Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Side 20
Íslendingar háðu sínar orrustur í stríðinu. Við þekkjum þá tilhneig-ingu valdamanna að velja upp- lausn í landi sínu fram yfir afsögn. Geir H. Haarde sat sem fastast á ráðherra- stólnum meðan bálið logaði á Aust- urvelli og táragasi var dælt yfir mót- mælendur sem vildu að hann axlaði ábyrgð. Það var barist á Austurvelli, en samt valdi hann sína hagsmuni. Geir hótaði því að Íslendingar fengju ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ef hann myndi hætta. Á endanum var hann neyddur til að hætta. Davíð Oddsson lét það ekki á sig fá þótt það hefði komið til átaka við Seðlabanka Íslands vegna andstöðu fólks við störf hans. Í Kastljósviðtali við Sigmar Guðmundsson í lok febrú- ar 2009 efaðist Davíð um að skoðana- kannanir, sem sýndu vantraust þjóð- arinnar á honum, hefðu verið gerðar yfir höfuð. Á honum var að skilja að þær væru hluti samsæris gegn hon- um. Hann sagði að Sigmar hefði sjálfur verið gagnrýndur og að hann gæti rétt eins sagt af sér. „Þið fréttamenn ættuð kannski að viðurkenna ykkar mistök,“ sagði hann. Hann hafði áður bent á að erlendir aðilar væru að gera árás á ís- lenskt efnahagslíf. Þótt verstu leiðtogar Íslands kom- ist ekki í hálfkvisti við Gaddafi, einvald í Líbíu, er mikilvægt að hafa í huga að móteitrið við öllum slæmum leið- togum er hið sama. Það er ekki nóg fyrir þá að stýra með hervaldi. Þeir þurfa líka að sannfæra fólk um að gera ekki uppreisn. Leiðtogarnir nota allir áróðurstækni í mannfjöldastjórnun til að tryggja eiginhagsmuni sína. Eitrið felst oft í því að beita þjóðernishyggju og útlendingaótta til að blekkja fólk til samstöðu með yfirvaldinu. Lykillinn að því hefur verið vald yfir fjölmiðlun- um. Í Egyptalandi tók ríkissjónvarpið markvisst afstöðu með Hosni Mubarak gegn mótmælendum. Erlendir blaða- menn voru útmálaðir sem útsendarar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, því þeir lutu ekki áróðursstefnu Mubaraks. En á Facebook, Twitter og YouTube sagði fólkið sjálft sannleikann um morð yfir- valda á mótmælendum. Nú hefur int- ernetið verið tekið úr sambandi í Líb- íu til að tryggja að eitraður boðskapur Gaddafis rati „ómengaður“ til fólksins. Napóleon sagðist óttast fjögur dag- blöð meira en þúsund byssustingi. Nú óttast einvaldar internetið. Ekki vegna netsins sjálfs, heldur vegna þess að upplýst þjóð er mesta ógn hins spillta valdhafa. Einvaldar, sem hafa beitt þjóðir sínar umfangsmiklu heimilis- ofbeldi í skjóli leyndar, eru afhjúpaðir. Fólk vissi, nánast í rauntíma, hvað var að gerast á götum Kaíró. Við gátum séð friðsaman mótmælanda skotinn niður úti á götu í Alexandríu, á myndbandi sem almennur borgari tók. Mannkyn- ið er nú samtengdara en nokkru sinni fyrr. Hugmyndir og nýjar upplýsingar ferðast frjálst, samskipti opnast. Al- menningur allra landa hefur komist nærri því að öðlast samvitund í fyrsta sinn í sögunni. Nú nægir ekki að taka yfir fjölmiðl- ana. Það nægir ekki í endurskrift sög- unnar að Davíð Oddsson stýri Morg- unblaðinu. Útrásarvíkingar geta keypt upp netmiðlana, en á endanum er það ekki nóg. Fólkið sjálft hefur öðlast vett- vang, óháð þeim. Þeir geta ennþá spillt fjölmiðlum, en það er orðið erfiðara að spilla fólki með fjölmiðlunum. Frjálsar upplýsingar eru súrefni fyrir lýðræðið og móteitur gegn spillt- um stjórnvöldum. Það er ekki bara lærdómur fyrir Líbíu, Túnis og Egypta- land, heldur fyrir okkur hérna heima. Við verðum að fylgja búsáhaldabylt- ingunni eftir með upplýsingabyltingu til að innsigla hagsmuni almennings til lengri tíma. Það gerist ekki án þess að fólk taki afstöðu. Það er búið að finna móteitrið. Látið boðin berast. B iturleiki, reiði og rangfærslur eru ekki fyndnar. Það var það sem ég hugsaði eftir að hafa lesið síðasta pistil Svarthöfða und- ir fyrirsögninni Framsóknarforset- inn. Ég er ósátt við að í pistlinum er því haldið fram að Framsóknarmenn hafi engar hugsjónir og hafi aldrei unnið þjóðinni gagn. Að ég hafi engar hugsjónir, að Ólafur Ragnar Grímsson hafi ekki haft neinar hug- sjónir og að stofnandi Framsókn- arflokksins Jónas Jónsson frá Hriflu hafi ekki haft neinar hugsjónir, – aðr- ar en að hugsa um okkar eigið skinn. Jónas frá Hriflu er einn umdeildasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Staðreyndin er samt að Jónas og sam- herjar hans stóðu fyrir ákveðna hug- myndafræði og hugsjónir, sem leiddu til mikilla samfélagsumbóta. Má þar einna helst nefna uppbyggingu menntakerfisins og velferðarkerfisins. „Í stuttu máli má segja að Jónas hafi verið félagshyggjumaður sem barðist fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu, uppbyggingu öflugs menntakerfis, eflingu samvinnuhreyfingar og sjálf- boðaliðahreyfinga á borð við ung- mennafélögin. Með orðræðu nútím- ans getum við sagt að Jónas hafi verið talsmaður þekkingarsamfélags og fé- lagshagkerfis.“ (Ívar Jónsson, Samtím- inn í Jónasi – Jónas í samtímanum). Samvinnuhugsjónin byggir á hug- sjónum um sjálfshjálp, sjálfsábyrgð, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og sam- stöðu, sem og siðferðilegum gildum um heiðarleika, opna starfshætti, fé- lagslega ábyrgð og umhyggju fyrir öðrum. Þessar hugsjónir endurspegl- uðust sterkt í skrifum ungra Fram- sóknarmanna á áttunda áratugn- um, þar sem hugmyndafræði forseta Íslands fór í gegnum sitt mótunar- skeið. Ungir Framsóknarmenn vildu skapa þjóðfélag sem myndi tryggja sókn þjóðarinnar til æ fulkomnara og virkara lýðræðis, þar sem ákvörð- unarrétturinn byggði á virku lýðræði, ekki aðeins kosningum til löggjaf- arþings og sveitarstjórna heldur og í fyrirtækjum, í hagsmunasamtök- um og í skólum. Klofningur í röðum Sambands ungra framsóknarmanna þá hafði þannig bæði með hugsjónir og ágreining um framkvæmd þeirra að gera, frekar en metorð einstakra forystumanna. Ákvörðun forseta Íslands um að virkja beint lýðræði á Íslandi er því í fullu samræmi við hugsjónir hans. Fátt virðist vera erfiðara fyrir stjórn- málamenn en að gefa frá sér vald, og er það því athyglisvert að forset- inn hafi ítrekað gert það í sinni for- setatíð. Þetta eru einnig mínar hugsjón- ir. Hugsjónir um frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag, þar sem við leysum sameiginleg verkefni eft- ir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Samfélag þar sem manngildi er metið ofar auðgildi. Ágætu vinir. Það er ekki ætlun mín að biðja um ölmusu, að leggjast á kné með brugðinn betlistaf eða væla einsog sannkristin íhaldsbulla. Nei, en mig langar samt að geta þess, að ég er bara venjuleg- ur Íslendingur. Ég er skáld og í dag er ég við nám í heimspeki. Ég skulda helling en leyfi mér þann munað að vera fátækur námsmaður um leið og ég er að skrifa nokkrar skruddur. Ég telst eflaust til fátæklinga ef viðmið- in eru sótt til ríkra en ég telst líka ef- laust afar vel stæður ef ég miða mig við alvöru fátækling sem hvorki á til hnífs né skeiðar. Ég nefni mig hér (ef mig skyldi kalla), fyrst og fremst til að láta ykkur vita af því að loddaraháttur eða sýndarmennska er ekki það sem ég er að opinbera með þessum skrif- um. Ég er ekki að sýnast neitt og vil ekki láta hafa mig fyrir rangri sök þeg- ar ég segi að við Íslendingar eigum að borga skuld okkar við útlenska spari- fjáreigendur, einsog okkur ber sið- ferðileg skylda til. Ég vil taka þátt í því að borga. Atkvæðaveiðar Ólafs Ragnars mega ekki slá ryki í augu okkar og við megum ekki láta siðblinda sjálfstæð- ismenn, hálfa Hreyfingu, nokkra fúla vinstrimenn eða falska framsóknar- menn ráða okkar hugsunum. Við get- um ekki bara haldið því fram að sjálf- umglaðir óreiðumenn hafi sólundað öllu. Hér stjórnuðu glæpamenn og þessir glæpamenn seldu allt í ríkis- eigu sem hægt var að selja. Í einka- vinavæðingarferlinu var þess vand- lega gætt að ríkið skyldi bera skarðan hlut frá borði og auðvitað var það tryggt að þjóðin myndi bera kostnað- inn af bingóspjöldunum og mattador- peningunum, sem voru í umferð á meðan sukksess græningjadeildanna reið hér húsum. Það má ekki vera háð duttlungum okkar hvort siðferðilegur réttur fólks er virtur eða ekki. Við getum ekki bara troðið á fólki vegna þess að á okkur var troðið af óréttlátu stjórnvaldi sem lagði samfélag okkar í rúst. Og jafnvel þótt núverandi staðgöngumóðir hins fyrrverandi Davíðs Oddssonar kaupi sér fólk til fylgilags, megum við ekki láta peningavaldið drepa umræðunni á dreif. Auðvitað eigum við að borga. Æs- eif hefur ekkert með Evrópusam- bandið, kvótann eða bága stöðu þjóð- arbúsins að gera. Þetta snýst um það, að við áttum okkur á því að við erum ekki barbarar; barbarisminn er ekki lengur við hæfi. Við erum þjóð í sam- félagi þjóða og okkur ber að virða leik- reglur þeirra sem eru svo elskulegir að líta á okkur sem vini ... þrátt fyrir allt. Að greiða skuldir gjarnan er góðra manna siður þótt flestum betra finnist hér að fella skuldir niður. 20 | Umræða 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað „Það er auðvitað alvarlegt mál og við þykjumst ekki vera full- komin í þeim efnum.“ n Ólafur Teitur Guðnason, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi, um mannréttindabrot Rio Tinto Alcan í Indónesíu. – DV.is „Það er alltaf gaman á æfingu og allir springa úr hlátri.“ n Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri sem vinnur nú að uppsetningu staðfærðrar útgáfu af leikritinu Full Mounty. – DV „Þetta er ekki VIP-partí.“ n Hildur Líf um eitt umtalaðasta partí Íslands sem fram fer á laugardag á skemmtistaðnum Re-play. – DV „Mér fannst það spenn- andi að þeir ættu flotta bíla, íbúð og peninga.“ n Fimmtán ára stúlka sem strauk að heima fyrir ári og sneri ekki aftur heim fyrr en lögreglan lýsti eftir henni í fjölmiðlum. – DV „Ég held að það sé mjög gott að ég sé að vinna venjuleg störf á spítalan- um á meðan ég hef orku í það.“ n Björn Zoëga sem sinnir skurðaðgerð- um samhliða því að vera forstjóri Landspítalans . – DV Stríð okkar gegn spillingu Leiðari Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Upplýst þjóð er mesta ógn hins spillta valdhafa. Stríð al- mennings gegn sérhags- munum valdafólks er heimsstyrjöld. Auðvitað eigum við … Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Hér stjórnuðu glæpamenn og þessir glæpamenn seldu allt í ríkiseigu sem hægt var að selja. Minnislaus lögmaður n Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, virðist ekki hafa haldið óskertu minni í gegnum hrunið og eftir- mála þess. DV spurði kappann um hækkanir á taxta þeirra sem annast bú Glitn- is í slitastjórn og skilanefnd. Mundi Árni þá ekki hversu mikil hækkunin væri eða með hvaða hætti hana bar að. Minnis- leysið átti sér stað þótt aðeins væru liðnir örfáir dagar frá því átök stóðu milli skilanefndar og slitastjórnar sem stóð gegn hækk- uninni sem hún hafði þó tekið sér sjálf. Fótboltamaður í fiski n Flateyringar eru bókstaflega í skýjunum með nýja eigendur fisk- vinnslu og útgerðar hins sáluga Eyrarodda. Það varpar ekki sérstökum skugga á málið að aðaleigand- inn, Sigurður Aðalsteinsson, á að baki lang- an hala gjald- þrota. Nú hefur óumdeildur sonur hans, Gylfi Þór Sigurðsson, gefið sig fram og tekið við sem stjórnarformaður Lotnu, hins nýja fyrirtækis. Gylfi Þór er einn albesti knattspyrnumaður Íslands og er í atvinnumennsku í Þýskalandi þar sem hann þénar heil ósköp. Eiður harður n Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, bloggar um það á Eyjunni að stjórnmálamenn með sjálfsvirðingu eigi ekki að vera í viðtölum á Út- varpi Sögu og þá sérstaklega ekki við Arnþrúði Karlsdóttur, Pét- ur Gunnlaugsson eða Guðmund Franklín Jónsson. Einhverjir eru eflaust sammála Eiði sem er af mörgum talinn vera heiðursmaður. Hvalurinn SME n Útvarpsmaðurinn og útgefandinn Sigurjón Magnús Egilsson þykir vera með hreinskilnari mönnum. Hann útskýrir í færslu á midjan.is hvers vegna hann nefndi eitt sinn bloggið sitt Sel- ur. „... ég bjó um árabil á Seljavegi og svo þótti mér þá, og þykir enn, ég frekar þungur. Svo bætti ég á mig nokkrum kílóum, og af því tilefni hætti ég að kalla mig Sel og bloggaði þá undir heitinu Hvalur.“ Heilsurækt Sigurjóns hefur síðan leitt til þess að hann kallar sig ekki lengur Hval en þess í stað Velting. Sandkorn TRyggvAgöTu 11, 101 ReykjAvÍk Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Framsóknarhugsjónir Kjallari Eygló Þóra Harðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.