Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Blaðsíða 30
Sigurður fæddist í Hafnarfirði, ólst þar upp og átti þar heima til 1966. Þá flutti hann til Reykjavík- ur þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961 og lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1966. Sigurður var bókari hjá Landsvirkj- un 1966–67, fulltrúi Vita- og hafna- málastofnunar frá 1967, fjármálastjóri þar og skrifstofustjóri 1975–92, stund- aði síðan bókhald og ráðgjöf á árun- um 1993–96 og var fjármálastjóri Sjó- mannaskólans frá 1997 þar til hann fór á eftirlaun árið 2002. Fjölskylda Sigurður kvæntist 15.7. 1967 Sigríði Kristínu Hallgrímsdóttur, f. 18.1. 1942, hárskera. Hún er dóttir Hallgríms Jóns- sonar, f. 11.12. 1902, d. 12.2. 1988, odd- vita og hreppstjóra á Dynjanda í Jökul- fjörðum og á Sætúni í Grunnavík, síðar verkamanns á Ísafirði, og k.h., Kristín- ar Benediktsdóttur, f. 5.6. 1896, d. 26.5. 1979, húsfreyju og ljósmóður. Sigurður og Sigríður skildu 1992. Börn Sigurðar og Sigríðar eru Sig- þór Sigurðsson, f. 4.5. 1967, fram- kvæmdastjóri hjá Hlaðbæ Colas en kona hans er Margrét Guðmunds- dóttir og eiga þau tvö börn; Svala Sigurðardóttir, f. 2.1. 1970, viðskipta- fræðingur hjá Íslandsbanka en maður hennar er Ársæll Jóhannsson og eiga þau tvö börn; Sæberg Sigurðsson, f. 5.2. 1971, eðlisfræðingur, óperu- söngvari og kennari við Tækniskól- ann og á hann eina dóttur; Snævar Sigurðsson, f. 3.4. 1977, doktor í líf- fræði við líffræðirannsóknir við MIT í Boston í Bandaríkjunum en kona hans er Sigrún Margrét Gústafsdóttir og eiga þau tvö börn. Sambýliskona Sigurðar frá 1994 er Sigrún Gunnlaugsdóttir Briem, f. 16.9. 1949, handavinnukennari og tölvuritari. Hún er dóttir Gunnlaugs Sigurðssonar Briem, f. 30.3. 1901, d. 7.12. 1971, rafeindaverkfræðings og póst- og símamálastjóra í Reykjavík, og k.h., Halldóru Margrétar Stefáns- dóttur Briem, f. Guðjohnsen 9.8. 1911, d. 25.11. 1977, húsmóður. Systkini Sigurðar eru Guðjón K. Kristinsson, f. 22.6. 1938, fyrrv. skrif- stofumaður hjá Eimskip og Bíla- borg; Sigrún Kristinsdóttir, f. 2.8. 1950, starfsmaður hjá Kynninga- þjónustunni. Foreldrar Sigurðar: Kristinn Guð- jónsson, f. 22.9. 1898, d. 17.11. 1971, sjómaður og bóndi í Hafnarfirði, og k.h., Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 11.6. 1911, d. 24.6. 1982, húsmóðir. Ætt Kristinn var sonur Guðjóns Nikulás- sonar, b. á Hamri í Flóa, og k.h., Guð- bjargar Guðmundsdóttur. Ingibjörg var dóttir Sigurðar Jóns- sonar, b. í Ertu í Selvogi, og k.h., Guð- rúnar Þórðardóttur. Friðrik fæddist í Vestmannaeyj-um og ólst þar upp í foreldra-húsum, auk þess sem hann var nokkur sumur í snúningum á Leirum undir Eyjafjöllum og síðan í Flóan- um á Neistastöðum og í Votmúla. Á unglingsárunum starfaði Friðrik við fiskvinnslu en fór sautján ára til sjós og stundaði sjómennsku á bátum frá Vestmannaeyjum til 1973 og síðan af og til fram til 1985. Hann kom þá í land og hefur síðan keyrt vörubifreið, fyrst hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyjum og síðan hjá Vinnslustöðinni til 1999. Hann hefur síðan verið bifreiðastjóri hjá Ísfélag- inu hf. Friðrik starfar með Kiwanisklúbbn- um Helgafelli í Vestmannaeyjum. Fjölskylda Friðrik kvæntist 30.5. 1965 Erlu Víg- lundsdóttur, f. 4.9. 1944, húsmóður og fiskvinnslukonu. Foreldrar Erlu voru Víglundur Kristjánsson, f. 8.11. 1908, d. 28.1. 1981, kaupmaður í Reykja- vík, og Svava Jónsdóttir, f. 6.6. 1918, d. 1995, húsmóðir. Börn Friðriks og Erlu eru Sigurður Vignir, f. 21.3. 1964, sjómaður í Vest- mannaeyjum; Vilborg, f. 23.11. 1965, húsmóðir og verkakona í Vestmanna- eyjum, en maður hennar er Sigmar Þröstur Óskarsson, f. 24.12. 1961, sjó- maður, og eru börn þeirra Friðrik Þór, Erla Rós, Daníel Már og Andri Snær. Systkini Friðriks eru Anna Birna Ragnarsdóttir, f. 18.9. 1948, húsmóðir í Reykjavík; Hafsteinn Ragnarsson, f. 1.12. 1952, sölumaður hjá Trygginga- félaginu VÍS í Reykjavík en kona hans er Steinunn Hjálmarsdóttir; Ómar Ragnarsson, f. 17.7. 1958, d. 22.11. 2000, var skrifstofumaður í Osló. Foreldrar Friðriks voru Ragn- ar Axel Helgason, f. að Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 20.2. 1918, d. 1995, sjómaður og síðan lögreglumað- ur í Vestmannaeyjum, og k.h., Vil- borg Hákonardóttir, f. að Nýja-Bjargi í Höfnum 1.6. 1917, d. 1995, húsmóðir. Ætt Foreldrar Ragnars Axels voru Helgi Jónsson, b. í Tungu í Reykjavík, og k.h., Friðrika Þorláksína Pétursdóttir húsfreyja. Foreldrar Vilborgar voru Hákon Kristjánsson, verkamaður í Höfnum og síðar í Vestmannaeyjum, og k.h., Guðrún Vilhelmína Guðmundsdóttir húsmóðir. 30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Sigurður Ingi Kristinsson Fyrrv. fjármálastjóri Sjómannaskólans 85 ára 85 ára Friðrik Helgi Ragnarsson Bifreiðastjóri í Vestmannaeyjum 70 ára á sunnudag 70 ára á laugardag Anna Marín fæddist á Egilsstöð-um en ólst upp á Fáskrúðsfirði. Hún var Grunnskóla Fáskrúðs- fjarðar, stundaði nám við Mennta- skólann á Egilsstöðum og lauk það- an stúdentsprófi 2001, stundaði síðan nám í mannfræði við Háskóla Íslands og er nú að ljúka þar BA-prófi. Anna Marín vann í fiskvinnslu í Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar og við Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar á grunn- skólaárunum, vann í mötuneyti við Kárahnjúkavirkjun og starfaði síðan við upplýsingastörf á vegum Lands- virkjunar þar, starfaði við KB banka í Reykjavík 2005–2006, var leiðbein- andi við Grunnskólann á Fáskrúðs- firði í einn vetur og starfar nú á skrif- stofu Alcoa með námi. Fjölskylda Maki Önnu Marínar er Róbert Óskar Sigurvaldason, f. 4.1. 1973, starfar hjá Magnúsi Kristinssyni útgerðarmanni . Sonur Önnu Marínar og Róberts Óskars er Róbert Thór Róbertsson, f. 14.10. 2006. Systur Önnu Marínar eru Margrét Jóna Þórarinsdóttir, f. 24.10. 1984, framleiðsluverkfræðingur í Ástralíu; Brynja Dröfn Þórarinsdóttir, f. 1.10. 1987, nemi í mannfræði við Háskóla Íslands. Foreldrar Önnu Marínar eru Eygló Aðalsteinsdóttir, f. 4.3. 1953, aðstoð- arskólastjóri við Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar, og Þórarinn Óðinsson, f. 18.5. 1953, framleiðslustarfsmaður hjá Alcoa Fjarðaráli. Anna Marín Þórarinsdóttir Skrifstofumaður hjá Alcoa Fjarðaráli 30 ára á föstudag Linda fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún var í Víði-staðaskóla og Setbergsskóla og stundaði nám við Iðnskólann í Hafn- arfirði. Linda var í unglingavinnunni í Hafnarfirði, var au pair í Bretlandi í tæpt ár, var síðan skólaliði við Ás- landsskóla en hefur starfaði við leik- skólann Stekkjarás frá 2010. Fjölskylda Maður Lindu er Jón Karl Björnsson, f. 5.8. 1975, starfsmaður hjá Actavis og handboltadómari. Sonur Lindu og Jóns Karls er Ró- bert Daði, f. 23.1. 2008. Bræður Lindu eru Sigurbjörn Grétar Ragnarsson, f. 16.7. 1984, húsasmiður í Þorlákshöfn; Ragnar Ágúst Ragnarsson, f. 16.2. 1993, nemi við Flensborg. Foreldrar Lindu eru Ragnar Pét- ur Hannesson, f. 10.7. 1958, fram- kvæmdastjóri Laxaflutninga í Hafn- arfirði, og Margrét Sigurbjörnsdóttir, f. 8.9. 1963, ræstitæknir í Hafnarfirði. Linda Björk Ragnarsdóttir Leiðbeinandi í Hafnarfirði 30 ára á laugardag Sigurður fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var í Barna-skóla Akureyrar og síðan í Síðu- skóla og stundaði síðan nám við Verk- menntaskólann á Akureyri. Sigurður var í fiskvinnslu hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa með skóla á unglingsárunum, starfaði í tæpt ár hjá Íslenskum skinnaiðnaði á Akureyri og vann hjá Sandblæstri og málmhúð- un á Akureyri á árunum 2001–2008. Hann hóf störf hjá Eimskip á Akur- eyri snemma árs 2008, sinnti þar fyrst lagerstörfum en hefur verið sendibíl- stjóri hjá fyrirtækinu frá haustinu 2008. Sigurður æfði með Þór og KA á unglingsárunum og keppir nú með liðinu Smáranum í Goðadeildinni. Fjölskylda Kona Sigurðar er Klara Sólrún Hjart- ardóttir, f. 16.6. 1981, starfsmað- ur hjá Greifanum. Foreldrar henn- ar eru Guðríður Aradóttir húsmóðir og Hjörtur Hvannberg Jóhannsson, starfsmaður hjá Sandblæstri og málmhúðun. Börn Sigurðar og Klöru Sólrúnar eru Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir, f. 22.12. 2000; Þorsteinn Sigurjón Sig- urðsson, f. 5.1. 2004. Systkini Sigurðar eru Dagrún Jóns- dóttir, f. 16.6. 1973, endurskoðandi, búsett í Svíþjóð; Friðbjörn Þór Jóns- son, f. 19.4. 1982, vélamaður, búsett- ur á Selfossi; Dýrleif Halla Jónsdóttir, f. 3.9. 1985, nemi við Háskóla Íslands, búsett í Reykjavík. Hálfsystur Sigurðar, samfeðra, eru Stefanía Esther Jónsdóttir, f. 18.12. 2000; Anna Kathrine Jónsdóttir, f. 11.11. 2003. Foreldrar Sigurðar eru Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1.10. 1956, sjúkraliði í Reykjavík, og Jón Sigurður Þorsteins- son, f. 5.9. 1954, vélfræðingur og ör- yggisfulltrúi hjá Impregilo í Panama. Sigurður Óli Jónsson Sendibílstjóri hjá Eimskip á Akureyri 30 ára á laugardag Bertha María Grímsdóttir Waag- fjörð fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Austurbænum. Skömmu eftir að hún gifti sig fluttu þau hjónin til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu í Garðhúsi í Eyjum. Þar starfaði Bertha við Félagsbakarí- ið sem tengdafaðir hennar hafði starf- rækt og síðar eiginmaður hennar. Bertha og maður hennar fluttu í Garðabæinn í kjölfar Vestmanna- eyjagossins 1973 og býr þar enn. Bertha stofnaði Skermagerð Berthu 1973 sem hún starfrækir enn. Bertha hefur starfað í Oddfellows- túkunni Þorgerði frá 1974 og starfar enn í kvenfélaginu Heimaey. Fjölskylda Bertha giftist 15.5. 1948 Jóni J. Waag- fjörð, f. 24.2. 1920, d. 17.9. 2005, bak- ara- og málarameistara. Hann var son- ur Jóns Waagfjörð, bakarameistara í Vestmannaeyjum, og Kristínar Jóns- dóttur húsmóður. Börn Berthu og Jóns eru Halldór Waagfjörð, f. 2.5. 1947, vélfræðingur á Herjólfi, búsettur í Vestmannaeyjum, kvæntur Ástu Þorvaldsdóttur og eiga þau tvö börn; Kristinn Waagfjörð, f. 27.11. 1947, múrarameistari í Reykja- vík, kvæntur Hjördísi Sigmundsdótt- ur og eiga þau fimm börn; Þorvaldur Waagfjörð, f. 3.6. 1952, d. 16.9. 1979, var sjómaður og eru börn hans þrjú; Grímur Rúnar Waagfjörð, f. 9.4. 1956, rafvirki í Hafnarfirði, kvæntur Helgu Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn; Þorsteinn Waagfjörð, f. 27.4. 1962, vélstjóri og starfrækir fyrirtæk- ið Frystitækni, búsettur í Garðabæ en kona hans er Sigrún Logadóttir Snæ- dal og eiga þau þrjú börn auk þess sem hann á eina dóttur frá því áður; Rósa María Waagfjörð, f. 29.11. 1966, hús- móðir í Reykjavík og á hún þrjú börn. Stjúpsonur Berthu er Már Jóns- son, f. 15.12. 1940, vélaviðgerðamaður, búsettur í Hafnarfirði og á hann eina dóttur. Systkini Berthu: Þorgerður Elísa- bet, f. 10.12. 1916, d. 9.1. 2006, hús- móðir í Reykjavík; Björn, f. 15.6. 1917, d. 21.6. 1961, sjómaður í Reykjavík; Jósebína, f. 25.11. 1922, d. 28.12. 1993, húsmóðir í Vestmannaeyjum; Sigur- rós, f. 7.12. 1927, húsmóðir á Álftanesi. Fóstursystir Berthu var Sigrún Þór- mundsdóttir, f. 2.1. 1935, d. 16.6. 1992, húsmóðir í Vestmannaeyjum. Foreldrar Berthu voru Grímur Jós- epsson, f. 16.9. 1896, d. 10.2. 1961, vélstjóri í Reykjavík, og k.h., Halldóra Jónsdóttir, f. 11.9. 1885, d. 28.4. 1954, húsmóðir. Ætt Grímur var sonur Jóseps Jónasson- ar frá Stóru-Vatnsleysu og Þorgerðar Elísabetar Þorsteinsdóttur sem ættuð var frá Reykhólum. Halldóra var dóttir Jóns Ólafsson- ar, frá Steig í Mýrdal, og Þórunnar Björnsdóttur, frá Dyrhólum í Mýrdal Bergsteinssonar. Bertha María Waagfjörð Húsmóðir og framkvæmdastjóri í Garðabæ 85 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.