Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Page 8
Megn óánægja í garð forystu Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík birtist meðal flokksmanna í borginni sem svöruðu könnun um starf og ár- angur flokksins eftir borgarstjórnar- kosningarnar í fyrra. Könnunin var gerð síðasta vor í gegnum tölvupóst. Hún var send á 600 virk netföng flokksmanna. Þar af bárust svör frá um 240, eða í kringum 40 prósent- um þeirra sem könnunin var lögð fyrir. Óánægðir með margt Meirihlutinn í Reykjavík féll í síð- ustu kosningum, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn missti tvo borgarfulltrúa og Framsóknarflokkurinn náði ekki kjörnum manni. Eftir stóð flokk- urinn í minnihluta í bæði borg- armálunum og í landsmálunum. Þessi breytta staða flokksins virð- ist leggjast ákaflega illa í sjálfstæð- ismenn í borginni miðað við nið- urstöður könnunarinnar. Þannig sagðist fjórðungur svarenda vera mjög óánægður með kosningabar- áttu flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar. Alls sögðust 32 pró- sent vera óánægð með baráttuna. Hlutfall óánægðra er því 57 pró- sent. Á sama tíma sögðust aðeins 16 prósent svarenda vera ánægð með kosningabaráttu flokksins. Flokksmenn voru einnig spurð- ir um samstarfið á milli kosninga- stjórnar í Valhöll og stjórnar Varðar, sem er fulltrúaráð flokksins. Svip- uð niðurstaða var uppi á teningn- um þar. Þannig sögðust 48 prósent vera óánægð eða mjög óánægð, en aðeins 18 prósent voru ánægð með samstarfið. Í síðustu kosningabaráttu tóku frambjóðendur í borginni upp á því að ganga hús úr húsi. Tæplega helmingur svarenda sagðist vera óánægður með það framtak. Vilja Vörð úr Valhöll Sjálfstæðismenn voru einnig spurð- ir að því hvernig þeir teldu að starf Varðar myndi þróast ef starfsemi ráðsins yrði færð úr Valhöll, þar sem flokkurinn og stjórn hans hefur að- setur. Helmingur svarenda taldi að starfið myndi eflast við það að slíta tengslin og flytja úr höfuðstöðvun- um. Mest óánægja birtist í garð for- ystunnar vegna samráðsleysis við grasrót flokksins um uppbyggingu kosningabaráttunnar. Alls sögð- ust 62 prósent svarenda vera mjög óánægð eða óánægð með samstarf- ið þarna á milli. Svipað hlutfall svarenda var óánægt með sýnileika frambjóð- enda í síðustu borgarstjórnarkosn- ingum. Þannig voru 54 prósent svarenda óánægð með sýnileika frambjóðenda. Það kann að skýrast af því að Jón Gnarr borgarstjóri fékk langmestu athyglina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sú athygli dugði honum og Besta flokknum, eins og frægt er orðið, til sigurs. Þessi óánægja þarf ekki endilega að koma á óvart. Þannig fékk Gísli Marteinn Baldursson um fjögur þúsund útstrikanir frá kjósendum flokksins í borginni í fyrra. Það þýð- ir að hartnær fimmti hver kjósandi flokksins vildi Gísla burt af fram- boðslistanum. Óánægjan birtist einnig í kjöri til Varðar sem fram fór í þessum mán- uði. Samkvæmt heimildum innan flokksins má hæglega túlka niður- stöðu þeirrar kosningar sem tap fyr- ir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og hennar kjarna, því að frambjóðend- ur sem taldir voru henni hliðhollir náðu ekki kjöri. 8 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Njótum náttúrunnar Skoðið ferðaáætlun Útivistar á www.utivist.is n Sjálfstæðismenn ósáttir við forystuna í Reykjavík n Vilja fulltrúaráðið Vörð úr Valhöll n Telja grasrótina ekki hafða með í ráðum„ Í síðustu kosningabaráttu tóku frambjóðendur í borginni upp á því að ganga hús úr húsi. Tæplega helmingur svarenda sagðist vera óánægður með það framtak. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Mikil óánægja Með forystu flokksins Sætir öryggisgæslu eftir árás: Stakk þau bæði í augun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til að sæta öryggis- gæslu fyrir fólskulega árás á foreldra sína. Atvikið átti sér stað snemma morguns laugardaginn 2. október síð- astliðinn. Gekk maðurinn inn í svefn- herbergi foreldra sinna og stakk þá með skrúfjárni í augun þar sem þau lágu sofandi. Þá sló hann föður sinn í höfuðið með þungri pönnu. Maðurinn var úrskurðaður í gæslu- varðhald vegna málsins 2. október og hefur honum verið gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun síðan. Greinar- gerð frá geðlækni var lögð fyrir dóm- inn þar sem fram kom að maðurinn hefði verið mjög veikur þegar hann framdi árásina og verið ósakhæfur á verknaðarstundu. Kvað hann ástand mannsins vera það slæmt að það yrði að vista hann á Sogni. Maðurinn, sem neitaði sök fyrir dómi, var dæmdur til að greiða for- eldrum sínum 800 þúsund krónur samanlagt í miskabætur. Sakarkostn- aður, að fjárhæð tæplega þrjár millj- ónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Jón Gnarr sendi samúðarkveðjur Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, sendi á fimmtudag samúðarkveðju til Bobs Parkers, borgarstjóra Christ- church á Nýja- Sjálandi, vegna jarðskjálftanna á svæðinu síðast- liðinn þriðjudag. Náttúruhamfar- irnar hafa kostað tugi mannslífa og valdið gríðarlegu eignartjóni. Jón sagði í kveðju sinni að hugur sinn og borgarbúa væri með fjölskyldum og vinum hinna látnu. Hann sagðist jafnframt hugsa til þeirra sem þjá- ist af völdum náttúruhamfaranna og vonast til þess að björgunarstarf gengi vel og hægt yrði að bjarga fleiri mannslífum. Reykjavíkurborg og Christchurch hafa í gegnum tíðina átt töluverð samskipti, einkum í tíð Mikes Richardson, fyrrverandi borg- arstjóra Christchurch. Leiðrétting Í frétt DV um stórfelldan olíu- þjófnað í Helguvík á miðvikudag kom fyrir mistök fram að andvirði olíunnar sem stolið var hefði ver- ið 2,2 milljónir króna. Hið rétta er að þúsund lítrar af dísilolíu kosta rúmlega 220 þúsund krónur. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–14 og sunnudaga kl. 13–16 Verðmatsdagur listmunauppboð Gallerí Fold • þar sem verkin seljast Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð sem verður 7. mars Af því tilefni bjóðum við þér uppá ókeypis verðmat sunnudaginn 27. febrúar kl. 13 og 16. Síðasta uppboð var það besta frá 2007. Um 85% verkanna seldust og flest þeirra á góðu verði. Valhöll Helmingur svarenda telur að starf Varðar myndi eflast flytti starfsemin úr Valhöll. Óánægja með forystuna Fjórðungur svarenda sagðist vera óánægður með kosningabar- áttu flokksins fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.