Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Page 4
4 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað
Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16.
10% afsláttur
hjá F&B þýðir
FRÁBÆRT VERÐ
til neytenda!
Flísa & Baðmarkaður
inn er eins árs!
Þökkum
frábærar
vitökur!
Í tilefni afmælisins er 10% afsláttur af
öllum vörum vikuna 11. til 16. apríl.
Gerðu góð kaup!
Hlaut fyrstu
verðlaun í Sviss
Í vikunni var haldin alþjóðleg ráð
stefna í Lausanne í Sviss um rann
sóknir í ferðaþjónustu þar sem 100
þátttakendur frá
um 70 helstu há
skólum á þessu
sviði lögðu fram
rannsóknar
verkefni sín.
Ráðstefnan,
sem haldin er
á vegum Travel
& Tour ism Re
search Association, er árlegur við
burður. Að þessu sinni var það Ís
lendingur, Einar Svansson, sem
hreppti fyrstu verðlaun (Best Paper
Award) fyrir rannsóknarverkefni sitt,
Open innovation with Lead users:
the case of the Blue Lagoon, Iceland.
Verkefnið er hluti af doktorsritgerð
Einars við Exeterháskóla í Bretlandi
en Einar starfar einnig sem lektor
við Viðskiptafræðideild Háskólans
á Bifröst. Eins og nafnið gefur til
kynna lýtur rannsókn Einars að Bláa
lóninu en viðfangsefni verkefnisins
er að rannsaka leiðandi notendur
þjónustufyrirtækja og tengsl þeirra
við nýsköpun.
Stúlkan sem fékk hjartastopp er ekki vöknuð:
„Ekkert meira hægt að gera“
„Staðan er sú að það er eiginlega
engin staða. Það er búið að slökkva
á svæfingunni og við vitum ekkert
hvað gerist,“ segir Helena Hauksdótt
ir, vinkona Hrannar Benediktsdóttur
sem fékk hjartastopp fyrir tæpum
tveimur vikum. Hrönn var stödd á
Billiardbarnum í Faxafeni þegar at
vikið átti sér stað en henni var haldið
sofandi á Landspítalnum í Fossvogi
þar til fyrr í vikunni.
Helena segir að sú ákvörðun hafi
verið tekin að slökkva á svæfingunni
og vonast hafi verið til að Hrönn
myndi vakna við það. Það hafi hins
vegar ekki gerst ennþá. „Við verðum
bara að bíða og sjá hvað gerist. Tím
inn verður að leiða þetta í ljós,“ segir
hún og bætir við að Hrönn sé líkam
lega hraust og því verði þau að halda
í vonina. „Maður vill alltaf vona að
þetta fari vel en það er ekkert meira
hægt að gera.“ Helena stofnaði Face
book síðu fljótlega eftir atvikið þar
sem hún bað íslensku þjóðina um
að sameinast í bæn og biðja fyrir vin
konu hennar. Á síðunni skrifar Hel
ena einnig að hún komist ekki hjá
því að hugsa til þess að ef einhver
á staðnum hefði hafið endurlífgun
strax væri staðan önnur. Enginn sem
var staddur á Billiardbarnum þegar
atvikið á sér stað kunni skyndihjálp.
Nokkrar mínútur liðu þar til sjúkra
flutningamenn mættu á staðinn og
endurlífgun hófst. „Ég vil reyna að
berjast fyrir því að kennsla í skyndi
hjálp verði fastur liður í grunnskól
um, menntaskólum og á vinnustöð
um og ég held að besta leiðin til þess
séu fjölmiðlar. Mig langar að vekja
athygli almennings á því hversu mik
ilvægt þetta er og hvernig þetta varð
ar okkur öll. Ég hafði hugsað mér að
koma á fót styrktarátaki til þess að
koma þessu af stað,“ segir Helena að
lokum á Facebooksíðunni.
gunnhildur@dv.is
Bíða og vona „Það er búið að slökkva á svæfingunni,“ segir vinkona Helenu.
Hrönn Bene-
diktsdóttir.
Karl Wernersson, fyrrverandi eigandi
Milestone, og Sigríður Jónsdóttir, fyrr
verandi eiginkona hans, takast nú á
fyrir dómstólum, en Sigríður hefur
stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum.
Hjónin skildu árið 2004 og sam
kvæmt heimildum DV gerðu þau
samninga sín á milli við skilnað
inn sem kváðu á um skiptingu eigna
þeirra. Ætla má að Sigríður hafi við
skilnaðinn fengið að minnsta kosti
nokkur hundruð milljónir króna í
sinn hlut þar sem Karl hefur verið
sterkefnaður um nokkurt skeið.
Matsmenn kvaddir til
Hugsanlegt er að Karl hafi ekki
staðið við skuldbindingar sínar
gagnvart Sigríði eða að forsendur
samninganna sem þau gerðu sín
á milli séu brostnar og því þurfi
að endurmeta þá, og að umrætt
dómsmál sé höfðað vegna brota
á þessum samningum. Í slíkum
skilnaðarmálum geta samningarn
ir jafnvel náð nokkur ár fram í tím
ann og er ekki ólíklegt að svo hafi
verið í þessi tilfelli jafnvel þó að
nokkur ár séu liðin frá skilnaðin
um. Þannig getur til dæmis vel ver
ið að í samningunum á milli Karls
og Sigríðar hafi verið kveðið á um
að Karl, eða Sigríður, hafi átt að láta
hinn samningsaðilann fá einhverja
eign eða fjármuni fyrir skömmu.
Þann 8. apríl síðastliðinn voru
kvaddir til matsmenn vegna máls
ins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Nánast má fullyrða að tilgangur
matsmannanna sé að endurmeta
einhverjar eignir sem komu til
skiptanna við skilnað Karls og Sig
ríðar á sínum tíma.
Man ekki hvort þau gerðu
kaupmála
Karl, sem er framkvæmdastjóri og
eigandi Lyfja og heilsu, vildi í sam
tali við DV hvorki játa því né neita að
málið tengdist skilnaði hans og Sig
ríðar á einhvern hátt. „Ég skildi held
ég 12. ágúst 2004,“ sagði Karl. „Ég get
bara sagt þér þetta eina um málið,“
bætti hann við þegar blaðamaður
innti hann eftir því hvort dómsmál
ið tengdist skilnaðaruppgjörinu. Að
spurður sagðist Karl ekki muna hvort
hann og fyrrverandi kona hans hefðu
gert kaupmála sín á milli á hjúskap
arárum sínum, líkt og stundum er
gert þegar efnaðir einstaklingar eiga í
hlut. Kaupmála er hægt að gera ann
aðhvort þegar gengið er í hjónaband
eða síðar. Við kaupmála myndast
séreign sem annað hvort hjóna á og
tilheyrir ekki sameiginlegu búi. Slík
séreign er því undanþegin skiptum
ef til skilnaðar kemur. Þegar blaða
maður spurði Karl hvort það væri
ekki eðlilegt að maður í hans stöðu
gerði kaupmála svaraði hann: „Hvað
er eðlilegt? Ég veit eiginlega ekk
ert hvað er eðlilegt. Ég læt bara lög
mennina mína ráðleggja mér um allt
saman.“ Ólafur Eiríksson, lögmaður
Karls, vildi ekki tjá sig um mál skjól
stæðings síns þegar DV hafði sam
band við hann.
Algengt að samið sé um
greiðslur til margra ára
Lögmenn, sem DV hafði samband
við og tengjast málinu ekki, töldu
nánast öruggt að dómskvaðning
matsmanna í umræddu máli væri
til komin vegna þess að Sigríður,
sem er hjúkrunarfræðingur, telji
að sameiginlegt bú þeirra sé meira
virði en talið var þegar samningur
inn var gerður, eða að hún telji sig
ekki hafa fengið það sem hún átti
að fá samkvæmt samningnum. Lög
maður sagði í samtali við DV að ef
þau hefðu gert á milli sín skiln
aðarsamning væri hugsanlegt að
hún væri að reyna að fá hann end
urupptekinn. Lögmaðurinn sagði
það jafnframt vera algengt, ef ann
ar makinn í hjónabandi væri mjög
efnaður en hinn með lágar tekjur
eða jafnvel heimavinnandi, að við
skilnað væri gerður samningur á
milli hjóna um ákveðnar greiðslur í
ákveðinn fjölda ára. Í sumum tilfell
um væri um einhvers konar lífeyris
greiðslur að ræða.
Breyttar aðstæður með
efnahagshruni
Karl átti fjárfestingarfélagið Mile
stone með systkinum sínum,
Steingrími og Ingunni, en Werner
Rasmus son faðir þeirra fyrirfram
greiddi þeim arf árið 1999 með því
skilyrði að þau settu peningana
í eignarhaldsfélag sem þau áttu
saman. Karl átti þó stærstan hlut
í Milestone, eða 41 prósent. Mile
stone átti meðal annars trygginga
félagið Sjóvá og fjárfestingarbank
ann Askar Capital. DV greindi frá
því snemma árs 2009 að eignir
Karls hefðu verið metnar á um 65
milljarða króna þegar útrásin stóð
sem hæst árið 2007. Karl fór þó ekki
varhluta af efnahagskreppunni, en
Milestone varð gjaldþrota í sept
ember árið 2009 eftir að kröfu
hafar höfnuðu nauðasamningum.
Hugsanlegt er að Karl hafi brotið
einhver ákvæði í samningunum á
milli þeirra hjóna þar sem aðstæð
ur hafa óneitanlega breyst í kjöl
far efnahagshrunsins. Samkvæmt
tekjublaði DV frá því síðasta haust
var Karl með tæpar ellefu hundruð
þúsund krónur í mánaðarlaun árið
2009.
Sigríður, fyrrverandi eiginkona
Karls, vildi ekki tjá sig um málið
þegar DV hafði samband við hana.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
FYRRVERANDI
STEFNIR KARLI
n Sigríður Jónsdóttir stefnir Karli Wernerssyni n Karl man ekki hvort
þau gerðu kaupmála n Ætla má að hann hafi ekki staðið við skuld-
bindingar skilnaðarsamnings n Búið að kveða til matsmenn í málinu„Hvað er eðlilegt?
Ég veit eiginlega
ekkert hvað er eðlilegt.
Stóð hugsanlega ekki
við skuldbindingar Karl
Wernersson vildi hvorki
játa því né neita í samtali
við DV að málið tengdist
skilnaðaruppgjöri hans.
Lilja, Atli og Ás-
mundur stofna
þingflokk
Lilja Mósesdóttir íhugar nú að
stofna nýjan stjórnmálaflokk í sam
starfi við Atla Gíslason og Ásmund
Einar Daðason. Hann verður form
lega stofnaður eftir helgina. Frétta
miðillinn Vísir.is greindi frá þessu
í gærkvöldi, fimmtudag. Þar kom
fram að þau Lilja, Atli og Ásmundur
Einar hefðu fundað í gær, miðviku
dag, um breytta stöðu eftir úrsögn
Ásmundar Einars úr þingflokki
vinstri grænna. Þar var ákveðið að
stofna nýjan þingflokk. Fram kemur
að nafnið á flokknum hafi ekki end
anlega verið ákveðið enda þurfi að
velja vel. Haft var eftir Lilju að nýr
þingflokkur muni auðvelda þeim að
hafa áhrif í þinginu, óháðir þing
menn fái meðal annars ekki upp
lýsingar um dagskrá þingsins. Einnig
var haft eftir henni að hún sé nú að
kanna skilyrði þess að stofna nýjan
stjórnmálaflokk til höfuðs VG fyrir
næstu Alþingiskosningar.