Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 54
54 | Lífsstíll 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
www.ils.is
Lán til íbúðakaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
Úrræði í greiðsluvanda
1 STRESSVALDARMikilvægasta skrefið er að
greina hvað í lífi þínu veldur
stressi. Þannig áttu auðveldara
með að stýra álaginu. Taktu þér
tíu mínútur í að hugsa um hvað
það er á degi hverjum sem veldur
þér stressi. Hvaða reglulegu at-
burðir, hvaða fólk, hvaða áhuga-
mál og allt sem þér dettur í hug
sem er streituvaldur. Búðu til topp
tíu lista yfir hluti sem valda þér
streitu og athugaðu hvað hluti þú
getur hreinlega eytt út af listanum
eða gert á þann hátt að álagið sé
minna.
2 ÓÞARFA SKULDBINDINGARVið erum öll með fjölda skuld-
bindinga í lífinu og berum öll
ábyrgð. Til dæmis í vinnu eða
sem fjölskyldumeðlimir, sem vin-
ir, í áhugamálunum og jafnvel á
inter netinu. Skoðaðu hverja og
eina skuldbindingu og hvort hún
sé þess virði. Er hún þess virði
að leggja þetta á sig miðað við
þá streitu sem það veldur? Vertu
harður við sjálfa(n) þig.
3 FRESTUNVið gerum þetta öll. Frestum
hlutunum og látum þá staflast upp
þangað til staflinn virðist jafn hár
og Esjan. Reyndu eins og þú getur
að afgreiða hlutina strax. Það gerir
bara illt verra að bíða með það og
þér líður líka mun betur þegar þú
hefur rutt þeim úr vegi.
4 ÓSKIPULAGSkipulag er mikilvægur þáttur
til þess að draga úr stressi. En
skipulagi þarf að viðhalda. Hlut-
irnir eiga það til að leita í óskipu-
lag. Byrjaðu á litlu hlutunum eins
og skrifborðinu. Bara það að hafa
allt í drasli í kringum sig er streitu-
valdandi.
5 STUNDVÍSIÞað er fátt meira stressandi en
að vera á síðasta snúningi. Sumir
eru alltaf of seinir í öllu. Maður
þarf að undirbúa sig á hlaupum
auk þess sem maður getur sett
sjálfan sig í hættu í umferðinni.
Lærðu að vera tímanlega á ferð-
inni. Það er svo lítið mál að breyta
þessu og þér mun líða mun betur.
6 STJÓRNUNVið erum ekki herrar alheims-
ins þó svo að við höldum það
stundum. Hættu að reyna stjórna
öllu í kringum þig og sættu þig við
þá hluti sem þú hefur enga stjórn
á. Að reyna að stjórna fólki og að-
stæðum eykur aðeins á stressið.
Lærðu að sleppa takinu og það
opnast fyrir þér nýr heimur.
7 FJÖLHÆFNIPassaðu þig að taka ekki of
mörg verkefni að þér í einu. Það
veldur því að þú missir fókusinn
og það bitnar á endanum á þeim
öllum. Í stað þess er vænlegast að
byrja á einhverju og ljúka því áður
en þú stekkur í það næsta.
8 ORKUSUGUREf þú ert komin(n) af stað í
skrefi númer 1, að greina streitu-
valda í lífi þínu, þá hefur þú eflaust
tekið eftir því hvað dregur úr þér
alla orku. Sumt sem maður gerir
tekur frá manni alla orku og meiri
orka þýðir minna stress.
9 FORÐASTU ERFITT FÓLKÞú veist hvaða fólk þetta er.
Hvort sem það er yfirmaðurinn
eða einhver annar. Í stað þess að
pirra þig á fólki sem þú lendir í
útistöðum við reyndu þá bara að
spara þig og takmarka samskipt-
in. Haltu þeim yfirveguðum og
stuttum.
10 EINFALDAÐU LÍF ÞITTAð einfalda daglegt líf er stór
þáttur í zen-fræðunum. Einfaldaðu
rútínu þína, skyldur og áreitið í
kringum þig. Dragðu úr netnotkun.
Þú þarft ekki stöðugt flæði upp-
lýsinga allan daginn. Hreinsaðu
hugann án þess að vera að horfa á
sjónvarp eða hanga við tölvuna.
11 HÆTTU AÐ PLANAHafðu daginn þinn mun opnari.
Það er ekki nauðsynlegt að plana
hverja einustu mínútu í lífinu.
Lærðu að sneiða hjá fundum, búðu
frekar til tíma þar sem þú getur tek-
ið á einu stóru verkefni eða hrint úr
vegi mörgum litlum. Þegar einhver
biður þig um að hitta sig á fundi,
reyndu þá frekar að leysa málið í
gegnum símann eða með tölvu-
pósti. Ef það tekst ekki, reyndu þá
einfaldlega að komast hjá því að
fundur verði planaður. Biddu við-
komandi frekar um að hringja í þig
seinna og spyrja þá hvort þú sért
laus á þeim tíma. Þér mun líka að
vera með opnari dagskrá.
12 HÆGÐU Á ÞÉRHægðu á þér í stað þess að
drífa þig í gegnum lífið. Lærðu að
gera hlutina rólega. Njóttu alls mat-
ar, fólksins í kringum þig og nátt-
úrunnar. Þetta skref mun minnka
streituna til muna.
13 HJÁLPAÐU ÖÐRUMHjálpaðu öðrum. Það hljóm-
ar kannski eins og mótsögn við allt
hitt að þú sér nú farinn að taka á
þig vandamál annarra þegar þú
sjálfur eða sjálf hefur nóg að gera.
En ef það er einhver einn hlutur
sem þið ættuð að bæta á ykkur í
lífinu er það að hjálpa fólki. Ekki
bara gerir það hjartanu gott að láta
gott af sér leiða heldur líður öðr-
um vel í kringum þig líka.
14 SLAPPAÐU AF YFIR DAGINNÞað er mikilvægt að taka
nokkrar stuttar pásur í vinnunni.
Hættu því sem þú ert að gera og
nuddaðu axlirnar á þér eða stattu
Það takast allir á við streitu í einhverri mynd í nú-
tímasamfélagi. Mikilvægt er að kunna leiðir til þess
að losa um þetta stress en það er bara bráðabirgða-
lausn. Öllu máli skiptir að greina hvaða þættir í lífi
þínu valda stressinu og hvað þú hefur gert, til þess
að ráðast að rót vandans. DV tók saman 20 ráð
byggð á hinum fornu zen-fræðum um hvernig má
draga úr stressi í daglegu lífi.
ÚTRÝMDU STRESSINU