Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 58
58 | Lífsstíll Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Koostik-magnari fyrir iPhone og iPod: Tækni „sameinast“ náttúru Eftir margra ára tilraunavinnu hef- ur Koostik litið dagsins ljós. Græja sem hægt er að nota sem hátalara fyrir iPhone-síma og fjórðu kynslóð- ar iPod-tónlistarspilara. Koostik er handsmíðað úr tré og nýtir gamlar og fremur ótæknivæddar leiðir til að magna upp tónlistina sem kemur úr spilurunum. Koostik nær að tvöfalda og jafnvel fjórfalda hljóminn sem kemur úr innbyggðum hátölurum spilaranna. Koostik notar engar snúrur eða rafmagn við að magna hljóminn upp og það eina sem þú þarft að gera er að smella iPhone-símanum þínum eða iPod-spilaranum í þar til gert hólf. Þú hefur aðgang að öllum tökk- um og skjánum á i-græjunni þinni eftir að þú kemur honum fyrir í hólf- inu og vilja framleiðendur Koostik meina að núna sé búið „að sameina tækni og náttúru“. Á heimasíðu framleiðanda Koostik er skýrt tekið fram að magn- arinn geti ekki endilega komið í stað- inn fyrir rafdrifna magnara í öllum tilfellum. „Ef þú ert fyrir þungarokk- stónlist spilaða virkilega hátt eða mjög djúpa bassatóna er Koostik ekki endilega málið,“ segir á vefsíð- unni. „Ef þú ert hins vegar fyrir fal- legan söng og rólega tónlist kemur Koostik þér verulega á óvart.“ Þrír kunningjar Jim, Jancy og Mike standa á bak við Koostik og hafa þau unnið saman að hönnun, þróun og markaðssetningu magnar- ans. Fyrsta prufuútgáfan af Koostik var unnin úr kaffibolla úr frauð- plasti og þótti heppnast nokkuð vel. Það varð til þess að Jim fór að gera frekari tilraunir á rafmagnslausum magnaranum. Jancy sér um bók- haldið og Mike um að selja magn- arann. Gerðu alvöru hamborgara Alvöru hamborgarapressa er nauðsynleg fyrir þá sem ætla að standa sig í stykkinu við grillið í vor og sumar. Fyrir rúmar 2.000 krónur geturðu fengið góða hamborgara- pressu sem gerir það minnsta mál að pressa eitthvert lostæti, eins og ost, inn í hamborg- arana. Maður skellir bara kjöti öðrum megin og pressar, svo kjöti hinum megin og pressar, einhverju auka hráefni í miðjuna og pressar svo allt saman. Þú ert komin með góðan og öðruvísi hamborgara með aðeins nokkrum handtökum. Símtól fyrir GSM Vefverslunin ThinkGeek býður upp á margs konar varning sem óhætt er að segja að langt verði þangað til venjulegar verslanir fari að selja. Meðal þess sem verslunin selur eru gamaldags símtól sem þú getur notað með GSM-símanum þínum. Símtólin eru ýmist búin Bluetooth-tækni, og tengjast þannig þráðlaust við símann þinn, eða búin snúru, sem þú stingur í samband við símann. Símtólið þjónar engum sérstökum tilgangi öðrum en þeim að gera spjall í farsíma aðeins líkara því sem það væri ef þú værir að tala í heimasíma – árið 1970. n Það eru margar leiðir til að verða ríkur en þessar eru slæmar n Þú getur ekki treyst á týndan ættingja í Nígeríu eða á góðmennsku spilavítiseigenda n Ekki láta fara með þig eins og tilraunadýr hjá lækni eða netfyrirtæki F lestir hafa áhuga á því að eignast peninga með sem minnstri fyrirhöfn. Það eru þó til misgáfulegar aðferðir til að reyna að græða peninga – sumar sem eru bókstaflega heimskulegar. DV tók saman lista yfir fimm verstu leiðirnar til að græða peninga. Spilavíti Það er þekkt staðreynd að spilavíti koma alltaf út í hagnaði. Þó að það komi einstöku sinnum fyrir að þeir sem spila í spilavítum vinni stóra vinninga eru hverfandi líkur á að þú náir að græða hressilega á slíkri iðju. Þegar upp er staðið eyðirðu meira í spilavíti en þú græðir, nær sama hversu háan vinning þú færð. Það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hótel í Las Vegas og öðrum helstu spilavítisborgum heims borga fín- ustu hótelherbergin og tilheyrandi fyrir stærstu spilarana... spilavítið kemur alltaf út í plús. Nígeríupóstur Ef þú ert með netfang hefurðu fengið póst frá lögfræðingi sem vinnur að því að losa ótrúlegar fjárhæðir úr dánarbúi einhvers staðar í Afríku. Þessir póstar eru undantekningarlaust svindl. Það er enginn ættingi þinn frá Nígeríu sem var ríkasti maðurinn í þorpinu sínu og hefur ánafnað þér milljörð- um. Ef þú ert fæddur og uppalinn á Íslandi eru líka hverfandi líkur á að þú eigir nokkurn ættingja í Afr- íku – hvað þá einhvern sem þú viss- ir ekki af. Netkannanir Allir þeir sem hafa farið á netið hafa séð auglýsingar frá einhverju fyrir- tæki sem er til í að borga þér fúlg- ur fjár fyrir að taka þátt í nokkrum könnunum á dag. Ekki trúa þessu, þú verður ekki milljónamæringur á því að svara „örfáum spurningum“. Óhætt er að gera ráð fyrir því að fyr- irtæki sem bjóða þér ævintýralegan gróða fyrir það eitt að svara spurn- ingum sé ekki allt það sem það er séð. Stoppaðu í það minnsta um leið og þú ert beðinn að gefa upp kredit- kortanúmer. Pýramídafyrirtæki Ef fyrirtæki lofar þér ofsafengnum gróða fyrir það eitt að taka þátt í að selja einhverja „vöru“ máttu vera viss um að þú sért kominn með boð um að taka þátt í pýramídasvindli. Marg- ir hafa grætt á slíkum fyrirtækjum, en það eru alltaf þeir sem byrja með svindlið eða eru fyrstir til að taka þátt. Ekki reikna með því að þú sért einn af þeim fyrstu til að taka þátt í fyrirtækinu, sama hvað forsvars- menn þess segja þér. Læknisfræðitilraunir Allir bandarískir gamanþættir sem endast í meira en ár koma á ein- hverjum tímapunkti inn á að það sé hægt að fá borgað fyrir að taka þátt í einhverjum læknisfræðilegum rann- sóknum. Það er ekki algengt að Ís- lendingar hafi tækifæri til að taka þátt í slíkum tilraunum og ekki mik- inn pening upp úr því að hafa. Það væri því argasta vitleysa að hætta í vinnunni til að fara að leggja það fyr- ir sig að vera tilraunadýr á rannsókn- arstofu. 5 verstu leiðirnar til að verða ríkur Koostik Bara unnið úr tré. Stafrænn gítar Heilsaðu næstu kynslóð hljóðfæra. Misa Kitara stafræni gítarinn bræðir saman venjulegan gítar og nýjustu tækni til að búa til hljóðfæri sem er bæði kunnuglegt og eitthvað algjörlega nýtt. Í stað strengja er stór og góður snertiskjár sem þú getur notað til að slá á strengi gítarsins og í handfangi gítarsins eru takkar sem þú ýtir á, með sömu gripum og á venjulegan gítar, til að fá réttu hljómana. Með snertiskjánum opnast nýir möguleikar í spilamennsku sem ekki eru í boði á venjulegum gítar. Þetta tæki mun líklega ekki koma í staðinn fyrir gamla góða gítarinn, en hann gæti engu að síður verið mjög skemmtilegur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.