Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 40
40 | Fermingar 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 Fax: 511-3341 | www.reyap.is Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. Við þökkum góðar viðtökur á þeim tæplega 2 árum sem apótekið hefur starfað. Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur. Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. Í hjarta Reykjavíkur! Nanna Rögnvaldardóttir gefur foreldrum uppskriftir: Smáréttir með lítilli fyrirhöfn Þ að er ekkert mál að halda góða veislu með girnilegum réttum með litlum tilkostnaði,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir og talar af reynslu enda er hún ókrýnd drottning smárétta og veislumatar og veit fátt skemmtilegra en að gleðja sína eigin gesti með girnilegum kræsingum. Nanna gaf út bókina Smárétti Nönnu sem er fjölbreytt bók með fjölda uppskrifa sem henta í veislur við öll tækifæri. „Það er alltaf hentugt að útbúa litla en gómsæta brauðrétti,“ bendir Nanna á og gefur því foreldrum fermingarbarna uppskriftir að skinkuhornum, pepperóní- og skinkusnúð- um, smápítsum,og ítölskum kjötbollum með sósu. Allir kannast við skinkuhorn sem eru sívinsæl í veislum og á hlaðborðum eða bara með kaffinu. Þau eru oftast gerð úr gerdeigi eða bökudeigi en það er ekki síður einfalt og gott að gera þau úr smjördeigi. Og auðvitað er hægt að hafa aðra fyllingu en skinku. Skinkuhorn 12–16 horn n 1 rúlla útflatt smjördeig (eða bökudeig) n 100 g góð skinka, smátt söxuð n 100 g rjómaostur, mjúkur n 3 msk. beikonsmurostur (má sleppa) n Nýmalaður pipar n Egg til penslunar n Nýrifinn parmesanostur eða annar ostur Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu deigið í tvennt eftir endilöngu og skerðu hvorn helming í geira, um 5–6 cm breiða neðst – það má líka skera stóran hring úr deiginu og skipta honum í geira en nýtingin á deiginu verður betri svona. Ef þú ert með frosið deig er best að fletja hverja plötu fyrir sig út þannig að hún teygist sem mest á lengdina og skera hana svo í geira. Blandaðu skinku, rjómaosti og beikonosti saman í skál og kryddaðu með örlitlum pipar. Settu um 1 tsk. af fyllingu á breiðari endann á hverjum smjördeigsgeira, rúllaðu honum upp og sveigðu hornin svolítið fram. Penslaðu hornin með slegnu eggi og stráðu svolitlum osti yfir. Settu þau með dálitlu millibili á pappírsklædda bökunarplötu og bakaðu þau í um 15 mínútur í miðjum ofni. Smjördeigssnúða er mjög einfalt að útbúa, oftast er deigið bara flatt út, fyllingunni stráð eða raðað á það og deigið síðan vafið upp eða utan um fyllinguna, skorið í sneiðar eða bita og síðan bakað. Pepperónísnúðar um 30 snúðar n 1 rúlla útflatt smjördeig eða 3–4 plötur frosið n 3 msk. tapenade n 10–15 steinlausar ólífur, saxaðar n 10–12 sneiðar af pepperóní, saxaðar (má sleppa) n 100 g rifinn ostur n Egg til penslunar Hitaðu ofninn í 200°C. Leggðu deigplötuna á borðið (ef þú ert með frosnar deigplötur skaltu raða þeim á hveitistráð borð hlið við hlið og láta brúnirnar skarast, pressa þær saman með fingurgómunum og fletja síðan út). Smyrðu tapenade á allt deigið nema aðra lengri brúnina og stráðu söxuðum ólífum, pepperóní og osti yfir. Penslaðu auðu brúnina með eggi og rúllaðu svo deiginu upp frá hinni langhliðinni. Skerðu rúlluna í 8–10 mm þykkar sneiðar með beittum hníf, raðaðu þeim á bökunarplötu og penslaðu e.t.v. með eggi. Bakaðu snúðana ofarlega í ofni í 12–15 mínútur. Skinkusnúðar n 1 rúlla útflatt smjördeig eða 3–4 plötur frosið n 3–4 msk. rautt pestó n 150 g skinkustrimlar n 100 g rifinn ostur n ½ tsk. óreganó, þurrkað Farðu að eins og við pepperónísnúðana, smyrðu deigið með pestói og stráðu skinku, osti og óreganó yfir. Kjötbollur eru auðvitað sígildur pinna- matur sem er mjög einfalt að útbúa, ekki síst ef bollurnar eru bakaðar í ofni eins og hér er gert. Það er hægt að nota svína-, nauta- eða lambahakk eða blöndu og svo má líka gera kjúklingabollur. Svo er hægt að krydda og bragðbæta bollurnar á ýmsa vegu og bera fram með þeim margs konar ídýfur og sósur. Ítalskar kjötbollur 30–40 bollur n 3 brauðsneiðar, rifnar niður n ½ lítill laukur, saxaður n 1 hvítlauksgeiri, saxaður n 2 tsk. ítölsk kryddjurtablanda eða „herbes de provence“ n 1 msk. rautt pestó n 1 tsk. salt, eða eftir smekk n ¼ tsk. nýmalaður pipar, eða eftir smekk n 400 g svínahakk Hitaðu ofninn í 200°C. Settu brauð, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og láttu ganga þar til brauðið er orðið að mylsnu. Bættu kryddjurtum, pestói, salti og pipar út í og hrærðu saman. Blandaðu svo hakkinu saman við, mótaðu litlar bollur og bakaðu þær í miðjum ofni í 15–18 mínútur. Ég dreifi þeim á plötu klædda með bökunarpappír og ýri oftast svolítilli olíu yfir. Ég nenni sjaldnast að snúa þeim en liturinn verður auðvitað jafnari ef þeim er snúið einu sinni eða hrært í þeim tvisvar eða þrisvar. Með þeim mætti til dæmis hafa steinseljupestó. Steinseljupestó n 1 knippi steinselja n 2 hvítlauksgeirar n Rifinn börkur af 1 sítrónu n 1 msk. nýkreistur sítrónusafi, og meira eftir smekk n ¼ rautt chili-aldin, fræhreinsað og saxað n 25 g heslihnetur (eða aðrar hnetur eftir smekk) n 100–150 ml ólífuolía n Salt og pipar Skerðu sverustu leggina af steinseljunni (fínt að nota þá í súpu eða soð) og settu hana svo í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, sítrónuberki og -safa, chili og hnetum. Láttu vélina ganga þar til allt er fínsaxað. Helltu olíunni saman við smátt og smátt, magnið fer eftir því hvað þú vilt hafa pestóið þykkt. Kryddaðu með pipar og salti eftir smekk. Smápítsur eru einfaldar, sívinsælar og fljótlegar – ég tala nú ekki um ef notað er tilbúið, útflatt pítsudeig. Auðvitað er ódýr- ara að búa til sitt eigið en þetta tilbúna er býsna drjúgt, það má vel fá 30–40 litlar pítsur úr einni deigplötu. Ég sting yfirleitt út hringi sem eru um 5 cm í þvermál. Það er hægt að setja býsna margt á svona pítsur en best að hrúga ekki of miklu á þær. Reyndar henta svona pítsur mjög vel til að nýta alls konar afganga úr krukkum og dósum sem maður á í ísskápnum. Pítsurnar eru svo bakaðar við 220°C í 8–10 mínútur og bornar fram heitar eða kaldar. Pepperónípítsur n Pepperónísneiðar n Rifinn ostur, um ½ tsk. á hverja pítsu n Þurrkað óreganó Settu pepperónísneið á hverja pítsu og þrýstu aðeins niður, settu ost ofan á og stráðu ögn af óreganó yfir. Kartöflupítsur með gráðaosti n Svolítil ólífuolía n Nokkrar kartöflur, fremur litlar n Mulinn gráðaostur, um ½ tsk. á hverja pítsu n Ögn af fersku rósmaríni, smátt söxuðu n Nýmalaður pipar Penslaðu pítsurnar með svolítilli olíu. Skerðu kartöflurnar í 1–2 mm þykkar sneiðar og settu eina sneið á hverja pítsu. Dreifðu muldum gráðaosti og söxuðu rósmaríni yfir og kryddaðu með nýmöluð- um pipar. Skinkupítsur n Rautt pestó, ½ – ¼ tsk. á hverja pítsu n Skinkustrimlar, um 1 tsk. á hverja pítsu n Rifinn ostur, um ½ tsk. á hverja pítsu n Lítil basilíkublöð (má sleppa) Smyrðu hverja pítsu með rauðu pestói og stráðu skinkustrimlum og osti yfir. Settu basilíkublað á hverja pítsu þegar þær koma úr ofninum eða rétt áður en þær eru bornar fram. n Mörgum foreldrum vex í augum að bjóða til stórrar ferming- arveislu n Það má vel útbúa smárétti og girnilegar veitingar á auðveldan máta sem reynist ekki of kostnaðarsamur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.