Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 32
32 | Fermingar 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Draumur tækjaóða fermingardrengsins Margir unglingsdrengir eru helteknir af tækni- nýjungum og þegar þeir loksins fermast getur draumur þeirra um að eignast einhverjar af þessum græjum loksins ræst. DV fór á stúfana og fékk smjörþefinn af því hvaða græjur og tækniundur eru efst á óskalistanum hjá ferm- ingardrengjum í ár. Presonus 1box upptökupakki Hvern langar ekki í sitt eigið hljóðver? Kem ur tilbúið í litlum pakka og bíður þess að verða tengt við fart ölvuna svo fermingardrengurinn geti byrjað að taka up p alla snilldina sem hann hefur lært á rafmagnsgítarinn eð a pínanóið að undanförnu. Heyrnartól, hugbúnaður og hl jóðnemi fylgja. Verð: 39.900 krónur í Hljóðfærahúsinu Philips HQ6941 Jafnvel þó að skeggsprettan sé enn á algjöru frumstigi hjá flestum 14 ára unglingum er í sumum tilfellum ekki langt í að hýjungurinn byrji að spretta fram á hökunni og hægra megin á efri vörinni. Koma rafmagnsrakvélar sér þá vel. Verð: 7.495 krónur í ELKO Playstation 3 160 GB Vinsælasta leikjatölva heims. Góðar líkur eru á því að fermingardrengurinn eigi svona tölvu fyrir, enda hefur hún verið gríðarlega vinsæl mörg síðustu ár. Nærri öruggt er að fleiri á heimilinu munu freistast til þess að spila. Verð: 64.900 krónur í Max raftækjum Samsung LCD 26“ flatskjárNægilega stórt sjónvarp til þess að horfa á það án þess að píra augun þegar maður les textann, en ekki of stórt til þess að það passi alls ekki í svefnherbergið og geri unglinginn rangeygðan. Hægt að festa upp á svefnherbergisvegg og tekur það lítið pláss að óþarfi er að taka niður stóra Metallica-plakatið.Verð: 99.000 krónur í BT Lacie 1 terabæt Utanáliggjandi harður diskur, eða svokallaður flakkari. Hægt að geyma þúsund gígabæt af efni inni á disknum og fyrir unglinga sem stunda niðurhalið grimmt, þá er líklegt að tölvan þeirra sé stútfull af bíómyndum og tónlist. Þá kemur flakkarinn að góðum notum. Verð: 12.900 krónur í Tölvutek. iPad Wi-Fi + 3G 16GB Fyrsta spjaldtölvan sem slær almennilega í gegn. iPad er varla að fara að koma í staðinn fyrir hefðbundnar tölvur, en fyrir unglinginn sem á allar græjur gæti iPad verið málið. Ótrúlega sniðug tölva sem býður notandanum að skoða myndir, vafra á netinu, horfa á kvikmyndir og nota margs konar smáforrit. Sum þeirra eru gagnleg en önnur eru vita gagnslaus, en samt sniðug. Verð: 114.990 krónur á epli.is. iPod-dokka frá Sony Þegar foreldrar þeirra barna sem fermast í vor fermdust sjálfir fengu þeir sennilega þunglamalegar græjur með plötuspilara, tvöföldu kasettutæki og hátölurum sem voru svo stórir að þeir pössuðu varla inn í svefnherbergið. Sá tími er löngu liðinn. Nú eru vinsælustu hljómtækin svokallaðar iPod-dokkur. Mjög meðfærileg- ir 2x20 vatta hátalarar með tengi fyrir iPod og mögnuðum hljómi. Verð: 49.990 krónur í Sense - Sony Center.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.