingi n 2 stk. kjúklingabringur n 200 g ferskt taglietelle-pasta n 1 box kastaníusveppir n 1 msk. þurrkaðir villisveppir n 2 dl rjómi n 2–3 msk. truffluolía n 30 g parmesanostur + auka í restina n Salt og pipar „Grillið kjúklingabringurnar í ca. 15 mínútur og takið til hlið- ar. Sjóðið pastað eins og sagt er á pakkanum. Á meðan pastað er soð- ið er sósan gerð. Setjið þurrkuðu sveppina í bleyti í ca. 10 mínútur. Skerið sveppina frekar smátt nið- ur ásamt villisveppunum og steik- ið vel upp úr olíu. Þegar svepp- irnir eru tilbúnir er truffluolíunni og rjómanum blandað saman við, kryddið með salti og pipar og lát- ið suðuna koma upp. Þegar past- að er tilbúið (al dente) er það sett saman við sósuna ásamt rifnum parmesan, slökkvið á hitanum og blandið öllu vel saman. Setjið past- að á disk og skerið kjúklinginn nið- ur í sneiðar og setjið yfir pastað ásamt rifnum parmesanosti. Með þessu er svo drukkið EITT glas af hvítvíni þar sem það er mánudagur.“ Enginn tími fyrir eftirrétt Jói mælir með að hér sé staldrað við. Enginn tími sé til að búa til eftirrétt þegar svona mikið stendur til í eld- húsinu. „Þar sem það er ekki nægur tími til að gera eftirrétt er gott að fara út í næsta bakarí og kaupa t.d. súkk- ulaðienglaköku eða góða skyr tertu. Valentínusardagurinn hefur ekki verið hátt skrifaður hjá mér en það er alltaf gaman að gera eitthvað skemmtilegt, ekki veitir af að hressa upp á lífið og tilveruna eins og ár- ferðið er. Þar sem flestir íslenskir karlmenn eru að bíða eftir konudeg- inum sem er um næstu helgi tökum við því frekar rólega á Valentínusar- daginn. Á sjálfan konudaginn tök- um við tudda og béarnaise með öllu. Annars virkar alltaf vel á konur, þeg- ar karlmenn setja upp svuntuna og sýna hvað í þeim býr. Síðan kemur aðalatriðið og það er desertinn, góð súkkulaðikaka klikkar ekki, þá gleyma þær öllu (samt ekki okkur körlunum) og allir verða glaðir.“ kristjana@dv.is á Valentínusardaginn Dekur að hætti Jóa Fel „Þar sem flestir íslenskir karlmenn eru að bíða eftir konudeginum sem er um næstu helgi tökum við því frekar rólega á Valentínusardaginn. Á sjálfan konudaginn tökum við tudda og béarnaise með öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.