Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Davíð Oddsson kallaði stjórnmála- feril Ólafs Ragnars Grímssonar „blóðugan“ í handriti að viðtali sem Morgunblaðið tók við hann árið sem hann var kjörinn forseti og sagði það stríðsyfirlýsingu við þingið ef hann beitti synjunarvaldi gegn lögum frá Alþingi. Orðalagið var mildað. Um þetta fjallar Matt hías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í dagbókum sínum. Andvígur þá Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands 29. júní 1996 og tók við embætti 1. ágúst sama ár. Nokkrum mánuðum áður, sunnudaginn 14. apríl, birtist viðtal í Morgunblaðinu við Davíð Oddsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, en hann hafði þá setið samfellt fimm ár á stóli forsæt- isráðherra. Á þeim tíma höfðu flestir ef ekki allir forsetaframbjóðendurnir gefið sig fram, þeirra á meðal Ólafur Ragnar, Guðrún Pétursdóttir og Guð- rún Agnarsdóttir. Matthías Johannessen fer yfir baksvið þessa viðtals í dagbókum sínum, en þær eru aðgengilegar á netinu. Fram kemur í frásögn Matthíasar að Davíð var á þessum tíma fullkom- lega andvígur því að forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar og vís- aði þeim þar með í þjóðaratkvæða- greiðslu. Viðsnúningurinn Matthías hefur meðal annars eftir- farandi eftir Davíð úr umræddu við- tali: „Annar frambjóðandi [Ólaf- ur Ragnar - innsk. blm.] sagði í út- varpsviðtali að hann ætlaði að sitja á Bessastöðum, ef hann yrði kosinn, og hafna lögum frá Alþingi ef undir- skriftasafnanir bærust um það. Það yrði um leið hálfgerð stríðsyfirlýs- ing við þingið, andstætt öllum hug- myndum um þingræði í landinu og fjarri öllum hugmyndum sem menn gerðu sér um forsetaembætt- ið í upphafi. Umræður um forsetaembættið og þær forsendur sem þessir kand- ídatar eru að tala um eru mér mjög framandi og ég tel að ef menn verða kosnir í þetta embætti á þessum for- sendum og reki það á þessum for- sendum, þá muni ekki líða á löngu áður en forsetaembættið hverfi úr okkar stjórnskipun í þeirri mynd sem það er nú. Þá eru menn komn- ir á slíkar villigötur að það nær ekki nokkurri átt.“ Davíð Oddsson barðist einn- ig hart gegn synjun forsetans á ný- settum fjölmiðlalögum árið 2004 meðal annars með vísan til stjórn- arskrárinnar og ríkjandi túlkunar á valdi og ábyrgð forsetans. Athygli vekur að Davíð hefur hins veg- ar ekki gert sambærilegar athuga- semdir um synjunarvald forsetans og þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave-samninginn. „Lýðskrumari og tækifæris- sinni“ Sjálfur segist Matthías í dagbók sinni hafa verið sannfærður um að Davíð ætlaði í forsetaframboð: „Ég er einnig sannfærður um að Davíð ætlaði í forsetaframboð en byr ræður ef menn ætla að sigla. Þessi byr var ekki, að ég held, nógu árenni- legur. Og fyrir bragðið stendur for- maður Alþýðubandalagsins sem kallaði Davíð Oddsson á sínum tíma mann með skítlegt eðli á einhvers konar silfurbakka sem alls konar skrýtið fólk á Íslandi er nú að bera til Bessastaða!  Ólafur er að mörgu leyti ágæt- ur en hann er mesti lýðskrumari og tækifærissinni sem hér hefur tekið þátt í stjórnmálum um áratugaskeið.  Og þótt eðli Davíðs hafi ekki ver- ið honum að skapi þá tel ég það hafi verið Davíð til tekna en ekki vansa.“ „Tækifærisrutl“ Athyglisvert er að Matthías vitnar í viðtalið áður en það var fullfrágengið til birtingar og endanlega yfirfarið af Davíð og ritstjórninni. Matthías seg- ir meðal annars eftirfarandi í dabók sinni: „Ég sé ekki betur en hann sé að víkja að tækifærisrutli Ólafs Ragnars þegar hann segir:  „Um leið þýðir það ekki að sá sem verið hefur stjórnmálamaður verði af þeirri ástæðu góður forseti, frekar en hitt að sá sem ekki hafi verið stjórn- málamaður verði ekki góður forseti. Við höfum dæmi sem sýna og sanna það gagnstæða. Stjórnmálareynsla er örugglega góð en það er jafnframt mikilvægt að persónan sé þannig að henni sé almennt treyst og ekki með blóðugan feril í þeim efnum.“!“ Þann 15. apríl, degi eftir að viðtal- ið birtist, gerir Matthías efirfarandi athugasemd í dagbók sína: „Samtal- ið við Davíð Oddsson birtist í Morg- unblaðinu  talsvert breytt frá upp- haflegu gerðinni. Blóðugan feril  er breytt í vafasaman feril og í lokakafl- anum um Evrópusambandið og reið- ina í Svíþjóð er lygi breytt í ósatt...“  Valdið hjá kjósendum, Alþingi og ríkisstjórn Matthías vitnar þennan sama dag, 15. apríl 1996, til viðtals sem hann hafði tekið sjálfur við Bjarna Bene- diktsson, þáverandi forsætisráð- herra og formann Sjálfstæðisflokks- ins, 9. júní árið 1968. Bjarni segir meðal annars um þingræðið: „Það er rétt, að dagleg störf forseta eru ekki ýkja mikil, og æskilegt er, að sem sjaldnast þurfi verulega á hann að reyna. Stjórn- skipun okkar er sú, að hið raun- verulega vald er hjá kjósendum, Aþingi og ríkisstjórn.“ Í viðtalinu lýsti Bjarni yfir stuðn- ingi við forsetaframboð Gunnars Thoroddsen, flokksbróður síns, en hann beið lægri hlut fyrir Krist- jáni Eldjárn í forsetakosningunum skömmu eftir að viðtalið var tekið. Kristján sat á forsetastóli frá 1968 til 1980. Gæti leitt til glundroða Í sama viðtali var Bjarni Benedikts- son spurður beint að því hvers vegna ákvæðið um þjóðaratkvæða- greiðsluna hefði verið sett í stjórn- arskrána, en Bjarni sat sjálfur á þingi þegar það var gert: „Ástæðan til þess var sú, að þeg- ar verið var að semja frumvarpið að lýðveldisstjórnarskránni var ut- anþingsstjórn, sem meirihluti Al- þingis undi mjög illa, þó að ekki væri hægt að ná samkomulagi um þingræðisstjórn. Með réttu eða röngu töldu margir þingmenn, þ.á m. ég, að þáverandi ríkisstjóri hefði við skipun utanþings stjórn- arinnar farið öðruvísi að en þing- ræðisreglur segja til um. Menn óttuðust þess vegna, að innlendur þjóðhöfðingi kynni að beita bók- staf stjórnarskrárinnar á annan veg en konungur hafði ætíð gert frá því að landið fékk viðurkennt fullveldi 1918 – og þar með taka afstöðu með eða móti lagafrumvörpum, al- veg gagnstætt því, sem ætlazt er til í þingræðislandi, þar sem staðfest- ing þjóðhöfðingjans á gerðum lög- gjafarþings er einungis formlegs eðlis. Menn vildu ekki eiga það á hættu að forseti gæti hindrað lög- lega samþykkt Alþingis með því að synja henni staðfestingar, heldur tæki lagafrumvarp engu að síður gildi, en vald forseta yrði takmark- að við það eitt að geta þá komið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta ákvæði skýrist þess vegna eingöngu af því tímabundna ástandi, sem hér ríkti á árunum 1942–1944, og hefur reynslan síðan bent til að þessi varúð þingsins hafi verið ástæðulaus. Ekki er kunn- ugt, að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því myndi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í ráðgjafarstarfi þess.“ n Davíð Oddsson talaði um „blóðugan feril“ Ólafs Ragnars Grímssonar sem stjórnmálamanns n Afhjúpandi dagbókarskrif fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins n Forsætisráðherrarnir Davíð og Bjarni Benediktsson töluðu um glundroða í stjórnmálum og stríðsyfirlýsingar gegn þinginu ef forseti beitti málskotsrétti Viðsnúningur ritstjórans Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Úr ráðherrastóli í ritstjórastól „... persónan sé þannig að henni sé almennt treyst og ekki með blóðugan feril í þeim efnum,“ var upphaflegt orðaval Davíðs Oddssonar í viðtali við Morgunblaðið. Dagbækurnar Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur birt margt forvitnilegt úr dagbókum sínum á netinu. „ „Stjórnmálareynsla er örugg- lega góð en það er jafnframt mikilvægt að persónan sé þannig að henni sé almennt treyst og ekki með blóðugan feril í þeim efnum”! Lögfræðingurinn og forsætis- ráðherrann Ekki er kunnugt, að forseta hafi nokkru sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því myndi leiða, sagði Bjarni Benediktsson árið 1968. Forsetinn og frú Ólafur Ragnar Grímsson og Dorritt Moussaieff. Forsetinn hefur þrisvar beitt 26. grein stjórnar- skrárinnar frá 2004 og synjað lögum staðfestingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.