Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2011, Page 46
46 | Sport 11.–13. febrúar 2011 Helgarblað Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum og erkifjendum í Manchester City í ensku úrvals- deildinni í hádeginu á laugardag- inn. United gat með sigri á botnliði Úlfanna komið sér í afar þægilega stöðu á toppnum um síðustu helgi og náð þar sjö stiga forskoti. Fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni gerði að verkum að nú munar aðeins fjórum stigum á United og Arsenal og einu stigi aftar er Manchester City. Geta þeir bláklæddu því minnkað mun- inn í tvö stig með sigri á Old Traff- ord en þar unnu þeir síðast árið 2008. Bilið er ekki bara að minnka á töflunni heldur er City orðið ell- efta ríkasta félag heims samkvæmt nýjasta lista Deloitte. United er sem fyrr þriðja ríkasta félagið á eft- ir spænsku risunum Real Madrid og Barcelona. Munar um sjeikinn Þrátt fyrir alla heimsins peninga var Manchester City ekki spáð alvarlegri toppbaráttu í ár. Töldu sérfræðingar í Englandi að liðið ætti auðveldlega að geta barist um Meistaradeildar- sæti en að liðsheildina skorti til að keppa við Chelsea og Manchester United um Englandsmeistaratitil- inn. „Það eru ljósár í að Manchest- er City geti keppt um titillinn,“ sagði spekingurinn Alan Hansen hjá BBC í byrjun leiktíðar. Þó þeir bláu hafi verið upp og niður eru þeir ekki nema fimm stig- um frá Manchester United sem á leik til góða. Sigur á laugardaginn myndi minnka muninn í tvö stig og hann myndi einnig hjálpa Arsenal mikið sem á leik gegn Úlfunum. Ástæða uppgangs Manchest- er City er auðvitað aukið fé. Þó lið- ið kaupi ekki hamingjuna er ekk- ert því til fyrirstöðu að hægt sé að skapa gott knattspyrnulið sé rétt haldið á spilunum. Manchester City á líka nóg af peningum eins og allir vita. Svo mikla að lið sem var aldrei nálægt því að vera inni á neinum peningalistum er nú allt í einu orðið ellefta ríkasta félag heims. Roberto Mancini, stjóri City, hef- ur verið gagnrýndur fyrir of mikinn varnarleik í stórleikjum og sagður ekki vilja vinna þá. Ætli hann sér virkilega í baráttu um titilinn verður hann að sækja til sigurs á Old Traf- ford, en þó skynsamlega. Vidic hvíldur fyrir leikinn Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, er sá sem hef- ur staðið sig best í úrvalsdeildinni samkvæmt allri tölfræði. Annar leikmaður sem hefur þó átt stjörnu- tímabil fyrir þá rauðklæddu er serb- neski varnarmaðurinn Nemanja Vidic sem er líklega eins og stað- an er í dag besti miðvörður heims. Vidic fékk frí í landsleik með Ser- bíu í vikunni gagngert til að hafa hann ferskan fyrir City-leikinn, seg- ir í breska blaðinu Daily Mail. Gerði United samning við serbneska knattspyrnusambandið þess efnis. Það má því fastlega reikna með Vidic í miðri vörn United á laug- ardaginn en hver mun standa við hlið hans er annað mál. Samkvæmt bresku pressunni er Rio Ferdinand ekki klár í leikinn en hann meiddist í upphitun gegn Úlfunum um síð- ustu helgi. Jonny Evans kom þá inn í liðið og stóð sig hörmulega en pilturinn, sem lofaði svo góðu á síðasta tíma- bili, hefur verið skugginn af sjálfum sér undanfarið. Var hann tekinn af velli í seinni hálfleik fyrir U21 árs landsliðsmanninn Chris Smalling sem hefur komið nokkuð á óvart á tímabilinu. Var leikurinn gegn Úlf- unum að öllum líkindum sá síðasti sem Evans fær í bili fyrir United en hvort Smalling fær tækifærið eða Sir Alex bryddar upp á gamalli klassík og hendir John O‘Shea í miðvörð- inn verður að koma í ljós. Sama þó baulað sé Carlos Tevez, framherja Manchest- er City, var ekki ekki vel tekið síð- ast þegar hann mætti á Old Traf- ford, þá sem leikmaður Manchester City. Það er auðvitað dauðadómur í augum stuðningsmanna United að skipta yfir til þeirra bláu. Bauluðu þeir duglega á Tevez sem er alveg sama um slæmar móttökur. „Mér er alveg sama þó fólk bauli á mig. Baul hefur engin áhrif á mig og því hræðist ég ekki að fara aftur á Old Trafford. Ég skil þetta samt alveg. Stuðningsmennirnir vilja auðvitað verja lið sitt út í það óendanlega,“ segir Tevez sem lék í tvö ár með Manchester United, vann tvo Eng- landsmeistaratitla, einn Meistara- deildartitil og skoraði ógrynni mik- ilvægra marka. „Stuðningsmenn United geta aldrei sagt að ég hafi ekki gefið allt mitt. Kannski skilja þeir bara ekki allir hvers vegna ég fór. En ég er at- vinnufótboltamaður og stundum verður baulað á mann. Það er bara hluti af starfinu,“ segir hann. Pablo Zabaleta, samlandi Tevez og liðsfélagi hjá City, er handviss um að þeir bláu geti sótt mikilvæg- an sigur í leikhús draumanna. „Ég er algjörlega hundrað prósent viss um að við getum unnið leikinn. Allt- af þegar við virkilega þurfum þess sýnum við hversu góðir við erum. Við vitum samt að þetta verður erf- itt því United er með frábært lið og taplaust á heimavelli. Það bíða allir spenntir eftir þessum leik á laugar- daginn því þetta eru einir skemmti- legustu leikir úrvalsdeildarinnar á hverju ári,“ segir Pablo Zabaleta. n Manchester-slagurinn í hádeginu á laugardaginn n City getur minnkað muninn í tvö stig með sigri n City klifrar upp peningalistann og er 11. ríkasta félag heims n Nemanja Vidic sparaður fyrir stórleikinn Dregur saman með fjendum Leikir helgarinnar Laugardagur 12. feb 12.45 Man. United - Man. City 15.00 Arsenal - Úlfarnir 15.00 Birmingham - Stoke 15.00 Blackburn - Newcastle 15.00 Blackpool - Aston Villa 15.00 Liverpool - Wigan 15.00 WBA - West Ham 17.30 Sunderland - Tottenham Sunnudagur 13. feb 16.00 Bolton - Everton Staðan Lið L U J T M St 1. Man. Utd 25 15 9 1 55:24 54 2. Arsenal 25 15 5 5 54:27 50 3. Man. City 26 14 7 5 42:22 49 4. Chelsea 25 13 5 7 46:22 44 5. Tottenham 25 12 8 5 35:27 44 6. Liverpool 26 11 5 10 34:31 38 7. Sunderland 26 9 10 7 32:31 37 8. Bolton 26 8 9 9 36:37 33 9. Stoke City 25 10 3 12 31:32 33 10. Newcastle 25 8 7 10 40:38 31 11. Blackburn 26 9 4 13 34:42 31 12. Fulham 26 6 12 8 28:28 30 13. Everton 25 6 12 7 33:34 30 14. Aston Villa 26 7 8 11 30:45 29 15. Blackpool 25 8 4 13 38:49 28 16. Birmingham 24 5 12 7 24:33 27 17. WBA 25 7 5 13 31:48 26 18. Wigan 26 5 11 10 26:44 26 19. Wolves 25 7 3 15 26:43 24 20. West Ham 26 5 9 12 27:45 24 Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Enginn vinskapur Bæði liðin ætla sér sigur á laugardaginn. MyNd REUTERS Líklega enginn Rio Það munar um minna fyrir United. MyNd REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.