Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Snorri Páll Úlfhildarson var handtekinn árið 2009: Ákærður 20 mánuðum síðar Snorri Páll Úlfhildarson, einn níu- menninganna sem ákærðir eru fyr- ir árás á Alþingi, hefur verið ákærður fyrir annað brot aðfaranótt fimmtu- dagsins 21. maí 2009. Snorri gengst ekki við ásökununum og segir málið lykta af pólitískum ofsóknum á hend- ur sér. Athygli vekur að ákæran var lögð fram 20. janúar síðastliðinn, sama dag og verið var að klára vitnaleiðslur í máli ríkisins gegn níumenningunum og heilum 20 mánuðum eftir að hið meinta brot átti sér stað. Að mati lög- fræðings er 143. grein sakamálalaga sniðgengin, en verði Snorri fundinn sekur í báðum málum, gæti það haft refsihækkandi áhrif. Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur Snorra og Sunnevu Ásu Weisshappel sem einnig er ákærð, segir óeðlilegt að í tiltölulega einföldu máli þar sem engin rannsókn hafi farið fram dragist ákæra í 20 mánuði. Af lestri málskjal- anna er ljóst að nærri öll málsgögn voru klár samdægurs, eða þann 21. maí 2009. Katrín bendir á 143. grein sakamálalaga en hún kveður á um að sé maður saksóttur fyrir fleiri en eitt brot skuli það gert í einu máli. Sam- kvæmt þessari lagagrein hefði því átt að ákæra Snorra Pál fyrir hið meinta brot samhliða ákæru fyrir árás á Al- þingi. Katrín segir mikilvægt að virða 143. greinina: „Því að sé þessi regla ekki virt, þá er hægt að halda fólki í gíslingu í réttarkerfinu til lengri tíma.“ Katrín segir þennan drátt á mál- inu vera „hið dularfyllsta mál.“ Hún bendir einnig á að 18. grein saka- málalaga sé meginregla sem kveði mjög skýrt á um að það verði að hraða ákæru eins og hægt sé. Ekki sé hægt að beygja frá henni nema þar sem um alvarlegar ásakanir sé að ræða og rannsóknarhagsmun- ir í húfi. Óvanalegt er að ákærur fyr- ir brot þar sem engin rannsókn hafi þurft að fara fram tefjist svo lengi. Málið á rætur að rekja til þess að lögreglan hafði afskipti af Snorra þar sem hann og vinkona hans voru að ganga heim til sín aðfaranótt 21. maí. Ástæða afskiptanna var sögð sú að hann hefði hrækt í áttina að lögreglu- bíl. Í kjölfarið voru þau handtekin. Slakaðu á heima • Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd • Djúpslökun með infrarauðum hita • Sjálfvirkt og stillanlegt nudd Verið velkomin í verslun okkar prófið og sannfærist! Úrval nuddsæta Verð frá 29.750 kr. Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Snorri Páll Neitar sök í málinu. „Strákurinn okkar, Karl Orri, er með astma og við finnum fyrir því þegar mengun er mikil í borginni, þá verður hann verri af astmanum. Í hans tilfelli lýsir það sér þannig að það verður offramleiðsla á slími í öndunarfærunum og það kem- ur fyrir að hann kastar upp slími á morgnana eftir að mengun hef- ur verið mikil,“ segir Steinunn Þór- hallsdóttir móðir 5 ára drengs sem greindist með astma aðeins eins árs gamall. Mengun í Hlíðunum Fjölskyldan býr í Lönguhlíð í Hlíð- unum en mælingar sýna að loft- gæðin þar eru mjög slæm miðað við aðra borgarhluta enda skera þungar umferðaræðar Hlíðarnar á þrjá vegu. Steinunn segist fyrst hafa farið að hugsa um loftgæðamál þegar hún var í fæðingarorlofi með dóttir sinni Bríeti en hún er yngri systir Karls Orra. „Ég setti hana í vagninn og út á svalir þar sem ég sé út á Miklubraut og fór að velta því fyrir mér hvernig loftið í vagninum væri. Eftir það fór ég að setja hana í vagninn fyrir aftan húsið sem snýr frá Miklubrautinni, en þegar ég fór að kynna mér málið betur komst ég að því að það skipti í raun engu máli. Áhrifasvæði mengunar eru 200 metrar frá stofnbrautum óháð því hvernig húsin liggja.“ Þess má geta að fjórir af fimm leikskólum hverfisins og allir grunnskólar þess eru inni á þessu helsta áhrifasvæði mengunarinnar. Áhyggjufullir foreldrar Hægt er að fylgjast með loftgæðum borgarinnar á vef Reykjavíkurborgar og hefur Steinunn gert samkomulag við leikskólann sem Karl Orri er á um að halda honum inni þá daga sem loftgæðin eru slæm. „Þannig höf- um við náð að halda honum sæmi- legum,“ segir Steinunn sem hefur miklar áhyggur af vaxandi mengun í borginni. „Það er til evrópsk reglu- gerð um loftgæði sem gildir hér og samkvæmt henni megum við fara sjö sinnum yfir þessi heilsuvernd- armörk á árinu 2011. Þann 17. jan- úar voru við komin yfir það. Þessi mál eru í algjörum ólestri hérna og ég veit að margir foreldrar í Reykja- vík hafa verulegar áhyggjur af loftinu sem börnin anda að sér.“ Nagladekkin skaðvaldur Steinunn er formaður íbúasamtaka Hlíða en samtökin hafa barist út af mengunarmálum í borginni í mörg ár. „En það hefur ekkert breyst í þessi fimm ár síðan við byrjuðum að benda á þetta. Við í íbúasamtökun- um tókum okkur meðal annars sam- an í október 2009 og lokuðum Miklu- brautinni í nokkrar mínútur en við höfum prófað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á þessu máli. Við vild- um með þeim aðgerðum heilsa upp á fólkið sem ekur í gegn um hverfið í og úr vinnu og vekja það til umhugs- unar um áhrif umferðarinnar á loft- gæðin.“ Steinunn vill benda fólki á að stærstu þættirnir sem stuðla að mengun eru mikill aksturshraði, umferðarþungi og notkun nagla- dekkja. „Meira en helmingurinn af innihaldinu í svifrykinu er uppspænt malbik út af nagladekkjum. Nagla- dekkin eru rosalegur skaðvaldur í loftinu og ég er ekki viss um að fólk geri sér alltaf grein fyrir því. Marg- ir virðast vera enn fastir í að þau sé það eina sem dugi, þegar síðastliðin tíu ár hafa komið margs konar betri dekk á markaðinn. Þar að auki er veðrið í Reykjavík allt öðruvísi í dag en það var fyrir 10 árum, færðin er orðin miklu betri,“ segir Steinunn og bendir á að þó íbúar Hlíða séu með- vitaðir um léleg loftgæði sé mikil- vægt fyrir alla Reykvíkinga að huga að mengunarmálum. „Við teljum að þetta sé um alla borg. Þetta hefur ekki verið mælt að neinu ráði nema á þessum föstu stöðum sem hafa ver- ið á Grensási og í Laugardalnum, en það er klárlega þörf á betri mæling- um svo fólkið í borginni geti sér sér grein fyrir hvernig loftið sé. Við borg- arbúar getum haft áhrif á þetta með því að ganga og hjóla meira, og hætta að nota nagladekk á bílana okkar, en það er einnig hlutverk yfirvalda að grípa til aðgerða og gæta þess að reglugerðir séu ekki brotnar. Það er til aðgerðaáætlun hjá borginni, en ég veit ekki til þess að hún hafi nokkru sinni verið virkjuð vegna mengunar.“ ASTMADRENGUR LÍÐUR FYRIR MENGUN n Móðir barns með astma segir meng- unarmál í ólestri n Leik- og grunn- skólar inni á áhrifasvæði mengunar Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Meira en helm- ingurinn af inni- haldinu í svifrykinu er uppspænt malbik út af nagladekkjum. Íbúar á Selfossi fá bréf: „Pervert í hverfinu“ Íbúar á Selfossi fengu í vikunni nafn- laust dreifibréf inn um lúguna þar sem varað er við dæmdum kynferð- isbrotamanni sem býr í bænum. Bréfið ber yfirskriftina „Pervert í hverfinu“ og í því er nafngreindur 33 ára karlmaður, sem í síðustu viku var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að tæla 17 ára stúlku, gefa henni vímuefni og nauðga henni. Heimilisfang hans er birt auk þess sem stór mynd er birt af hon- um. Þá er vísað á dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudaginn í síðustu viku með vefslóð. Frá þessu er greint á vefnum sunnlenska.is en þar er haft eftir lög- regluvarðstjóra á Selfossi að lögregl- unni hafi borist tilkynning um bréfið og að málið sé í rannsókn. Lýsingar á broti mannsins í dómsskjölum vöktu mikinn óhug þegar fjölmiðlar greindu frá niður- stöðu Hæstaréttar. Stúlkan sem á var brotið hefur glímt við fíkniefnavanda frá þrettán ára aldri og átti að vera á meðferðarheimili þegar brotin voru framin. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði tælt hana til „samræðis“ og nýtt sér yfir- burði sökum aldurs- og þroskamun- ar. Hann hafi gefið henni áfengi og amfetamín og nýtt sér bágar aðstæð- ur stúlkunnar. Lögreglan á Selfossi skoðar nú hvort dreifibréfið brjóti gegn frið- helgi einkalífs mannsins sem þar er nefndur. Gegn sameiningu „Þessi vinnubrögð meirihlutans eru til marks um óskýra forgangs- röðun og handahófskennda nálg- un gagnvart viðfangsefnum borg- arinnar,“ segir í bókun Sóleyjar Tómasdóttur vegna hugmynda um sameiningu á uppeldis- og menntastofnunum borgarinnar. „Fulltrúar Vinstri grænna í ráðum og nefndum borgarinnar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að einfalda stjórnkerfið með hag- ræðingu og aukna nærþjónustu að leiðarljósi – enda séu slíkar breytingar forsenda fyrir öðrum ákvörðunum.“ Hún segir jafn- framt að vinnubrögð og nálgun meirihlutans gagnvart verkefninu séu óviðunandi með öllu. „Vinstri græn munu ekki samþykkja þær hugmyndir sem hér hafa verið lagðar fram – og telja þær ekki eiga að koma til umræðu fyrr en áðurnefndar stjórnkerfisbreyting- ar hafa komið til framkvæmdar.“ Steinunn með börnum sínum tveimur Steinunn segir mengunarmál í algjörum ólestri og segir marga foreldra í Reykjavík hafa verulegar áhyggjur af loftinu sem börnin anda að sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.