Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 23
Úttekt | 23Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 að neita mér um að hitta fólk til þess að vera heima að borða en ég hafði mikið fyrir því að borða vel áður en og eftir að ég hitti fólk.“ Gat aldrei notið stundarinnar Aukakílóin hlóðust utan á hana og samfara því versnaði sjálfsmyndin þar til hún var farin að upplifa sig sem annars flokks þjóðfélagsþegn. „Ég var orðin áberandi feit og passaði ekki lengur í flugvélarsæti. Ég man að ég hélt að ég gæti aldrei lagað þetta, ég myndi alltaf bera þess merki að hafa verið of feit, ég væri búin að eyðileggja mig.“ Inni á milli tók hún „feitu, fyndnu stelpuna“ á þetta og taldi það jafn- vel fara sér ágætlega að vera feit, hún væri nógu sniðug til þess. En innra með henni óx sú tilfinning að hún væri óæskileg og hún velti því fyrir sér hvernig vinkonur hennar gætu látið sjá sig með henni á almannafæri. Það olli henni alltaf kvíða og vanlíðan að fara á nýja staði. „Þótt ég væri í góð- um tengslum við vini mína var ég allt- af á varðbergi gagnvart nýju fólki og kynntist fáum á þessu tímabili. Meira að segja þegar ég var að gera eitthvað skemmtilegt hugsaði ég í mómentinu að þetta væri geðveikt ef ég væri ekki svona feit. Sama hvað ég var að gera þá var sú hugsun alltaf undirliggjandi. Eins hafði ég hvorki metnað fyrir námi né starfi. Lífið snerist um að borða. Eða nei, dagurinn snerist um að borða og lífið snerist um að léttast.“ Óttaðist sjálfa sig Oft reyndu bæði vinir hennar og fjöl- skylda að ræða við hana auk þess sem þau bentu henni reglulega á spenn- andi heilsurétti eða góðar líkams- ræktarstöðvar. Guðrún Baldvina vissi vel hvað bjó að baki og þakkaði fyrir ábendingarnar, en lét þær sem vind um eyru þjóta. „Ég fór aftur á móti í mikla vörn þegar þeir höfðu orð á því að ég væri orðin of þung og spurðu hvort það væri ekki kom- inn tími til að gera eitt- hvað í því. Mér fannst að fólk ætti ekki að skipta sér af þyngdinni. Ástæð- an var sú að ég var enn á svo miklum flótta frá þessu og var skíthrædd við að horfast í augu við sjálfa mig. Ég óttaðist að fá staðfestingu á því að ég væri ógeðsleg. Það var það sem mér fannst innst inni. Ég hafði óbeit á því sem ég var að gera. Eins fylgdi því óttatilfinning að finna fyrir vanmætt- inum, ég fann að ég hafði ekki úrræði til þess að stoppa, fíknin var yfirgnæf- andi kraftur sem ég réð ekki við. Mér leið náttúrulega ekki vel.“ Stundum lét hún sig dreyma um ævintýralegar úrlausnir á vanda sín- um. „Ég gældi við fantasíur um að einn daginn myndi ég vakna mjó eða eitthvað álíka fáránlegt,“ segir hún og hlær. „Ég fantaseraði mikið um það hvernig líf mitt gæti tekið u-beygju einn daginn fyrir tilstilli einhvers ut- anaðkomandi, því ég upplifði það mjög sterkt að ég væri ekki fær um að breyta þessu ástandi sjálf.“ Ætlaði í magaminnkun Eitt af því sem sat í henni var grein sem hún las átján ára gömul um magaminnkunaraðgerð, sem var þá nýfarið að gera. „Ég man að ég hugs- aði að það væri bara fínt að vera svo ógeðslega feit að ég gæti bara farið í aðgerð til þess að laga það sem var að innra með mér og þyrfti ekki að hugsa um það meir. Um svipað leyti hætti ég að reyna að spyrna við þessari þróun, hætti að kaupa mér árskort í líkams- rækt og prótíndrykki. Fram að þessu hafði ég alltaf af og til reynt að taka mig á en það ein- kenndist samt alltaf af einhverju hálf- káki því ég hafði ekki trú á því sjálf. Ég var búin að gefa upp þá von að ég gæti bara borðað minna og hreyft mig meira.“ Árið 2005 fór hún til heimilislækn- isins,þá 25 ára gömul. Hún vildi vita hvort hún ætti erindi í svona aðgerð. Hún var sett á vogina og vó rúm 130 kíló. Svarið var já. Fylltist vonleysi Í kjölfarið var Guðrún Baldvina send upp á Reykjalund þar sem henni var gert að léttast um sjö kíló. Hún var í reglulegum viðtölum og prógrammi og fyrsta mánuðinn léttist hún um fimm kíló. Þann næsta þyngdist hún um sex. Svona gekk þetta allan vet- Játningar fallins fíkils „Ég er búin að berjast við aukakíló og brenglaða líkamsímynd síðan snemma á unglingsárum og hef verið með allar gerðir átraskana sem byrjuðu á svipuðum tíma. Líklegast er ég búin að vera matarfíkill alla ævi því ein af fyrstu minningunum mínum er þegar ég er að hlaupa á klósettið til að æla eftir að hafa borðað yfir mig sirka þriggja ára gömul. Ég var ný byrjuð í GSA en gerði allt sem í mínu valdi stóð til að réttlæta fall fyrir sjálfri mér. Að kvöldi til á degi 65 fór maðurinn minn óvænt út úr húsi og ég greip það tækifæri til að falla og fá að njóta kolvetna í friði. Ég greip það fyrsta sem ég fann sem var opinn Pringles-baukur sem maðurinn minn átti inní skáp. Það furðaði mig hvað fyrsti bitinn var auðveldur. Ég hikaði ekki einu sinni, enda búin að skipuleggja þetta í þaula í hausnum á mér. Ég hringdi og pantaði pizzu en í staðinn fyrir að panta bara pizzu eins og við gerðum oft fyrir fráhaldið þá pantaði ég líka hvítlauksbrauð, franskar og vorrúllur. Á meðan að ég beið eftir heimsendingunni þá sauð ég mér makkarónur og setti smjör og tómatsósu útá. Ég borðaði snakk, súkkulaðikex, M&M, piparkökur og kókóstoppa og fékk mér kakó og sykurkók. Ég fékk mér líka tvo cidera, ekki vegna þess að mig langaði í þá heldur einungis af því að áfengi var ekki leyft í fráhaldinu. Þegar pizzan kom var ég nánast södd af hinu gromsinu en borðaði samt stóran hluta af pizzunni og meðlætinu og ældi síðan einu sinni eða tvisvar en hélt samt áfram að borða eftir að ég var búin að jafna mig.“ -Ónafngreindur matarfíkill Saga spiksins – Sigur lífsins! „Líkamlegt ástand mitt var þannig að ég var að sligast undan sjálfri mér, farin að finna verulega til í stoðkerfinu, maginn hættur að þola hvað sem var og meltingin úr skorðum gengin. Ég hef alltaf verið stór og sterk og í 30 ár var ég búin að skella skollaeyrum við hættumerkjum sem hefðu átt að blasa við þegar ég með hverju ári bætti við mig svo og svo mörgum kílóum, þar til þau voru orðin 60–70 umfram þá þyngd sem ég var sáttust við mig í áður en allt fór úr böndum. Ég kenndi ýmsum utanaðkomandi hlutum um ástandið; Maður fitnar nú oft við að eiga börn; Sennilega hef ég fengið gersveppasýkingu, hún ruglar nú oft systemið; Mér leiddist og fékk mér því bita ... o.s.frv. Með því starfi sem fór fram í MFM tókst mér að ná tökum á átfíkninni, hemja púkann sem stöðugt kallaði á meiri mat, meiri sætindi. Með starfinu í stuðningshópnum lærði ég að ég er ekki ein í þessum sporum, ég er ekki sú eina sem legið hef í þessu djúpa fari. Ég lærði á sjálfa mig með því að spegla hegðun mína og venjur með stöllum mínum í hópvinnunni. Ég viðurkenndi vanmátt minn og lærði að treysta mínum æðri mætti til þess að leiða mig um betri veg. Nú er liðið rúmt ár. Ég er orðin um það bil 45 kílóum léttari, geng í fötum sem eru 4–5 númerum minni en þau sem ég kom í til fyrsta fundarins og allt er auðveldara. Ég sef betur, hvílist betur, á auðveldara með allar hreyfingar og öll störf, er glaðari og ánægðari með lífið.“ – Ónafngreindur matarfíkill Heimur matarfíkils „Frá barnæsku byrjaði ég af þrótti, jákvæðni og elju í öllum megrunarkúrum og líkams- ræktarátökum sem ég fann en alltaf vann fíknin og ég féll ég aftur í sama ofátið – féll inn í heim matarfíkilsins, sem er líkt og heimur annarra fíkla, einmanalegur, óheiðar- legur, fullur sjálfsvorkunnar og vanlíðunar. Matarfíkn á það einnig sameiginlegt með öllum öðrum fíknum að hún er sjúkdómur einangrunarinnar og þegar ég var í ofáti þá vildi ég helst borða ein.“ – Ónafngreindur matarfíkill „Ég svelti mig í 70 daga“ „Líf í ofáti er ömurlegt, það snýst um einangrun frá öðrum, sífelldan ótta við vægðarlausa gagnrýni annarra. Staðreyndin er hins vegar sú að maður er sjálfum sér verstur, það ert þú sjálfur sem segir: Þú ert vonlaus, þú hefur engan viljastyrk. Í OA lærir maður að þetta snýst ekki um viljastyrk heldur það að setja fráhald frá mat í forgang, einn dag í einu. Þetta hefur tekist í 5 mánuði! Mig skorti ekki viljastyrk þegar: Ég svelti mig í 70 daga. Þegar ég fór í hvern megrunarkúrinn á fætur öðrum. Ég gat þetta allt á hnefanum en ég vissi ekki þá að ég væri með sjúkdóm, matarfíkn, og það er hægt að ná bata með hjálp OA. Það er hins vegar ekki til lækning en meðan ég mæti á fundi og nota OA kerfið er ég heilbrigð, einn dag í einu. Líf án sektarkenndar og vanlíðunar, er mikil gjöf og fyrir það er ég þakklát.“ – Ónafngreindur matarfíkill Skömmin hafði yfirhöndina „Komið þið sæl, ég heiti …. og er hömlulaus ofæta. Ég er búin að vera á Gráu síðunni [GSA] í 5 mánuði og er búin að missa 22 kg. Ég taldi mér trú um að ég borðaði ekkert meira en aðrir samferðamenn mínir en það var ekki satt, ég át á kvöldin og um helgar yfir sjónvarpinu. Ég borðaði og vanlíðan, einmanaleiki og vonleysið var algert. Ég hafði enga stjórn á mataræði mínu, skömmin hafði yfirhöndina. Það að fara eftir prógramminu er auðvelt, vigtin er orðin einn af mínum bestu vinum og fer með hana með mér hvert sem ég fer. Hún segir mér hvað ég má borða mikið og við erum sáttar. Ég stefni á að fara í kjörþyngd og það er eitthvað sem ég hafði ekki séð fram á árum saman, gafst alltaf upp á miðri leið. Með stuðning og hjálp matarsponsors, fimmtudagsfundanna og Gráu síðunnar er ég frjáls og ég er að endurheimta líkama minn aftur. Alger draumur.“ – Ónafngreindur matarfíkill Á þeim 5 árum sem Miðstöð matar- fíkla hefur verið starfrækt hafa hátt í 900 manns leitað þangað. Á síðustu 2 árum hefur aðsóknin aukist en að meðaltali eru 60 manns í meðferð á hverjum tíma. Þeim fer þó fjölgandi. Þetta fólk er á aldrinum 15–70 ára. Talið er að nokkur hundruð séu virk í tólf spora samtökunum hverju sinni. m y n d s iG tr y G G u r a r i urinn og fram á sumarið. Í ágúst 2006, níu mánuðum síðar, var Guð- rún Baldvina orðin 142 kíló. „Það rann upp fyrir mér að þetta hafði ekki hjálpað mér og myndi sennilega aldrei gera það þrátt fyrir að ég væri full af góðum ásetningi. Þegar ég sá fram á að þetta myndi ekki virka féll- ust mér algjörlega hendur því ég vissi ekkert hvað ég ætti þá að gera. Ég fylltist vonleysi og taldi að það væri ekki hægt að hjálpa mér því ég væri frábrugðin öðru fólki. Þetta var mjög slæmur dagur og vondur staður að vera á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.