Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 34
34 | Fermingar 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Fermingarmyndir
Svipmyndir
Hverfisgötu 50
sími 552 2690
www.svipmyndir.is Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is
Plasir
1.498 kr.
All colors
50 den
1.980 kr.
120 den
2.486 kr.
D
agur Adam Ólafsson verð-
ur fermdur í Árbæjarkirkju
í apríl og er fullur tilhlökk-
unar. Hann segist líklega
munu skera sig úr hópi jafnaldra
sinna í klæðaburði en hann kýs að
fermast í hvítum jakkafötum með
hvítan hatt. „Systir mín keypti hatt-
inn á fimm hundruð krónur á mark-
aði fyrir ári og mér finnst hann ein-
faldlega of flottur til þess að sleppa
því að setja hann á höfuðið og hvað
er betra tilefni en einmitt ferming-
ardagurinn?“ segir Dagur Adam
sem segir hvítu jakkafötin hafa verið
keypt við hvíta hattinn.
Heldur ræðu og er með
skemmtiatriði
Dagur Adam hefur skýrar hugmynd-
ir um fermingardaginn. Hann ætlar
að semja ræðu og flytja fyrir veislu-
gesti þar sem hann býður gestina
velkomna og segir aðeins af sjálf-
um sér. „Mér finnst það kurteisi að
bjóða gestina velkomna, systir mín
gerði þetta í fyrra og það mæltist vel
fyrir. Ég endurtek leikinn enda get
ég varla annað.“ Hann æfir á tromp-
et með Lúðrasveit Árbæjar og Breið-
holts og ætlar líka að leika nokkur
lög fyrir gestina. „Ég verð með mín
eigin skemmtiatriði og systkini mín,
Gríma og Mirra, koma mér til að-
stoðar en þær leika líka á hljóðfæri.
Gestunum má ekki leiðast,“ segir
hann og hlær.
Langar í sólarlandaferð
Aðspurður um hvað hann vilji í
fermingargjöf segir hann listann
langan. „Það er auðvitað svo margt
sem mann langar í. Mig dreymir um
að fá utanlandsferð, tölvu, græjur
og alls kyns tól. Ég væri til í að fara
til sólarlandanna í sumar með fjöl-
skyldunni, sú gjöf er í efsta sæti. Ég
væri líka til í að fá pening sem ég
gæti sjálfur eytt í föt. Ég er svolítið
fatafrík og vil frekar velja fötin mín
sjálfur.“
Dagur Adam segir jafnaldra sína
helst langa í einhvers konar græjur.
„Strákana langar flesta í tölvu af ein-
hverju tagi. Suma langar í fartölvu
og iPhone eða iPad og þannig lag-
að en aðra langar helst í leikjatölvu
eins og PlayStation 3.“
Þiggur glaður gjafirnar
En er Dagur Adam búinn að hug-
leiða hvað í þessum stóra degi felst?
„Jú, að sjálfsögðu. Ég er trúaður og
fermist til kristinnar trúar. Ég tek
þetta samt ekkert of hátíðlega. Ég er
ekki búinn að ákveða hvað ég ætla
að flytja úr Bibl íunni á fermingar-
daginn en ég finn eitthvað gott. Ég
veit vel að dagurinn snýst ekki að-
eins um gjafir og þannig lagað. En
þær eru nú bara vel þegnar samt,“
segir hann og hlær.
Vill kransaköku og kjötbollur
Hann segist ákveðinn í að tveir rétt-
ir verði á boðstólum fyrir svanga
gesti í veislunni. „Það verður að
vera kransa kaka úr Rice Crispies og
súkkulaði, hún er svo góð og kjöt-
bollur með Ritz-kexi. Ég held mikið
upp á þessa tvo rétti og er alveg til í
að hjálpa til við að búa þá til svo þeir
verði örugglega í boði.“
Dagur Adam gefur lesendum
uppskriftina að kjötbollunum sem
hann heldur svo mjög upp á.
Dagur Adam hefur skýrar hugmyndir um fermingardaginn:
Fermist í hvítum jakka-
fötum með hvítan hatt
Kjötbollur
með Ritz-kexi
Bollur
n 1kg nautahakk
n 2 egg
n 2 pakkar af Ritz-kex, mulið
n 1 pakki púrrulaukssúpa
Hrært saman eins og deig og mótað í litlar
bollur. Raðað á smjörpappír og bakað í ofni í
15 mínútur við 180 gráður.
Sósan
n Heinz chili-sósa
n 1 dl matarolía
Hráefnið sett í pott, suðan látin koma upp og
þykkt með sósujafnara.
Verður með sín
eigin skemmtiatriði
Dagur heldur ræðu og
býður gesti velkomna
og leikur á trompet í
veislunni.
mynDiR RóBeRt ReyniSSon