Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 22
22 | Úttekt 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Flestum fannst gaman að gefa Guð- rúnu Baldvinu Sævarsdóttur að borða þegar hún var barn. Henni þótti mat- ur góður og borðaði vel. Var krúttlega þybbin. Fæstir gerðu sér þó grein fyrir því að hún var að þróa með sér mat- arfíkn sem síðan heltók líf hennar fyrir tvítugt. Botninum náði hún á Reykja- lundi þegar hún steig á vigtina og sá að hún var orðin 142 kíló, níu mán- uðum eftir að hún kom þangað fyrst rúm 130 kíló og átti að léttast um sjö. Myrkur, vonleysi og vanmáttur fylltu huga hennar. Síðan fann hún lausn og segir nú sögu sína 67 kílóum léttari, en það er ekkert miðað við þyngslin sem hún missti úr huga sínum. Bati henn- ar verður ekki mældur í kílóum. Barn í vanda „Ég held að þetta hafi alltaf verið vandamál. Ég á minningar um vand- ræði með mat frá því að ég var mjög ung og man að ég hugsaði að ég væri frábrugðin öðrum hvað mat varðaði. Mig langaði meira í mat en fólkið í kringum mig, sótti meira í kolvetni, sætindi og sætabrauð en aðrir. Yfir- leitt borðaði ég þar til mér var farið að líða illa. Eins átti ég mjög erfitt með að hemja mig í boðum.“ Enda var ekkert eins spennandi við að fara í afmæli eða aðrar veislur og að fá eitthvað gott að borða. „Allt frá því að ég var svona sjö ára var farið að taka mig á eintal áður en veislan hófst til þess að segja mér að ég mætti ekki borða of mikið. Þannig að ég upplifði mig mjög fljót- lega frábrugðna öðrum.“ Átta ára með áhyggjur Hún var kannski ívið þykkari en önnur börn en það var ekkert sem fólk velti fyrir sér. Hún var bara krúttleg, þybb- in stelpa, þykkari en flest börn. Samt upplifði hún sig lata frá átta ára aldri og taldi sig ekki nenna að hreyfa sig nóg og ekki hafa sömu sjálfstjórn og aðrir. „Ég hélt að öllum þætti nammi og brauð jafngott og mér en að aðrir ættu auðveldara með að stjórna því. Ég hafði engan skilning á fíkn og hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast. En ég upplifði vanlíðan gagnvart mat. Þegar boðið var upp á eitthvað gott óttaðist ég að fá ekki nóg og oft þurfti að stoppa mig af.“ Stal klinki fyrir sælgæti Heimili hennar var ósköp venjulegt. Engin óregla var til staðar heldur var boðið upp á hollan mat á matmáls- tímum. En það var ekki nóg. Guðrún Baldvina var alltaf eitthvað að narta á milli mála. „Ég fékk mér ristað brauð og kakómalt eftir skóla, eins og ég held nú að flestir geri. En ég fékk mér ekki eina brauðsneið af því að ég var svöng heldur ristaði ég tvær í viðbót. Og aðrar tvær.“ Hún gat ekki stoppað. Stundum vissi hún af einhverju í eldhússkápunum sem hún mátti ekki fá. Því stal hún og lagði mikið á sig við að fela verksummerkin. „Eini óheið- arleikinn sem hægt er að negla á mig úr æsku tengdist mat. Ég stal líka klinki og stalst út í sjoppu eða bakarí þar sem ég splæsti í nammi eða sæta- brauð. Þetta fannst mér mjög spenn- andi.“ Kastaði upp eftir átköst Það kom líka fyrir að Guðrún Bald- vina borðaði þar til hún kastaði upp. Vanlíðan var þó ekki í þeim mæli að hún hafi vitað það frá átta ára aldri að þetta væri vandamál í lífi sínu. „Ég vissi bara að ég væri ekki nógu góð á þessu sviði. Matur veitti mér samt enn mjög mikla ánægju. Það var mjög gaman að gefa mér að borða. Fólki finnst gaman að gefa börnum að borða sem finnst ótrúlega gott að borða.“ Þegar henni var bannað að fá franskbrauðið sem hún vildi gat hún brjálast. Þá dæsti bróðir henn- ar og sagði: „Djíses, það er eitthvað að henni.“ Flestir töldu þó að þetta myndi eldast af henni. „Þetta var heldur ekki svo alvarlegt vandamál á þessum tíma. Þótt ég hafi tekið svona skorpur inni á milli þá háði þetta mér ekki þannig. Ég var ekkert svo feit þegar ég var ung og var alveg félags- lega vel sett.“ Notaði mat sem huggun Sautján ára fékk hún vinnu í sjoppu og fór að nota mat sem huggun. „Ég borðaði rosalega mikið nammi og notaði mat til þess að láta mér líða betur. Frá þeim tíma hélt það áfram og varð alltaf verra. Tilhugsunin um að fá mér eitthvað skapaði spennu og tilhlökkun um að eitthvað gott væri í vændum. Ég var ekki svona gourmet- matarfíkill, frekar rónamatarfíkill, þannig að undirbúningurinn fólst aðallega í því að ég ætti nóg. Ég var ekkert endilega að sækjast eftir sæl- keramáltíð heldur stærsta snakkpok- anum eða fjölskyldupakka af Twix.“ Flótti frá umhverfinu Þegar stundin rann svo upp settist hún yfirleitt fyrir framan sjónvarpið og hámaði í sig. Sjónvarpið notaði hún til þess að deyfa aðra skynjun, slökkva á öllu og útiloka veruleikann. Þetta var hennar flótti. „Ef ég átti erf- iðan dag þá átti ég þetta skilið, ef ég átti góðan dag gat ég haldið upp á það og meira að segja þegar dagur- inn var bara venjulegur og óspenn- andi kryddaði ég tilveruna með þessu.“ Smátt og smátt varð það að fá sér eitthvað ekki bara daglegur at- burður gerðist það oft á dag. Allt gaf tilefni til réttlætingar. „Þá var ég farin að nota mat sem hugarbreytandi efni en ekki orðin eins rosaleg og ég átti eftir að verða.“ Á sama tíma hætti hún að æfa sund þannig að orkuþörfin minnkaði umtalsvert. Hún hélt samt áfram að borða eins og hún væri á æfingum sjö sinnum í viku. Brengluð líkamsímynd Sú hugmynd fylgdi henni alltaf að hún væri of þung. Jafnvel á unglings- árunum þegar hún var í kjörþyngd, ekki einu sinni þybbin. Samt var hún alltaf í megrun og prófaði ýmislegt. Einu sinni drakk hún bara Núpó-létt í fjóra daga. „Ég var stöðugt á vigt- inni og skammaðist mín alltaf fyrir þyngdina. Ég var mjúk þannig að það sást ekki í beinin í mér þegar ég var í sundbolnum og það var alltaf einhver grennri en ég. Mig langaði ekki bara að vera léttust heldur langaði mig líka að vera lágvaxin. Ég veit ekki hvern- ig sú hugmynd kviknaði en hún var mjög áberandi. Þannig að ég var ekki bara með brenglaðar hugmyndir um mat heldur einnig um líkama minn.“ Borðaði í einrúmi Allt hafði þetta áhrif á sjálfsmynd Guðrúnar Baldvinu og líðan hennar. Það varð til þess að hún leitaði meira í matinn sem hafði fært henni ánægju. Matarvenjurnar voru þó jafnóreglu- legar og þær voru óheilbrigðar. „Ég vaknaði alltaf of seint og borðaði aldrei morgunmat. Ég gat vakað í marga klukkutíma án þess að borða. Þegar ég síðan byrjaði jókst átið alltaf yfir daginn og náði hámarki á kvöld- in. Ég borðaði alltaf í einrúmi því ég skammaðist mín fyrir það hvað ég borðaði mikið. Ég var samt ekki farin Dagurinn snerist um að borða, lífið snerist um að léttast n Guðrún Baldvina Sævarsdóttir var 142 kíló n Fantaseraði um ævintýralegar lausnir n Var fangi fíknarinnar n Upplifði vonleysi þegar magaminnkun misheppnaðist n Léttist um 67 kíló n Batinn verður ekki mældur í kílóum n „Ég borðaði mjög lengi í afneitun þannig að það er mjög erfitt að átta sig nákvæmlega á því hvernig þetta var.“ Dæmigerður dagur Morgunmatur: Ekkert. Hádegismatur: Samloka. Milli mála: Ávextir, sætindi, hnetur, brauðmeti. Kvöldmatur: Hamborgari, pítsa eða annað óhollt. Kvöldsnarl: Sætindi, til dæmis skál af kúlusúkki, snakk, ídýfa og fleira. Matur sem veldur fíkn Sykur, sætuefni, kornmeti, ávextir eins og bananar, vínber og ávaxtasafar, koffíndrykkir, sterkjurík kolvetni, mjög feitur matur, hreinsaður og meðhöndlaður matur geta valdið fíkn samkvæmt Miðstöð matarfíkla. Matseðill matarfíkilsIngibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þetta snýst ekki um það að verða mjó heldur að geta verið frjáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.