Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Guðný Sigurðardóttir steig fram á mánudag og sagði sögu dóttur sinn- ar sem hefur ítrekað horfið af heim- ilinu og er á kafi í vímuefnaneyslu. Í kjölfarið hafði fjöldi foreldra í sömu sporum samband, bæði við hana og DV. Guðný er ekki ein þó að það séu ekki margir sem ræði þetta. Nú birt- um við sögu móður sem horfði á eftir dóttur sinni fara í gegnum sama ferli en náði áttum þegar kærasti hennar lét lífið. Það er til þess að vernda dótt- ur hennar sem við birtum ekki nöfn þeirra mæðgna. Rosalega hrædd Dóttir hennar var misnotuð í æsku auk þess sem hún lenti í mjög slæmu einelti þar sem þær bjuggu í litlu bæj- arfélagi úti á landi. Hún flúði þá í hóp eldri krakka og kynntist eldri strák sem bjó í bænum. Í kjölfarið fór hún að láta sig hverfa, stinga af og fara í bæinn. „Hann var góður við hana þótt hann væri á kafi í fíkniefnum,“ segir móðir hennar. „En ég bara tryllt- ist þegar hún var fimmtán ára gömul með miklu eldri manni. Þetta er svo auðveld leið, þetta var bara skólabók- ardæmi um það hvernig börn reyna að gleyma sér, fylla upp í tómarúmið og hún var bara komin í slæm mál. Í hvert skipti sem hún strauk leitaði ég að henni úti um allt og gafst ekki upp fyrr en ég fann hana. Ég keyrði um bæinn og hringdi í alla sem mér datt í hug að gætu vitað eitthvað. Ég var rosalega hrædd um hana. Oft fann ég hana hjá þessum kærasta hennar og þegar ég sótti hana var hún brjál- uð. Ég á ennþá bréf sem hún skrifaði mér og sagðist hata mig.“ Á þessum tíma var hún líka að kynnast eldri hálfbróður sínum sem var á kafi í rugli og dældi í hana fíkni- efnum. „Það særði mig mjög. Fyrst fattaði ég það ekkert, mér fannst bara gaman að þau væru að kynnast. En hann tók ekki ábyrgð á því að passa hana eða líta á hana sem litlu syst- ur sína. Honum fannst bara gaman að sýna sætu systur sína. Síðar baðst hann afsökunar á þessu, þegar hann var orðinn edrú.“ Sér eftir að hafa sent hana í meðferð Í kjölfarið fór hún í meðferð á Stuðl- um. „Hún hafði verið að reykja gras og var komin í slæman félagsskap og ég var bara dauðstressuð með hana. Þannig að ég sendi hana á Stuðla. Ég upplifði Stuðla sem geymslu því það var ekki verið að vinna með hana þarna. Í mínum huga eru meðferðar- úrræði fyrir unglinga bara djók. Það er enginn að gera neitt af alvöru. Það er allt bara bisness, enda er árangurinn ekki nógu mikill. Þetta gekk ekki upp, hún strauk þaðan, fór að hitta þessa sukkfélaga sem hún átti og lenti í alls konar veseni. Þannig að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég vissi ekki hvar hún var þegar hún strauk og leið ömurlega. Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag hefði ég ekki sent hana strax í meðferð. Mér fannst hún fyllast af vonleysi þegar hún fékk þau skilaboð að ef hún stæði sig ekki gæti allt verið búið. Krakkar geta verið að fara í gegnum alls konar tímabil. Þau eru ekkert endilega alkó- hólistar. Þau eru kannski bara í slæm- um félagsskap.“ Dóttirin lokkuð í partí Fljótlega eftir heimkomuna af Stuðl- um fór allt í sama farið. Nokkru síðar fór hún á Vog og var þá komin í harð- ari neyslu og farin að nota amfetam- ín og alsælu að staðaldri. „Þar kynntist hún soranum. Í meðferð er svo mik- il samkennd að það myndast traust á milli þeirra sem þar eru. Mér finnst Vogur ógeðslegur staður fyrir ungl- inga. Unglingar hafa ekkert að gera í meðferð með Hraunurum inni á Vogi. Það þarf að færa unglingadeildana út úr þessu húsi. Dóttir mín komst í alls konar sambönd og þegar hún kom þaðan út varð neyslan miklu harðari. Síminn hringdi og einhverjir karlar voru á línunni. Þegar ég spurði hvort hún væri ekki aðeins of ung til að vera vinkona þeirra fékk ég þau svör að þau væru meðferðarfélagar. Þar komst hún líka í kynni við konu sem var tíu árum eldri en hún. Hún hringdi í dótt- ur mína og fékk hana með sér í partí þar sem henni var byrluð alsæla og þrír menn nauðguðu henni. Fyrir það að lokka hana þangað fékk þessi kóka- íngreiðslu, það fékk ég seinna staðfest. Svona fólk er til. Siðblindan var svo mikil að henni var komið í annarlegt ástand til að það væri hægt að misnota hana og síðan héldu þessir menn því fram að hún hefði fílað þetta.“ Leið vítiskvalir Sú var nú ekki raunin og eftir þetta reyndi hún nokkrum sinnum að fyr- irfara sér. „Ég hef aldrei séð neinn líða aðrar eins kval- ir og gráta eins mik- ið. Hún bjó enn hjá mér á þessum tíma og sagði mér strax frá þessu. Guði sé lof að hún treysti mér fyrir þessu. Ég hef lagt rosalega mikla vinnu í okkar sam- skipti svo hún gæti sagt mér allt. En í marga mánuði var ástandið hræðilegt. Henni leið svo illa og það var hryllilegt að horfa upp á það. Grátköstin voru tíð og hún óskaði þess helst að muna ekk- ert eftir þessu, því smám saman féllu minningarbrotin til og það var alltaf jafn erfitt. Hana langði ekki að muna þetta. Ég var svo reið að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég var svo van- máttug. Hún var orðin fimmtán ára og mátti stunda kynlíf. Þeir héldu því fram að hún hefði fílað þetta. Hvern- ig áttum við að sanna að svo hefði ekki verið? Það var mjög erfitt. Reynd- ar er ég á þeirri skoðun að það sé fá- ránlegt að það megi sofa hjá fimmtán ára börnum. Það ætti að hækka þessi mörk upp til átján ára aldurs.“ Treystir engum fyrir barninu Hún var ekki sú eina sem lenti í slík- um vanda. „Ein vinkona hennar lenti í því að meðferðarfélagar hennar bru- tust inn heima hjá henni, bundu hana niður og nauðguðu henni. Það voru sprautuför á henni, marblettir og för eftir rassskellingar. Samt hafði hún verið edrú í þrjá mánuði þegar þetta gerðist. Þegar þeir voru farnir var það fyrsta sem hún gerði að hringja í dótt- ur mína, sem sá hana í þessu ástandi og kom grátandi heim til mín. Eftir þetta fór þessi stelpa í rosalega mik- ið rugl og endaði með manni sem var miklu eldri en hún en gat verndað hana. Þær eru ekki þær einu sem ég veit til þess að hafi farið illa út úr sam- skiptum við fólk sem þær kynntust í meðferð.“ Eftir á að hyggja telur þessi móðir að dóttir hennar hafi ekki átt heima í meðferð. „Ég tók það allt of alvarlega þegar hún var farin að reykja gras og hef rosalega mikla sektarkennd vegna þess. En þetta kenndi mér margt á þessum tíma, eins og að treysta engum nálægt börnunum mínum. Yfirleitt eru þeir sem eru hættulegastir þeir sem hafa aðgang að þeim, þeir sem þú treystir eins og fólkið sem er með þeim í meðferð.“ Leitaði á næturnar, vann á daginn Næstu ár voru erfið og á tveggja ára tímabili var hún stöðugt að leita dóttur sína uppi. Hún kom sér fyrir í einhverj- um grenum, oftast með eldra fólki. „Stundum var hún einhvers staðar þar sem ég gat ekki nálgast hana. Nokkr- um sinnum þurfti lögreglan að leita að henni. En það þurfti alltaf að líða viss tími áður en þeir fóru af stað. Þegar þeir voru búnir að leita oftar en einu sinni að henni fannst mér þeir ekki sinna þessu neitt rosalega vel, höfðu örugglega ekki mannskap í það. Mér fannst ég standa ein og það fór rosalega mikið af mínum tíma í þetta. Ég leitaði að henni á næturnar og vann á daginn. Ég hef alltaf verið heppin að geta ráðið tíma mínum svo- lítið sjálf. Ég fann mér sniðuga vinnu þar sem ég vann stuttan vinnutíma og var með góð laun. En ég kom í alls konar ástandi í vinnuna og var oft al- veg ofboðslega þreytt. Samt vissi eng- inn hvað ég var að ganga í gegnum.“ Einangraðist í kvölinni Smám saman einangraðist konan mjög mikið. „Ég var að díla við skítuga barnið hennar Evu og ég fann hvern- ig við vorum dæmdar ef ég sagði frá því sem var að gerast. Því vildi ég ekki bera þetta á torg og ómeðvitað ein- angraðist ég í þessu ástandi. Í mörg ár var ég aldrei í sambandi því ég vildi ekki fá karlmann á heimilið. Ég ákvað að klára bara þetta mál með börnun- um mínum og gat ekki hugsað mér að hleypa öðrum inn í þetta líf. Það þarf líka að vera rosalega sterkur aðili sem kemur inn í svona líf ef maður ætlar að díla við börnin sín. Mér fannst ég held- ur ekki hafa neitt að gefa. Fólk er í rosalegri kvöl með þetta og sumir gefast upp því þeir upplifa þetta sem vonlausa baráttu. Ég missti sem betur fer aldrei vonina. Samt er ég búin að prófa allan pakkann, barna- vernd, barnahús og lögregluna. Ég náði takmarkað til hennar þegar hún var upp á sitt versta. En ég var alltaf til staðar fyrir hana og ég sagði henni allt- af sannleikann. Sem betur fer var hún oft með kærasta, mér fannst þeir flestir fífl en fann samt ró í því að þeir myndu þó passa upp á hana. En auðvitað voru þeir líka að nýta sér varnarleysi hennar og ungan aldur.“ Upphafið að endalokunum Dóttir hennar náði sér ekki upp úr þessu fyrr en hún var orðin nítján ára og var farinn að búa með manni sem var að verða þrítugur. Hann var í tómu rugli, búinn að koma sér í mikil vand- ræði og með handrukkara á eftir sér og fleiri en eitt gengi. Þau voru nýfarin að búa saman þegar hann dó. „Í rauninni voru það fíkniefnin sem drógu hann til dauða. Það var vendipunkturinn í hennar lífi. Hún þurfti að takast á við svona hluti til að átta sig og hún var mjög lengi að jafna sig á því. Áfallið var mikið og hún upplifði djúpa sorg. Það tók langan tíma að vinna úr þess- ari reynslu.“ Ástin er stærsti sigurinn Í kjölfarið sneri stúlkan lífi sínu við og tók ábyrgð á sálfri sér, eins og móðir hennar leggur mikla áherslu á að all- ir geri. „Meðferðarkerfið hér er þannig að þú getur farið aftur og aftur í með- ferð. Þá þarft þú ekki að taka ábyrgð á sjálfum þér því þú ert alltaf með vara- skeifu. Ef þú fengir bara að fara einu sinni inn, fengir þá alla vitneskju um sjúkdóminn og bataferlið og ættir síð- an að bera ábyrgð á því væri líkegra að þú næðir bata. Sérstaklega ef þú vissir að þú fengir bara þennan eina séns, að þú þyrftir að greiða fyrir næstu með- ferð. Það er eins með þetta og allt ann- að í lífinu, ef þú tekur ekki ábyrgð á að- stæðunum færðu ekki frelsi frá þeim. Þú verður að fara inn í reiðina, sárs- aukann og sleppa því. Fyrirgefningin gerir þig frjálsa og sömuleiðis það að taka ábyrgð á lífi sínu.“ Eftir allt sem á undan er gengið felst stærsti sigurinn í ástinni sem er á milli þeirra. „Kær- leikurinn gagnvart henni og systur hennar er það dýrmæt- asta sem ég hef upplifað. Við erum svo miklir vinir, við erum bara skytturnar þrjár. Ætli ég væri nokkuð sú sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þessa reynslu. Fyrst að ég festist ekki í sjálfsvorkun og hún náði bata fengum við að vaxa með þess- ari þraut. Við sáum leiðina út úr þessu en það var ekki auð- velt.“ einangraðist í baráttunni n Dóttir hennar strauk stöðugt í tvö ár n „Ástandið var hræðilegt“ n Leitaði á nóttunni og vann á daginn n Sagði engum frá n End- urheimti dóttur sína þegar kærastinn dó n Ástin stærsti sigurinn Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is 12 | Fréttir 9. febrúar 2011 Miðvikudagur „Við erum að sjá dæmi um börn sem eru dögum saman í reiðuleysi, týnd í undirheimum Reykjavíkur. Það er bara svoleiðis,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir starfsmaður barna- verndar Reykjavíkur. Reglulega birtast fréttir af því í fjölmiðlum að lögreglan leiti að ungum krökkum. Þessir krakk- ar koma úr mismunandi aðstæðum og mál þeirra eru jafn margvísleg og þau eru mörg. Foreldrar standa þó flestir ráðalausir frammi fyrir þessum vanda, úrræðaleysið er mikið og fag- aðilar sammælast um að þetta sé eitt- hvað sem vert sé að hafa áhyggjur af. Eitt af því sem veldur þeim ugg er þeg- ar ólögráða stúlkur flýja í faðm fullorð- inna karlmanna. Í einhverjum tilfell- um haldi þeir stúlkunum uppi og fái jafnvel kynferðislega greiða í staðinn. Stundum eru þessi börn búin að koma sér fyrir í svokölluðum gren- um þar sem hópur fíkniefnaneytenda hangir saman eða hjá vinum og kunn- ingjum. „Við þurfum að finna þau og koma þeim til hjálpar. Oft er ástæðan tvíþætt, neysla og andlegir erfiðleikar,“ segir Halldóra. „Það er ekkert á vísan að róa með að þetta séu börn sem komi úr erfið- um heimilisaðstæðum. Mörg þeirra búa við ágætar heimilisaðstæður og eiga ábyrga foreldra sem vilja og geta stutt við bakið á þeim en þurfa kannski aðstoð við það. Önnur börn koma kannski úr skelfilegum heimil- isaðstæðum. Það er ekki hægt að al- hæfa neitt um það.“ Halldóra segir líka að hér sé mik- ið af ungu fólki af erlendum uppruna sem hafi komið til landsins með eða án foreldra og eigi oft erfitt með að að- lagast íslensku samfélagi. „Þau koma hingað stálpuð og eiga erfitt með að falla inn í og skilja kerfið. Foreldrar þeirra eiga líka erfitt með það og við þurfum þá að grípa inn í.“ Týnd í tvær vikur Alls bárust barnavernd Reykjavík- ur 43 beiðnir árið 2010 frá foreldrum sem vildu að leitað yrði að barninu þeirra. Formlegar beiðnir til lögreglu voru hins vegar 24, í hinum tilvikun- um komu börnin í leitirnar áður en málið var komið í formlegt ferli. Þessi börn voru týnd mislengi, allt frá ein- hverjum dögum og upp í tvær vikur, jafnvel lengur. „Þá láta þau stundum vita að það sé allt í lagi með þau og að þau séu á lífi en vilja ekki gefa upp hvar þau eru, koma þessum skilaboð- um bara til foreldra sinna. Þegar ákveðið er að lýsa eftir barni er vandinn yfirleitt orðinn nokkuð viðamikill. Oftast er það gert vegna þess að við metum það svo að þess- ar stúlkur séu að leggja líf sitt í mikla hættu í aðstæðum sem við þekkjum ekki.“ Telja sig ástfangnar Halldóra segir að þessi mál séu oft snúin, ekki síst þegar ungar stúlkur flýi í faðm manna sem þær telji sig ástfangnar af, þótt í raun sé algengt að mennirnir séu að nýta sér varn- arleysi þeirra og sakleysi. „Þegar það er ekki hægt að færa rök fyrir því með sannanlegum hætti að stúlkan hafi verið tæld eða beitt misbeitingu eða öðru slíku er ekki hægt að kæra mál- ið. Samkvæmt lögum mega allir sofa hjá þegar þeir eru orðnir fimmtán ára. Stúlkur á átjánda ári eru komn- ar fast að því að verða sjálfráða um sitt líf. Því nær sem dregur verða að vera þeim mun sterkari rök fyrir því að taka þær út úr aðstæðunum gegn þeirra vilja. Við og dómstólar þurfum að meta það þannig að þær séu bók- staflega að stefna lífi sínu í hættu.“ Úrræðin sem barnavernd hefur upp á að bjóða eru því ekkert sérstak- lega sterk segir Halldóra. „Það er ekki hægt að binda þessar stúlkur fastar niður og henda lyklinum. Þær hafa sinn rétt og því eldri sem þær eru því erfiðara er að fást við málið. Foreldrar þurfa stundum að horfast í augu við það að geta lítið gert.“ Erfitt að koma í veg fyrir þetta Halldóra veltir því upp hvort það sé of snemmt að veita fimmtán ára börn- um fullt frelsi á kynferðissviðinu: „Sumir segja að það þýði ekkert að loka augunum fyrir því að stór hluti barna sé farinn að stunda kynlíf fyr- ir fimmtán ára aldur. Á að setja ein- hver aldursmörk á það? Það er spurn- ing. Persónulega finnst mér fimmtán ár fullsnemmt. Ég held að við værum alla vega betur sett ef aldursmörkin væru miðuð við sextán ára aldur.“ Líkt og Halldóra veltir Steinunn Bergmann á Barnaverndarstofu sjálf- ræðisaldrinum fyrir sér. „Börn sem eru orðin fimmtán ára gömul mega vera í kynferðissambandi en það er ekki þar með sagt að það sé viðeig- andi að þau séu í kynferðissambandi við eldri menn. Margir foreldrar gera athugasemdir við það. En ef þær vilja þetta sjálfar er sannarlega erfitt að bregðast við því og erfitt fyrir foreldra að koma í veg fyrir það. Sum lönd miða við átján ára aldur og mér þætti ekkert óeðlegt að þessi mörk yrðu færð ofar hér líka. Hins vegar er það mjög tvíbent líka því það er spurning um persónufrelsi barnanna og rétt- indi. Það mætti kannski skoða það að börn á aldursbilinu fimmtán til átján ára gætu verið í kynferðislegu sam- neyti við hvert annað, þótt að þeim væri ekki heimilt að vera í sambandi við fertuga menn.“ Í slagtogi við glæpamenn Halldóra tekur orðið og segir að það sé vissulega erfitt fyrir foreldra að horfa upp á ólögráða dóttur sína í faðmi eldri manns, sérstaklega ef hann umtalaður sem misindismað- ur. „Ég get ímyndað mér að það þætti mjög alvarlegt að stúlka væri hjá Jóni stóra. Í tilfelli þar sem vitað er að mað- urinn stundar áhættusamt líferni og hefur verið dæmdur fyrir það, jafnvel gróft ofbeldi, og ætla mætti að mik- ið af hættulegu fólki væri í kringum hann er hægt að grípa sterkar inn í. En ef stúlka er í slagtogi við fullorð- inn einstakling sem lítið er vitað um annað en að hann er með hreint saka- vottorð og hún lifir ekki áhættusömu lífi vandast málið. Hún er kannski flutt að heiman og inn á annað heim- ili gegn vilja foreldranna, en það er lít- ið hægt að gera. Börn eru nefnilega löglegir aðilar að barnaverndarmál- um frá fimmtán ára aldri. Ef foreldrar óska eftir því getum við með aðstoð lögreglu tekið barn með valdi út af heimili þar sem það vill endilega vera, stundum frá kær- astanum sínum eins og í þessu til- felli. Vandinn er hins vegar sá að oft fer stúlkan strax aftur til mannsins. Þá þurfum við að fá úrskurð um að senda barnið á meðferðarheimi. Barnið á rétt á lögmanni sem fer með mál þess fyrir dómstólum.“ „Þær leita þetta uppi.“ Valgerður Rúnrsdóttir læknir á Vogi bendir á að börnin sæki yfirleitt í þessar aðstæður sjálf. „Persónulega held ég ekki að einhver maður úti í bæ búi til fíkil úr ungri stúlku. Ég lít ekki svo á að þær séu bara í neyslu vegna þess að þær séu minni máttar gagn- vart stærri mönnum sem toga þær niður í svaðið, heldur eru þær í vand- ræðum og þetta er þeirra leið til þess að spjara sig. Þetta samfélag verður til því ungar stúlkur vilja prófa efnin og vera í þess- um hópi. Þessu fylgir ákveðinn status, þessir menn eiga bíl, fallegt heimili og hafa aðgang að vímuefnum. Þeg- ar þær eru orðnar háðar vímuefnum fer þetta að snúast um að finna efni og komast í vímu. Þær eiga kannski erfitt með að verja sig og standa með sjálfum sér og fara út úr erfiðum sam- böndum. Þær eru oft í mikilli neyslu og hafa ekki mikil fjárráð þannig að þær leita þetta uppi.“ Halldóra segir að þær borgi fyrir dóp, landa, brennivín og alla mögu- lega hluti með kynlífi. „Þær eru kannski ekki í markvissu vændi eins og eldri konur en gefa kynlíf í skipt- um fyrir peninga, föt, áfengi eða ann- að sem þær telja sig vanta frá degi til dags. Ég efast bara um þær segi okkur allar frá því ef eitthvað slíkt er í gangi. Margar segja aldrei frá því. Aðrar segja bara smá, halda að við þolum ekki að heyra meira, hvað þá foreldrarnir.“ Trúar svokölluðum kærasta Þau mál þar sem ungar stúlkur búa inni á glæpamönnum eru fá en þeim mun alvarlegri. „Algengara er að þær fari inn á heimili kærasta sem er kannski tveimur, þremur árum eldri,“ segir Halldóra: „Að þær flytji bara að heiman og inn á annað heimili án þess að það hafi nokkurn tímann ver- ið samþykkt. Stundum geta foreldrar tekist á við þetta sjálfir en þegar þeir halda að það sé um óregluheimili að ræða er það erfiðara. Þá leita þeir til okkar og við reynum að komast að því hvað sé í gangi. Það getur verið erfitt að meta það hvort þessar stúlk- ur séu raunverulega sjálfviljugar í að- stæðunum. Viðbrögð þeirra geta lit- ast af hræðslu og þá halda þær trúnað við þann mann sem þær óttast, eða því, sem mér finnst nú algengara, að þær telji sig vera í ástarsambandi við manninn. Þær líta á þessa menn sem kærasta sína, alla vega um tíma. Þess vegna eru þær trúar þeim og segja ekki frá neinu misjöfnu sem þær verða fyrir. Þar að auki gætu einhverj- ar verið háðar þessum kærustum sín- um um efni. Á meðan svo er er ólík- legt að þær trúi okkur fyrir því sem hefur gerst.“ Beittar þvingunum Hins vegar eru dæmi þess að þegar meðferðaraðilar ná til þeirra, ef það er hægt að koma þeim í meðferð og styðja þær yfir lengri tíma, að þær segi þá frá því að þær hafi verið beittar þvingunum eða hótunum. „Í kjölfar- ið er það metið hvort þær treysti sér til þess að kæra málið en þær myndu sjaldnast gera það. Sú skylda hvílir þó á okkur, en þar sem þær neita að bera vitni fyrir dómstólum þá er erf- itt að eiga við það. Þær guggna nú yf- irleitt á því fyrir dómi að segja frá því sem gerðist, þó að þær hafi sagt frá því annars staðar í kerfinu að þær hafi orðið fyrir líkamlegu, kynferðislegu eða annars konar ofbeldi og hótun- um af hendi fyrrverandi kærasta síns. Þetta eru ungar stúlkur sem óttast að þeim verði refsað. Þær eru hræddar. Fólk er hrætt,“ segir Halldóra. Steinunn segir að það komi alltaf upp mál þar sem menn misnoti ung- ar stúlkur með þessum hætti. „Þeir halda þeim frá foreldrum sínum og neita því að þær séu þar sem þær eru. Þannig koma þeir í veg fyrir að for- eldrar geti sótt börnin sín. Það hafa al- veg verið dæmi um það að menn hafi leynt börnum fyrir foreldrunum. Það er refsivert en ég veit ekki til þess að því ákvæði hafi verið beitt.“ Ákvæðið aldrei nýtt Steinunn myndi vilja sjá það gerast. „Þá gildir einu hvort um er að ræða menn í fíkniefnaheiminum sem laða að sér ungar stúlkur eða aðra sem halda jafnvel að þeir séu að hjálpa barni. Auðvitað eru til dæmi um að fólk leyni barni því það segist hafa það svo slæmt heima hjá sér. Í sumum til- vikum er kannski allt í lagi heima hjá barninu en barnið vill fá að gera eitt- hvað sem það má ekki. Ef einhver tel- ur að barn búi við slæmar aðstæður og geti ekki verið hjá forsjáraðilum verður hann að snúa sér til barna- verndar. Kerfið er með innbyggða ferla til að aðstoða börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður.“ Halldóra segir að það megi skerpa betur á lagaákvæði sem segir að óheimilt sé að hýsa börn undir lög- aldri gegn vilja foreldranna. „Kannski þarf líka að veita starfsmönnum betri leiðbeiningar og hvetja þá til að nýta það betur. En ég veit ekki hvort það hefði einhvern tilgang, hvort það væri einhver fælingarmáttur í því. Hvort þeir fengu dóma yfirhöfuð. Þessir lokkunardómar hafa verið mjög væg- ir. Við yrðum að trúa því að vinnan sem fylgdi því að kæra málið til lög- reglu hefði einhvern tilgang. Að það hefði fælingarmátt þannig að þess- ir menn myndu ekki telja það svara kostnaði að standa í þessu veseni. Núna gerum við það ekki.“ Í mikilli hættu Steinunn segir að öll flóran sé hér eins n Ungmenni strjúka að heiman n Eru dö gum saman í reiðuleysi n Fá dóp, brennivín, peninga og föt fyrir kynlíf n Þegja yfir ofbeldi og þvingunum n Halda að þær s éu ástfangnar n Engar afleiðingar fyrir þessa menn n Foreldrar ráðalausir Ólögráða stúlkur í fangi eldri manna Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Er það að segja manni eitthvað þegar lögrelgan kemur heim til að sækja kærust- una að beiðni barnavernd- ar ... 6 mán í að hún verði 18 ... lenti í þessu í síðustu viku. „Þær líta á þessa menn sem kærasta sína. Fréttir | 13 Miðvikudagur 9. febrúar 2011 og annars staðar „Það er allt til hér á Íslandi. Ég er búin að starfa í þessum geira lengi þannig að ég hef séð ým- islegt og sum mál eru mjög alvarleg.“ Eins og Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi bendir á er þessi hópur ungmenna sem hleypur undan allri aðstoð í mikilli hættu. „Afleiðingarn- ar geta verið erfiðar ef fólk er líka í vímuefnaneyslu. Þessir krakkar eru í áhættuhóp varðandi sprautunotkun og dæmi eru um að ungt fólk sé með sýkingar eftir blóðblöndun eða smit á veirum eftir sprautufíkn. HIV og lifr- arbólga C eru þar á meðal.“ Harmsögur fíkla Ungir og hömlulausir einstaklingar í þessum aðstæðum eru líka í hættu varðandi slys, kynsjúkdóma, ótíma- bærar þunganir og annað slíkt. „Ég hef séð þetta allt hjá krökkum sem eru sautján, átján ára gamlir. Yngri krakkar koma yfirleitt ekki á Vog, þar sem þeirra aðalvandi er yfirleitt ekki vímuefnavandi,“ segir Valgerður. Hún bendir einnig á að á meðal vímuefnaneytenda sé tíðni kynferð- isofbeldis há. „Þeir sem eru í neyslu, hvatvísir og ekki alltaf með fulla fimm, lenda í ýmsu, meðal annars kynlífi, hvort sem það er með eða á móti. En það er svo margt annað líka, beinbrot, eigum við að telja þau líka? Það er svo margt sem kemur fyrir fíkla og alkóhólista sem eru virkir í neyslu.“ Oft þurfa þessi börn að fara aft- ur og aftur í meðferð áður en hægt er að ná til þeirra. „Það er algengt að þau komi oft og staldri stutt við. Það er allt í lagi þótt einhver ætli sér bara að vera edrú í nokkra mánuði – heil- margt getur gerst á þeim tíma. Og það er mikið í húfi. Sérstaklega þegar við tökum mið af þeim fylgikvillum sem hann væri að glíma við ef hann hefði haldið áfram í neyslu.“ Of fá pláss í neyðarvistun Flestir foreldrar telja að það ætti að vera hægt að ganga lengra í því að stoppa þessi ungmenni af segir Hall- dóra: „Sem foreldri upplifir þú ákveð- ið magnleysi gagnvart því að stöðva barn sem er orðið jafn stórt og þú en er í mótþróa og jafnvel að berjast við fíkn. Þessu fylgja mikil átök. Fólk vill að hægt sé að grípa inn í og setja barnið strax á meðferðarheimili eða í neyðarvistun en það getur tekið sinn tíma og er ekki alltaf hægt.“ Þau heimili sem barnavernd hef- ur hér í Reykjavík geta ekki tekið við börnum í mikilli neyslu. Neyðarvist- un Stuðla er eini staðurinn þar sem hægt er að loka börn af um tíma. Þar eru aftur á móti fá pláss, aðeins fimm, og þau eru ætluð börnum af öllu landinu. „Síðan þarf alltaf eitthvað annað að taka við en það er nokkuð ljóst að hvert sem við sendum barn- ið er það aldrei þannig að allar hurð- ir séu læstar. Ef barnið ætlar sér að strjúka þá gerir það það. Okkar starf felst í því að reyna að ná til barnsins, tala við það og fá það til að samþykkja að gera eitthvað í sínum málum.“ Vistuð utan heimilis Stundum er lausnin sú að vista barn- ið utan heimilis til skamms tíma, á einkaheimili á vegum barnavernd- ar, fósturheimili í Reykjavík. „Stund- um er hægt að gera samkomulag við stúlku um að hún búi þar að öllu jöfnu, stundi skóla og hitti kærast- ann sinn um helgar,“ segir Halldóra. „Þá geta foreldrar ekki sætt sig við að barnið þeirra flytji heim til kærast- ans en hún ber við alls konar sam- skiptavanda og vill ekki vera heima. Kannski er hægt að leysa svona úr málunum á meðan verið er að vinna fjölskylduna saman. Auðvitað myndi maður alltaf vilja hafa fleiri og fjölbreyttari úrræði,“ segir Halldóra. Sameinast á netinu Í langflestum tilfellum eiga þessi börn það sammerkt að þau hafa verið í mjög slæmum aðstæðum á meðan þau voru í hvarfi. Eins og sjá má á Fac- ebook-síðunni hans Jóns stóra tengj- ast þessi börn oft á netinu. Þar kynnt- ist hann til dæmis ólögráða stúlku sem lögreglan sótti heim til hans. Halldóra ítrekar það við foreldra að fylgjast með netnotkun barna og segir að í gegnum Facebook og aðr- ar samskiptasíður sé greiður og op- inn aðgangur að krökkunum. „Ung- ar stúlkur setja af sér myndir sem eru alveg á mörkunum siðferðislega, þó að þeim finnist það ekki sjálfum. Það kallar á viðbrögð karla úti í bæ. Sum- ar síður virðast helst snúast um kyn- líf og samskipti kynjanna. Mjög ung- ir krakkar skiptast á skoðunum, tala illa um hvort annað og nota niðrandi orð. Ég þreytist því aldrei á því að biðja fólk um að fylgjast með því hvað börnin þeirra séu að gera í tölvunni, hverjir séu vinir þess og hvar þau séu. Það þarf að tileinka sér það frá því að þau eru mjög ung að vera vel inni í þeirra lífi og vera í samskiptum við foreldra vina þeirra. Það er erfitt að ætla að byrja á því á þegar börnin komast á unglingsárin.“ Foreldrar á varðbergi Halldóra hvetur foreldra barna í þess- ari stöðu til að vera óhrædda við að leita sér ráðgjafar, hvort sem það er á þjónustumiðstöð, í Foreldrahúsi eða hjá barnavernd. „Fólk upplifir þetta oft sem frumskóg þar sem það þarf að fara í gegnum alls kyns hindranir en við reynum samt að fylgja því í gegn- um þessa vegferð. Í gegnum 112 get- ur fólk fengið þjónustu barnaverndar allan sólarhringinn. Ef neyðin er mikil er alltaf hægt að kalla starfsmann út. Annars fær barnavernd í viðeigandi sveitarfélagi tilkynningu að morgni. Að lokum segir Steinunn að allir séu af vilja gerðir til þess að hjálpa for- eldrum í þessari stöðu. „Það er til svo mikið af fólki sem vill öðrum illt og börn eru útsettari fyrir því. Foreldrar verða alltaf að vera á varðbergi. Í raun og veru er alveg ótrúlegt að í svona litlu samfélagi skuli svona viðgangast. Það vill þetta enginn.“ Lögreglan sótti stúlku til Jóns stóra Jón H. Hallgrímsson er er betur þekktur sem Jón stóri. Hann er 32 ára og hefur ítrekað kom ið fram í fjölmiðlum þar sem hann hefur tjáð si g um sig og um hann hefur verið skrifuð bók. Vi rðist Jón vera vinmargur maður ef litið er til þess að hann á 4.900 vini á Facebook. Síðan hans er op in og þar tjáir hann sig opinskátt um sitt hversdag slíf. Mælir með ungum stúlkum Þar segir hann: „er það að segja manni eitthvað þegar lögrelgan kemur heim til að sæ kja kær- ustuna að beiðni barnaverndar ... 6 mán í að hún verði 18 ... lenti í þessu í síðustu viku :S ... eigum við ekki bara að hækka sjálfræðisaldur inn uppí 25? ... 18 ára er ekki barn lengur ...“ Nokkrar athugasemdir eru við þessa fær slu og sú fyrsta hljómar svona: „Minnir líka að þú h afir lent í svipuðu fyrir frekar mööööööörgum árum ;).“ Jóni líkar þessi athugasemd og segir: „v ið 17 ára aldur fá þær bílpróf og treyst fyrir lífi sínu og ann- arra en ekki klofinu ... hvað er málið með það ...“ Undirtektirnar láta ekki á sér standa og 2 2 aðilum líkar sú athugasemd. Einn spyr: „Ég h ef heyrst svoldið vel af þessum úngu stelpum látið en mað- ur heyrir samt alskonar hérna, en mælir þú með þessu?“ Jón gerir það: „Já, ég mæli klárl ega með þeim ;)“ Stundum veltir hann því þó fyrir sér hvort kærastan hans, sem hann kallar „mín lit la kæró“, sé of ung, eins og þegar hann sagði: „e r það að gefa manni smá clue að kærastan sé of un g ef hún tekur nammið út úr sér og geymir á ma ganum á manni á meðan hún gefur manni blow jo b??? ;D“ Honum fannst þetta samt „bara eitthvað svo súrt atriði á jákvæðan hátt.“ Eftirlýst og fræg Einn lesandinn stingur upp á því að gef in verði út bók um statusana hans og kommen tin. Jóni líkar það. Jón er ófeiminn við að ræða op inskátt um hagi sína og hann færir fréttir af sam bands- slitum, framhjáhaldi (því: „hún fór á st uðla og lögrelgan sagði mér að ég myndi ekkert s já hana aftur fyrr en í sumar þegar hún yrði 18 . .. átti ég að hætta að ríða en sorry er bara mannle gur) og öðrum hugðarefnum. Þar kommentar líka sextán ára stúlka sem lýst var eftir í fjölmiðlum og segir: „he yrðu ég er bara að ná þér í frægðinni elskan, vi ð erum bara á fullu í fréttunum haha ;)..“ Tólf aði lum lík- ar þessi athugasemd og Jón segist hafa v itað að hann gæti treyst á hana. „hehe auðvitað,“ svarar hún. „Skilist vinsamlega til mín ;D“ Þegar líst var eftir stúlku sem hafði ver ið týnd í sólarhing, grannvaxinni, dökkhærðri og 159 sentimetrar á hæð, í svörtum strigaskóm , dökk- grænum buxum og svartri mittisúlpu óskaði Jón eftir því að stúlkunni yrði skilað til s ín. Í at- hugasemdum við þessa færslu velta nok krir sjálf- ræðisaldrinum fyrir sér, hvort að sextán sé ekki ennþá löglegt og Jón segir að það eigi ö rugglega að fara að breyta því í 35 ára. Einhverji r telja að stúlkan sé tólf, þrettán ára gömul og e inn spyr hvort það sé ekki best, „komið smá gras á vollinn og svona ;)“ Annar bendir Jóni á að hún s é svo lág- vaxin að hún sé „eins og rúnkhólkur“ í höndun- um á Jóni. „hahaha hún er 12 ára .. þetta er sjúkt ...“ svarar stúlka og Jón segist ekki hafa „ clue um hana“ en það sé nú oftast einhver ástæða fyrir því að krakki vilji ekki vera í faðmi fjölskyld unnar á jólunum. Síðan bætir hann því við að h ann hafi nú bara verið að djóka með þetta. Hann hikar ekki heldur við að láta vita af því þegar hann er graður og „vantar 2-3 píkur að sjúga á mér skaufann eftir langa helg i“. Þegar hann er spurður út í fyrrverandi kæru stu sína spyr hann til baka „WHO???“ en honum e r þá tjáð að hún hafi fyrr um daginn sagt á Face bookinu sínu að þau væru saman. Hann komme ntar ekki frekar á það. „Þetta eru ungar stúlkur sem óttast að þeim verði refsað. Þær eru hræddar. Fólk er hrætt. MynD SkjáSkOt aF FacEbOOk SV ið SE t t M y n D S ig tr y g g u r a r i 12 | Fréttir 7. febrúar 2011 Mánudagur „Mamma, hjálp!“ sagði 17 ára stúlka við móður sína, Guðnýju Sigurðar- dóttur á Facebook í nótt. „Þú verður að sækja mig, plís. Ég er verð að kom- ast út, ég er svo hrædd. Ég er búin að klúðra öllu. Ég er að deyja og ég þarf að tala við þig.“ Þessi stúlka er ein af þeim sem reglulega hverfur af heim- ili sínu og lýst er eftir í fjölmiðlum. Barnaverndar yfirvöld höfðu fyrst af- skipti af dóttur Guðnýjar árið 2007. Síðan hefur hún reynt öll úrræði sem í boði eru en án árangurs. „Við höfum alltaf verið að berjast við hana. Ég var einmitt að rifja það upp í gær,“ seg- ir hún og dregur þykkan skjalabunka upp úr töskunni, „hvað það er ofboðs- lega mikið búið að ganga á. Þetta er eitt og hálft ár í lífi hennar sem búið er að taka saman í greinargerð. Það var gert þegar ég var að sækja um vist- un í langtímameðferð. Hún vildi ekki fara þannig að það þurfti að fara fyrir nefnd hjá Barnavernd og þá var þetta tekið saman til að styðja mitt mál.“ Með greinagerðinni er 31 fylgiskjal varðandi þau skipti sem kerfið hef- ur haft afskipti af máli hennar. „Þetta nær til ársins 2008. Síðan hefur örugg- leg bæst annar eins bunki við. Hún er enn ósjálfráða þannig að hún er á veg- um Barnaverndar en það eru engin fleiri úrræði þannig að hún er búin að vera á götunni í mánuð. Ég hafði ekki heyrt í henni frá því á jóladag,“ segir Guðný vonlítil. Hún stígur nú fram fyrir hönd allra foreldra sem hafa ekki bara barist við börnin sín heldur einnig fyrir þau. Baráttan hefur verið erfið og Guðný hefur oftar en ekki verið við það að brotna saman og gefast upp. En „það sem drepur mann ekki styrkir mann,“ segir hún og heldur baráttunni áfram. Grátbað um hjálp Þegar hún heyrði í dóttur sinni í nótt hafði hún ekki vitað af henni í mán- uð. „Hún grátbað um hjálp. Ég benti henni á að fara á næstu lögreglustöð eða hringja í 112 ef hún væri í vand- ræðum, því hún er enn undir lögaldri og inni í kerfinu þannig að þeim er skylt að veita henni skjól. Hún á alltaf leið út. En hún vill ekki fara þá leið því hún er ekki tilbúin til að hætta. Í nótt spurði ég hana hvort hún væri tilbúin til þess að fara inn á neyðarvistun og ef svo væri myndi ég sækja hana, ann- ars ekki. Annað væri ekki í boði. Hún samþykkti það að lokum og sem betur fer fékk ég síðasta lausa plássið.“ Neyðarvistun á Stuðlum er eina úrræðið fyrir foreldra í þessari stöðu. Guðný hefur oft þurft að leita þang- aði í gegnum tíðina og hefur ekki tölu á þeim skiptum sem hún hefur kom- ið að lokuðum dyrum vegna pláss- leysis. „Það eru bara fimm laus pláss þarna og um helgar er nánast alltaf fullt. Á meðan er ekki einu sinni leit- að að henni, því það er tilgangslaust á meðan engin úrræði eru í boði þegar hún finnst. Þannig að við höfum þurft að sætta okkur við að hún sé áfram í neyslu og ógeði þar til það losnar pláss fyrir hana. En þetta var í fyrsta sinn sem hún bað sjálf um hjálp og nú grátbað hún um hjálp. Reyndar þá held ég að hún hafi bara verið á svona heiftarlegum niðurtúr.“ Tabú að tala um þetta Guðný er gift kona í Grafarvoginum og þau hjónin eiga saman þrjú börn, þar af tvo syni, sex ára og ellefu ára. Sjálf lýsir hún fjölskyldunni sem dæmi- gerðri úthverfafjölskyldu. „Við erum ótrúlega venjulegt fólk. Ég er í félags- fræði í Háskólanum og hann er skip- stjóri,“ segir hún og bætir því við að hún hafi á þessari þrautagöngu fund- ið hverjir séu vinir hennar og hverj- ir séu það ekki. Sumir hafa ekki ráðið við þessa erfiðleika og látið sig hverfa á meðan aðrir hafi sýnt þeim stuðn- ing. „Ég hef alltaf verið mjög opinská með þetta og sumum hefur þótt það óþægilegt. Sumir hafa hent mér út af vinalistanum. Það er svolítið sárt, þótt ég skilji vel að það vilji ekki allir setja sig inn í svona aðstæður. Aðrir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að vera og fara í vörn. Þetta er svo mikið tabú að það má ekki tala um þetta. Mér fannst það ofboðslega erfitt fyrst.“ Stöðug barátta frá barnæsku Sem móðir varð hún mjög snemma vör við það að dóttir hennar var ekki eins og flest önnur börn. „Hún var allt- af á skjön við allt og alla. Ég fór fyrst til sálfræðings þegar hún var þriggja ára til þess að athuga hvort það væri í lagi með þessa hegðun. Hún hélt ekki at- hygli og var alltaf að trufla alla í kring- um sig. Í mörg ár gekk ég á milli lækna sem vísuðu hver á annan og sögðu að hún væri orkumikið og fjörugt barn. Ég sætti mig ekki við það en það var ekki fyrr en hún varð ellefu ára árið 2004 sem ég fékk greiningu á hana. Síðan fluttum við frá Vesturbæn- um í Grafarvog þegar hún var fjórtán ára og þá lenti hún í slæmu einelti. Hún var veik fyrir og upp frá því leitaði hún í eldri krakka og fór að drekka. Það var sameiginleg ákvörðun okkar foreldranna og skólayfirvalda að þau myndu láta barnavernd vita, eins og þeim er reyndar skylt að gera. Það var eiginlega bara léttir þegar hún var komin inn í kerfið því þá fengum við loksins stuðning.“ Hvarf í helgarleyfinu Stúlkan var send á Stuðla þar sem hún kynntist nýju fólki. „Það er séns sem við urðum að taka. Annaðhvort loka þau dyrunum að baki sér eða opna nýjar dyr. Hún valdi það að halda áfram og ganga lengra. Í kjöl- farið mældist kannabis í henni í fyrsta skipti. Síðan lá leiðin niður á við. Að heyra hana tala núna er eins og að hlusta á lyfjafræðing. Hún þekkir öll lyf og virkni þeirra. Hún vildi fara inn á Stuðla en sner- ist hugur þegar hún áttaði sig á því að þetta var meðferð. Hún sá ekki vanda- málið. Ég hef verið mjög óánægð með öll meðferðarúrræði því yfirleitt er það hluti af prógraminu að senda hana heim í bæjarleyfi og helgarleyfi. Það var líka gert þarna og í einu helg- arleyfinu notaði hún tækifærið til þess að strjúka að heiman og detta í það. Það var mikið áfall. Alveg hræðilegt.“ Leitar til lögreglu í neyð „Á Stuðlum eru börn kannski ekki komin svo langt í neyslu, ekki öll alla vega, en þegar börnin eru komin langt í neyslu þýðir ekkert að senda þau heim í helgarleyfi. Sérstaklega ekki ef þau eru mótfallin því að vera í með- ferð. Það fyrsta sem þau gera er að láta sig hverfa. Það er það sem hún hefur alltaf gert, hún kemur heim í helgar- leyfi og hún er farin. Við getum ekk- ert gert til þess að koma í veg fyrir það. Sum meðferðarheimilin eru lok- uð yfir páska, jól og aðra hátíðardaga þegar það er mikil hætta á því að þessi börn falli. Ég hefði til dæmis haldið að neyðarvistun Stuðla væri úrræði sem ætti alltaf að vera hægt að leita til. En í fyrra lét hún sig hverfa með vinkonu sinni viku fyrir jól og við viss- um ekki neitt. Við vissum hvað þær voru að gera en við vissum ekki hvar þær voru. En það þarf alltaf að líða viss tími áður en hægt er að auglýsa eftir þeim. Þetta er ekki forgangsmál hjá lögreglunni, alls ekki,“ segir hún og útskýrir að þótt hún hafi stundum mætt skilningi og alúð hjá lögreglunni hafi henni líka stundum liðið eins og hún væri að tilkynna um skemmda kartöflu. „Það er mjög erfitt að mæta slíku viðmóti því þegar ég hringi í lög- regluna er ég búin að missa von. Ég geri það ekki nema í neyð.“ Stöðugt sorgarferli Í þetta skiptið kom stelpan í leitirnar á Þorláksmessumorgun þegar Guð- ný fékk símtal frá slysadeildinni. „Mín fyrsta hugsun að þetta væri símtalið. Allir fíklaforeldrar þekkja það hvern- ig það er að bíða eftir símtalinu og ég hugsaði ósjálfrátt að núna væri þetta búið. Að ganga í gegnum þetta er eins og að missa barnið sitt aftur og aftur. Þú missir barnið þitt og gengur í gegn- um sorgarferli. Síðan gerist eitthvað jákvætt og þú færð barnið þitt aftur og fyllist von. Þegar barnið fellur aftur gegnur þú aftur í gegnum sama sorg- arferli. Þannig að þetta er stöðug til- finningakreppa, stanslaus sorg, dep- urð og reiði.“ Símtalið var þó af öðrum meiði þar sem stúlkan hafði þá komið sjálf- viljug af ótta við að hafa tekið of mik- ið af e-pillum. Guðný lét vita af því að hún væri vistuð á fósturheimili og þar sem þetta væri barnaverndarmál ætti læknirinn að tilkynna málið til lög- reglunnar, sem hann gerði. Í kjölfarið „Þetta er eins og að missa barnið sitt aftur og aftur“ n Móðir sautján ára stúlku berst fyrir lífi hennar n Dóttirin strauk fyrst 14 ára n Henni er haldið uppi af körlum sem vilja kynlíf n Fékk Facebook-skilaboð: „Mamma, hjálp. Þú verður að sækja mig.“ n Dóttirin dópuð í jólamatnum, vissi ekki að það væru jól n „Við erum ótrúlega venjulegt fólk“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þú missir barnið þitt og gengur í gegnum sorgar- ferli, síðan gerist eitthvað já- kvætt og þú færð barnið þitt aftur og þú færð von. Síðan fell- ur barnið þitt og þú ferð aftur í sorgarferli. Þetta er stöðug til- finningakreppa, stanslaus sorg, depurð og reiði. „Þetta eru yfirleitt menn á milli tví- tugs og þrítugs. Það hef- ur verið þannig síðan hún var fjórtán ára. Fréttir | 13 Mánudagur 7. febrúar 2011 var dóttir hennar send í neyðarvistun á Stuðlum. „Ég hafði heyrt frá öðrum foreldrum að það væri nánast útilok- að að hafa barnið þar yfir jólin. En þegar það var hringt af Stuðlum og okkur sagt að sækja hana á hádegi á aðfangadag neituðum við að gera það. Við vorum með tvo unga stráka heima og vorum ekki að fara að láta þá horfa upp á systur sína í fráhvörf- um á aðfangadag. Auk þess er ég ekki fagmenntuð í því að takast á við frá- hvörfin og á engin lyf til að bregðast við því ef hún krassar illa á niðurtúrn- um. Okkur var sagt að þar sem við værum hennar forráðamenn ættum við að taka hana heim en ég neitaði og sagði þeim að ef þau ætluðu að loka þarna þá yrðu þau að henda henni út á götu og skella í lás, en hún væri ekki að koma heim. Þau mega ekki gera það þannig að það endaði með því að hún var þarna yfir hátíðarnar og þær báðar.“ Kerfið gafst upp Í fyrsta sinn sáu foreldrar hennar já- kvæða breytingu á henni þegar hún var á Götusmiðjunni. Þar var hún búin að vera í sjö vikur þegar Götu- smiðjunni var lokað og fór þá heim og beint aftur í neyslu. „Eftir tvær vik- ur á Götusmiðjunni strauk hún þaðan en kom aftur beygð og sagðist tilbú- in til að gera eitthvað í sínum mál- um. Starfsfólkið þar náði til hennar. En hún var ekki nógu sterkt til þess að fara heim og var í neyslu í allt sumar. Þetta er búið að vera hræðilegt sum- ar. Þar sem okkur sem áttum börn sem var úthýst af Götusmiðjunni var lofað úrræðum hafði ég samband við Barnavernd og óskaði eftir því að hún kæmist inn á Lækjarbakka þegar þar opnaði í ágúst. Ég þurfti að berjast mikið fyrir því að hún kæmist þar inn því það átti ekki að hleypa henni inn. Kerfið var búið að gefast upp á henni eins og kom skýrt fram í bréfi sem ég fékk frá Barnaverndarstofu þar sem tekið var fram að þessi úrræði virtust ekki vera að skila árangri og það yrði að spyrja hvort við værum á réttri leið. Síðan var það tekið fram að á 960 daga tímabili hefði hún dvalið í vistun utan heimilis í 716 daga. Kerfið er búið að loka á okkur. En með hörkunni fékk hún þrjá mánuði á Lækjarbakka en ekki sex eins og venj- an er.“ Ömurleg jól Dóttir hennar útskrifaðist af Lækjar- bakka þann 17. desember og fór beint aftur í sama farið. „Við vorum bæði búin að segja henni og starfsfólkinu á Laugarbakka að það væri ekki í boði fyrir hana að vera í neyslu heima. En við ætluðum að þrauka fram yfir jól til að þau væru gleðileg.“ Á þorláksmessukvöldi fór hún út og Guðný fékk símtal frá vinkonu hennar. „Hún sagði að þær hefðu drukkið skrýtinn landa. Fíklar halda alltaf að foreldra séu hálvitar. Þegar ég sótti hana sá ég að hún var á einhverju. Ég fór heim með hana en vakna næsta morgun við það að hún er að ræða við litla bróður sinn og röddin í hennir mjög skrýtin. Ég fór fram og tékkaði á henni. Ég hef aldrei séð hana svona áður. Þetta var ekki barnið mitt.“ Guðný fór með hana niður á slysa- deild í von um að geta trappað hana niður. „Á aðfangadagsmorgun vor- um við þar í tvo tíma áður en það kom í ljós að hún var á örvandi lyfjum þannig að þeir máttu ekki gefa henni neitt. Þannig að ég fór með hana heim og reyndi að fá hana til að sofa, sem hún gat auðvitað ekki gert. Hún var bara út úr heiminum og vissi ekkert hvað var að gerast. Ég sagði henni þri- svar eða fjórum sinnum að nú væru jól. Hún var svo rugluð að hún hélt að messan í sjónvarpinu væri Glee.“ Fór að heiman á jóladag Seinna um kvöldið settust þau hjónin niður og tóku erfiða ákvörðun um að nú gengi þetta ekki lengur. „Það væri ekki hægt að bjóða fjölskyldunni upp á þetta. Það væri ekki hægt að ala börn upp í svona umhverfi. Þannig að á jóladag settumst við niður með henni og útskýrðum það fyrir henni að við vissum vel að hún væri búin að vera í neyslu síðan hún kom heim og það væri óásættanlegt að hún kæmi með fíkniefni inn á heimilið. Hún yrði að finna sér annan dvalarstað ef hún ætl- aði að halda þessu áfram. Við gáfum henni tveggja daga frest en hún gekk út um kvöldið. Síðan hef ég ekki séð hana fyrr en í nótt. Við kúpluðum okkur frá henni því ég gat ekki meira. Þetta var orðið of miki. Hún er orðin þetta gömul og valdi þetta sjálf. Ég stóð með henni og bauð henni annan möguleika. Ég sagði henni að hún ætti öruggt heimili þar sem hún gæti verið með fjölskyldu sem elskar hana og vill allt fyrir hana gera eða hún gæti farið út og verið með þessum „vinum“ sem hún held- ur að hafi eitthvað að bjóða. Ég sagði henni að ef hún færi þá kæmi hún ekki aftur. Þetta var hræðilega erfitt.“ Sex ára, reiður og dapur Fyrir ári síðan sagði Guðný að hún gæti aldrei hent barninu sínu út. „Ég held að ef við ættum ekki tvö önnur börn værum við á kafi í meðvirkni og með hana í neyslu inni á heim- ilinu. En það er ekki hægt þegar þú átt önnur börn. Það gleymist svolít- ið hjá barnavernd að hugsa um börn fíklanna.“ Þessi lífsstíll hefur ekki bara haft áhrif á foreldrana heldur líka börnin. „Sá eldri er hlédrægur og lokaður. Ég hef sest niður með þeim bræðrum og reynt að ræða þetta við þá en aldrei náð til hans. Hann hefur ekki viljað ræða þetta. Þannig að ég veit ekki al- veg hvað er að gerast hjá honum. Sá yngri ber þetta með sér og leikskóla- kennarar vita alltaf ef það er eitthvað í gangi á heimilinu. Hann verður lít- ill í sér, dapur, reiður og grátgjarn og þá skiptir engu hvort að hún sé inni á heimilinu. Það er nóg að hún sé í stroki. Hann finnur það strax.“ Óttast um líf hennar Á þessum þremur árum hefur þró- unin verið mjög hröð. Nú er stúlk- an komin í harða neyslu og neytir allra fíkniefna sem hún kemst í tæri við. „Hún segist ekki vera farin að sprauta sig en ég trúi henni ekki. Um daginn gekk ég um kirkjugarðinn með pabba hennar. Ég átti rosalega erfitt með það því ég vissi ekki hvort að við myndum koma hingað bráð- um að vitja hennar. Þess vegna þurftum við líka að henda henni út og loka. Við urðum bara að heila okkur sjálf. Þetta er greinilega leiðin sem hún hefur kos- ið og þú getur ekki hjálpað mann- eskju sem vill ekki hjálp. Hún verð- ur þá að klára þetta, hvort sem það verður með jákvæðum hætti eða hræðilegum. Við vorum í rauninni búin að gera okkur grein fyrir því að það að hugsanlega myndi hún klára þetta, því hún er svo mikil öfga- manneskja að hún gerir ekkert með hangandi hendi. Þegar hún verður átján ára göm- ul dettur hún út úr kerfinu. Núna eru sjö mánuðir í það að hún verð- ur átján ára. Þess vegna ákváðum við að gera þetta núna, loka á hana á meðan hún er enn inni í kerfinu því við vissum að það eru þá einhver bjargráð í bakhöndinni. Við vitum að þeim er skylt að hýsa hana ef á þarf að halda.“ Tæmdu herbergið Það gerði útslagið þegar Guðný heyrði hana plana strok þann 18. desember, daginn eftir að hún kom af Lækjarbakka. „Í alvöru,“ segir Guðný ákveðin. „Ert þú virkilega að plana þetta núna?“ spurði hún dótt- ur sína. „Þetta var um miðja nótt og það gerðist eitthvað innra með mér. Ég opnaði dyrnar og sagði henni að taka draslið sitt, hringja í vini sína og koma sér út. Ég vildi ekki sjá hana hérna aftur. Ég gæti ekki lifað í stöð- ugum ótta. Hún gæti ekki haldið okk- ur í svona gíslingu. Hún vissi alveg að hún var á síðasta séns.“ Eitt af því sem þau gerðu var að tæma herbergið hennar og pakka dótinu hennar saman inn í skúr. „Við urðum að sýna henni að núna væri þetta búið, því við höfum alltaf verið rosalega meðvirk. Herbergið henn- ar er stærsta herbergið í íbúðinni á meðan yngsti bróður hennar svaf í kompu. Áttum við að láta það standa autt þegar við vissum það að hún væri ekkert á leiðinni heim? Hún var alltaf að tala um það hvað þetta væri ömurlegt heimili og fjölskylda og valdi það sjálf að fara. Ég veit það líka að þótt hún fari í meðferð þá er það langt ferli. Á meðan var of erfitt að ganga fram hjá herberginu henn- ar og sjá allt dótið hennar. Það var stöðug áminning um hana. En ég grenjaði allan tímann sem það tók að tæma herbergið. En það er lítið her- bergi laust og þar er svefnsófi ef hún verður einhvern tímann tilbúin til að koma heim. Hún veit hvað hún þarf að gera til að fá það.“ Örvæntingarfull móðir Oftar en ekki segist fólk ekki skilja það hvernig Guðný geti farið í gegn- um þetta. „Það er ekki eins og ég hafi eitthvað val. Barnið mitt er í þessum sporum. Þetta er eins og eiga lang- veikt barn en samúðin er ekki sú sama. En þetta er ekki auðvelt. Ég sé mig ekki sem hetju, heldur örvænt- ingarfulla móður. Ég hef nokkrum sinnum haldið að ég væri að fara yfir um og þyrfti að fara inn á geðdeild. Þá hefur álagið verið of mikið. Stressið sem fylgir því að vita ekki hvar hún er er gríðarlegt. Ég veit að hún hefur orðið fyrir kynferðisof- beldi. Hún hefur enga sjálfsvirðingu. Líkaminn er bara eitthvað drasl, gjaldmiðill í fíkniefnaheiminum. Þetta eru yfirleitt menn sem eru á milli tvítugs og þrítugs og það hef- ur verið þannig síðan hún var fjórtán ára. Þetta er ógeðslegur heimur. Það er til svo mikið af mönnum sem eru tilbúnir til þess að halda uppi ung- um stelpum fyrir kynlíf. Ég hef alveg viljað láta lemja þessa menn en það myndi engu breyta. Sem betur fer veit ég ekki nema brot af því sem hún hefur lent í. Ég veit ekki hvort að ég myndi höndla að vita svona ógeðslega hluti um barnið mitt. En mér finnst það samt betra þegar hún segir mér sjálf en þegar ég frétti þetta úti í bæ, því þá get ég frontað hana og spurt hana. En hún segir oft að hún sé búin að segja of mikið og henni finnst það óþægilegt en ég myndi gjarna vilja að hún gæti rætt þetta og unnið úr þessu með fagfólki.“ Reiddist út af ofbeldinu „Auðvitað er hræðilega erfitt að heyra þetta en ég reyni að láta hana finna að ég dæmi hana ekki og sýna henni stuðning. Ég reyni að gera henni það ljóst að þetta er ekki eðli- leg framkoma, að svona eigi enginn að koma fram við aðra manneskju. Að hún sé ekki minna merkileg eða minna virði en aðrir. En svo dreg- ur hún alltaf í land og segir að þetta skipti ekki máli. Ég man þegar ég heyrði af því í fyrsta sinn að hún hefði leitað til Neyðarmóttökunnar. Þá var hringd frá barnavernd og mér sagt að hún væri upp á neyðarmóttöku. Ég skil ekki hvernig ég gat keyrt þangað því ég titraði öll og skalf. Þá mundi hún ekki neitt, vissi ekki hver þetta var og vildi ekkert gera í þessu. Hún vildi ekki kæra. Þá varð ég rosalega reið og pabbi hennar átti líka mjög erfitt. Ég varð svo reið út í vin hennar sem fékk hana eflaust í þetta partí og hélt henni uppi á dópi til þess að vin- ir hans gætu gert þetta. Ég sagði það við hana, að þessir menn litu bara á hana sem leikfang en hún vildi ekki heyra það eða trúa því. Sagði að þessi vinur hennar hefði ekki vitað af þessu og var sannfærð um að hann hefði orðið brjálaður ef hann hefði vitað þetta. En hann var nú samt á staðnum og gerði ekki neitt.“ Í faðmi fullorðinna fíkniefnaneytenda Þessir menn halda henni uppi og gefa henni fíkniefni. „Hún redd- ar sér alltaf. Sest að í einhverjum bælum eða fær inni hjá einhverj- um mönnum sem eru til í að halda henni uppi í skiptum fyrir kynlíf. Dóttir mín er á rosalega rangri leið. Hún er farin að umgangast mjög óæskilegt lið. Hún hefur orð- ið vitni að handrukkun en segir að það skipti ekki máli því hún hafi ekki gert þetta sjálf. Varnirnar eru svo miklar. Hún óttast að sýna tilfinn- ingar og gefa færi á sér. Það er annað. Pabbi hennar er oft úti á sjó og ég er rosalega hrædd við að vera ein heima með strákana. Ég veit ekki í hvaða aðstæður hún er komin, hvort sé komin í skuld og hvort viti þá hvar hún á heima eða þá hvort einhver muni birtast. Þannig að við erum með öryggis- kerfi sem er alltaf á þegar við förum út og eins þegar við sofum. Við höf- um aldrei sagt henni lykilorðið. Hún hefur einu sinni brotist inn en það er langt síðan. Hún var þá fjórtán ára og hefur ábyggilega ætlað að ná sér í áfengi. Þetta var rosalega óþægi- legt því maður vill ekki trúa vondum hlutum upp á barnið sitt, maður vill alltaf trúa því besta. Það er innbyggt í móðureðlið að trúa því besta upp á barnið sitt, þannig að þegar hún neitaði þá trúði ég því innst inni. En þá kom líka óttinn. Hver var að fara inn á heimilið mitt? Er ég hvergi ör- ugg? Löngu síðar játaði hún þetta. Hún stelur hiklaust úr veskinu mínu, úr búðum og búningsklef- um í sundlaugum. Heima erum við með öryggisskáp sem er boltaður við vegginn þar sem við geymum verðmæti, vegabréf og lykla. Snyrti- vöruskápurinn minn er læstur með hengilás og sömuleiðis áfengisskáp- urinn sem er nú nánast tómur.“ „Ég verð að hafa von“ Guðný hefur ekki tölu á því hversu oft dóttir hennar hefur strokið. „Ætli hún hafi ekki strokið tólf til fimmt- án sinnum. Stundum höfum við vit- að hvar hún hefur verið. Þá er ég ró- legri. Í seinni tíð hefur hún hangið með fólki sem hún vill ekki að við vitum neitt um. Ég veit til þess að hún hafi leitað skjól í ruslageymsl- um. Hún upplifir sig sem „outkast.“ Hún veit alveg að það sem hún er að gera er rangt. Hún veit alveg hvað hún er að særa alla í kringum sig en hún hefur ekki stjórn á þessu. Henni líður rosalega illa.“ Þrátt fyrir allt hefur ekki verið auglýst oft eftir henni í fjölmiðlum. „Hún var með síma og yfirleitt dugði fyrir mig að segja henni að við vær- um að fara að lýsa eftir henni og að lögreglan væri að leita að henni. Það var nóg til þess að henni var hent út úr gleðinni, því félagsskapurinn sem hún var í vildi ekki fá lögguna. Ég hef oft íhugað að gefast upp. Ég hef oft sagt að ég geti ekki meir og ég verði að hætta þessu, hún verði bara að eiga sig. En ég geri það aldrei. Innst inni ber ég þá von að hún muni ná sér. Ég verð að hafa von. Annars get ég alveg eins farið að moka gröf hennar. En ég hef lært að vona að það besta en búast ekki við neinu. Ég reyni að vera raunsæ. Ég veit að hún er ekki hætt. Þetta er ekki búið. Það erfiðasta við þetta allt sam- an er að horfa á barnið sitt skaða sig svona. Barn sem ég þráði heitara en allt. við vorum ár að reyna að koma henni undir og bárum hana á gull- stólnum. Það er mjög erfitt að sjá hana fara svona með sig og lífið sem við gáfum henni. Ég á mér draum fyrir hennar hönd en hann verð- ur alltaf daufari og daufari. Helst myndi ég vilja að hún rífi sig sjálf upp úr þessu. Ég veit alveg hvað það er erfitt að þiggja hjálp og vinna úr þessu en það gerir þetta engin fyrir hana. Mig langar til þess að hún sjái það og fái löngun til þess. Hún getur orðið allt sem hún vill.“ „Maður vill ekki trúa vondum hlutum upp á barnið sitt, maður vill alltaf trúa því besta. Heldur alltaf í vonina Guðný hefur aldrei gefið upp vonina um að dóttir hennar muni einn daginn ná bata þó að hingað til hafi þetta verið erfið barátta sem reynir á alla fjölskylduna. M Y N D R Ó B ER T R EY N IS S O N M Y N D R Ó B ER T R EY N IS S O N Janúar Febrúar Mars apríl Maí Júní Júlí Ágúst septeMber OKtóber nóveMber DeseMber 13 26 25 16 14 22 17 14 30 20 16 11 20 22 15 15 12 8 10 16 17 17 13 20 17 14 25 26 20 17 9 17 24 20 8 12 n 2008 n 2009 n 2010 0 30 20 10 15 25 5 H Ei m iL D : L ö g R Eg La n Á H ö fU ð b o R g a R Sv æ ð in U Lögregluleit hafin Fjöldi tilvika þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf leit/eftirgrennslan að barni 11-18 ára á árunum 2008 til 2010, 7. febrúar 2011 9. febrúa 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.